Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						8 | Lesbók Morgunblaðsins
?
9. apríl 2005
Þ
að er hinum, honum Borges, sem
dettur í hug ýmislegt,? skrifaði
Argentínumaðurinn Jorge Luis
Borges í stuttum texta sem ber
yfirskriftina ?Borges og ég?. Þar
gerði höfundur tilraun til að
greina á milli síns persónulega sjálfs ? þess
sem fór í gönguferðir um Buenos Aires, þótti
gaman að stundaglösum, landakortum, upp-
runaorðabókum og kaffibragði ? og þeirrar op-
inberu persónu sem sótti um prófessorsstöðu
og skrifaði bókmenntir. En tilraunin var dæmd
til að mistakast þar sem hinn opinberi Borges
sölsaði stöðugt undir sig líf og áhugamál hins.
1
Texti Borgesar leitaði á mig í ársbyrjun 1999
þegar ég skrifaði stuttan texta fyrir sýning-
arskrá Bláma, málverkasýningu
Einars Garibalda í Listasafni
Reykjavíkur.
2
Öll verkin á sýn-
ingunni ? stórir blámálaðir tréf-
lekar ? tengdust Jóhannesi S.
Kjarval með einum eða öðrum hætti. Á einum
þeirra var endurgerð á undirskrift listamanns-
ins, á öðrum mátti lesa stutt æviágrip hans úr
alfræðiriti, á þeim þriðja voru tölurnar 1885?
1972, fæðingarár og dánarár hans. Tvö verk
sýndu þekktar andlitsmyndir af Kjarval, ann-
ars vegar sjálfsmynd og hins vegar ljósmynd,
en í báðum tilvikum skyggðu óviðkomandi form
(hringur, ferningur) á sjálft andlitið. Mér virtist
sem þessi og fleiri verk á sýningunni minntu á
að eitt sinn hefðu verið til tveir menn, ein-
staklingurinn Jóhannes og listamaðurinn Kjar-
val. Ekki væri nóg með að sá síðarnefndi hefði
smám saman lagt undir sig líf hins, heldur hefði
Kjarval öðlast sjálfstætt líf. Hann væri orðinn
að sjálfstæðu tákni eða vörumerki sem ýmsir
og ólíkir aðilar taka til handargagns og ljá þá
merkingu sem þeim sýnist henta hverju sinni.
Af og til á þeim tíma sem liðinn er frá sýn-
ingu Einars á Kjarvalsstöðum hef ég hugsað til
mynda hans og hugmynda um ímynd og örlög
listamannsins í samtímanum. Sú þróun sem
hann fjallar um hefur haldið áfram og verður á
vissan hátt öfgafyllri með hverju árinu sem líð-
ur. Og að sumu leyti virðist mér Einar hafa
verið forspár um þá þróun. Ég get nefnt fáein
dæmi.
Andlitsmyndin
Andlit af rosknum manni prýddi forsíðuna á
tekjublaði Frjálsrar verslunar í ágústmánuði
árið 2004. Fyrir ofan það stóð með stórum stöf-
um: ?Tekjur 2400 Íslendinga?. Fyrir neðan var
birt auglýsing frá íslensku fjármálafyrirtæki.
Þetta eintak tímaritsins vakti mikla athygli
þegar það kom út; auglýsingar með myndum af
forsíðunni birtust í dagblöðum, auk þess sem
hún hékk víða uppi í söluturnum og verslunum.
Um tveggja vikna skeið leið vart sá dagur að
ég horfðist ekki í augu við þennan roskna
mann, með fléttaða stráhattinn á höfðinu, og
velti fyrir mér hvort ástæða væri til þess að
kaupa eintak og forvitnast um tekjur ýmissa
nafntogaðra einstaklinga árið á undan. 
Mér þótti ekki síður forvitnilegt þetta stefnu-
mót Frjálsrar verslunar við Kjarval. Hvernig
stóð á því að andlit hans var nothæf mynd-
skreyting fyrir tekjur Íslendinga? Með hvaða
hætti tengdist hann þeim fjárhagslegu upplýs-
ingum sem útsendarar tímaritsins höfðu sigtað
úr skattskrám sýslumannsembætta víða um
land vikurnar á undan? Nærtækasta skýringin
var sú að framan á Frjálsri verslun birtist eft-
irmynd af hluta 2000 króna seðilsins íslenska
en andlitsmyndin af Kjarval er sem kunnugt er
á framhlið hans. Til að tákna tekjur Íslendinga
hefði tímaritið allt eins getað birt myndina af
Jóni Sigurðssyni sem er framan á 500 króna
seðlinum, svo dæmi sé tekið. Í báðum tilvikum
hefði táknmiðið verið íslenskur peningaseðill.
Frá þessum sjónarhóli er villandi að halda því
fram að andlit Kjarvals hafi verið á forsíðu
Frjálsrar verslunar. Nær er að líta svo á að þar
hafi birst tákn sem líkist andliti hans á tilteknu
æviskeiði en hafði verið slitið úr tengslum við
fyrirmynd sína, ekki bara einu sinni heldur
tvisvar, og fyllt nýrri merkingu í bæði skiptin. 
Ráðgátan um veru Kjarvals á forsíðu
Frjálsrar verslunar snýst í raun um þá ákvörð-
un Seðlabanka Íslands að gera hann að efniviði
á peningaseðli árið 1995. Sú ákvörðun á sér for-
sögu, eins og ég hef reyndar rakið á öðrum
vettvangi.
3
Líkt og í flestum löndum heims
skapaðist snemma sú hefð að birta andlits-
myndir af fyrirfólki framan á íslenskum seðl-
um. Þeirra á meðal voru Danakonungur, Jón
Sigurðsson, Jón Eiríksson, Magnús Stephensen
og Tryggvi Gunnarsson. Seinna bættust Ing-
ólfur Arnarson, Hannes Hafstein og Einar
Benediktsson í þennan hóp. Með núverandi
seðlaröð, sem hafin var útgáfa á árið 1981, var
hins vegar ákveðið að láta seðlana rekja menn-
ingarsögu íslensku þjóðarinnar. Upphaflega
var lögð mest áhersla á bókmenntir (Arn-
grímur Jónsson, Guðbrandur Þorláksson og
Árni Magnússon á 10, 50 og 100 krónum) en á
síðari árum hafa byggingarlist (kirkja Brynj-
ólfs Sveinssonar í Skálholti á 1000 krónunum),
hannyrðir (útsaumur Ragnheiðar Jónsdóttur á
5000 þúsund krónunum) og málaralist (verk
Kjarvals á 2000 krónunum) fengið sambæri-
legan virðingarsess. 
Val Seðlabankans á Kjarval var því öðrum
þræði yfirlýsing um gildi íslenskrar myndlistar
fyrir menningarsöguna. Líkt og biskupsfrúin á
5000 krónunum er hann fulltrúi fyrir ákveðinn
hóp. Í því ljósi er það ekki andlit Kjarvals sem
blasir við á 2000 krónunum heldur ásjóna hins
íslenska listamanns sem er orðinn arftaki land-
námsmanna, konunga, biskupa, handritasafn-
ara, stjórnmálaforingja, bankastjóra, athafna-
skálda og hannyrðakvenna. Það breytti ekki í
stórum dráttum merkingu seðilsins þótt þar
væri mynd af öðrum þekktum íslenskum lista-
manni, til dæmis Einari Jónssyni myndhöggv-
ara eða Ásgrími Jónssyni málara.
En jafnvel þótt við lítum svo á að það sé
Kjarval sem birtist á 2000 krónunum er hollt að
hafa í huga að sú mynd af honum sem við
sjáum þar er stílfærð eftirmynd ljósmyndar
sem Jón Kaldal tók af listamanninum á efri ár-
um. Þeir sem hönnuðu seðilinn höfðu úr fjöl-
mörgum öðrum myndum að velja, þar á meðal
einstöku safni ljósmynda sem Kaldal hafði tek-
ið af Kjarval á ólíkum æviskeiðum. Hægt er að
fá hugmynd um þá myndaröð í annarri útgáf-
unni af ævisögu listamannsins eftir Thor Vil-
hjálmsson en þar eru birtar í tímaröð átta ljós-
myndir, auk þess sem tvær til viðbótar prýða
kápu bókarinnar. Þeir sem fletta ævisögunni
geta fylgst með því hvernig Kjarval breytist úr
ungum snyrtilegum og alvarlegum heimsborg-
ara í hálfskeggjaðan útilegumann, bóhem og
lífskúnstner, þar til hinn lífsreyndi öldungur
með fléttaða stráhattinn stígur loks fram á
sjónarsviðið. 
Auk þess að segja með sínum hætti ævisögu
Kjarvals er myndaröðin hluti af þroskasögu
ljósmyndarans Jóns Kaldals sem náði með
aldrinum sífellt betri tökum á list sinni. Mér
skilst að Kaldal hafi retúserað sumar þessara
Kjarvalsmynda en með þeirri aðferð mátti til
dæmis eyða hrukkum, láta óþæga hárlokka
hverfa og ýkja skugga, en ljós og skuggar leika
jafnan stórt hlutverk í portrettmyndum hans.
Myndin af Kjarval með stráhattinn er örugg-
lega einn hápunkturinn á ferli ljósmyndarans.
Ólíkt öðrum myndrænum útfærslum hans af
þessu sama viðfangsefni er listamaðurinn hér
virðulegur án þess að glata alþýðleika sínum,
dularfullur án þess að verka fráhrindandi, rosk-
inn án þess að virðast hrumur. Skugginn af nef-
inu og hattbarðinu hylur næstum því hálft and-
litið, þar á meðal annað augað, og kann myndin
að vekja viss hugrenningatengsl við hinn ein-
eygða og alvitra Óðin.
Í annan stað opinberar myndaröð Kaldals
með hvaða hætti Kjarval setti sjálfan sig á svið
í gegnum tíðina. Meðal leikmuna í þeim gjörn-
ingi var höfuðfatið en í fjölskyldu minni hefur
einmitt varðveist saga sem varpar ljósi á það.
Laust eftir síðari heimsstyrjöldina kom lista-
maðurinn einn eða tvo vetur vikulega í hádeg-
inu í heimsókn til afa míns og ömmu á Skóla-
vörðustíg 21a og snæddi mjólkurgraut. Einn
laugardaginn hafði hann meðferðis nýjan hatt,
svo nýjan að hann var enn í plastinu. Faðir
minn, sem var á barnsaldri, hafði orð á því eftir
matinn að þetta væri fínn hattur. ?Finnst þér
það, já?? svaraði gesturinn, tók plastið utan af
hattinum og sagði að pabbi mætti eiga það. Því
næst lagði hann hattinn á eldhúsborðið, þrýsti
kúfnum niður með báðum höndum, rúllaði hatt-
inum síðan saman eins og sunddóti og stakk í
handarkrikann. Pabbi fylgdist forviða með að-
förunum og spurði málarann hvers vegna í
ósköpunum hann færi svona með nýjan hatt.
?Ég týndi þeim síðasta sem ég átti,? svaraði
Kjarval og kvaðst vilja tryggja að það færi ekki
eins fyrir nýja hattinum.
Svo vikið sé aftur að forsíðumynd Frjálsrar
verslunar ætti að vera ljóst að þar birtist tákn-
mynd sem er afurð endurtekins úrvals, tákn-
mynd sem fjölmargir aðilar hafa haft hönd í
bagga með að móta. Í fyrsta lagi skapar lista-
maðurinn sjálfur ímynd sína frá degi til dags,
allt lífið. Hún tekur breytingum frá einum tíma
til annars, einum hatti til annars. Jón Kaldal
skráir gróft yfirlit þessara breytinga en ljós-
myndir hans eru um leið sjálfstæð listaverk,
mótaður veruleiki. Úrval Kjarvalsmynda Kal-
dals er síðan valið til birtingar í bók Thors Vil-
hjálmssonar um listamanninn og ein þeirra loks
valin til að prýða 2000 króna seðilinn. Sú mynd
fær þar nýja áferð og er sett í slíkt samhengi
að kápuhönnuður Frjálsrar verslunar tekur
hana til handargagns fyrir tekjublaðið 2004.
Spurningin er hvort þar sé nokkuð eftir af hin-
um upprunalega Jóhannesi S. Kjarval, hvort
nokkuð samband sé á milli mannsins sem kom í
heimsókn á Skólavörðustíg 21a til að borða
mjólkurgraut og peningaheims 21. aldarinnar?
Einar Garibaldi vakti upp hliðstæðar spurn-
ingar með endurgerð sinni á umræddri Kjar-
valsmynd árið 1999 nema hvað þar fór ekki á
milli mála hve gjörólíkar frummynd og eft-
irmynd voru orðnar. 
Baktryggingin
Enda þótt líta megi svo á að ýmsir íslenskir
listamenn hefðu getað prýtt 2000 króna seð-
ilinn, án þess að það breytti beinlínis táknrænni
merkingu hans, var valið á Kjarval á ýmsan
hátt viðeigandi, ekki síst í ljósi þess að hann
hafði á sínum tíma ákveðnar hugmyndir um ís-
lenska seðlaútgáfu. Í áðurnefndri ævisögu
Kjarvals segir Thor Vilhjálmsson svo frá:
?Kringum 1930 var verið að tala um erfiðleika í
fjármálum samanber: nú er þröngt í búi hjá
smáfuglunum. Sagan segir að Kjarval hafi ekki
viljað láta sitt eftir liggja og stakk upp á því við
ráðherra að bankinn gæfi út eins mikið af seðl-
um og menn þyrftu. Og þeir þurfa að vera svo
fallegir að þeir verði eftirsóttir erlendis, og það
sé rétt að prenta nóg af þeim. Hinn svarar að
það þurfi að tryggja seðla með gulli eða ein-
hverju slíku þegar bankarnir gefi þá út. Þér
skuluð nota íslenzkt grjót sem baktryggingu,
sagði Kjarval.?
4
Baktryggingin sem þeir Kjarval ræddu
þarna um tengist því að mynt var fyrr á öldum
vegin og metin sem málmur (gull eða silfur) og
stóð verðgildi myntarinnar í beinu sambandi
við gangverð efniviðarins. Seðlaútgáfa var hins
vegar lengi vel tengd gullforða viðkomandi rík-
is, svokölluðum gullfæti, sem jafnan var í
vörslu seðlabanka. Taldist gullfótur virkur ef
unnt var að leysa útgefna seðla með gulli í
ákveðnu, föstu hlutfalli. Með árunum, eftir því
sem hlutfall áþreifanlegs gullfótar lækkaði,
jókst gildi þess sem ég hef viljað kalla tákn-
rænan gullfót seðlaútgáfunnar.
5
Mynd Dana-
konungs á fyrstu íslensku seðlunum var til
dæmis ætlað vekja traust á gjaldmiðlinum,
staðfesta gildi seðlanna í viðskiptum. Undir-
skriftir seðlabankastjóra á nýrri seðlum gegna
svipuðu hlutverki. Hér skiptir þó ekki minna
máli sá efnislegi veruleiki sem vísað var til á
seðlunum, einkum á bakhliðinni. Á eldri seðlum
mátti þar á meðal annars finna myndir af fjár-
?Móðgunin við a
Um eftirtekjur Kjarvals
Á samsýningu í Nýlistasafninu í febrúar gat
að líta málverk eftir Einar Garibalda af
Borgarfirði eystri. Þeir sem fylgst hafa með
ferli Einars síðustu ár tengja þessa mynd
væntanlega röð verka þar sem fyrirmyndir
eru sóttar í Íslandskort Landmælinga rík-
isins. Ekki er jafnaugljóst að Einar tekur hér
upp þráðinn frá eldri myndaröð sem helguð
var ímynd Jóhannesar S. Kjarvals. 
Eftir Jón Karl 
Helgason
tjonbarl@
hotmail.com
Í leit að landslagi Úr myndaröð Einars Garibalda þar sem fyrirmyndin er bæklingur Kjarvalsstofu. 

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16