Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 24.01.1949, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 24.01.1949, Blaðsíða 8
Það var ekki fyrr en eftir Jniðja vikuna, að blöðin tóku að jafna sig eftir rafmagns- skortinn. Morgunblaðið bar sig þó bezt, enda hafði það ! ■ekki misst úr einn einasta iiag, heldur aðeins komið út í þynnra broti en venjulega. jVísir varð einna harðast úti, Og virtist svo sem rafmagns- laust yrði í Félagsprent- smiðjuhverfinu á hverjum eftirmiðdegi. Mánudagsblað- ið komst út á þriðjudag, jafn- vel þótt það væri nærri full- sett á laugardag. ! i * Þýðingarmestu frétt vik- lunnar má efalaust telja valda afsal Chiang Kai Sheks, en Ihonum virðist loksins hafa skilizt, að stjórn hans er Ihvorki vinsæl né dugandi. IBlöðin virtust þó ekki vera sammála um valdaafsalið, og gerir Mbl. árangurslitla til- raun til þess að skýra þetta. en sannleikurinn í málinu gægist þó í gegn.. Chiang var íyrir löngu dauðadæmdur, og má telja, að raunverulega ihafi öll von hans um sigur iarið út um þúfur eftir að Marshall kom aftur til Banda xíkjanna eftir sendiför sína til Kína í fyrra. Þjóðviljinn xæður sér ekki fyrir kæti og skýrir frá þessum sigrum skoðanabræðra sinna í feit- letraðri grein á fremstu síðu. ik Þó að eftirfarandi komi ekki pressudálknum beinlín- ís við, teljum við þó rétt að minnast þess, vegna þess að; Bjarni Guðmundsson, blaða-; fulltrúi stendur í nánu sam- bandi við blöðin. í síðustu viku flutti Bjarni þáttinn „Útvarp til útlanda“ og gerði þar kvikmynd Lofts „Milli fjalls og fjöru“, að um-j ræðuefni. Nú er það í sjálfu; sér ekki í frásögur færanai. j I þó að honum þyki þeiss mynd; vera einmitt „frétt til næsta bæjar“, þar sem um nýuhg er að ræða cg sjálfsagt -að láta landa vora erlendis frétta um framfarir hér heima fyrir. Fréttin er sjálf- sögð og eðlilegt, að menn flytji hana í svona þætti. En Bjarni lét þar ekki stað- ar numið. í stað þess að láta sér nægja að segja, að þessa dagana væri þessi kvikmynd til sýnis, tekur Biarni sér hlutverk gagnrýnandans og ræðst á kvikmyndara með botnlausum skömmum og dvlgjum. Kvað svo rammt að ósómanum af Bjarna hálfu, að hann kvað íslendinga nú fullvissa þess, að Loftur væri lítið annað en skrum- ari, sem lítt sem ekkert kynni til verks þess, sem hann aug- lýsti. Hvað sem um umrædda mvnd má segja (og ekkert blað hefur hingað til x»rðið sammála Bjarna), þá má það teljast taumlaust sjálfsálit og mont að flytja slíkan dóm í fréttapistli, sem ætlaður er fvrir íslendinga erlendis. Heimsborgara-vangaveltur B. G. um þetta mál eru ósæm-T andi, ekki einungis sjálfum honum (sem ekki gerði mik- ið til) heldur einnig útvarp- inu, sem heita á hlutlaust um þessi rhál. Og víst er um eitt, að ekki bað utanríkismála- ráðuneytið hann um að „láta Ijós sitt skína“ fyrir hönd þess. ¥ MorgunBlaðið birti virðing- arveroan leiðara 21. janúar og nefnir hann „Lögreglan og hlutverk hennar.“ Leiðari þessi fjallar að vísu ekki um annað en það. sem íslending- ar og þá sérstaklega Reyk- víkingar, vita vel. Þeir vita vel, að til eru margir góðir menn innan lögregluliðsins, og þeir vita líka að þar er fjöldi manna, sem heldur æítu að sinna einhverjum öðrum störfum en löggæzlu. Það má telja ólíklegt, að yf- irboðarar lögreglustjórans daufheyrist lengur við lyöf- um hans um bætt starfsskil- yrði ' og húsakynni, þegar málgagn stjórnarinnar telur sig neytt til þess að benda á þær misfellur, sem þar eru á. Bæjarbúar æskja einskis fremur en að fá lögreglu sem heldur uppi reglu og sýn- ir það í verki, að hún iber virðingu borgaranna fyrir brjósti. r þieginu Næstkomandi miðvikuda.g verða Palestínumálin rædd í neðri deiid brezka þingsins. Ernest Bevin, utanríkisráð herra Breta, mun gefa skýrslu um málin, en Winst skýrslu um málin, en Win- ston Churchill, mun tala af hálfu stjórnarandstæðinga. Frægirr kvik- IiistoKig'aöíó Austurbæjarbló sýnir hina gömlu, frönsku langloku „Skytturnar'f eftir Durnas. Það var eiiiu sinni sýnd hér aoierísk mynd um sama. efni, o~ íslendingar hefðu vel get- a3 verið án þessarar frönsku produktionar. Þeir sem unna franskri kvikmyndalist ættu ev'ki að láta glepjast af því að sjá þarna nafn stórmeist- arans Harry Baur, því að hr.nn hefur „tekið mjög nið- ur fyrir sig“ m.eð því að taka ] ;átt í þessum kjánaskap. Filman er auk þess mjög görnul og slitin, og þeir áhorf e idur, sem annars geta sofn- að í bíóum, eiga á hættu að ,vakna með andfælum, þegar í tónfilman slitnar og skerandi tónn berst yfir srh'nn. Yfirleitt ættu bíóstjórar vorir að miða mvndaval sitt við, hvað hver þjóð gerir bezt — t. d. fá hasarmyndir frá Ameriku en hlífa okkur hins vegar við hinum „psyc-; hologisku" myndum, sém Hoilywood er öðru hveriu að ojástra við og Evrópuþjóðir, einkum Frakkar, gera mikiu betur. Tj&mmhíé Þeir sem ekki sáu Great Expectations, ættu nú að aota tækifærið og fara og sjá bessa ágæAu mvnd eftir sömi Dickens. Hún er eitt af meist- rraveikum ársins 1948, bæö • ð leik og leikstjórn snert- 'v. Sannkölluð „must“ fyri: kvikmyndaunnendur, eins og Bandaríkjamaðurinn segir. Nýja bíé Ungar systur með ástar- þrá er enn einu sinni sýnc hér, og þótt hún sé ekkeri meistaraverk frá neinu sjón- armiði, er léttur blær yfir henni, sem gerir liana nokk- urs virði fyrir þá, sem ekk- ert annað hafa að gera. Nýja bíó hlýtur að eiga eitthvað botra í fórum sír.um. A. myntlastjóri 4/ Nýiega lézt í Hollywood Vistor Fleming, hinn frægi bandaiúski kvikmyndastjóri. — Fleming hefur stjórnað f jölda kvikmynda, en þekkt- iv-t af þeim er sjálfsagt. , Gone with the wind“, sem h'aut verðlaun árið 1940 sem bvzta mynd ársins. Fleming stjórnaði ennfrem- uv frægum myndum eins og „The Virginian", „Captains courageous“, Test pilot“ og fleirum. Dr. Euwe teflir í Kímada Dr. Mr," Euwe, fyrrverrvd heimsmeistari í skák, tefld í Montreal fyrir nokkru f jöl- tefli • • 3 42 kanadiska skák menn. Úrslit urðu þau, að dr. Euwe vann 35 skákir, tapaö þremur og gerði f jögur jafn- B.tefii. Aðalfundur Blaðamanna- félags íslands var haldinn í gær. Aðalverkefni fundarins var að kjósa nýja stjórn, en auk þess voru samþykktar nokkr- ar tillögur og kosið í nefndir. Formaður var kosinn Helgi Sæmundsson. þingfréttarit- stjóri Alþýðublaðsins. Með- stjórnendur voru kosnir Guðni Jónsson, Tímanum. Kristján Jónsson, Vísi. ívar Guðmundsson. fréttaritstjóri Morgunblaðsins og Jón Bjarnason. Þjóðviljanum. í stjórn Menningarsjóðs voru kosnir Sigurður Bjarna- son frá Vigur, Morgunblað- inu, Jón H. Guðmundsson. Vikunni, og Hendrik Ottós- son, Ríkisútvarpinu. í Fjáröflunarnefnd voru kosnir Benedikt Gröndal, Al- þýðublaðinu. Sverrir Þórðar- son og Margrét Indriðadótt- ir. bæði frá Morgunblaðinu. í launamálanefnd voru Islenzka tölnð kosnir Benedikt Gröndal, Iv- ar Guðmundsson og Jón Bjarnason. Á fundinum var lesin skýrsla um Menningarsjóð, og nema eignir hans alls 59,233,84 krónum. Félagssjóður er hins veg-ar ekki vel stæður. og eru fyrir því ýmsar ástæður. Formaður B. í. var á síð- asta ári Jón Helgason, Tim- anum. Tillögu um kvöldvökur blaðamanna a. m. k. einu sinni á ári var vísað til fjár- öflunarnefndar. Kynnast lyoræOiiiu Fulltruar fjögurra helztu stjórnpiálaflokka Vestur- Þýzkalands eru nú komnir til London, til þess að kynna sér stjórnmál á lýðræðislegum grundvelli. Þeir munu ræða við brezka ráðherra og mæta á fundum brezka þingsins. mo a LingnaphíMie Nýlega eru komnir til | landsins Islendingar þeir, sem fóru til London til þess að; tala inn á Linguaphone hljómþráð. íslendingar þeir, sem fóru utan í þessum erindum voru: frú Ragnheiður Ásgeirsdótt- ir, frú Regína Þórðardóttir, Karl Isfeld, Gunnar Eyjólfs- son og Jón Júl. Þorsteinsson. Dr. Björn Guðfinnsson hafði kennt þeim norðlenzk- an framburð, enda. er harin talinn réttari og auðveldari fyrir útlendinga, sem nema vilja málið. Textarnir, sem teknir voru upp voru m. a. þjóðsögur og ýmsar aðrar bókmenntir, en íslenzkir les- kaflar eru jafnframt notaðir við kennsluna. Islendingarnir fóru utan rétt fyrir jól, en kornu afturj í janúarbyrjun. Linguaphone- félagið kostaði báðar ferðir; og d\ularkostnaðinn í Lond-! on. Eclen heimsæk- ir Jíanada Anthony Eden, arftaki Chur- ehills í Ihaldsflokknum, er nú kominn til Kanada. Þaðan fer hann til Nýja Sjálands og Ástralíu og mun heim- sækja vini sína í þeim lönd- um. Áður en Eden lagði af stað frá Englandi, sagði hann fréttamönnúm að fero sín væri algjörlega ópólitísk. Sækir fnnd ntanríki sráðher ra ■*. Bjarna Benediktssyni, ut- anríkisráðherra, hefur ný- lega verið boðin þátttaka í fundi utanríkisráðherra- Norð urlanda, sem haldinn verður 28. janúar. Hann hefur nú í samráði við ríkisstjórnina tekið boðinu. Máeiudagsb! ailð fæst á eftirtöldum stöðum úti á landi: Akranesi: Andrés Nielsson, kaupmaður. Akureyri: Verzlun Axels Kristjánssonar. Bókabúð Pálma h. Jónssonar. Keflavík: Verzlun Helga S. Jónssonar. Vestmanriaeyjum: Verzlun Björns Guðmundssonar. Hafnarfirði: Verzlun Jóns Matthiesen. Auk þess er blaðið selt í helztu bókabúðum Reykjavíkur — á greiðasölustöðum og öðrurn blað- sölustöðum.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.