Vikublaðið


Vikublaðið - 30.09.1994, Blaðsíða 9

Vikublaðið - 30.09.1994, Blaðsíða 9
VIKUBLAÐIÐ 30. SEPTEMBER 1994 9 Menningln Að auka eðlisþyngd efnisins Myndir: ÓI.Þ. mála kvikar öldurnar og hversu færan kyrralífsmálara við fáum til að mála skeljarnar í sandinum á þennan flöt: aldrei geta þeir nálgast það raunsæi sem fólgið er í gifssamloku Magnúsar Pálssonar. Mynd hans er ekki byggð á hefð- bundinni þrívídd, sem miðuð er við sjónarhom mannsins og fjarvíddar- glugga hans, heldur er viðfangsefnið þvert á móti nálgast með þeim hætti að hið hefðbundna húmaníska þrí- víddarmyndinál er fúllkomlega snið- gengið. Það er enginn sjóndeildar- hringur í þessu verki, enginn punktur sem markar óendanleikann og í raun- inni ekkert sem snýr frekar upp en niður. Engu að síður er verkið fúll- komlega rökrétt í framsetningu sinni og gengur fullkomlega og bókstaflega upp í einni heild sem lokaður efn- ismassi og sannferðug afsteypa af við- fangsefninu. Gifssamiokan FLeðmvnál er því mettuð af merkingu, sem er margræð og vísar ekki bara til „fyrirmyndarinn- ar“, hins raunverulega flæðarmáls, heldur raskar hún hinu hefðbundna sjónarhorni okkar á náttúruna og urn leið því tungumáli sem við höfum leitt af þessu sjónarhorni. Þvf inyndlistin er tungumál, rétt eins og móðurmálið, sem við notum til þess að nálgast veruleikann á sem sannferðugastan hátt. Við getum séð einn rauðan þráð í allri listsköpun Magnúsar Pálssonar, hvort sem um er að ræða þrívíddar- verk, teikningar, gipsskúlptúra, bók- verk, raddskúlptúra, „rjóður" eða leikhúsverk: endurskoðun og endur- nýjun tungumálsins. Slík endurnýjun er listinni lífsnauðsyn ef hún á að standa undir því nafni að vera rann- sókn á veruleika okkar í samtímanum, en ekki einskær afþreying eða stofu- stáss. Magnús Pálsson hefur einstakan hæfileika til þess að nálgast viðfangs- efúi sitt á ferskan og óvæntan hátt, þar sem hefðbundnum aðskilnaði list- greina er varpað á glæ og öllum fyrir- fram gefnum formúlum með. Verk hans eru umfram annað ígrunduð rannsókn á tungumáli listarinnar og möguleikum hennar til þess að takast á við veruleika saintímans. Um leið skilgreina þau listina upp á nýtt með hverju verki og taka innihald hennar til gagngerrar rannsóknar. Þess vegna koma verk hans okkur stöðugt á óvart. Þau kenna okkur jafnffamt að varpa af okkur viðjum vanans og sjá um- hverfi okkar í nýju ljósi. Ef við ekki hreinsum tungumál okkar af inni- haldslausum formúlum og vanahugs- un, verðum við blind á allar þær furð- ur sem umhverfi okkar og tilveran öll bjóða uppá. Þegar við hættum að geta nálgast tilveruna með þeirri bamslegu undrun og furðu, sem hún gefur ærin tilefni til, má bóka það að við höfúm fjötrast í viðjum vanans, ellinnar og þeirra innihaldslausu orða sem elli- rausinu fylgja. Ellirausinu gerir Magnús reyndar frábær skil í verkinu „Enginn gleypir sálina “, þar sem stillt er saman nefjum, neftóbaki og búk- hljóðum og stunum ýmsum með óborganleguin hætti. Sýning Magnúsar Pálssonar að Kjarvalsstöðum er með eftirminnileg- ustu listviðburðum ársins og óhætt að hvetja sem flesta til að skoða hana með opnum huga og skilja fordómana efrir heima. I tilefni sýningarinnar hefur Lista- safn Reykjavíkur gefið út fróðlega bók um list Magnúsar, sem ætti að vera fengur að fyrir allt áhugafólk um ís- lenska samtímamyndlist. UTBOÐ Grunnur undir birgðageymslu Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum.í að gera grunn undir birgðageymslu við Óseyri 9 á Akureyri. Útboðsgögn verða seld fyrir 1.500 krónur á skrifstofu Rafmagnsveitna rík- isins við Óseyri 9 á Akureyri, frá og með miðvikudeginum 28. september 1994 Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafrnagnsveitna ríkisins á Akureyri fyrir kl. 14.00 miðvikudaginn 5. október 1994, og verða þau þá opnuð í viðurvist þeirra bjóðen- da sem þess óska. Þóknun fyrir gerð tilboða er engin. Tilboðin séu í lokuðu umslagi, merktu „Rafmagnsveiturnar - 94015 - Akureyri - Grunnbygging". Verkinu á að vera'að fullu lokið miðvikudaginn 30. nóvember 1994. RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS bfcutcU*#, LAUGAVEGI 118 • 105 REYKJAVÍK SÍMI 91-605500 • BRÉFSÍMI 91-17891 -mmssmzsxmmm&xzmmtmm Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir: Magnús Pálsson, yfirlitssýning Ein helsta forsenda þess að við meðtökum ákveðinn hlut í umhverfi okkar sem listaverk er sú að við upplifum það sterkt að efúi hlutarins sé gegnumsýrt og mett- að af ákveðinni merkingu. Því mett- aðri sem hluturinn er af merkingu, þeim mun áhrifaríkari verður hann og þeim mun göfugri er sú list sein hann miðlar. Galdur listarinnar er í raun í því fólginn að auka eðlisþyngd efnis- ins, þannig að við finnum það svífa á okkur þegar við nálgumst það. Þessi galdur verður ekki framkvæmdur af listamanninum í einangrun, heldur krefst hann virkra inóttökuskilyrða. Án virkrar upplifunar áhorfendans verður enginn galdur og engin „þyngdaraukning“ á efúinu. Fáir íslenskir listamenn hafa áttað sig betur á þessu en Magnús Pálsson. Og fáum íslenskum listamönnum hef- ur tekist betur í þeirri íþrótt að gera léttvægt efni að þungavigt með þess- um hætti. I yfirlitssýningu hans að Kjarvalsstöðum sjáum við mörg dæmi þessa: I verkinu Rúmbjami frá 1976 erurn við leidd inn í rými þar sem mæliein- ingin rúmbjarni er á miðju gólfi í formi glertenings sem er fúllur af vami. Rúmbjarni er rúmmál Bjarna H. Þórarinssonar listamanns, eins og það mældist árið 1976. Rýmið sem umlykur rúmeininguna eru 260 rúm- bjamar. Upplýsingarnar um tilurð verksins eru utan á herberginu og eru nauðsynlegur hluti verksins. Þegar við göngum inn í þetta rými efir að hafa kynnt okkur sögu þess, verður það blátt áfram yfirþyrniandi tilfinning að vera staddur innan í 260 rúmbjörnum. Og sjálf mælieiningin á miðju gólfinu verður bæði ögrandi og hrollvekjandi: teningur af vatni = mælieining inánns. Húmanistarnir á endurreisnartím- anum urðu fyrstir manna til þess að Listamaðurinn Magnús Pálsson. Verk Magnúsar Pálssonar „Flæðarmál". Ólafur Gíslason skapa rými sem hugsað var út frá mælieiningu mannsins. Hlutföll mannslíkamans voru gerð að forskriff fyrir hlutföllum í byggingarlist endur- reisnartimans. Munurinn á húman- isma endurreisnartímans og húman- isma Magnúsar Pálssonar í þessu verld er kannsld fyrst og fremst sá að þeir Brunelleschi og Alberti byggðu á upp- hafinni fyrirmynd sem var fullkomin í líkamsbyggingu sinni og formgerð. Magnús Pálsson byggir hins vegar á Bjarna H. Þórarinssyni og hefur þar með komið hinni upphöfúu fyrir- mynd endurreisnartímans niður á jörðina og sett efnismassann fyrir gæðin. Rýmið í þessum teningi og þessu herbergi er rnettað af inerkingu svo það svífúr á þann sém inn í það gengur. Hann verður þátttakandi í þeim galdri að upplifa aukningu á „eðlisþyngd“ efiiisins. A sama hátt og andrúmsloftið og vatnið eru meðal þeirra formlausu efna, sem eru bæði hvað ódýrust og yfirlætislausust sem efúiviður í lista- verk, er gifsið með ódýrustu og svip- lausustu föstu efnum sem hægt er að nota í sama tilgangi. Þar að auki er auðvelt að móta það. Þetta mun hafa verið meginástæða þess að Magnús Pálsson vann á tímabili nær eingöngu í gifs og gerði úr þeim efniviði nokkur af sínum eftirminnilegustu verkum. Eitt þeirra er Flœðamtál frá 1975, gifssamloka í þrem pörtum sem sýnir okkur íjöruna, sjóinn og andrúmsloft- ið sem eina afsteypu. Verkið er að því leyti einstakt að við sjáum ekki bara afsteypu af yfirborði afmarkaðs hluta af fjörunni, heldur sjáum við líka, þeg- ar samlokan er opnuð, neðra yfirborð sjávarins þar sem það snerrir fjöruna og skeljarnar sem þar liggja í sandin- um. Loftið yfir fjöruliorðinu er líka efnisgert í gifsmassa sem breiðist yfir vatnið og sandinn og lokar sam- lokunni. Þegar við opnum hana sjáum við líka neðra yfirborð andrúmslofts- ins sem gefur óbeint til kynna loft- þyngdina við yfirborð jarðar (jafngildi 760 mm. kvikasilfursúlu). Gifsmassinn í þessu verki er ekki bara mettaður af höfuðskepnunum þrem, jörð, vatni og lofti, heldur vek- ur hann okkur líka til umhugsunar um það hvernig við erum vön að skoða flæðarmálið og sjá það fyrir okkur á mynd. Við erum vön því að myndir séu uppréttar eins og við sjálf. Efst er himininn, síðan kemur hafflöturinn eins og lárétt strik við sjóndeildar- hringinn, þá fjöruborðið sem annað lárétt strik og neðst fjaran: tvö lárétt strik skipta sléttum myndfletinum í þrjá hluta, þar sem efra strikið táknar um leið sjónarhorn okkar á óendan- leikann. Það er hins vegar sama hversu færan skýjamálara við fáum til að mála bláma himinsins og hversu færan sjávarmálara við fáum til að

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.