Vikublaðið


Vikublaðið - 29.10.1993, Blaðsíða 9

Vikublaðið - 29.10.1993, Blaðsíða 9
VIKUBLAÐIÐ 29. OKTOBER 1993 Meniiinjyln 9 Sá er yður gaf að hefja helga hluti Islensk Hómilhibók Fornar stólrœðnr Útgefendur dr. theol. Sigurbjöm Einarsson, Guðrún Kvaran dr. phil. og Gunnlaugur Ingólfsson cand. mag. Hið íslenska bókmenntafélag 1993. 302 bls. auk inngangs. Síðla árs 1965 var ég staddur í Kaupmannahöfri, og þá at- vikaðist svo að ég stóð á götu- horni að bíða eftir sporvagni. Eg skiinaði auðvitað í kringum mig þegar mér fór að leiðast biðin, og sá þá handan götunnar ofurlitla fornbókaverslun í kjallara. Eg gekk þangað af rælni og spurði af- greiðslumanninn hvort hann hefði einhverjar íslenskar bækur eða bækur sem hann kynni ekki skil á. Maðurinn sagðist ekki vita til þess að hann ætti neina íslenska bók. Ein gömul bók væri þarna sem kannski tengdist Islandi, en reynd- ar væri titilblaðið á sænsku. Hann rétti mér bók í snjáðu skinnbandi, sem var meira að segja farið að springa, og hjartað í mér tók kipp þegar ég las á titilblaði: Homiliu- Bók. Jslándska Homilier efter en handskrift frán tolffe árhundradet utgifha av D:r Theodor Wisén. Lund 1872. Þarna hélt ég skyndi- lega á einhverri mestu gersemi ís- lenskrar bókmenntar, sjálfri Hóm- ilíubókinni, sem hafði verið gefin út í þetta eina sinn í aðeins 200 ein- tökum. Maðurinn vildi fá 30 krón- ur fyrir bókina. Eg gekk út líkt og í vímu. Síðan hefúr þessi bók fylgt mér og ég hef lesið hana margsinn- is, bæði mér til ánægju og hugar- léttis og vegna fræðastarfa. Iyoksins gefin út á Islandi Nú er þessi bók loksins komin út á Islandi í fyrsta sinn, í aðgengi- legri útgáfu öllum almenningi, og er ekki aðeins gleðiefhi þeim sem til hennar þekkja og kunna að meta hana, heldur sætir beinlínis mikl- um tíðindum. Hómilíubókin er elsta bók íslensk sem varðveist hef- ur, rituð seint á 12tu öld eða um aldamótin 1200, 102 skinnblöð, bundin í selskinn. En efhi bókar- innar er talið enn eldra, að minnsta kosti að hluta til. Skrifari Hómilíu- bókarinnar hefur því afritað eldri texta. Enginn veit hver ritaði hana né hverjir upphafsmenn efnis hennar voru né hvar hún var niður- komin þar tif hún var seld til Svíþjóð- ar seint á 17du öld og hefur síðan ver- ið varðveitt í Kon- unglegu Bókhlöð- unni í Stokkhólmi, auðkennd sem Perg. 4to nr. 15. Orðið hómilía er grískt tökuorð í lat- ínu og var til forna algengt heiti á ræðu kennimanns er hann skýrði fyrir söfnuði guðspjall eða aðra ritningar- texta eða trúaratriði eða kirkjuhátíðir. Þannig geymir þessi forna bók stólræður, nokkrar fræðslugreinar og bænir. Hómilíu- bókin hefur verið eins konar lestr- arbók handa prestum, þeim til stuðnings við predikanir. Ræðurn- ar eru flestar miðaðar við kirkjuhá- tíðir ársins, en þeim er ekki raðað í tímaröð og fyrir kemur að tvær ræður eru um sömu hátíð. Þannig má nefha jóf, hvítasunnu, upp- stigningardag, skírdag, páska, þrettándann, kyndilmessu, allra- heilagramessu o. fl. Þá eru útskýr- ingar á helgi sunnudagsins, ýmsum trúaratriðum og kirkjulegum fyrir- bæruin svo sem á föstu, trúarjátn- ingunni, bæninni Faðir vor. Loks er að nefha bænir, t.d. bænir til Krists og Maríu guðsmóður. Hvaða erindi á þessi bók nú? Ég sagði hér að framan að útgáfa þessarar bókar sætti tíðindum. Og þá kann einhver að spyrja hvaða er- indi þessi eldgamla skræða um úr- elta trúarsiði eigi við okkur nú- tímamenn.Það erindi er að mínu viti tvöfalt. Annar þáttur þess erindis felst í ari gömlu bók, „og er sá íslenzkur rithöfundur sem ekki hefur þaul- lesið hana, litlu betur undir starf sitt búinn en sá prestur sem enn á ólesna fjallræðuna". Fræðsluaðferð Hómilíubókar- innar er einkum fólgin í táknræn- um útskýringum hinna ýmsu fyrir- bæra. Grípum til dæmis niður í umfjöllun um helgi krossins (bls. 52-53): „Höfuð Krists merkir guð- dóm hans, en fætur manndóm, því að höfuð horfði til himins, en fætur niður til jarðar, svo sem guðdómur kom af himni og tók manndóm á jörðu. Austur merkir upprisu hans, en vesmr dauða hans, því að sól rennur upp í austri, en sest í vestri. Höfuð Krists horfði ausmr, en fæt- ur vesmr, því að manndómur hans tók dauða, en guðdómur efldi hann til upprisu." Málið er oft myndrænt og sýnir hugmyndaauðgi og tilfinningu fyr- ir myndmáli, sem oft nálgast ljóð- ræna tjáninu. Dæmi úr umfjöllun um uppstigningu Drottins (bls. 26): „Tvo vængi skulum vér fá oss til heimfarar með Guði: Vér skul- um unna honum og virða hann Likami heitir einn, inn óœðsti htutur mannsins oq inn ysti. En sá heitir önd, er beeði er innri oq ceðri. En sá heitir andi, er miklu er æðstur oq yöfoastur oq innstur. Likaminn er sýnilequr htutur, en öndin er ósýnitey. Hans yróði oq kennisemi, beryiny oq itminy, sýn oy heyrn, þeir htutir attir eru af öndinni hon- um qefnir. Oq attt tif hans er af hennar duynuðum oq aft oq hrcerinqar. En þau eru bceði eitt kyköendi oq eru köttuð inn ytri maður. Þi/i að þótt hún sé ósýnitey oq i þeirra htuta tötu, er andteyir eru, þá er þó hún þess eins áóita, er tikamteyt er oy munúðsamteyt, en einskis þess, er yuðdómteyt er. Inn þriðji htut- ur heitir andi, sá er miktu yöfyastur oq innstur oy eeðstur er i manninum. Sá qefur huykócemni oy skitn- iny, dómspekt oy minni, mát oy skynsemi, ncemteik yuðstrúar oy sjátfrceði manninum. Hann er kattað- ur inn innri maður oq enqitt. Honum er á hendi fótyið forráð atts mannsins. Greinarhöfundur, Njörður P. Njarðvtk, með Hómilíubókina sem hann keyptifyrir 30 krónur í danskri fombókaverslun. Mynd: Ól.Þ. að gefa fé sín fyr Guðs sakar þurf- öndum, en enn er æðra að vilja ekki eiga og una við það“ (bls. 15); „Sá á, er ástina á, en sá er hver öreigi, er hcnnar missir“ (bls. 175). Heimsmynd - trúarviðhorf Hinn þátmr þess erindis, sem þessi forna bók á við okkur nútírna- menn, er fólginn í því trúarvið- horfi, sem þar birtist. Það vill stundum gleymast að miðalda- menning okkar var rómversk-kaþ- ólsk. Þeir menn sem söfnuðu eddukvæðum, rimðu Islendinga- sögur, Smrlungu og önnur fornrit frá gullöfd íslenskrar bókmcnntar vom krismir menn. Og Hómilíu- bókin birtir okkur þann trúar- grundvöli, sem var boðaður fólki á 12m og 13du öld. Hér má nema þann boðskap, sem hlýmr að hafa mótað lífsviðhorf og heimsmynd þjóðar okkar um þær inundir er rit- öld íslensk hófst fyrir alvöru. Það segir okkur margt um hugsunar- hátt manna á þeim tíma. Er við les- um íslendingasögur, sem gerast í námunda við aldamótin 1000, þá verðum við að muna að þær em rit- aðar meira en 200 ámm síðar og sýna því viðhorf 13du aldar manna. Forvimilegast af öllu hefur mér fundist sú mynd sem Hómilíubók- in birtdr af innri gerð mannsins og sýnir djúpa mystíska skynjun (sjá rammaklausu). Þar kemur ljóslega fram hversu fom og áleitin er sú glíma sem maðurinn á í til að reyna ' að skilja sjálfan sig. Hómilíubókin er því einhver allra merkasta bók sem íslensk hugsun og íslensk mnga hefur skapað. Þar rætist kannski það sem segir á einum stað í bókinni: „... og þess bið eg, að sá er yður gaf að hefja helga hluti, sá láti yður vel til loka leiða“ (bls. 19). Njörður P. Njarðvík. sjálfu málinu, tungutakinu. Eins og áður er getið, er þetta elsta varð- veitta bók íslensk. Hún veitir því dýrmæta vimeskju um mngutak og ritmál, sem er eldra stig en sjá má í íslendingasögum eða Sturlungu. Málfar bókarinnar er einkar vand- að og fagurt, svo fagurt að það er nautn að lesa hana þess eins vegna, þótt ekki sé beinlínis hugað að efhi og innihaldi. Fræg eru þau ummæli Jóns Helgasonar, að óvíða flói lindir íslensks máls tærar en í þess- framar en sjálf oss. Hinn er annar vængur, að hvert vort skal unna öðm sem sjálfu sér. Engi má hefjast langt frá jörðunni með einn væng. Af því skulum vér unna bæði Guði og mönnum." Og víða em málsgreinar svo hnitmið- aðar að nálgast spakmæli: „... meiri vegur er að sýna hin besm dæmi en eftir að glíkja" (bls. 5). „Gott er AUGLYSING UM INNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RIKISSJÓÐS Kjörskrá Garöabæjar Kjörskrá vegna kosninga um sameiningu Garða- bæjar og Bessastaðahrepps, sem fram eiga að fara 20. nóv. 1993, mun liggja frammi almenningi til sýn- is á bæjarskrifstofu Garðabæjar, Sveinatungu vA/íf- ilsstaðaveg, frá og með 27. okt. 1993. Kjörskrá mun liggja frammi til kjördags. Kærufrestur til bæjarstjómar vegna kjörskrár rennur út kl. 12.00 á hádegi þann 6. nóvember 1993. Bæjarstjórinn í Garðabæ. FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*) Á KR. 10.000,00 1983- 2.fl. 1984- 3.fl. 1988-3.ÍI.D 5 ár 01.11.93-01.05.94 12.11.93 - 12.05.94 10.11.93 kr. 61.289,80 kr. 71.329,10 kr. 21.117,70 *) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, október 1993. SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.