Morgunblaðið - 06.01.2005, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.01.2005, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 2005 29 MINNINGAR ✝ Magnús BlöndalJóhannsson fæddist á Skálum á Langanesi 8. sept- ember 1925. Hann lést á Landspítalan- um í Fossvogi að kvöldi 1. janúar síð- astliðins. Foreldrar hans voru Jóhann Metúsalem Krist- jánsson kaupmaður og Þorgerður Magn- úsdóttir húsmóðir. Magnús var þrí- kvæntur. Hann kvæntist 5. júlí 1947 Bryndísi Sigurjónsdóttur, f. 1928, d. 1962. Synir þeirra eru Jóhann Magnús, börn hans eru Brynjar f. 1968, Bryndís, f. 1970, Magnús Ómar, f. 1972, Valdimar, f. 1975, og Jóhann, f. 1977, og Þorgeir, börn hans eru Jóhann Svavar, f. 1974, Davíð Blöndal, f. 1988, og Kristín Diljá, f. 1991. Magnús kvæntist 16. desember 1967 Kristínu Sveinbjörnsdóttur f. 1933, þau skildu. Sonur þeirra er Marinó Már, börn hans eru Kristján Jökull, f. 2002, og óskírð, f. 2004. Eiginkona Magn- úsar er Hulda Sassoon. Magnús nam við Juilliard-tón- listarskólann í New York 1947– 54. Hann var tónlistargagnrýn- andi á dagblaðinu Vísi frá 1954– 57; píanóleikari og aðstoðarkór- stjóri við Þjóðleik- húsið 1956–61 og starfsmaður tónlist- ardeildar Ríkisút- varpsins 1955–72. Eftir Magnús liggja hátt í hundrað verk, sönglög, kvik- myndatónlist, leik- hústónlist, hljóm- sveitar- og kammer- tónlist. Framan af samdi hann aðal- lega sönglög og einnig einstaka hljóðfæraverk, en um 1950 fór hann að gera tilraunir með 20. aldar tón- smíðatækni. Magnús mun hafa verið fyrstur Íslendinga til að yrkja undir afströktum tólftóna- hætti Schönbergs, 4 Abstrakt- sjónir frá árinu 1950. Hann var einnig fyrstur hérlendis til að semja raftónlist með verki sínu Elektrónísk stúdía frá árinu 1959. Meðal þekktustu verka Magnúsar á sviði kvikmyndatón- listar er tónlist hans við kvikmynd Ósvaldar Knudsen Surtur fer sunnan og samnefnt lag hans úr myndinni Sveitin milli sanda. Útför Magnúsar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Jarðsett verður í Fossvogs- kirkjugarði. Elsku afi. Við munum eftir því þegar þú komst í heimsókn, settist við píanóið og spilaðir. Við stóðum sitt hvorum megin við þig. Það komu hlýjar tilfinningar litaðar af stolti, aðdáun og gleði. Á ferming- ardegi mínum, Davíðs, veittir þú okkur eina af ógleymanlegum minn- ingum, að spila Sveitin milli sanda þar sem snilligáfa þín kom greini- lega í ljós. Þú varst alltaf svo hátt- vís og æðrulaus. Við munum ávallt vera stolt af því að hafa átt þig fyrir afa. Við trúum því að Bryndís amma okkar hafi tekið á móti þér opnum örmum og núna séuð þið saman á ný. Okkur langar til að láta fylgja eitt erindi úr ljóðinu Einræð- um Starkaðar vegna þess að okkur finnst það svo fallegt. Guð geymi þig elsku afi. Eitt bros – getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem brast við biturt andsvar, gefið án saka. Hve iðrar margt líf eitt augnakast, sem aldrei verður tekið til baka. (Einar Benediktsson.) Davíð Blöndal og Kristín Diljá. Ég frétti í dag andlát frænda míns Magnúsar Blöndals Jóhanns- sonar og tel við hæfi að ég minnist hans á prenti fyrir mína hönd og systkina minna, Péturs og Ingi- bjargar, en við erum ásamt honum börn hálfsystkinanna Páls og Þor- gerðar Magnúsarbarna Blöndals Jónssonar í Vallanesi. Magnús var framúrskarandi en jafnframt óvenjulegur listamaður. Hann hafði mjög ríka tilraunaáráttu sem fljótlega kom fram eftir tónlist- arnám hans í New York. Hann kynnti sér gjarnan af ástríðu það sem róttækast var í músíkheimin- um og gerði eigin tilraunir út frá þeim pælingum. Þannig urðu til tólftónaverk og elektrónisk sem þá voru sjaldheyrðar trakteringar í Reykjavík. Ég man eftir að heim- sækja hann að Lundi í Fossvogi og hlýtur að hafa verið á sjötta ára- tugnum. Þá spilaði hann fyrir mig á fóninn Unglingana í ofninum eftir Stockhausen og var gjörsamlega bergnuminn af þeim fögru tónum. Jafnframt lét hann mig heyra það sem hann var sjálfur að gera í elektrónik. Hann hafði alla þessa tækni í fingrunum og gáfuna til að skapa eigin sjálfstæð verk út frá þeim nýju hugsunum sem svífa í eternum á hverjum tíma og hann var hluti af. Annað var það sem gerði Magnús að óvenjulegum listamanni, nefni- lega að hann virtist geta klofið vit- und sína í tvennt og orðið eins og tveir listamenn. Annars vegar samdi hann róttæk framúrstefnu- verk en hins vegar og samtímis hugljúfa dægurtónlist sem smaug inn í hjarta þjóðarinnar. Ég furðaði mig stundum á þessum klofningi sem þó virtist honum algjörlega eðlilegur og sýndist ekki valda hon- um neinum hugarflækjum. Þetta var mitt vandamál en ekki hans ef það þá var vandamál. Ég legg þetta þannig út að hann hafi verið þessi hreina, saklausa sál, full af hæfi- leikum, sem heyrir og nýtur og skapar en er bara ekkert í því að greina sundur eða dæma. Er það ekki mikil gjöf? Þarna er genginn einn af okkar bestu mönnum en við getum sem betur fer haldið áfram að spila verkin hans. Magnús Pálsson. Um leið og Magnús Blöndal Jó- hannsson, píanóleikari og tónskáld, er kvaddur hinsta sinni fer hug- urinn ósjálfrátt af stað, minningar hrannast upp hjá samferðamönnum og sögunni er flett í huganum. Hann skildi eftir hjá okkur margar fallegar lífsmyndir í tónlist sinni og í kynnum af honum. Magnús átti, eins og margir aðrir listamenn, þrjú skeið í tónsköpun sinni; einföld lítil falleg lög á fyrstu árunum, allt fram undir 1960 – framsæknar tónsmíðar hans á 7. áratugnum eru þau verk sem oftast er minnst á, og að lokum nokkur verk frá níunda áratugnum sem endurspegla sum hver svo vel hið einlæga, hið ljúfa, hið fagra og hið saklausa í fari þessa heillandi listamanns sem ég var svo lánsam- ur að fá að kynnast náið; hinn fram- sækni nútími á sjöunda áratugnum rammaður inn með rómantískum perlum. Kynni okkar hófust rétt upp úr 1990 er ég vann að námsritgerðum mínum í tónlist. Ég var að sanka að mér heimildum um sögu tónlistar- lífsins og gerði það m.a. með því að ræða við tónskáldin um það tónlist- arumhverfi sem þau höfðu starfað í á undanförnum áratugum. Ég þekkti Magnús þá ekki neitt, hafði heyrt af honum sem fínum píanó- leikara og ekki síst höfundi lagsins sem hefur heillað okkur öll, Sveitin milli sanda úr samnefndri kvik- mynd. Ég spurði hann er ég var að kveðja hann, „Magnús! hvar eru handritin að tónverkum þínum?“ Svarið var stutt og laggott: „Það hef ég ekki hugmynd um“. Þarna var eitthvað sem taka þurfti á. Það má segja að hálfur tíundi áratug- urinn hafi farið í það hjá mér í frí- stundum að finna handritin og sitja síðan með höfundinum dögum sam- an við að raða þeim og fá hann til að segja mér inn á segulband ýmislegt um tilurð verkanna. Verkin hans Magnúsar eru nú varðveitt í Hand- ritadeild Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og sum til í hljóðritunum fyrir komandi kyn- slóðir að njóta. Það hefur verið eftirtektarvert, og um leið ánægjulegt, hve mikla athygli tónsmíðar Magnúsar hafa vakið á síðustu árum, ekki aðeins hér á landi heldur og einnig utan landsteinanna, þó svo hann hafi ekki verið talinn fálkaorðunnar virði þrátt fyrir ítrekaðar ábend- ingar né listrænna starfslauna sem nokkru nam. Verkin hans eru flutt á hinum ýmsu tónleikum og tónlist- arhátíðum, unga kynslóðin sækir hugmyndir í verk hans og hlustar á þau; verk eftir Magnús var valið til flutnings á Norrænum músíkdögum fyrir skömmu en hann var þar fulltrúi Íslands þar sem flutt voru verk frumherja í elektrónískri tón- sköpun frá öllum Norðurlöndunum og er þar með viðurkenndur sem slíkur á alþjóðlegum vettvangi. Okkar fremstu tónlistarmenn hafa upp á síðkastið lagt sig fram um að hljóðrita verkin hans og gefa út. Enn eru þó til nokkur óþekkt verk hans í handritum, gimsteinar sem vonandi eiga eftir að öðlast líf, bæði söng- og hljóðfæraverk. Þessi verk eru litlar perlur sem munu skína eins og minningin um þessa við- kvæmu, einlægu og brothættu sál, höfund sinn. Magnús Blöndal Jóhannsson var frumherji, og um leið í hópi fremstu skapandi listamanna okkar á síðari hluta tuttugustu aldarinnar. Hann átti sér margar hliðar; flugmaður, félagsmálamaður, ljósmyndari, sigl- ingamaður, píanóleikari og tón- skáld, auk þess að vera hömlulaus fagurkeri, lýríker og lífsins maður. Ég votta nánustu fjölskyldu og ættingjum Magnúsar Blöndals Jó- hannssonar mína innilegustu samúð á þessari stundu. Bjarki Sveinbjörnsson. Kveðja frá Tónskáldafélagi Íslands Á síðustu öld urðu miklar um- breytingar og framþróun í tónlist í heiminum. Framsækin tónskáld brutu upp hefðina og komu með ferska vinda og ný áhrif inn í tón- listarlífið, juku við fjölbreytni þess og sköpuðu grunn fyrir komandi kynslóðir að byggja á. Magnús Blöndal Jóhannsson var einn þess- ara framsæknu byltingartónskálda sem urðu fyrirmynd annarra hér á landi og breyttu viðhorfum almenn- ings til tónlistar á jákvæðan hátt. Hann átti þess kost að nema við einn þekktasta tónlistarskóla heims á þessum tíma, Juilliard-skólann í New York, og flutti með sér heim til Íslands það markverðasta sem var að gerast í heiminum í tónlist. Magnús var fjölhæft tónskáld og liggja eftir hann tæplega hundrað tónverk af öllum tegundum og gerð- um. Hann var fyrstur Íslendinga til að semja raftónlist og er verk hans Elektrónísk stúdía frá árinu 1959 fyrsta raftónsmíð okkar Íslendinga. Án áhrifa og tónsmíða Magnúsar myndu íslenskar tónbókmenntir líta öðruvísi út í dag. Á sínum tíma hafði hann mikil áhrif á tónlist sinna samtímamanna og enn í dag eru ungir tónlistarmenn að tileinka sér hans aðferðir og kynna sér tónlist hans. Við félagar hans í Tónskálda- félagi Íslands þökkum honum fyrir ómetanlegt framlag til íslenskrar tónlistar og þökkum samfylgdina í gegnum tíðina. Aðstandendum Magnúsar sendum við okkar inni- legustu samúðarkveðjur. F.h. Tónskáldafélags Íslands Kjartan Ólafsson, formaður. MAGNÚS BLÖNDAL JÓHANNSSON hann varð fyrir hjá þessari einstöku fjölskyldu, langa ævi. Líklega gerði ég mér ekki grein fyrir því fyrr en löngu seinna að slíkt var ekki sjálfsagður hlutur, heldur einstakt lán – því svo ljúflega var slíkt veitt af sérstakri ræktarsemi –ræktarsemi sem á sér ekkert kvöld né sólarlag, bara heiðan og bjartan dag. Slík og allt annað vil ég þakka að leiðarlokum með þessum fátæklegu orðum. Pétur Jónsson. Fáir hafa mótað skólastarf á Bif- röst meira en frú Guðlaug Einars- dóttir. Þau séra Guðmundur Sveins- son tóku við Samvinnuskólanum þegar hann var fluttur hingað í Norð- urárdalinn árið 1955 og byggðu upp staðinn af miklum myndarskap og dugnaði. Guðmundur var fræðimað- ur og hugsuður, en umfram allt skólamaður. Guðlaug var húsmóðir skólans og sá um að búa þeim ung- mennum heimili sem stunduðu nám við Samvinnuskólann. Forræði henn- ar þar var mikilvægt enda uppeld- isgildi þess heimilishalds ekki síðra en hin eiginlega kennsla. Það var okkur mikið gleðiefni þeg- ar Guðlaug heimsótti okkur árið 2002 og færði háskólanum að gjöf bóka- safn séra Guðmundar. Við það tæki- færi lét hún falla hlý orð í garð þess starfs sem nú er unnið á Bifröst og benti á að þróun háskólans væri eðli- legt framhald af frumkvöðlastarfi þeirra hjóna. Það starf er tvímæla- laust forsenda þess árangurs sem skólinn hefur náð æ síðan. Bifröst á því Guðlaugu Einarsdóttur mikið að þakka. Þáttur hennar í skólasögu Bifrastar er ómetanlegur. Með kveðju frá Viðskiptaháskólan- um á Bifröst. Runólfur Ágústsson, rektor. Það gat stundum gustað af henni Guðlaugu okkar og hún átti til að verða alveg bit á því sem okkur skjól- stæðingum hennar gat dottið í hug, meðan hún var húsmóðir Samvinnu- skólans að Bifröst. En ævinlega var stutt í hlýtt brosið og svo mikið er víst að eftirá trúði hún engu misjöfnu upp á þá sem í Bifröst höfðu dvalið undir handarjaðri hennar og manns hennar, sr. Guðmundar Sveinssonar skólastjóra þar. Það var örugglega að hennar ráði að ég var ráðinn kennari að Bifröst tíu árum eftir brautskráningu þaðan og var þar til heimilis um fimm ára skeið ásamt mínu fólki. Hluti af starfi mínu þar fólst í samstarfi við hús- móður skólans og sem fyrri daginn fór vel á með okkur Guðlaugu. Þá var stundum mikið hlegið því Guðlaug var jafnan glögg á spaugilegar hliðar hversdagsins og komst stundum sér- lega skemmtilega að orði. Víl og mærð voru henni ekki að skapi. Þannig fór að við fluttum samtímis frá Bifröst, fjölskylda mín og skóla- stjórahjónin. Samfundir strjáluðust. Þó hittumst við endrum og eins, í Reykjavík, Mosfellssveit og á sveita- setri Guðlaugar að Jafnaskarði í Stafholtstungum, þar sem hún undi löngum og löngum meðan því varð við komið. Síðari árin áttum við Guð- laug einna helst samfundi í síma. Þá var víða komið við og ýmisleg skraf- að, bæði í gamni og alvöru. Á þeim stundum gat tognað úr tímanum og gróði safnast hjá síman- um. Nú þegar Guðlaug er horfin til nýrra heima fylgir henni persónuleg þökk frá mér fyrir það sem við höfð- um saman að sælda, nærri hálfa öld samtals. Ég flyt henni líka kveðju frá fjölskyldu minni og ekki síður frá bekkjarfélögum okkar Álfheiðar í ár- gangi 1959 frá Bifröst. Aðstandendum hennar biðjum við blessunar. Sigurður Hreiðar. Umhverfi Hreðavatns í Borgar- firði er eitt af þessum íslensku æv- intýralöndum, sem fangar ekki síst þá, sem eru ungir, ótal minningar verða að varanlegri eign og það er auðvelt að framkalla í hugann Grá- brók og Glanna, Hraunsnefsöxl og Hrauná og Paradísarlaut og Baulu. Svo var það Hreðavatnsvalsinn og Hreðavatnsskáli. Í alla þessa róman- tík kom svo Samvinnuskólinn sunnan úr Reykjavík og settist að í þessu ein- staka umhverfi. Það rigndi að vísu allt sumarið 1955, en þau héldu sig við sólarsýnina, ungu skólastjóra- hjónin, Guðmundur Sveinsson og Guðlaug Einarsdóttir, sem fengu það ögrandi verkefni að endurskapa gamlan og gróinn skóla í faðmi Norð- urárdalsins. Og þvílíkt sköpunar- verk. Vaggan var hin einstaka lista- bygging Sigvalda Thordarsonar arkitekts, elsta byggingin í Bifröst. Þarna mótuðu þau ungt mannlíf í tæpa tvo áratugi og ýmsir kalla – Bif- rastarævintýrið. Skólastjórann kvöddum við fyrir tæpum átta árum – nú kveður hús- móðirin með Stórum Staf – þessi ótrúlega kona sem með engum fyr- irvara tók að sér nýtt og ómótað starf og varð að augum og eyrum Bifrast- ar. Hafi bóndi hennar verið sverðið, þá var hún skjöldurinn. Sumarið 1955 fóru þau Guðmund- ur og Guðlaug í víking og sóttu sér hugmyndir við mótun hins nýja skóla, einkum til Norðurlandanna. Heimsóknin til Finnlands var þeim notadrjúg. Annars vegar var það ,,skólaheimilið“ með húsmóðurina í öndvegi. Hins vegar félags- og tóm- stundastarfið undir leiðsögn sérstaks kennara. Þetta veganesti úr hinum finnska ranni kom sér vel við sköpunarstarfið í Bifröst að ógleymdu saunabaðinu að finnskri fyrirmynd. Hið nýstárlega húsmóðurstarf í Bifröst var ekki ætlað skólastjóra- frúnni. Hún hafði nóg á sinni könnu, en nokkrum dögum fyrir skólasetn- ingu barst skeyti frá þeirri sem ráða átti í starfið – hún treysti sér ekki í það. ,,Þú verður að taka þetta að þér,“ sagði skólastjórinn við konu sína og það varð úr. Í þann tíð var það nánast dagsverk að fara milli Reykjavíkur og Bifrast- ar. Nýju stjórnendurnir urðu um margt að haga sér eins og verið væri að stjórna stóru sveitaheimili. ,,Ég vildi að skólinn væri heimili – ekki stofnun,“ sagði Guðlaug eitt sinn í viðtali og ,,ég vildi hugsa stórt og ekki láta stjórnast af smáatriðum,“ bætti hún við. Mér koma í hug rösk- leiki, stór faðmur, glaðværð og góð- mennska, þegar ég minnist sam- skipta við Guðlaugu Einarsdóttur fyrr og síðar. Alltaf leið manni betur eftir hverja samverustund. Og metn- aður hennar fyrir hönd staðarins og allra heimamanna, nemenda og starfsfólks var nánast án takmarka. Eitt sinn hugðust hótelhaldarar á staðnum breyta til í setustofunni, settu gömlu stólana í geymslu og í staðinn komu kringlóttir stólar – lík- astir tunnu sem skorin hafði verið í tvennt. Um haustið þegar Samvinnu- skólinn var settur, voru gömlu stól- arnir hins vegar komnir á sinn stað og tunnustólarnir sendir aftur til Reykjavíkur. Gekk svo í nokkur sum- ur, uns Guðlaug hafði betur, trú upp- runa staðarins og arkitektúr hússins. Eins var með litasamsetningu í mat- sal. Þar hugðust athafnasamir mál- arar breyta til og gefa salnum nýtt útlit. Þá var Guðlaugu að mæta. Hér yrðu hinir upprunalegu litir á sínum stað. Nú telst upphafsbyggingin að Bifröst til klassískra verka í íslensk- um arkitektúr. Það var reisn yfir Guðlaugu Ein- arsdóttur, þegar hún – jafnaldri Samvinnuskólans, hélt upp á áttræð- isafmæli sitt í Bifröst og hélt ræðu sem sannaði fyrir okkur – gömlum nemendum og samstarfsfólki, að ræðusnilld væri enn ein hliðin á þess- ari stórbrotnu konu. Kannski voru það örlögin að húsmóðurstarfið í Bif- röst á sinni tíð beið eftir Guðlaugu og hún var starfið. Og alltaf kemur hún upp í hugann, þegar ekið er um hlað í jaðri Grábrókar. Blessuð sé minning góðrar og gjöfullar konu. Reynir Ingibjartsson.  Fleiri minningargreinar um Guðlaugu Einarsdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Kristín Arnalds, nemendur Samvinnuskól- ans í Bifröst útskrifaðir 1957, Hrafn Magnússon, Óli H. Þórðarson, Höskuldur Goði, Ágústa Þorkels- dóttir, Snorri Þorsteinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.