Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 18.12.1964, Blaðsíða 4

Frjáls þjóð - 18.12.1964, Blaðsíða 4
I JÓHANN MAGNÚSBJARNASON: ÁRNI LÖGMAÐUR ODDSSON I. Kaupmannahafnar hann bíður i borg. en brýn er nauðsyn að hverfa heim. því dómþingi íslands nú dregur að. þar dæmt skal í málum hans tveim íslandsför eru nú haldin í haf, og Herluf Daa er í geði kátt. Hann veit það, að Árni í tæka tíð ei tekur í málunum þátt. Hygginn og slægur er Herluf Daa; hann hefur þeim skipherrum boðið fé, sem neita Árna um far til Fróns, svo fjarri hann þinginu sé. Svo gengur nú Árni um götur og torg, og gremjan rikir í huga hans ströng. Hann gengur með búðum á bryggjur fram, og biðin nú finnst honum löng. Hann finnur þar kaupmenn og farmannalýð, og fé hann býður og hundruð í jörð hverjum, sem flytur hann vestur um ver, en veðrin æ geisa þar hörð. Og kaupmannalýður í kampinn þá hlær og kveður nú djarft, því að pyngjan er full: „Við getum en viljum ei sigla þann sjó, þó silfur þú bjóðir og gull.“ Árni gengur með fjörunum fram og finnur, og mælir, við gamian hal: „Flytjir þú mig yfir íslandsál ég auðugan gjöra þig skal." Hinn gamli halur sín greiðir net og gefur svar — mjög þurrlegt og stutt: „Á kugg líkan mínum um Islandsál fær enginn þig lifandi flutt.“ Þá mælir hann Árni við þreklegan þul, og þrá sér lýsir í máli og raust: „Flytji mig enginn til Fróns þet.ta vor, er faðir minn öreigi í haust.“ Hinn gamli halur sín greiðir bönd og gætir að rám og hverjum streng: „Væri ég yngri ég vogaði þá með vöskum og huguðum dreng.“ Þá mælir hann Árni við þreklegan þul, og þreki nú lýsir raustin hans há: „Eg stýra skal sjálfur í stormum þeim kugg og ströndum Islands ná.“ Hinn gamli halur nú glottir við tönn. „Gæfunnar," segir hann, „freista ég vil. Eg halda skal með þig á hafið i kvöld, ef hefurðu atorku til.“ II. Snekkjan með Árna er haldin í haf; hún heldur út Norðursjó, og suðaustan vindur í seglin blæs, en siglt þykir Árna ekki nóg Og Árni heldur um hiálmunvöl og hrópar á skipsins menn: „Hefjið þið seglin húnum að og herðið á strengjunum enn Og suðaustan vindur 1 seglin oiæs og siglt þykir hásetum nóg, því siglur bogna með köflum 1 keng, og kulborði er hátt yfir sjó. Á borðum snekkjunnar beljar sjór, það brakar í stokkum og rá Þeir draga uppi skip, þegar Færevjafjöll í fjarska hefjast úr sjá. Fólkið á eyjunum horfir til hafs, svo hrópar það allt í senn: „Væri það ekki svo fáskrúðugt tar. svo færu þar kóngsins menn.“ Og fólkið á eyjunum horfir til hafs og hrópar — og bliknar við: „Væri það ekki svo fáliðað far, þá færi þar Hund-Tyrkjans iið.“ Á borðum snekkjunnar beljar sjór, það brakar í stokkum og rá. En hitt skipið hverfur, þá Færeyjafjöll í fjarskanum hníga í sjá. Og átta daga er hann Árni á sjó, þá eygir hann hólmann sinn Svo stýrir hann gegn um boða og brim á breiðan Vopnafjörð inn. Hann kallar á skipsins kappa þrjá: „Komið — og eigið nú gott! Með hendur tómar og hrygga lund þið héðan ei farið á brott. III. Til dómþingsins eru nú dagar þrír, en drjúg er leiðin að Almannagjá. Samt hyggur hann Árni í tæka tíð að takist sér þangað að ná. Hann stígur nú fæti á fósturjörð, — er fyrirmannlegur á velli að sjá. Hjá kaupmönnum hittir hann bóndanr, Björn og biður hann hest sér að ljá. Og Árni mælir við bóndann Björn: „Þig bresta skal aldrei framar seim, ef fák þú mér ljær, sem mig fvtur tí! þings á fjórum dægrum og tveim.“ Björn er dulur og seinn til svars, en segir að lokum: „Það er mm trú, að bráð sé mjög lundin þín, biskupsson, því barnslega talarðu nú.“ Þá mælir hann Árni við bóndann Björn: „Eg bið þig um hest, en ekki um ráð. Þá skemmstu leið yfir fjöllin ég fer, því framgjörn er lund mín og bráð. Þingmannaleið ekki þræða ég mun. en þreyta vil reið yfir öræfin há. Frá konungi mínum ég kveðjn ber til kempunnar Herluf Daa.“ „Hest veit ég neinn,“ segir bóndinn B.iörn, ,,ei betri, er þolið reyna skal. en Högna, folann hans Höskuldar á Hákonarstöðum á Dal. Svo Rauð minn nú tak þú og reiðtygin góð og ríddu í dag yfir Smjörvatnsfjöll, og hnakkinn ef leggurðu á Högna 5 nótt, þá heppnast þér ferðin öll.“ IV. Og Árni ríður þá löngu leið, sem liggur að Jökuldal frá Vopnafjarðarverzlunarbúð, — og vakur ber fákur þann hal. Hann heldur frá búð um hádegismund, svo hörð er og mikil hans reið, að jóreykinn greina þeir glöggt á Dal, er gengur að náttmálaskeið. Og reynd eru lungu Rauðs til fulls, þó rétt sé hann hestaval. Hann hnígur niður við hlaðvarpann á Hákonarstööum á Dal. Bóndi stendur við bæjardyr, brýnir hann hása raust: „Hví ríður þú, maður, svo geyst um grund, — sem glópaldi — og miskunnarlaust?" Þá mælir Árni við gildan garp; „Eg greið vil, að för mín sé, því tíðin er naum, en leið mín löng, og liggur við mannorð og fé.“ Bóndi stendur við bæjardyr, bermæltur er hann við gest: „Aldrei þótti það flýta för aö fara sem þræll með hest.“ En Árni mælir við gildan garp: „Greið þú nú för mína í kvöld, og seldu mér færasta fákinn bínn, og fyrir hann þrenn tak gjöld.“ Bóndi mælir — hans brá er yggld: „Bið þú um annað mig, því ei á ég, gestur, svo frískan fák, að fái hann borið þig.“ Árni mælti: „Þú átt þann hest — og áðan þú rakst hann heim, sem þolir að bera mig þingstns tll á þremur dægrum og tveim.“ „Folinn, hann Högni, er ungur enn, og enginn hann hjá mér fær, þó boðin sé fyrir hann bezta jörð.“ Og bóndinn í kampinn hlær. „Láttu mér falan folann þann fyrir þær jarðir þrjár, sem biskupinn á hér austanlands," og Árni var fölur sem nár. „Hvert er nafn þitt og hver þin ætt, og hvaðan í dag komst þú? Þú búinn ert líkt og biskupsson,“ og bóndi sig hneigir nú. Árni tekur nú tygin af Rauð, svo talar hann lágt um hríð, og bóndi hlýðir og hlustar á. en heldur er brún hans síð. Árni hvíslar í annað sinn, og alllöng er bóndans þögn. Hann bregður litum, en bærist ei, og brún hans léttist ögn. Og Árni þylur í þriðja sinn við þrýstinn hal sína bón. Þá hrópar bóndi á húskarl einn: „1 hlaðið rek folann, Jón.“ Og jór er rekinn í hlaðið helm, hýrnar þá lögmanns geð, því aldrei hefur hann áður nelnn svo ólman gæðing séð. Á Högna leggja þeir léttan hnakk, því löng skal nú hafin reið. Og Ámi heldur frá Hákonarstað, þá harla er morgunskeið. V. Á Efridal Árni ríður, . en örðug sú þykir leið. ' Og fólkinu á bæjunum blöskrar, þvi blöskrar sú ógnarreið. Draugslega bergmála björgin, beljandi er Jökulsá, og órótt er hjartað í Áma, en eygló er risin úr sjá. Já. órótt er hjartað í Árna, og áköf þar ríkir þrá, því lengi er ei tíminn að líða. en langt er að Almannagjá. Rétt eftir miðjan morgun, til mjalta er ganga hjú, á klár sínum kemur hann Ámi að kvíunum fremri á Brú. Kerling við kvíarnar situr, kveður hún gamlan brag: „Högni minn, hví ertu móður? og hvert áttu að fara í dag?“ 4 Frjáls þjóS — JÓLABLAÐ I — 1964,

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.