Tímarit.is   | Tímarit.is |
Search | Titles | Articles | About | FAQ |
login | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Frjáls şjóğ

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Open in new window:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Vertical fit


Your browser does not support PDF files
Click here to view the page as JPG
Frjáls şjóğ

						Þjóö og saga

SVIPMYNDIR

FRÁ

GALDRAÖL

IX

SR. EINAR GUDMUNDSSON

Á 17. öld var það mikið

hættuspil að verða fyrir

galdraáburði, eins og sjá má

af frásögnum þeim, sem birzt

hafa f þessu blaði að undan-

förnu, en ákærandi átti oft-

ast ekkert á hættu. Þó gat

brugðið út af þessari reglu,

ef sakborningur var svo hepp-

inn að eiga öfluga menn að,

eða þeir gátu notað málið

til þess að klekkja á andstæð-

ingum. Undir sllkum kring-

umstæðum gat svo farið, að

ákærandi í galdramáli mátti

teljast heppinn að sleppa

með fulla æru. Mál af þessu

tagi eru fátíð, en það, sem

nú verður rakið, er einmitt

gott dæmi um slíkt.

Árið 1618 fært Einar Guð-

mundsson vonarbréf fyrir

Staðarprestakalli á Reykja-

nesi vestra, en faðir hans

hafði haldið kallið fram til

þess tíma. Líklegt er, að

hann hafi tekið við kallinu

árið eftir, þó að vitað sé, að

sr. Einar þjónaði Flatey 1622,

en það hefur hann getað

gert frá Stað. Fyrstu 14 em-

bættisárin virðist Einar ekki

hafa átt í teljandi útistöðum

við sóknarbörn sín eða ná-

búa, ef undan er skilin landa

þræta, sem kom fyrir dóm Al-

þingis 1622, en 1633 verðui

á þessu allsnögg breyting, þvi

að þá og næstu ár kærir

Magnús Arason sýslumaður

á Reykhólum ]*est fyrir 29

atriði, sem hann telur sr.

Einar hafa brotið af sér. Eitt

þessara atriða var, að prest-

ur hafði borið Auðun bónda

Þorsteinsson og Björn son

hans göldrum í bréfi. Þess

má geta, að sr. Einar getur

þess, að óvinátta hafi verið

milli konu sinnar Sigríðar

Erlendsdóttur og Auðuns, en

ekki geta heimildir um á-

stæðuna  fyrir þeirri  óvild.

Bréf sr. Einars til Auðunn-

ar er svohljóðandi:

„Heilsan til sendist þér,

Auðunn Þorsteinsson, eftir

maklegleikum. Vil ég þig

vita láta það tilfelli, sem hér

er skeð, að Sigríður mín hef-

ur fengið verk undarlegan í

sitt auga með þessum hætti,

að á mánudaginn í hvítu

Iogni, sem hún gekk út. úr

bænum, var sem önnur píla

snerti hennar auga, en sá

það þó ekki. Síðan hefur

verkur þróast í kringum

hennar augastein, og er það

bkkar beggja meining, að

það sé af völdum þírium eða

þíns sonar Björns, því þið

eruð báðir við fjolkyngi og

galdra kenndir. Og batni

henni ekki, svo hún missi

sitt auga eða kannske lífið,-

þá lýsti hún ykkur sinn sára-

mann eða bana, ef svo reyn-

ist. Því máttu taka þig 1 vakt

í tlma, þvi vita máttu, sé

heitur blóðdropi í mér, þá

muni ég þar til kosta hjá

því danska yfirvaldi, að þú

megir upp bera þitt maklega

straff, sem einum galdra-

manna og óbótaþræl hæfir

eftir Iögum. Því áminni ég

þig i nafni drottins, þú

hvorki gjörir mönnum né

peningum skaða, eigi heldur

sökkvir þér né þínum í sodd-

an stór og háskasamleg vand-

ræði, þvi endilega vill hér

ólukka af rfsa, ef þú gjörir

ekki að í tíma- Ég vara þig

við þessu nú um sinn í mein

leysi, en sjáðu svo fyrir, þú

missir ekki kristilegt frelsi og

frómra manna samneyti/ og

að lyktum hryggilegan dauða

fyrir galdra og ógjörninga

slíka og þvílíka og láttu

þínar heimskar og heiptugar

kindur koma þér til slíkrar

hrekkvlsi.  Ekki  fleira  að

sinni.  Verði  þér eftir  guðs

vilja."

Hvorki vantar stóryrðin né

heitingarnar í bréfi prests.

en samt virðist, það ekki

hafa borið tilætlaðan árang

ur, því að ýfingar þeirr;t

Auðunnar halda áfr'am

Næsta stig málsins er það, að

Björn Auðunnarson las upp

bréfið fyrir kirkjudyrum, en

það gat sr. Einar með engu

móti þolað. Hrifsaði prestui

bréfið af Birni og kallaði

hann fjandans hund og öðr-

um viðlíka ónefnum. Þessi

atburður hefur efalaust ekki

verið til þess fallinn að bæta

samkomulagið, en sr. Einar

bætir gráu ofan á svart með

því að taka Auðunn ekki til

altaris fyrr en langt var liðið

fram á vetur og þá aðeins

fyrir þrábeiðni hans. Ekki

voru allar þrautir Auðunn-

ar þar með yfirunnar, því að

prestur dró upp bréf nokk-

urt og las yfir honum, þegar

hann kom tíl altaris í fyrsta

skipti eftir fyrrgreinda at-

burði. Bréfið var þess efnis,

að líkami Krists og blóð

skyldi ekki koma Auðunni

að notum, ef galdraáburðui

sr. Einars hefði við rök að

styðjast. Að loknum þessum

formála útdeildi prestur

sakramentinu, sem Auðunn

segist hafa meðtekið með

glaðri og góðri samvizku.

Atburðir þeir, sem nú var

lýst, munu hafa gerzt vet-

urinn 1633—1634, en sum-

arið 1634 kemst biskup, sem

þá var Gísli, Oldsson, í mál-

ið. Mun það i fyrstu hafa

verið ætlun hans að skjóta

málinu undir úrskurð er-

lendra yfirvalda, en úr því

varð ekki, heldur gekk málið

sinn gang heima 1 héraði

með þvi að leitað var votta

að framferði prests. Árang-

urinn af þessari viðleitni

varð sá, að hinn 25. desem-

ber 1634 votta nokkrir menn

á Reykhólum um framferði

prests við þá feðga og stað-

festir vitnisburður þeirra

mál Auðunnar að öllu leyti-

Vitnisburður þessi virðist

hafa verið sendur Jens Söffr-

inssyni, en hann var umboðs-

maður höfuðsmanns, því að

hann setur sr. Einar af em-

bætti fyrir galdraáburðinn

og fleiri sakir.

Nú fer að halla undan

fæti fyrir presti. Mál hans

kemur fyrir Alþingi hinn 3.

júlí 1635, en þar leggur sr.

Einar fram vitnisburð margra

manna, sem báru, að þeir

hefðu heyrt Auðun bendl-

aðan við galdra. Þetta mun

dómurum ekki hafa þótt nóg,

því að þeir dæma prest, til

að sanna áburð sinn í hér-

aði fyrir settum dómara með

tveim vottum. Tækist þetta

skyldi prestur sýkn saka. .

(Framh. á 8. síðu.)

í?

HILLU

Það var mikil þröng á

göngum og í skólastofum

Iðnskólahússins síðastliðinn

sunnudag. Ástæðan til henn

ar var sú, að þá var haldinn

sjöundi almenni starfsfræðslu

dagurinn í Revkjavík. Það

duldist engum, sem komið

hefur á starfsfræðsludagana

áður, að í þetta sinn myndu

enn fleiri unglingar leita sér

fræðslu og leiðbeininga um

hinar ýmsu starfsgreinar at-

vinnulifsins en nokkru sinni

fyrr. Það var næstum sama,

hvert Iitið var. AIls staðai

var ungt fólk með spurnar-

svip og, að því er bezt varð

séð, fullt eftirtektar, að

spjalla við fulltrúa starfs-

greina, skóla og stofnana.

Það kom lika í ljós, að

miklu fleiri leituðu sér nú

upplýsinga, en nokkru sinni

fyrr á starfsfræðsludegi. 2608

verða ....? Og, — er ekki

alveg eins líklegt, að hann

„Jón" hefði getað lent á

réttri hillu i lífinu, ef hann

hefði í æsku átt þess kost,

að kynna sér fleiri störf, fá

upplýsingar og ráðleggingar

hjá hinum færustu mönn-

um?

Og hversu mikið mun það

fé, svo allt sé til þess metið,

eins og tíðkast hjá nýríkri

þjóð, sem fámennt íslenzkt

þjóðfélag hefur tapað, vegna

þess að margir „Jónar" voru

ekki á réttri hillu?

Vonandi verður þess ekki

langt að bíða, að „Jónun-

um" ftekki. Og ekki ætti að

vera. fásinna að ætla, að

þeim hafi þegar fækkað til

muna, fyrir tilstilli starfs-

fræðslunnar, sem, eins og

allir vita, er fyrst og fremst

Grettistak eins manns, Ólafs

IKSl^ll?

íí '¦¦ 'y»K

Guðlaugur Rósinkranz þjóðleikhússtjóri veitti upplýsingar um

Leikskóla Þjóðleikhússins.

manns komu á starfsfræðslu-

daginn á sunnudaginn, 660

fleiri en i fyrra. Fyrstu

fimmtán mínúturnar komu

sjö hundruð manns inn, og

má geta nærri, að þá var

þröngt á þingi.

Það er vissulega gleðilegt,

að svo margir skyldu leita

sér fræðslu. Augu fólks eru

smám saman að opnast fyrir

mikilvægi þess, að ungling-

um séu veittar upplýsingar

um sem flestar starfsgreinar

og leiðir til menntunar, áður

en þeir ákveða lífsstarf sitt.

Hversu oft heyrum við ekki

sagt, ef rætt er um mann,

sem ekki þykir neinn sér-

stakur afkastamaður: Hann

„Jón" er alveg á rangri hillu

í lífinu, hann hefði átt að

Gunnarssonar sálfræðings,

sem barizt hefur ótrauður

fyrir henni um árabil.

Það hlýtur að vera ánægju-

legt fyrir hann, að líta nú

yfir farinn veg. Fyrst, þegar

starfsfræðsludagur var hald-

inn, voru þeir margir, sem

ekki höfðu mikla trú á hon-

um. Ekki af illgirni, heldur

af hinni gamalkunnu fast-

heldni og íhaldssemi landans.

En æskan tók af skarið.

Hinn sívaxandi fjöldi ung-

menna, sem leitar sér fræðslu

þessa daga, er ólýgnasti vott-

ur þess, að þeirra var full

þörf.

Framhjá því verðui samt

ekki gengið, að sú fræðsla,

sem veitt er þennan eina dag

á ári, er allsendis ófullnægj-

Frjáls bjóS — laugardaginn 31. marz 1962

					
Hide thumbnails
Page 1
Page 1
Page 2
Page 2
Page 3
Page 3
Page 4
Page 4
Page 5
Page 5
Page 6
Page 6
Page 7
Page 7
Page 8
Page 8
Page 9
Page 9
Page 10
Page 10
Page 11
Page 11
Page 12
Page 12