Vikublaðið


Vikublaðið - 18.08.1995, Blaðsíða 7

Vikublaðið - 18.08.1995, Blaðsíða 7
VIKUBLAÐIÐ 18. ÁGÚST 1995 Sagan 7 í Þingholtumun er fjöldinn allur af merkilegum og fallegum húsum og þátttakendur í gönguferð um hverfið sl. fostudag undir leiðsögn Guðjóns Friðrikssonar sagnfræð- ings fengu að kynnast því að þar er ekki bara um að ræða byggingar- efiii í mismunandi formum. Húsin eiga sér sögu og sinn þeirra mynda umgjörð tun forvitnilegt mannlíf í höfuðborginni fýrr á árum. Um fjörutíu manns tóku þátt í gönguferðinni sem farin var á vegum Alþýðubandalagsfélagsins í Reykja- vík. Guðjón Friðriksson leiddi hóp- inn og stoppaði á lykilstöðum til að ausa úr visíaibrunni sínum. Þar er augljóslega á ferðinni maður sem tril- einkað hefur sér umræðuefnið af kostgæfhi og gætt þess að fræðast um fleira en hús höfðingjanna. Híbýli og mannlíf alþýðunnar var ofar á for- gangslistanum. Þetta var undirstrikað þegar í upp- hafi gönguferðarinnar, þegar Guðjón fræddi þátttakendur um fyrsta bama- skólann, sem stofnaður var 1904, við Bergstaðastræti að frumkvæði Frí- kirkjusafiiaðarins og kallaður var As- grímsskóli eftir fyrsta skólastjóranum. Síðar bættist við „unglingadeild“ (nemendur vom allt að þrítugu) og þangað flykkust ungmenni og einnig vinnukonur, verkakonur þeirra tíma, nýkomnar á mölina. „Hið opinbera“ hafði ekki burði í sér að stofna gagn- fiæðaskóla fyrr en 1931. I húsi á móti bjó upp á lofiri í pínu- lidu risherbergi fullorðin kona ásamt syni sínum. Sonurinn var reyndar blaðamaður á Þjóðviljanum, Sigurður Guðmundsson. Þangað kom breski herinn að leita Sigurðar í apríl 1941 til að flytja í prísund í Bredandi. Fangageymslan við Skólavörðustíg var ekki aðeins hugsuð sem hegning- arhús heldur einnig ráðhús (eins og tíðkaðist erlendis) og þar hélt bæjar- stjómin sína fundi um skeið. I bæjar- þingssalnum var kosið og myndaðist oft löng röð meðan menn biðu eftir að kæmi að þeim. Um leið var heppi- legt fyrir suma að beint á móti var veitingahúsið Geysir - og þar gerðu menn sér glaðan dag enda oft mikill hávaði þegar Líða tók á kjördag. Ekkj- ur og aðrar konur sem vom sjálfs síns ráðandi fengu kosningarétt 1882 en fyrsta konan kaus ekki fyrr en 1888 og raunar kusu ekki nema alls sex konur firam að aldamótum. Þannig var að körlunum var raðað í stafrófsröð og þessar 20 til 30 konur sem fengu kosningarétt vora settar aftast í röð- Þessi stfll er ekld bara skemmtilegur heldur vill svo til að þetta er hús sem Steingrímur afi Steingríms Her- mannssonar hannaði. Ekki mjög fram- sóknarlegt eða hvað? ina. Þegar kom að þeim var yfirleitt mikil Geysis-stemning þannig að þær gátu ekki vænst þess að kjósaóáreitt- ar. Þvert á móti hefur það verið hin mesta áþján og áhætta fyrir konumar að kjósa með fulla karlana ágenga til orðs og æðis á eftir þeim. Hegningarhúsið þótti annars vera töluverðan spöl úr bænum og erfitt að drösla þangað fullum mönnum. Því var bragðið á það ráð að smíða sér- stakan yfirbyggðan vagn með loftopi. Það var síðan ósjaldan að menn sáu lögregluþjóna með slíkan vagn á ferð og heyra mátti öskur og vem fyllibytt- anna innanúr vagninum. Án efa hafa margir séð skoplegu hliðina á þessum annars sorglegu uppákomum. I upphafi aldarinnar vora reist við Bergstaðastræti, Þingholtsstræti, Miðstræti og víðar svokölluð Snikk- arahús. Eitt þeirra, við Bergstaða- stræti, hannaði Steingrímur afi Stein- gríms Hermannssonar. Einnig voru þá að rísa mörg steinhús í stað gömlu torfbæjanna. Steinhúsin risu hvað hraðast eftir byggingu Alþingishúss- ins. Þannig var að fjölmargir verka- menn unnu við að reisa þinghúsið og að því Ioknu vora öll verkfæri seld á uppboði. Margir karlanna keyptu sér verkfæri, höfðu lært vinnubrögðin og reistu sér hús í stað torfbæja sinna. I húsinu Spítalastíg 7 hafe margir merkir menn búið. A þriðja áratugn- um bjó þar Hallbjöm Halldórsson prentari og ritstjóri Alþýðublaðsins. A sömu hæð bjó mikill póhtískur and- stæðingur hans, Ami í Höfðahúsum. Og án efa hafa þeir margt spjallað en sjaldnar komist að sameiginlegri nið- urstöðu. Uppi á loftí í sama húsi vora oft samankomnir mikhr og síðar frægir listamenn. Þama heyrðist í fyrsta skipti lesið upp úr handritum merkis- rita, svo sem þegar Hahdór Kiljan Laxnes las upp úr Vefaranum og Þóbergur Þórðarson las upp úr Bréfi til Lára. Þama gaf einnig Oddur nokkur út blaðið Harðjaxl og er það mál manna að listamannasamfélagið uppi á lofti hafi verið raunverulegir höfundar margra greina Odds. Að minnsta kosti voru þeir skammaðir fyrir að hafa gamla manninn að fífh. I hdu herbergi í húsi við Grundar- stíg ólst lausaleiksbamið Þorvaldur Guðmundsson í Síld og fisk upp í sár- ustu fítækt. Þar rétt hjá bjuggu Mark- an-systur og segir Guðmunda Eh'as- dóttir frá því þegar hún stóð fyrir utan og hlustaði hugfangin á söng Maríu Markan og hefitr það áreiðanlega átt sinn þátt í að Guðmunda lagði fyrir sig söng. I þamæsta húsi bjó Hannes Hafetein fyrsti ráðherra Islands sín síðustu sjö ár og er mikið í það hús borið. En næsta gata er Bjargarstígur og er hún líkast til eina gatan í borginni sem kennd er við venjulegt almúga- fólk, nefiid eftir gamalli konu sem bjó þar, en hún hét Sigurbjörg. Hús Borgarbókasafhsins á sér merka sögu aðra en þá að hafa verið heimih ríkra heildsala. Það var út- Iendur og efitaður gyðingur sem lét teikna það og reisa. Menn vissu ekki gjörla hvort hann var danskur eða þýskur, en alténd var hann mjög óör- uggur með sig í kringum heimstyrj- aldaárin fyrri og seldi nokkrum sinn- um búslóð sína eins og hann gerði ráð fyrir að hverfa á braut með skömmum fyrirvara. Hann hvarf loks skyndilega 1916 og reka sumir það til ofríkis og þrýstings breska konsúlsins. Þama um slóðir era fjölmörg snikkarahús í Sweitser-stíl, sem komu flest hver tilsniðin fr á Noregi, pönmð eftir „katalógum”. Einkenni þeirra era gjaman mildl bjálkaverk, mynd- skurður og port sem lyfta þakinu upp. Gott dæmi er Þingholtsstræti 29 þar sem bjó Jón Magnússon ráðherra. Einnig má nefiia franska sendiherra- bústaðinn og hús við Miðstræti. I há- reistu húsi við þá götu bjó Olafur O- lafeson þingmaður og Fríkirkjuprest- ur, sá sem hafði frumkvæðið að stofn- Guðjón Friðriksson í fagmannlegum stellingum að lýsa því hvemig steinhús tóku við af torfbæjum, ekki síst eftir að almúga- menn lærðu að höggva í grjót við byggingu Alþingishússins. Myndin Ol.Þ. Fyrsti bamaskólinn var stoftiaður í þessu húsi árið 1904 að frumkvæði Fríkirkju- safnaðarins. I húsi beint á móti tróðu sér upp þröngan stigagang og inn í pínulít- ið risherbergi liðsmenn breska hersins að leita að Sigurði Guðmundssyni blaða- manni Þjóðviljans til að færa hann til Fnglands £ prísund. un bamaskólans sem sagt var frá í upphafi þessarar greinar. Honum við hlið bjó Jón Olafeson, þingmaður og forstjóri Kveldúlfe og enn í næsta húsi bjó Jón Baldvinsson ritstjóri og þing- maður. Hafa þessir menn án efa oft hist í götunni og skipst á skoðunum um landsins gagn og gæði. Að gönguferðinni lokinni hélt hóp- urinn til höfuðstöðvanna að Lauga- vegi 3, þar sem við tóku léttar veiting- ar og spjall - um landsins gagn og gæði. o X < > Þrefaldur pottur!!! - Leikur einn! Fáðu pér miða fyrir kl. 20.20 á Lsfensk laugardagirm.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.