Tímarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrá inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Frjáls şjóğ

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoğa í nıjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ağlaga hæğ


Vafrinn şinn styğur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til ağ skoğa blağsíğuna sem JPG
Frjáls şjóğ

						Þjóð og saga
GEGN
ERLENDU
VALDI
V.
Veizlan á Grund
Magnús smek reyndist, líkt
og fyrirrennarar hans, hafa
hug á að efla konungsvald á
íslandi. Einkum virðist hon-
um hafa verið umhugað að
auka arðinn af landinu, enda
veitti ekki af, því að kon-
ungur missti tekjurnar af
Svíþjóð 1343. Greip konung-
ur til þess ráðs að selja land-
ið á leigu þrjú ár í röð með
öllum sköttum og skyldum,
Skyldu leigutakar greiða kon
ungi ákveðið gjald af land-
inu, en réðu síðan, hve ríkt
þeir gengu fram í innheimtu
gjalda af landsbúum. Varð
þetta auðvitað til þess, að
hirðstjórarnir, en þann titil
báru leigutakar, reyndu að
hafa sem mest upp úr leig-
unni og kúguðu jafnvel fé
af mönnum, enda voru þeir
hér eins konar skattlands-
stjórar að rómverskri fyrir-
mynd. Auk þess völdust ýms-
ir samvizkuliprir menn í
þetta embætti þann stutta
tíma, sem þetta fyrirkomu-
lag var á haft, en það hófst
1354 og stóð fram yfir 1360.
í fyrstu virðist konungur
hafa aðallega veitt íslend-
ingum þetta embætti. Þann-
ig fær Árni Þórðarson árið
1358 hirðstjóravöld um Suð-
urland, en þeir Þorsteinn
Eyjólfsson á Urðum í Svarf-
aðardal og Jón Guttormsson
skráveifa hina landsfjórð-
ungana. Samkomulagið milli
þeirra hirðstjóranna virðist
hafa verið á þann veg hátt-
að, að tveir hinir fyrrnefndu
hafa haldið friði sín á milli,
en Jón skráveifa róið einn á
báti, og gert kollegum sínum
allt það til bölvunar, sem
hann mátti. Einar Arnórs-
son hefur getið þess til í rit-
gerð, sem birtist f tímaritinu
Sögu, að Jón hafi fengið
Vestfirðingafjórðung, sem
verið  hefur  tekjuminnsta
svæðið, og fyllst öfund út í
hina af þeim sökum. Bogi
Benediktsson segir, að Jón
hafi fengið Markús nokkurn
barkað Marðarson í lið með
sér og hafi þeir framið alls
konar spjöll í umdæmi Árna.
Árni náði Markúsi eftir
Krossreið og lét taka hann
og fjölskyldu hans af lífi að
undangengnum dómi árið
1360. Sök þeirra Markúsar
'var sú, að þau höfðu riðið
heim að Krossi í Rangár-
vallasýslu, og þar hafði
Markús veitt Ormi bónda
þar áverka, en kona Mark-
úsar og sonur hans héldu
Ormi á, meðan, en við fram-
ferði sem þessu lá lífláts-
hcgning lögum samkvæmt.
Jón lét sér ekki nægja að
vera valdur að óspektum
syðra, því að árið 1360 gerir
hann tilrauo til að inn-
heimta skatt í Húnáþingi, en
Húnvetningar söfnuðu liði
og hröktu hann á flótta,
enda hefur þessi innheimta
verið ólögleg með öllu, ef
það er rétt, að Jón hafi haft
hirðstjóravöld á Vestfjörð-
um. Húnvetningar hafa því
átt að inna Þorsteini á Urð-
um gjaldið af hendi, og hef-
ur þótt það nóg.
Af framanskráðu má sjá,
að Jóri skráveifa hefur verið
hinn mesti ójafnaðarmaður,
enda geta annálar þess, að
hann hafi tvisvar áður verið
dæmdur á konungs náð og
hlotið hana í bæði skiptin.
Árið 1360 er sá tími út-
runninn, sem þeir Jón, Árni
og Þorsteinn höfðu landið a
leigu og þeir lengu ekki
leigutímann framlengdan,
enda ekki vitað, að þeir hafi
um það sótt. Næst tók kon-
ungur til þess ráðs 'að selja
allt landið sama manninum
á leigu og féll þetta happ i
skaut norsks manns,  Smiðs
Andréssonar að nafni. Hann
kemur að sögn Lögmanns-
annáls út árið eftir og getur
það vel staðizt, en ártöl eru
á reiki um þetta leyti og
munar einu ári til eða frá.
Vel virðist hafa farið á með
Smið og íslenzkum höfðingj-
um í fyrstu. Að minnsta
kosti geta annálar þess, að
þeir Árni Þórðarson hafi
bundið vináttu sína með fast
mælum, en það hefur ekki
enzt lengi, þvi að vorið 1262
lætur Smiður höggva Árna
á Lambeyjarþingi. Var Árna
gefið að sök að hafa hallað
réttu máli í máli Markúsar,
en það mun óréttmætt. Vafa-
lítið hefur Jón skráveifa átt
hér mikinn hlut að máli, en
hann var, þegar hér var kom-
ið sögu, kominn í mikla kær-
leika við Smið, sem m. a.
mun hafa komið því til leið-
ar, að Jón var gerður að
lögmanni norðan og vestan
1362. Jón hefur án efa flutt
Smið hlutdræga skýrslu um
málið og Smiður trúað hon-
um og því ekki séð ástæðu
til að athuga það frekar.
Norðlendingar vildu ekki
taka við Jóni sem lögmanni,
heldur kusu Þorstein á Urð-
unrtil þess embættis, en ým-
islegt fleira en þetta, varð
norðlenzku höfðingjunum og
Smið til sundurþykkju. Bar
þar hæst deilur milli Jóns
skalla Hólabiskups og leik-
manna nyrðra, en Norðlend-
ingar véfengdu rétt hans til
biskupsstólsins. Deilur þess-
ar hafa farið mjög í skapið
á Smið, sem átti að stilla til
friðar, enda virðist hann hafa
stundað embætti sitt meir af
kappi en forsjá. Hafði Smið-
ur við orð að fara norður
og taka ýmsa helztu höfð-
ingja nyrðra og höggva.
Það má því búast við, að
ýmsir Norðlendingar hafi
fyllst óhug, er þeir fréttu, að
Smiður, ásamt þrem islenzk-
um höfðingjum, hefðu lagt
af stað norður strax eftir al-
þing. Þeim hefur fundizt
réttara að verða fyrri til og
brugguðu þeim Smíð Iaun-
ráð. Með Smið voru íslenzku
höfðingjarnir Jón skráveifa,
Ormur Snorrason og Þorgeir
Egilsson. Þeir tóku sér gist-
ingu á Grund í Ey.jafirði, en
þar bjó þá Helga sú, er jafn-
an er kennd við Grund. Um
faðerni Helgu er margt ó-
Ijóst, en Steinn Dofri hyggur,
að hún hafi verið Jónsdóttir.
Hún er í flestum heimildum
talin eiginkona Einars Ei-
ríkssonar í Vatnsfirði og því
móðir Björns Jórsalafara.
Hið síðara er án efa rétt, en
Gils Guðmundsson hefur
fært að því rök, að sambanH
þeirra Einars og Helgri hafi
verið með öðrum hætti en
heimildir vi.lja vera láta.
Helga hélt þessum óboðnu
Kestum veizlu að Grund. en
að henni lokinni á Smiður
að hafa heimrað konur til
sængur þeirra og skvldi
Hele;a sjálf ganga til sængur
með honum. Helga virðist
(Frh. á bls. 7.)
Sigur F-listans
Allar sjálfstæðar þjóðir
hafa átt sína vökumenn, sem
hafa varað við hættu á ör-
lagastund í lífi þjóðar sinnar.
íslenzka þjóðin hefur einnig
átt sína vökumenn, bæði fyrr
og síðar.
Á liðnum öldum átti hún
Einar Þveræing og Jón bisk-
up Arason. Báðir þessir
menn reyndu að forða þjóð-
inni frá hrammi erlends
valds, og annar þeirra lét líf
sitt fyrir trú sína og fóstur-
jörð.
Við íslendíngar höfum átt
marga góða menn og konur,
sem hafa eygt þá hættu, er
lítilli þjóð stafar af of nán-
um tengslum við sér miklu
stærri þjóð; hættan verður
mest, ef tengslin eru bæði
hernaðarleg og efnahagsleg.
Þjóð, sem bindur sig er-
lendu stórveldi, á þá hættu
yfir sér að glata sjálfstæði
sínu.
Það voru vökumenn ís-
Ienzkrar þjóðar, sem stofn-
uðu Þjóðvarnarfélag ís-
lendinga 1946 gegn því að
okkar ágæta nágranna í vestri
yrðu veittar hér herstöðvar.
Þeir menn vöruðu við þeirri
hættu, sem jafn fámennri
þjóð og íslendingar eru, staf-
aði af erlendri hersetu.
Þjóðvarnarflokkurinn tók
við af Þjóðvarnarfélagi ís-
lendinga 1953. Hann hefur
síðan haldið vel á malstað
þeirra íslendinga, sem and-
vígir eru að hér dveljist
bandarískur her, og það á
friðartímum. Stefna Þjóð-
varnarflokksins í utanríkis-
máium er hlutlaust fsland i
álökum stórvelda.
Gömlu íslenzku stjóinmála
flokkarnir hafa af fremsta
megni reynt að kæfa hina al-
íslenzku rödd Þjóðvarnar-
flokksins, og er það vegna
þess, að þeir eru málsvarar
erlendra stórvelda, ef ekki í
vestri þá í austri.
Málgagn Þjóðvarnarflokks-
ins, Frjáls þjóð, hefur frá
þvi hún hóf göngu sína fvrir
tæpum tíu árum, tekið ó-
mjúkum höndum á allri spill
ingu, hvort sem það hefur
verið hjá einstaklinsíum eða
hinu opinbera. Rlaðið hefur
ávallt verið sverð og skjöldur
þess fólks, sem órétti hefur
verið beitt f þ]óðfélaginu.
Frjáls þjóð hefur aldrei
Iátið sitja við adeilur einar,
heldur iafnan bent á leiðir
til úrbóta í hverju máli.
Þá hefur Frjáls þjóð einn-
ig stutt af megni kristindóm-
inn í þessu landi, enda bygg-
ist heilbrigt siðferðisástand
bjóðarinnar á þvr', að hún
játi kristna trú í sannleika
þannig, að hún fái að móta
sérhvern þegn þjóðfélagsins
persónulega. Með slíkri mót-
un á hverjum einstaklingi
myndi siðferðisgrundvelli
þjóðarinnar bezt borgið.
Nú gengur Þjólvarnarflokk
urinn í þriðja sinn til borgar
stjórnarkosninga. Að þessu
sinni er vígstaða hans betri
Eggert Kristjánsson
en nokkru sinni fyrr. Bæði
er það, að samkvæmt úrslit-
um seinustu alþingiskosn-
inga, hefði hann fengið
þrettánda manninn af borg-
arfulltrúum Reykjavíkur, og
svo hitt, að nú hefur komið
til liðs við hann í þessum
kosningum Málfundafélag
vinstrimanna, auk margra ó-
háðra einstaklinga.
Þetta víðtæka kosninga-
samstarf ætti að geta orðið
vísir að sterkum stjórnmála-
flokki      lýðræðissinnaðra
vinstrimanna.
Sá stjórnmálaflokkur verð-
ur að vera flokkur alþýðunn-
ar í þessu landi, laus við allt
hjal við herrana í Moskvu
eða Washington. Þessi nýju
stjórnmálasamtök ættu að
geta sameinað alla launþega
þessa lands; þau eiga að
miða allt sitt starf við heill
þjóðarinnar. Það á ekki leng
ur að líðast, að alþýðusam-
tökunumsé skipt í tvær and-
stæðar fylkingar, eftir boð-
skap heimströllanna í vestri
eða austri.
Hin nýju stjórnmálasam-
tök lýðræðissinnaðra vinstri-
manna og annarra þjóð-
hollra Islendinga eiga og
verða að vera á það breiðum
og víðtækum grundvelli, að
öll íslenzk alþýða til sjávar
og sveita geti þar sameinazt
undir eitt merki.
í þessum borgarstjórnar-
kosningum er F-listinn merki
þessara nýju heilbrigðu
stjórnmálasamtaka. Stór sig-
ur F-listans 27. maí er því
um leið sigur alþýðunnar
og fslenzkrar þjóðar.
Eggert Kristjánsson
Frjáls fcjóS — miíSvikudaginn 16. maí 1962
					
Fela smámyndir
Blağsíğa 1
Blağsíğa 1
Blağsíğa 2
Blağsíğa 2
Blağsíğa 3
Blağsíğa 3
Blağsíğa 4
Blağsíğa 4
Blağsíğa 5
Blağsíğa 5
Blağsíğa 6
Blağsíğa 6
Blağsíğa 7
Blağsíğa 7
Blağsíğa 8
Blağsíğa 8