Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						ÓLAFUR Stígsson, knattspyrnu-
maður úr Fylki, leikur ekkert með
Árbæjarliðinu á komandi keppnis-
tímabili. Á dögunum kom í ljós að
hann er með slitið krossband í hné
og þarf að gangast undir aðgerð,
sem þýðir að hann getur ekki byrj-
að að æfa á ný fyrr en í haust.
Þetta er mikið áfall fyrir Fylkis-
menn því Ólafur, sem er 29 ára
miðjumaður, er einn af þeirra
reyndustu leikmönnum. Hann á að
baki 94 leiki í efstu deild með Fylki
og Val, lék með Molde í norsku úr-
valsdeildinni 2002 og 2003, og hef-
ur leikið níu A-landsleiki fyrir Ís-
lands hönd.
?Það bendir allt til þess að ég
hafi spilað síðasta sumar með slitið
krossband. Ég gat lítið æft, var
aðallega í sundi, mætti á eina æf-
ingu fyrir hvern leik og var síðan
oftast skipt af velli í seinni hálf-
leik,? sagði Ólafur við Morgun-
blaðið í gær en þrátt fyrir þessi
meiðsli spilaði hann 17 af 18 leikj-
um Árbæjarliðsins í úrvalsdeildinni
og skoraði 3 mörk.
?Það er mest svekkjandi að þetta
skyldi ekki koma fyrr í ljós, því þá
væri ég löngu búinn að fara í að-
gerð. Þetta þýðir að nú verða tvö
sumur nánast ónýt hjá mér. Ég fór í
aðgerð á liðþófa á milli leikja í
haust en skánaði ekkert að ráði og
fór því í allsherjarskoðun fyrir
skömmu og þá kom þetta í ljós. En
ég legg ekkert árar í bát og held
mínu striki í fótboltanum þegar ég
kemst aftur í gang,? sagði Ólafur.
Þar með eru tveir úr leikmanna-
hópi Fylkis frá keppni í ár. Haukur
Ingi Guðnason, sem missti alveg af
síðasta sumri vegna slitins kross-
bands, þurfti að fara í aðra aðgerð í
vetur vegna mistaka í þeirri fyrri
og verður ekki kominn í gang fyrr
en með haustinu.
L52159 JERMAINE O?Neal skoraði 55
stig fyrir Indiana Pacers í fyrrinótt
þegar lið hans sigraði Milwaukee
Bucks, 116:99, í NBA-deildinni í
körfuknattleik. Þetta er hæsta stiga-
skor einstaklings í deildinni í vetur
og það mesta sem O?Neal hefur
skorað í leik á ferlinum. Hann var að-
eins tveimur stigum frá félagsmet-
inu en Reggie Miller setti það árið
1992 þegar hann skoraði 57 stig fyrir
Indiana gegn Charlotte.
L52159 O?NEAL hefur heitið því að gefa
eitt þúsund dollara, eða 62 þúsund
krónur, fyrir hvert stig sem hann
skorar gegn San Antonio þegar liðin
mætast í nótt til bágstaddra við Ind-
landshaf. Ef hann leikur sama leik
og gegn Milwaukee verða það 3,4
milljónir króna.
L52159 ENSKA knattspyrnuliðið Man-
chester United varð fyrir miklu
áfalli í fyrrakvöld þegar Ryan Giggs
haltraði af velli, tognaður í læri. Í
gær kom í ljós að hann spilar ekki
með liðinu næstu vikurnar vegna
þessara meiðsla. Giggs hefur farið
mikinn í undanförnum leikjum Unit-
ed og skoraði þrjú af fimm mörkum
liðsins um hátíðirnar.
L52159 GÓÐ frammistaða Giggs að und-
anförnu hefur vegið upp á móti þeim
áföllum sem lið United hefur orðið
fyrir. Ruud van Nistelrooy og Louis
Saha hafa verið fjarverandi vegna
meiðsla og Wayne Rooney er í miðju
þriggja leikja banni. 
L52159 EL-HADJI Diouf, leikmaður Bolt-
on, var ásakaður um að hafa hrækt á
áhorfendur og það alls ekki í fyrsta
sinn á ferlinum. Nú var hann sak-
aður um að hafa hrækt á stuðnings-
menn Birmingham þegar hann fagn-
aði marki sínu gegn Birmingham í
fyrravöld. Í gær sögðu forráðamenn
Birmingham að þeir hefðu engar
kvartanir fengið frá stuðningsmönn-
um sínum og ekkert benti til að
kappinn hefði gerst sekur um að
hrækja á áhorfendur og því engin
ástæða til að aðhafast eitthvað í mál-
inu.
L52159 KEVIN Keegan, knattspyrnu-
stjóri Mancheser City, segir að
ástæða þess að Nicolas Anelka lék
ekki með gegn Arsenal, hafi verið að
hann eigi í meiðslum í baki. Orðróm-
ur var uppi um að ástæðan væri sú
að Keegan og Anelka væru ekki á
eitt sáttir og Frakkinn vildi róa á
önnur mið og væri á leið til Liver-
pool. Keegan segir ekkert vera hæft
í þessum orðrómi.
L52159 STEPHANE Henchoz, varnar-
maður Liverpool, hefur lítinn áhuga
á að leika fyrir Rangers, en skoska
félagið hefur þeim mun meiri áhuga
á honum. Vegna þessa er talið í óvíst
að Svisslendingurinn flytji sig um
set til Skotlands. Henchoz er laus
undan samningi hjá Liverpool í vor
og getur þar með samið við annað fé-
lag. Hugur Henchoz stendur til þess
að leika áfram í Englandi og talið er
hann sé ofarlega á lista hjá South-
ampton.
FÓLK
Þ
rjú lið eru efst með 16 stig eftir
ellefu leiki, Keflavík, Njarðvík
og Snæfell. Þar á eftir koma nýlið-
arnir í Fjölni og Skallagrími með 14
stig, þá ÍR og Grindavík með 12 og
Hamar/Snæfell er með tíu stig í átt-
unda sæti. Átta efstu liðin fara í úr-
slitakeppnina og má búast við harðri
keppni um síðustu sætin þar því
Haukar og KR eru með átta stig og
Tindastóll sex en KFÍ rekur lestina.
Manciel með á ný
Haukar fá Fjölni í heimsókn í
kvöld en leikur liðanna í fyrstu um-
ferðinni í byrjun október varð sögu-
legur en lauk með eins stigs sigri
Fjölnis eftir kæru og áfrýjun.
Fjölnismenn eru með óbreytt lið
frá því er liðið hóf leik í haust ? þrír
erlendir leikmenn eru í herbúðum
liðsins en nýliðarnir hafa komið
verulega á óvart í vetur eru í 4. sæti.
Haukar mæta með Mike Manciel í
sínum röðum en hann lék með liðinu í
fyrra og var einn af bestu bandarísku
leikmönnum deildarinnar, með rúm
23 stig að meðaltali og 13 fráköst að
meðaltali í leik. Haukar létu Damon
Flint fara frá liðinu en hann lék tvo
deildarleiki með Haukum sem eru í
9. sæti deildarinnar með 8 stig.
Breytingar hjá Tindastóli
Keflvíkingar taka á móti Tinda-
stóli og ættu að vera nokkuð öruggir
um sigur enda höfðu þeir betur fyrir
norðan, 110:76. Keflvíkingar hafa
staðið í ströngu í Evrópukeppninni í
vetur og hefur það komið nokkuð
niður á liðinu í Intersportdeildinni. 
Nick Bradford er kominn á ný í
Keflavíkurliðið og lék 6 deildarleiki
fyrir áramót eftir stutta veru hjá
ensku liði en Bradford var einn af
lykilmönnum liðsins í fyrra er Kefla-
vík vann alla titla sem í boði voru.
Tindastólsliðið hefur misst nokkr-
ar skrautfjaðrir frá því í síðustu um-
ferð en Bandaríkjamaðurinn Ron
Robinson er farinn frá liðinu og að
auki er framherjinn Nikola Cvjetko-
vic ekki lengur með Tindastóli.
Bethuel Fletcher er því eini erlendi
leikmaður liðsins en Svavar Birgis-
son, miðherji liðsins, er stigahæsti ís-
lenski leikmaður deildarinnar með
25 stig að meðaltali í leik. 
KFÍ ekki unnið leik
Njarðvíkingar heimsækja Ísafjörð
og ætla sér bæði stigin í þeirri bar-
áttu eins og þeir gerðu í fyrri leikn-
um þegar þeir unnu 106:85.
Njarðvíkingar gáfu aðeins eftir á
lokasprettinum fyrir áramót ? liðið
var lengi vel í efsta sæti en hefur tap-
að þremur af síðustu fimm leikjum
sínum. Engar breytingar voru gerð-
ar á leikmannahópi liðsins yfir jólin.
Ísfirðingar hafa í sínum röðum
stigahæsta leikmann deildarinnar en
Bandaríkjamaðurinn Joshua Helm
hefur skorað 35,8 stig að meðaltali í
leik og tekið 13,8 fráköst í leik. Varn-
arleikur KFÍ er sá slakasti í deildinni
en liðið fær að meðaltali 106 stig á sig
í leik og tapar leikjum sínum með 21
stigs mun að meðaltali. KFÍ hefur
ekki gert neinar breytingar á sínu
liði frá því deildarkeppnin hófst. 
Anderson farinn
Búast má við spennandi leik þegar
ÍR-ingar taka á móti Skallagrími en
Borgnesingar höfðu betur í fyrri leik
liðanna, 103:100 eftir framlengdan
leik. Skallagrímur er í hlutverki ný-
liðans í úrvalsdeildinni en liðið hefur
bitið frá sér og þá sérstaklega á
heimavelli. Bandaríkjamaðurinn
Nick Anderson leikur ekki fleiri leiki
með Skallagrími en hann var með í 8
leikjum og verða Borgnesingar án
miðherja í leiknum gegn ÍR en ekki
hefur verið ráðinn nýr leikmaður í
stað Andersons. 
Eldskírn hjá Harper
KR-ingar taka á móti Hamri/Sel-
fossi, sem var á góðri siglingu fyrir
áramótin. KR sótti hins vegar tvö
stig til Selfoss þegar liðin mættust
þar í upphafi móts, 90:77. Hamar/
Selfoss vann hins vegar fimm leiki í
röð eftir að hafa tapað fyrstu fimm
leikjum sínum í deildinni.Engar
breytingar hafa verið gerðar á liði
Hamars/Selfoss yfir jólin en KR-ing-
ar hafa hins vegar gert breytingar.
Aaron Harper mun leika sinn fyrsta
leik með KR en hann leysir landa
sinn Damon Garris af hólmi. 
Gjörbreytt lið Snæfells
Grindvíkingar fara í Hólminn og
leika þar gegn deildar- og Hópbíla-
bikarmeistaraliði Snæfells og ætla
sér örugglega að ná í stig þar eins og
þeir gerðu í fyrri leiknum, en þá vann
Grindavík með tíu stiga mun, 90:80.
Snæfell hefur gengið í gegnum
miklar breytingar frá því að liðið lék
síðast í deildinni en báðir bandarísku
leikmenn liðsins eru nú farnir, Pierre
Green og Desmond Peoples. Í þeirra
stað hefur Snæfell fengið bandarísku
leikmennina Mike Ames og Calvin
Clemmons. Þeir leika í fyrsta sinn
með liðinu gegn Grindavík.
Gestirnir úr Grindavík hafa fengið
bandarískan leikstjórnanda í lið sitt
en sá heitir Taron Barker og er 24
ára en miðherjinn Terrel Taylor
verður áfram í herbúðum liðsins.
Ný nöfn og gamlir kunningjar mæta til leiks er Íslandsmótið hefst að nýju eftir jólafrí
Hnífjöfn barátta
KÖRFUKNATTLEIKSMENN fara á fullt á nýjan leik í kvöld þegar síð-
ari hlutinn í úrvalsdeild karla, Intersportdeildinni, hefst. Fyrri helm-
ingurinn var jafn og spennandi og engin ástæða til að ætla annað
en sá síðari verði það einnig, en nokkur lið eru talsvert breytt frá því
fyrri hluta Íslandsmótsins lauk 16. desember enda margir erlendir
leikmenn að leika sína fyrstu leiki með sínum liðum. 
Morgunblaðið/Sverrir
Hart barist um frákast í leik Fjölnis og Snæfells fyrr í vetur. 
            Ólafur ekkert með Fylki

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4