Frjáls þjóð - 04.12.1953, Blaðsíða 1
FRJÁLS ÞJÓÐ
2. árg.
Föstudaginn 4. desember 1953.
48. tbl.
Andstæðingar íhaldsins verða að
koma sér saman um borgarstióraefni
Það væri aðstoð við niíverandi bæjarstjórnar-
meirihluta að láta slíkt undir höfuð leggjast
Nú þegar sá tími nálgast, að gengið verður til
bæjarstjórnarkosnmga, verður sú spurmng æ áleitnari,
hvaS við taki um stjóm Reykjavíkurbæjar, að þeim
loknum. Nú eru meiri horfur á því en verið hefur um
áratugi, að Sjálfstæðisflokkurinn tapi meirihluta sínum,
enda hefur stjórn fjölmargra bæjarmálefna verið með
þeim hætti, að það er ekki að ólíkindum. Þar hafa
farið saman mjög þungar álögur á borgarana, lítil fyrir-
hyggja um mörg hin þýðingarmestu bæjarmálefni, fjár-
sóun og klíkuskapur.
'/JWirJWWWWWVAAAVVVWVVVWVUVWVVVVUWVWWVVV
Hrakningssaga bæjarbóka-
safnsins táknrænt dæmi
Menningarstofnun gerð óvirk tnörg misseri,
meira fé varið til kaupa á gömlu húsi og
breytíngum á því en nýtt hús hefði kostað
Enn ráðherrabíll
á ríkiskostnað
Ríkisstjórnin, sem nú hef -
ur farið með völd í hálfan
þriðja mánuð, er nú búin
að vinna sér það til ágætis
að fá nýjar ríkisbeifreiðir
handa báðum nýju ráðherr-
unum.
Ingólfur Jónsson við-
skiptamálaráðherra varð
dálítið scinni til en utanrík-
isráðherrann, en nú fyrir
nokkru fékk hann einnig
nýinnflutta bifreið á reikn-
ing ríkissjóðs. Er hún af
Plymouth-gerð og ber ein-
kennismerkið R-2452.
Björn Ólafsson, fyrrver-
andi viðskiptamálaráðherra,
mun hafa flutt inn nýja bif-
reið handa sér, og einni af
ráðherrabifreiðunum frá tíð
fyrri ríkisstjórnar, hefur
verið ekið heim að húsdyrum
Hermanns Jónassonar, fyrr-
verandi landbúnaðarráð-
herra, bar sem hún prýðir
nú umhverfið.
Að minnsta kosti eitt einka-
fyrirtæki, sem hefur með hönd-
um stórfelldar framkvæmdir,
eru nú að breyta hreyflum í
vinnuvélum sínum. Lætur það
taka úr þeim benzínhreyfla, en
setja í staðinn dísilhreyfla í
sparnaðarskyni. Þetta er Al-
menna byggingafélagið.
Talið er, að þessu fylgi stór-
mikill sparnaður, því að verð-
munur er um eina krónu á
lítra á benzíni og olíu þeirri,
sem dísilhreyflar nota, aun
þess sem minna slit fylgir notk-
un hráolíunnar.
Reykjavíkurbær á og rekur
mikið af vinnuvélum af ýms-
um gerðum, og mundi það vafa-
laust hafa í för með sér mjög
mikinn sparnað, ef þær væru
yfirleitt búnar dísilhreyflum.
Samt sem áður bólar ekki á
því, að forráðamenn bæjarfé-
Það er álit Þjóðvarnarflokks-
ins, að allir andstæðingar bæj-
arstjórnarmeirihluta Sjálfstæð-
isflokksins eigi að koma sér
saman um meginstefnu um
stjórn bæjarmálefnanna, ef
meirihlutavald Sjálfstæðis-
flokksins verður brotið á bak
aftur, og leitast við að ná sam-
komulagi um borgarstjóraefni,
sem reiðubúið sé til þess að tak-
ast á herðar þann vanda að
stjórna bænum á hliðstæðan
hátt og góður framkvæmda-
stjóri stýrir þjóðnýtu fyrirtæki
með hag þess og almenna gagn-
semi fyrir augum, án allra
klíkusj ónarmiða.
lagsins hafi slíkt í hyggju, enda
þótt einkafyrirtæki hafi þegar
riðið á vaðið, svo sem áður er
sagt.
Sérstök sparnaðarnefnd er þó
starfandi á vegum bæjarins, og
á að gera tillögur um hag
kvæmari rekstur. En af af-
rekum hennar fara litlar sögur.
Er það helzt af því, er hún hef-
ur unnið sér til ágætis, að af-
numin var að tillögum hennar
sú venja, að Reykjavíkurbær
byði starfsfólki sínu í skemmti-
ferð einn dag á sumri.
Sparnaðarnefndin virðist sem
sagt ekki sjá mikla möguleika
til sparnaðar í rekstri bæjarins,
en það, sem hún kemur auga
á, eru smámunir, sem harla
litlu nema. Hins vegar virðdst
henni* sjást algerlega yfir það,
hvar hægt er að spara, svo að
miklu fé nemur.
Almannavilii.
Það verður vart í efa dregið,
að slíkt samkomulag væri mjög
að vilja yfirgnæfandi meiri-
hluta þess fólks, sem fylg-
ir andstöðuflokkum bæjar-
stjórnarmeirhlutans að mál-
um. Það myndi vekja traust,
og stuðla mjög að því, að hinu
spillta meirihlutavaldi Sjálf-
stæðisflokksins verði hnekkt.
Virðist því einsýnt, að öllum
andstæðingum bæjarstjórnar-
meirihlutans núverandi beri að
Stuðla að því, að erjur um
landsmál verði ekki látnar
standa í vegi fyrir því, að slík
samstaða náist. Að fengnu sam-
komulagi um meginstefnuna
og álitlegt borgarstjóraefni
mætti telja það nokkurn veginn
víst fyrirfram, að Sjálfstæðis-
flokkurinn tapaði bæjarstjórn-
armeirihluta sínum í Reykja-
vík.
Sjálfstæðismenn
kviðnir.
Þess sjást nú líka glögg
merki, að forustumenn Sjálf-
stæðisflokksins óttast mjög um
meirihlutavald sitt í höfuðborg-
inni, og margir óbreyttir liðs-
menn fara ekki dult með það,
að þeir búizt allt eins við mikl-
um hrakförum í kosningunum.
Er því meira og sigurvænlegra
tækifæri nú en boðizt hefur
um langt skeið.
Ótti Sjálfstæðisflokksins við
kosningarnar hefur meðal ann-
ars komið fram í hótunum þeim
og kúgunaraðgerðum, sem beitt
hefur verið við Lýðveldisflokk-
inn. Hefur einskis verið látið
ófreistað um ógnanir við ein-
staka forustumenn hans, og
jafnt verið hótað sviptingu at-
vinnu, þar sem því verður við
komið, og stöðvun viðskipta og
hvers konar ofbeldisaðgerðum,
sem stjórnarvöld mega við
koma, við þau fyrirtæki, er liðs-
menn Lýðveldisflokksins
stjórna. Skal á þessu stigi ósagt
látið, hvaða áhrif þetta hefur
á afstöðu Lýðveldisflokksins til
bæjarstjórnarkosninganna, c-n
hitt er harla ólíklegt, að slíkar
aðfarir, sem þegar eru á flestra
vitorði, afli Sjálfstæðisflokkn-
um aukins fylgis meðal al-
mennings.
Samtök allra flokka.
Þótt Sjálfstæðisflokkurinn
standi þannig mjög höllum fæti
í Reykjavík, vinnst þó ekki sig-
ur á hónum, nema andstæðing-
ar ■ núverandi bæjarstjórnar-
meirihluta vilji taka höndum
saman. Það er ljóst, að úrslit
bæjarstjórnarkosninganna geta
Frh. á 4. s.
1. desember
smáður
Það hefur vakið athygli
bæjarbúa, hvernig Sjálf-
stæðisflokkurinn hélt upp á
fullveldisdaginn, 1. desem-
ber. I Morgunblaðinu var
dagsins ekki minnzt einu
orði, en þess í stað var for-
ustugreinin hrokaskammir
um Þjóðvarnarflokkinn.
Ráðherrarnir héldu þann-
ig upp á daginn, að efnt var
til veizlu fyrir flokksgæð-
inga í ráðherrabústaðnum
við Tjarnargötu, og var þar
smölum og gæðingum veitt
óspart á ríkiskostnað. Var
veizla þessi greinilega hugs-
uð sem undirbúningur und-
ir bæjarstjórnarkosningarn-
Bæjarbókasafn Reykjavíkur
hefur verið lokað á annað ár.
Sú saga öll varpar nokkru ljósi
yfir það, hvern hug bæjar-
stjórn Reykjavíkur ber til þess-
arar svo til einu menningar-
stofnunar, sem bæjarfélagið
sér um rekstur á, að undan-
skildum skólunum, og hún tal-
ar einnig sínu máli um fyrir-
liyggju og forsjálni bæjaryfir-
valdanna.
Alþýðubókasafnið, sem síðar
var nefnt bæjarbókasafnið, var
upphaflega stofnað af mönnum,
sem áttu þá hugsjón að efla
menntun og víðsýni, stuðla að
auknum hroska og þekkingu
samborgara sinna, og veita al-
menningi kost á góðu og gagn-
legu lestrarefni. Um langt ára-
bil starfaði Sigurgeir Friðriks-
son bókavörður í alþýðubóka-
safninu af þeirri alúð og kost-
gæfni, sem einkennir i>á, sem
helga sig hugsjónamálum af
fullkominni óeigingirni.
Vegna féleysis var safninu í
upphafi skorinn þröngur stakk-
ur, og það varð að bjargast við
fátæklegt leiguhúsnæði við
Ingólfsstræti. Þetta húsnæði
var allt óhentugt, og var fyrir
löngu orðið allt of þröngt, svo
að ætla mátti, að Reykjavíkur-
bær reyndi að sjá þessari stofn-
un, sem var hollt og mennt-
andi athvarf margra í tóm-
stundum, ekki sízt unglinga,
fyrir betri starfsskilyrðum,
þegar hann hafði tekið að sér
rekstur þess.
Um þetta var þó ekki skeytt,
jafnvel þótt vitað væri, að þessi
húsakynni yrði senn að rýma
og safnið myndi lenda á hrakn-
ingum. Niðurstaðan varð sú, að
bókasafnið var borið'út á göt-
una um nótt, og þá voru bæk-
urnar vistaðar í geymslu í stór-
hýsi inni við Rauðarárvík, þar
sem bær urðu ekki neinum að
noturn.
Þegar í hetta óefni var kom-
ið, var rokið til og keypt húsið
Esjuberg við Þingholtsstræti
fyrir 1,531 þúsund króna. —
Þetta hús hafði verið byggt sem
íbúðarhús, og hcntaði því alls
ekki bókasafni, enda hefur
orðið að gera á því stórkost-
legar breytingar, sem kostað
hafa gífurlegar fjárupphæðir,
en verður hó aldrei svo við
hæfi bókasafns sem hús, er
reist hefði verið í því skyni.
Samt sem áður er það miktu
dýrara en nýtt hús af svipaðri
stærð.
í þessu birtist sama fyrir-
hyggjan og á öðrum sviðum.
Bæjaryfirvöldin hafa ekki haft
sinnu á því, að byggja yfir
bæjarstofnanir yfirleitt, held-
ur liírast nær allar skrifstofur
bæjarins í leiguhúsnæði, oft við
svo háa leigu, að hún borgar
fullau byggingarkostnað á fá-
um árum. Þannig hefur bær-
inn á leigu mikið húsrými í
húsi því sem Reykjavíkurapó-
tek er í, Ingólfsstræti 5 og
Austurstræti 10, svo að nokkuð
sé nefnt.
Þegar stofnanir bæjarins
kunna að fá eigið húsnæði til
umráða, þá er svo til þess
stofnað, að bærinn er látinn
kaupa á okurverði gamlar hús-
eignir, sem einhverjir gæðingar
Sjálfstæðisflokksins vilja losna
við svo sem Esjuberg, er keypt
var handa bæjarbókasafninu,
og hús það við Sólvallagötu,
sem húsmæðraskólinn er Um
hitt er ekki skeytt, þótt þessi
húsakynni henti lítt þeim
stofnunum, er þeirra eiga að
njóta, eða kaupverð og kostn-
aður breytingar, sem gera verð-
ur, nemi miklu hærri upphæð
en kostnaður við nýbyggingu,
er framkvæmd hefði verið af
sæmilegri fyrirhyggju.
Hrakningssaga bæjarbóka-
safnsins, einnar helztu menn-
ingarstofnunarinnar á vegum
Reykjavíkurbæjar, er bæði
lærdómsrík og táknræn, því að
í henni speglast til hlítar
skeytingarleysi bæjarstjórnar-
meirihlutans um hyggilega
fjármálastjórn og algert tóm-
læti um það, sem menningar-
auki má verða að. Hefði þó
sýnzt, að á þessum árum veitti
ekki af hví, að ungt fólk i
bænum ætti sér bað athvarf í
tómstundum, sem alþýðubóka-
safnið og síðar bæjarbóka-
safnið var fyrr á árum. En það
sjónarmið hefur verið að engu
haft, og þeir unglingar, sem þar
hefðu átt að eiga sér griðastað,
hafa í staðinn fengið götuna og
sjoppurnar sér til andlegrar
uppbvggingar síðustu misserin.
ar.
Herstöðvarnar stofna 54% a£
þjóðiniti í stórkostlegan háska
Hvers vegna reynir bær-
inn ekki líka að spara?
Þingmenn stjórnarliðsins þora
ekki að ræða um utanríkismal
Á þingfundi á miðvikudag-
inn var fellt að vísa tillögu
þjóðvarnarmanna um uppsögn
hernámssamningsins við Banda
ríkin til nefndar og láta hana
fá þinglega afgreiðslu. Greiddu
30 þingmeun stjórnarliðsins at-
kvæði með frávísuninni, en 9
á móti. Voru það þingmenn
Þjóðvarnarflokksins og við-
staddir þingmenn Alþýðu-
flokksins og Sósíalistaflokks-
ins. 13 þingmenn voru fjarver-
andi.
Þessi viðbrögð stjórnarliðs-
ins á þingi eru mjög í samræmi
við aðra afstöðu þeirra. Eng-
inn þingmaður úr þVí hefur
fengizt til þess að segja á þingi
Framh. á 4. síðu.
Ræða sú, sem Jóhann Sæ-
mundsson prófessor flutti 1.
desember, hefur vakið mikla
athygli og umtal manna á með-
al, enda kom hann víða við og
sýndi með rökum fram á það,
hvernig þjóðin hefur verið höfð
að leiksoppi hin síðustu ár og
hver voði henni væri að því,
sem reynt hefur verið að telja
henni trú um, að væri vörn.
í ræðu sinni sagði Jóhann
Sæmundsson meðal annars, að
hann teldi, að samningar þeir,
sem gerðir hefðu verið af ís-
lands hálfu við Bandaríkja-1
menn, brytu í bága við stofn- j
skrá Sameinuðu þjóðanna, og
væru þeir skerðing á frelsi og
sjálfstæði þjóðarinnar. Meðnn
þeim væri ekki hnekkt, yrði
hins vegar að búa svo um hnút-
ana, að sem minnst tjón stafaði
af þeim.
Síðan færði hann að því
skýr rök, sem eigi hafa kom-
ið fram áður, að herstöðv-
arnar við Faxaflóa, stofnuðu
beinlínis stórum hluta þjóð-
arinnar í stóraukna hættu,
ef til styrjaldar kæmi. Lýsti
hann álirifum kjarnorku-
sprengingar og geislavirkra
efna, sem frá slíkum spreng-
ingum stafa, geislavirku
regni, sem verður, ef
sprengja fellur í sjó, og
þeirri tortímingu, er þeim
ógnum fylgja. Herstöðvar
Bandaríkjamanna, er freist-
uðu til kjarnorkuárásar, ef
styrjöld yrði, væru í brenni-
depli svæðis, þar sem 54%
þjóðarinnar búa. Að þessu
fjölmenni væri miklum voða
stefnt, án þess að nokkuð
hefði verið gert til þess að
mæta hættunni, sem boðið
er heim.
í framhaldi af þessu krafð-
ist hann þess, að bandaríski
herinn flytti að minnsta kosti
brott frá Faxaflóa, og mann-
virki hans þar yrðu eyðilögð.
„Vík frá Keflavík, vík frá Hval-
firði,“ sagði hann. Meðan her-
seta væri hér, ætti hún að vera
sem fjærst mannabyggðum,
svo að sem minnst hætta staf-
aði af bækistöðvunum.
Ræða þessi verður innan
skamms gefin út sérprentuð.
é