Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 17.09.1951, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 17.09.1951, Blaðsíða 3
Mánudagur 17. sept. 1951 MÁNUDAGSBLAÐIÐ 3. HOLLYWOOD Á ÍSLANDI Loftur tekur eýja kvikmynd í Hækingsda! Þeir eru nú ekki allfáir ís- lenzku ljósmyndararnir, sem lagt hafa stund á, hin síðari ár, að kvikmynda. Frétta- myndir eru algengasta við- fangsefnið, en auk þess hafa kvikmyndahúsin hér sýnt myndir eftir þá frá héraðs- mótum, hestamótum, hátíða- höldum o. s. frv. Tveir þekkt- ustu ljósmyndarar vorir hafa þó lagt inn á æfintýrabraut- ina, að kvikmynda sögur í heilu lagi. Það eru þeir Loft- ur Guðmundsson og Óskar Gíslason. Myndir þeirra voru „Milli f jalls og f jöru“ og ,,Síð- asti bærinn dalnum“. Blaða- gagnrýnendur og aðrir hafa látið í ljós skoðun sínum á verkum þessum og hefur álit þeirra verið mismunandi bæði hrós og last. Kvikmyndagerð er mjög ung list -hér á landi og vafa- samt að gagnrýna hana á sama grundvelli og t. d. banda rískar kvikmyndir. Munurinn liggur, eins og menn vita, í því, að bæði eru ekki til hér menn, sem lærðir eru í öllum listum kvikmyndunar og svo vantar bæði aðbúnað, tæki, vélar og yfirleitt allt það, sem erlendis er notað til þess að fága eina mynd áður en hún er lögð fyrir dómstól almenn- ings og blaða. Þá ber og að geta þess að allir þeir sem við kvikmyndun fást hér, hafa orðið að berjast við hinn al- kunna óvin — fátæktina. I sumar birtum við þá frétt hér í blaðinu að Loftur Guð- mundsson hefði í hyggja að gera nýja kvikmynd sem nafni hans við Alþýðublaðið hefur lagfært í handriti. — Kvikmynd þessi hafði verið á döfinni um skeið en fátt frétzt um framkvæmdir. Kunnugt varð aðeins að mynd in f jallaði um sveitalíf — nið- ursetning og samvizkubit fólksins út af dauða hans. Blaðið hafði frétt eftir góðum heimildum í sumar að hafizt væri handa um verkið inn í svonefndum Hækingsdal, sem er hálftíma ákstur frá vega- mótunum við Laxá í Kjós. Svo var það einn dag í júlí, sól í Reykjavík að vanda og hiti í lofti, að kunningi und- irritaðs bauð honum í bíltúr og skyldi undirritaður ráða ferðinni. Fyrst var ferðinni heitið á Þingvöll, en skyndi- lega skaut þeirri hugsun upp að bezt væri að heimsækja Loft og Co., sem vitað var að ,,lá úti“ við bæinn í Hækings- dal og vann að kvikmyndun. Þegar í Hækingsdal kom stóð þar á hlaði maður stór vexti með barta, klæddur að sið heldri bænda á 17 eða 18. öld, en í bæjardyrunum var ung stúlka á peysufötum, ljós hærð og lagleg í fallegum bryddum skinnskóm, og gældi við lítinn vinalegan rakka. ,,Og hvert þó í logandi“ sagði kuningi minn og gaut hornauga til ferðapelans, sem legið hafði nær ósnertur milli okkar. Við nánari athugun kom þó í ljós að hér var ekki um aðra að ræða en Val Gíslason, leik- ara, i hreppstjóraklæðum sín um, en stúlkan reyndist vera Bryndís Pétursdóttir, leik- kona, í klæðum Viststúlkunn- ar að Glóru. ,,Er hann Loftur hérna nokkursstaðar?" spurði ég Val, eftir að hafa sannfært kunningja minn að auga hans sæi rétt og óþarfi væri að fyll- ast ofboði, þó skringilegt bæri fyrir augu þar sem leikarar væru annarsvegar. „Hann er úti við rétt, hérna vestur af túninu“ sagði Valur. „Þeir eru að rýja.“ Við ókum nú vestur eftir tröðunum eins og bíllinn komst en fórum á fæti það sem eftir var leiðarinnar. Við réttina var ys og þyr. I kring- um réttina voru týgjaðir hest ar á beit, menn drógu kindur til en utan við rétt gat að líta mann skeggjaðann með hettu á höfði. Búningur hans var forn, svarðreipi um hann miðjan en úr kjaftvikunum spíttist í sífellu kolmórauð tóbaksgusan. Svo sem tveim metrum fyrir neðan hann var kvikmyndavél gljáandi í sól- skininu en að baki hennar blakti silfurlitað hárið á Lofti ljósmyndara í golunni. „Komdu sæll og blessaður Loftur“, sagði ég og bár upp hinu alkunna alúðlega brosi mínu. Loftur svaraði eltki í fyrstu en bandaði hendinni aðeins í áttina til mín, sennilega í kveðjuskyni. Illa klæddi mað- urinn við réttina var nú kom- inn með kind í fangið og rúði í ákafa. Hann leit ekki upp, en hjalaði drjúgt við sjálfan sig. „Þetta er nóg“, sagði Loft- ur allt í einu, „við förum heim og reynum að taka atriðið þar.“ „Ert þú nú kominn?“ sagði Loftur um leið og hann rétti mér hendina. „Já, og hef verið hér í hálf- tíma — án þess að nokkur hafi haft fyrir því að heilsa mér“, sagði ég, „en mig lang- ar til þess að fá fréttir af starfi ykkar hér.“ „Blessaður góði ekkert að frétta — að minnsta kosti ennþá“, sagði Loftur, „við er- um að reyna þetta og algjör óþarfi að geta um það fyrr, en við sjáum árangurinn". Við lögðum leið okkar heim að bænum og slóst hinn illa klæddi maður í för með okk- ur. I gegnum, hárflyksurnar, skegghýjunginn og andlits- farðan mátti nú vel kenna Brynjólf Jóhannesson, hinn alkunna snyrtimann, sem við daglega sjáum við starf sitt í Útvegsbankanum. „Laglegt er að sjá á þér út- ganginn núna,“ varð mér að orði þegar við höfum heilsast. „Já, niðursetningar skarta ekki í klæðaburði“, sagði Brynjólfur og nú kom í ljós að Brynjólfur leikur hlutverk það sem myndin er kennd við. Heima á Hækingsdal er margt um manninn. Milli 12 og fimmtán leikarar hafa „legið þar við“ í hálfan mán- uð auk kvikmyndara og ann- ars liðs, sem Loftur hefur safnað að sér við myndina. Á túninu eru nýbyggðar baðstofur þar sem hluti mynd arinnar á að takast en til bráðabirgða er það heimili Brynjólfs; Jóns Leós, Vals Gíslasonar og ef til vill fleiri. I Hækingsdal er gamall bær en annar nýr nær fullgerður þar matast leikarar og nokkr- ar leikkonur sofa í skála þar. Bóndinn hyggst flytja í nýja bæinn með haustinu. Loftur skýrði nú ýmislegt fyrir mér um vinnu sína. Að- stæður hafa verið sæmilegar í sumar en til þess að hægt sé að kvikmynda þá verður að vera logn og næg birta. Vind- urinn þýtur í hljóðnemanum og skemmir talið, en þegar dimmt er verður að notast við ljós og ýmislegt annað getur hamlað. Næsta atriði sem filma á er ,,innisena“. IJt af fjósinu er klefi sem ákveðinn hefur ver- ið til myndatöku. Kýr eru engar í f jósinu en tuddi stend- ur í ysta bás, þybbingslegur og illur. Honum finnst víst líf- ið heldur grátt því í stað bless aðra kúnna er kominn heill hópur af leikendum og mönn- um með allskonar tæki til kvikmyndunar. Þetta er hörmulegt hlutskipti fyrir tudda og ekki að furða þó hann sé ekki í sólskinsskapi. Niðursetningurinn er nú setztur við gamla kvörn í af- húsinu og tekinn að raula vísustúf. Vélin er nú stillt og „hljóðnemastjórinn hefur stillt tæki sín og sett heym- artækin á eyru sér svo hann geti fylgzt með talinu. Hrepp- stjórinn og bóndinn eiga að koma út úr baðstofu og taka niðursetninginn með sér í ferðalag. Eru allir tilbúnir?“ segir Loftur. Því er svarað játandi og nú hefst ,,takan“. Bxynj- ólfur tekur til að raula og mala í sífellu en innan úr bæj- argöngum heyrast hlátrar í Val og Jóni Leós. Meiningin er að þeir þrífi í Brynjólf, segi nokkur vel val- in oi’ð og bei’i hann síðan út á hestbak. En um leið og Jón byrjar setningu sína kveður við óg- ui’legt öskur. „Hljóðnemastjói’inn“ kippir af sér heyrnartólunum, leik- ararnir líta undi’andi í krog- um sig og Loftur stöðvar vél- ina. Reiði hins einmana nauts hefur nú náð hámarki sínu og öll reiði hans .brýst út í þessu. ofboðslega öskri. Geðprýðin, hans Lofts er sannaxlega þekkt hér í bæ. En á þessari stundu sá ég Loft skipta skapi þó yfirborðið bi’eyttist ekki.. Aúgnaráðið sem hann sendi Framhald á 4. síðu. Klukkur HÝkomið mikið úrval af klukkum Skápklukkur Eldhúsklukkur Vekjaraklukkur Gauksklukkur Sendum gegn póstkröfu um land allf LAUGAVEGI 39 SÍMI: 3462. Trésmiðjðn í Silfurtúni fekur að sér ailsherjar innréffingar í sfórum eoa smáum ibúðar- k húsumr sölubúðum og samkomuhúsum. i Trésmiðjan hefur fyrirliggjandi byrgðir af fullgerðum innanhús- \ hurðum. Sanngjarnt verð. Fljóf afgreiðsla. Vönduð vinna Þeir sem hafa Eeyfi fil að byggja, æffu að leifa verðfilboða hjá :■ Trésmiðjunni í Silfurtúni | Sími 9803 i; IWÍJVk-AfUWWWVWUVVWWWJWyVWWWVUnJVVVVWAAÍWWVUVVWtfvWWWVVUWWWVtfW*

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.