Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Frjįls žjóš

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Frjįls žjóš

						JOLIN 1957
FRJÁLS ÞJÓÐ
TVTÚ á þessu hausti barst Lands-
¦*-' bókasafninu bréfasafn Valdi-
mars Ásmundssonar ritstjóra. Með-
al bréfanna eru bréf þau, sem hér
eru birt frá Benedikt Gröndal
Sveinbjarnarsyni til Valdimars og
frá Matthíasi Jochumssyni til Brí-
etar Bjarnhéðinsdóttur, ekkju
Valdimars.
*
Bréf Gröndals er ritað í febrú-
armánuði 1888. Tilefni þess er það,
að  Hannes  Hafstein  hafði  flutt
fyrirlestur  14.  janúar  s.  á.  um
ástand  íslenzks  skáldskapar.  Fór
hann  þar  nokkrum  orðum  um
hvert skáld út af fyrir sig og benti
á, að skáldskapnum hefði hnignað
mjög  síðustu  tíu  árin.  Benedikt
Gröndal svaraði Hannesi með fyr-
irlestri 4. febrúar. Segir Fjallkon-
an   (12.   febr.),   að  fyrirlestur
Gröndals hafi verið „mjög langur
og víðáttumikill, enn með því að
hann mun bráðum koma á prent,
þykir óþarfi að skýra frá innihaldi
hans, enn síðar mun í þessu blaði
verða  minnst  á  einstök  atriði  í
þessum fyrirlestri." Valdimar hef-
ur  einnig  skrifað  Gröndal  bréf
vegna ummæla um Fjallkonuna í
fyrirlestrinum.   Gröndal   svaraði
síðan Valdimar með umræddu bréfi
af nokkurri þykkju og virðist telja
hann og blað hans á bandi Verð-
andi-manna.  Það mun þó  hæpið,
a.  m.  k.  birti Valdimar  skömmu
áður  (31.  jan.)  eftirfarandi kalda
kveðju til Gests Pálssonar af til-
efni  ádeilugreinar  hans,  „Blaut-
fiskur og bróðurkærleikur": „—Hitt
flogritið  er  marklaust  níðrit  um
einn  heiðarlegasta  borgara Rvíkr,
Geir kaupm. Zoega, samið af Gesti
Pálssyni, sem nú mun þykjast hafa
setið nógu lengi á strák sínum, þar
sem  hann  hefir  engan   mann
svívirt á prenti nærri því í heilt
ár." Þó ber að hafa í huga, að hér
er  ekki  fjallað  um  bókmenntir,
heldur pólitík.
Vikið er að Páli Briem amtmanni
vegna ritdeilu, sem hann átti í um
þessar  mundir  við  Hannes  Haf-
stein í Fjallkonunni, um gildi þjóð-
ernis. Hafði Hannes gert minna úr
því í fyrirlestri sínum en Páli þótti
hæfa.
•
Bréf Matthíasar er ritað sumarið
eftir lát Valdimars Ásmundssonar
(17. apríl). Sýnir bréfið vel upp-
gerðarlausa hluttekningu Matthías-
ar. Eftirtektarvert er, hve vel hann
kann að meta Alþingisrímurnar og
hve afdráttarlaust hann eignar þær
Valdimar einum. Hvort sem Valdi-
mar á sjálfur meira eða minna í
rímunum, eru þær auðvitað ortar
í hans anda, og því eru ummæli
Matthíasar um afstöðu hans til
manna og málefna makleg. Sann-
ast mála er, að þrátt fyrir allt,
sem skrifað hefur verið og fullyrt
um höfunda Alþingisrímna, er það
enn engan veginn fullvíst, hvernig
þær eru í raun og veru til orðnar.
[Febr. 1888].
Kæri Valdimar!
Jeg þakka yður fyrir þá
óvæntu æru 'sem mér veittist
í að fá bréf frá yður, en hvað
snertir  Atheismusinn,  að  eg
Gröndal, Matthías og
Valdimar Ásmundsson
hafi sagt að þér hafið haldið
honum fram, þá sagði jeg það
aldrei, heldur snerti jeg mikið
lauslega að í Fjallkonunni
hefðu staðið svipaðar kenníng-
ar, nl. hvað Realhmus og
Materialismus snertir og mig
minnir að jeg segði þetta ein.
úngis munnlega, en það stend-
ur víst varla skrifað hjá mér,
Benedikt Gröndal
og hef jeg því alls ekki brugðið
yður um neitt guðleysi, en þó
að Fjallkonan hafi ekki stráng-
lega þrætt kristindóminn,
það hirði jeg ekki um, því
mér er ekkert um það að gera.
Kristindómurinn er yfir höfuð
tóm mannaverk og jeg skipti
mér ekkert a'f ofsjónum dog-
matiskra Theologa — þér lík-
lega ekki heldur. Þér eruð auð-
sjáanlega einn af flokki Hann-
esar og þessara ýngri manna
sem honum fylgja og gera sér
meðal .annars far um að rífa
mig niður. Þessi niðurrifníng
á mér hefur nú gengið hér í
íjórtán ár, síðan jeg kom hér
til Reykjavíkur, og alltaf verið
að hríngja með hvað jeg sé vit-
laus og ónýtur, og mér hefur
jafnt og þétt verið bægt frá
öllu hér sem til Literatur heyr-
ir, en ýmsir menn dregnir
fram .af tómri fordild og hlægi-
legri metorðagirnd. Jeg tek
þetta raunar ekki nærri mér,
því jeg er ekki lagaður fyrir
'það Clique-væsen sem hér á
sér stað, þar til þarf allt aðra
náttúru en mína. Þér nefnið
ckki fyrirlestur minn með einu
cinasta vingjarnlegu orði, til
þess að styggja ekki þessa
menn, sem ha£a byrjað á að
fjandskapast við mig að fyrra
bragði, af engu öðru en því
að þeir eru sjálfir svo fátækir
að þeim verður ekkert annað
.að mat en að taka einhvern
þannig  fyrir,  sem  þeir  helzt
þora til við. Jeg hef ekki verið
dreginn fram með eintómu lofi
eins og Steingrímur og Matt-
hías, heldur með eintómum
skömmum, en þegar öllu er á
botninn hvolft, þá vil jeg það
heldur. Svo kunngjörið þér að
jeg eigi von á Kritik seinna í
blaðinu, og get eg því nærri
hvað mér muni ætlað, því það er
eins og það sé lífsspursmál að
koma mér á knén. — Ritgjörð-
in á móti Páli Briem er alveg
ónýt, hún er ekki rituð til ann.
ars en til að liggja ekki undir
þegjandi. Það sem H. H. segir
um mig í athugasemdinni, þyk-
ir mér ekki neitt merkilegt,
það er eins og hinir venjulegu
sleggjudómar þessara manna.
Jeg finn enga þekkíngu hjá
þeim, þeir hafa ekkert nennt
að gera um æfina nema að
drekka og drífa, en það er laf-
hægt að segja að allt sé vitlaust
nema þeir sjálfir, og það láta
þeir ekki vanta, því annan eins
Arrogans hef jeg aldrei heyrt.
Yfir höfuð var það ekki til-
gángur minn að styggja yður
hið minnsta, og jeg skal laga
orðin sem þér eigið við, ef jeg
finn þau svoleiðis sem þér seg-
ið, en jeg finn á öllu að menn
hafa ekki fylgt mér, sjálfsagt
af því jeg talaði svo fljótt, sem
jeg var neyddur til vegna efn-
isins — sem ísafold hæðir mig
fyrir — annað hef jeg ekki upp
úr því, af því jeg betla. mér
ekki   út   meðhald   neinna
20. iúnr 1902.
Háttvirta goða frú!
Jeg hripaði yður til fáeinar
hluttekningarlínur í maí, en
finn þær nú í skúffunni —
gleymdar! Þannig týnist — það
bregzt mér ekki — eitthvað
fleira hér á jörðunni! Með-
takið því með þessum línum
(þó seint komi) innilegustu
hluttekning mína! Hvað jeg
kenni  í  brjósti  um  yður,  og
hvað jeg sá eftir honum, sem
svo fljótlega fór á hvarf! Og
hvað jeg þó hinsvegar gleðst
af því ,að þér ætlið að stríða
við blaðið (og blöðin?) ár-
ganginn út eða lengur. Jeg skal
feginn senda blaðinu eitthvert
smáræði við og við, því jeg er
í mikilli og gamalli skuld og
gamal-þakklátur blaðinu sem
því mentaðasta og frjálslynd-
asta á landinu. Þvf miður
stirðna jeg nú óðum við ald-
urinn og þori litlu að lofa.
Kvæðið eftir mann yðar gladdi
mig, það var fallegt og satt.
Það sorglega er, að eitthvað
fer með hverjum merkum
manni, sem einginn bætir í
sömu mynt. (* Meir en heppi-
legt var, að honum auðnaðist
að enda. sínar spilandi „rímur",
sem lengi verða minnismerki
gáfu hans og andlegu — já, og
siðferðislegu yfirburða. Eins og
Framh. á 4. siðu.
Valdimar Ásmundsson
manna. Þér vitið líka að það
kemur sér ekki illa hjá sum.
um, að láta mig fá á höfuðið.
Je suis, avec la plus gr.a.ndc
reconnaissance,
dévouément sincére
Tout á Vous
Ben. Gröndal.
TVÖ KVÆÐI
i.
Við liggjum öll í sandinum
við ströndina
þegnar hinna ýmsu þjóða
liggjum í sandinum og hötumst
vonlausu máttlausu hatri         '
Ef til vill kemur hún einhvern tíma
•sú stund sem hjörtu okkar þrá
sú stund er við rísum á fætur
og elskumst                   [
n.
Undir vorljósum himni
hvíslar brosandi veröld
að hjarta þér tónum
þú kippist við
reynir að grípa
með hönd þinni ilminn
sem eilífðin ber þér
en döggvott grasið
kremst undir fótum þínum
Jón frá Pálmholti.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20