Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 20.11.1964, Blaðsíða 8

Frjáls þjóð - 20.11.1964, Blaðsíða 8
ÓLAFUR FRIÐRIKSSON INNING Ólafur Friðriksson var til moldar borinn þann 18. nóv. sl. Hann var fæddur á Eski- firði 16. ágúst 1886 ug var sonur Friðriks Möller, póst- afgreiðslumanns þar og síð- ar póstmeistara á Akureyri, og konu hans Ragnheiðar Jónsdóttur. Ólafur lauk gagnfræðaprófi á Akureyri 1903. Árið 1906 fór hann til Kaupmanna- hafnar og bjó þar ti! ársins 1914. í Kaupmannahöfn lagði Ólafur stund á nám og ritstörf. Einkum kynnti hann sér náttúrufræði, landafræði, jarðfræði og dýrafræði. — í Danmörku kynntist Ólaf- ur sósíalismanum, og þegar hann kom heim eftir átta' ára dvöl erlendis, gerðist hann fremsti baráttumaður þeirrar stefnu hér á landi. Ólafur bjó fyrst á Akureyri og stofn- aði þar skömmu eftir komu sína hið fyrsta jafnaðar- mannafélag á íslandi. Brátt fluttist hann til Reykiavíkur og bjó þar alla tið siðan. í Reykjavík stofnaði Ólaf- ur blað, sem hann nefndi „Dagsbrún", og skvldi það kynna íslendingum sósíal- isma. Það blað kom út til 1919, þegar Alþýðublaðið var stofnað. Árið 1915 gekkst Ólafur ásamt með Jónasi Jónssyni frá Hriflu fyrir því að stofnað var Hásetafélag Reykjavíkur, sem nú heitir Sjómannafélag. Ólafui var í stjóm þess til 1917 oe síðan 1928—1950. Hann stuðlaði að stofnun Alþýðusambands íslands 1917 og sat mörg ár í stjóm þess. Hann var bæjar fulltrúi fyrir Alþýðuflokkinn í Reykjavík 1918—1938. Rit- stjóri Alþýðublaðsir..- var hann 1919—1922 og 1929— 1932. Um tíma gaf hann út blaðið „Reykvíkingur" eftir að hann hætti ritstjórn við Alþýðublaðið hið fyrra sinn. Þá liggja eftir Ólaf tvær skáldsögur, „Allt í lagi í Reykjavík“ og „Upphaf Ara- dætra“. Vart mun þá Ólaf og Jónas Jónsson hafa grunað hvílík- ur ávöxtur myndi upp af því fræi spretta, sem þeii sáðu með stofnun Hásetafélags- ins. Upp af starfi þe’rra þá em risnir þeir þjóðlífshættir, sem við búum við í dag. Báð- ir vom þessir menn ungir og skólagengnir erlendis Þeir urðu við tilmælum verka- manna um að koma til þeirra, halda fyrirlestra og Föstudagiim 20. nóvember 1964. ÆSKAN 65 ARA fræða þá um framgang sós- íalismans erlendis og um það, sem þeii gætu sjálfir gert hér heima. Ólafur hirti lítt um það sem kallað er frami eða veraldargengi, bar áttan fyrir sósíalismanum átti hug hans allan. Sú barátta varð árangursrík. Tólf árum síðar hafði Framsóknarflokk- urinn, sem Jónas hafði for- ystu fyrir, tekið við stjóm landsins, og á tímabilinu fram að seinni heimsstyrjöld höfðu Framsóknar- ug Al- Frh. á bls. 6. „Æskan er fyrsta bamablað- ið, sem gefið er út á íslandi. f öðmm löndum eru víða gefin út mörg barnablöð og hafa þau öll mjög mikla útbreiðslu; vér vonumst því til, að þetta litla blað verði öllum börnum kær- kominn gestur og verði vel tek- ið, því vér erum sannfærðir um það, að börnin á íslandi em eins fróðleiksfús og annars stað- ar.“ Þannig hefst upphafsgreinin í fyrsta tölublaði bamablaðsins Æskunnar. Blaðið kom út 5. okt. 1897, svo að Æskan er nú orðin 65 ára. Öll þessi ár hefur hún komið út samfellt og ó- slitið. Fyrsti ritstjóri Æskunnar var skáldið og mannvinurinn Sigurð ur Júlíus Jóhannesson. Má með sanni segja að undir ritstjóm hans og þeirra sem við tóku af honum, hafi vonir útgefandans, S^f^túku Islands, rætzt bæði fljóft og yel, því ,að Æskan varð strax afar vinsæl, og allt fram á þennan dag nýtur Æskan ein- stakrar hylli lesenda sinna, ungra og gamalla. Nú er Æskan e. t. v. fjöl- breyttari og læsilegri en nokkm sinni fyrr undir ágætri ritstjórn Gríms Engilberts, sem aagsýni- BÆKUR KVÖLDVÖKU- ÚTGÁFUNNAR ÍSLENZKAR LJÓSMÆÐUR III. bindi. (Æviþættir og endurminningar). Ritsafnið íslenzkar Ijósmæð- ur er nú orðið þrjú bindi, þar sem greint er frá æviatriðum og endurminningum yfir hundr AÖ Ijósmæðra hvaðanævci að af landinu. Bækur þessar eru sannkallað- ar hetjusögur íslenzkra kvenna og lifandi þjóðlífsmvndir í þessu bindi, sem sennilega verð ur það síðasta, er getið milli' 40 og 50 ljósmæðra. ÞVÍ GLEYMI EG ALDREI. m. bindi. (Frásagnir af eftirminnilegum atburðum.) í þessa bók rita 20 þjóðkunn- ir menn frásagnir af óglevman- legum atburðum, þ. á m. skáld- in Guðmundur Daníelsson, Sig- urður Grímsson, Gunnai Dal og Ragnar Jóhannesson o. fl. En það, sem vekja mun mesta eftirtekt við útkomu þess- arar bókar er það, að sr. Bjami Jónsson ritar þar endurrninning ar frá bernskudögum og allt fram til þess er hann verður dómkirkjuprestur í Revkjavík. Sr. Bjami hefur ekki áður birt endurminningar sínar. Nú hafa komið út 3 bækur í þessu ritsafni og hlotið miklar vinsældir. ENDURMINNINGAR BERN- HARÐS STEFÁNSSONAR III. bindi. Þegar I. bindi Endurminn- inga Beraharðs kom út vakti bókin geysimikla athygíi. Frh. á bls. 6. Grímur Engilberts lega leggur geysimikla alúð við útgáfu blaðsins. Af tilefni afmælisins kum út 50 síðna afmælisblað sérlega fjölbreytt og vandað. M a. em þar birtar kveðjur frá mörgum nafnkunnum íslendingum. sem flestír hafa „alizt upp með Æsk unni“ eins og einn þeirra kemst að orði, og allir fara miklum viðurkenningarorðum um hlut- verk hennar í íslenzku þjóðlífi. Kaupendum Æskunnai hefur fjölgað jafnt og þétt. Aldamóta árið vom þeir 1000 en eru nú 11000, og í þeim hópi margir fullorðnir, sem hafa haldið tryggð við blaðið frá barnsaldri. Að tíltölu við fólksfjöJdfe mun Æskan vera langútbreiddasta bamablað á Norðurlöndum. Fyrsti afgreiðslumaðiu Æsk- unnar var Þorvarður Þorvarðar- son prentari, en allra manna lengst var Jóhann Ögmundur Oddsson afgreiðslumaður þess log framkvæmdastjóri, frá 1930 til 1962, er Kristján Guðmunds- son, núverandi framkvæmda- Framh. á bls. 6. Vinningar í happdrætti hernáms- andstæðinga Enn hafa ekki allir gert skil í happdrsetti hernáms- andstæðinga og eru það vin- samleg tilmæli frá Samtök- unum til þeirra, sem fengu miða senda en hafa hvorki greitt þá né endursent, aS hafa samband við skrifstof- una í Mjóstræti 3 hið bráð- asta. Skrifstofan verSur fram- vegis opin mánudaga til föstudaga 1. 16.30—18.30, sími 24701. Vinningsnúmerin í happ- drættinu eru þessi: Góðhestur nr 8824 Málverk eftir Jóhann Briem 12251 Málverk eftir Jón Engilberts 3703 Málverk eftir Karl Kvaran 9701 Málverk eftir Hafstein Austmann 11721 Málverk eftir Jóhann- es J óhannesson 11417 Málverk eftir Þorvald Skúlason 491 5 Málverk eftir GuS- mundu Andrésd. 5 391 Málverk eftir Kjartan GutSjónsson 6606 Magnús Á. Árnason 4197 SigurtS Sigurðsson 3348 Vatnslitamynd eftir Gunnlaug Scheving 72 Vatnslitamynd eftir Barböru Árnason 2079 Vathslitamynd eftir Barböru Ámason 10299

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.