Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 01.10.1951, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 01.10.1951, Blaðsíða 8
Bifreiðastjórar kvarta að venju yfir vegunum 5 Reykjavík og þá með sérstöku tilliti til ofaníburðar- efnisins, sem notað er. Efni þetta þykir fremur lítils virði, endingarlítið og óhentugt. Við skulum vona, að Vegamálastjóri reyni að fá umboð fyrir annað betra efni til ofaníburðar en það, sem hann hefur nú. ★ 1 1. tbl. tímaritsins VIRKIÐ 1 NORÐRI (sjá rit- dóm inni í blaðinu) er sögð ‘eftirfarandi saga: Þegar Hallgrimur Jónsson, skólastjóri, var í barnaverndunarnefnd, var hann einhverju sinni stadd- ur í húsi, þar sem rætt var um þann háska, sem ungum stúlkum stafaði af samneyti við hermennina. Beindi þá einhver því að Hallgrími, að barnaverndunarnefnd bæri skylda til að hefta það, að stúlkubörn innan sextán ára sæktu dansleiki, þar sem dátarnir hefðu aðgang, þetta væri upphaf siðspillingar telpnanna. ,,Ef ekki vill betur til, verðið þið að láta lögregl- una taka telpurnar og flytja þær heim.“ ,,Já,“ sagði Hallgrímur, „oss hefur til eyrna borizt hið varhugaverða ástand, cn eftir að vér höfum hug- leitt málið, teljum vér slíka xirlausn vart heppilega, því að það eru nú líka karlmenn í 10gregíunrii.“ ★ I Danmörku er nú ný dægradvöl á ferðinni, sem á miklum vinsældum að fagna. Nefnist áhaldið Tippe Top og er hálfkúla með mjóum stand úr flata endanum. Kúlu þessari er snúið, og eftir að snúningurinn nær vissum hraða, þá snýr hálfkúlan sér við og snýst á standinum. Apparati þessu eru gerð góð skil í Billed-Bladet og þykir merkilegt af því, að hreyfing þess hlýðir ekki neinum þekktum eðlisfræðilegum lögmálum. I blað- inu er birt mynd af Niels Bohr, þar sem hann skoðar Tippe Top sýnilega undrandi. Uppfirmingarmaðurinn er afrískur villimaður, en patenteigandinn Dani, sem grætt hefur tugþúsundir á því. ★ Ákveðið er nú, hverjir leika aðalhlutverkið móti Einari Pálssyni í „Doroþea eignast barn,“ sem L.R. sýnir í haust. Tvær stúlkur, Minna Thorberg úr Vest- mannaeyjum, sem leikið hefur í Hafnarfirði, og Berg- ljót Garðarsdóttir, sem verið hefur við nám í Banda- ríkjunum, leika aðalhlútverkin....Þjóðleikhúsið hef- ur fengið sýningarréttinn á nýju leikriti eftir Harald Á Sigurðsson, sem heitir „Þrjú h'til negrabörn". Þetta er sjn'enghlægilegur gamanleikur .... L. R. er nú að byrja að endursýna „Segðu steininum“, en kunnugir búast við, að það kolfalli. Von er þó til þess, að „Elsku Rut“ gangi enn um stund .... Birgir Halldórsson bóndi, slasaðist nýlega, en Bjarni Bjarnason, læknir, tekui’ við hlutverki hans í Imyndunarveikinni, sem Þjóðleikhúsið er að endurvekja.......Æfingar Bláu stjörnunnar eru í fullum gangi. Auk Alfreðs og Har- aldar Á., verða Brynjólfur Jóhannesson, Árni Jónsson,, söngvari, tvær dansmeyjar bæjarins, þrír guitarleik- arar og enn eru þeir að reyna nýja skemmtikrafta. ★ Blaðið hitti Sigurð Magnússon, fulltrúa hjá Loft-' leiðum hér á dögunum, og spurðist fyrir hvemig gengi. með samninga milli flugfélaganna. „Ekkert veit ég um það,“ segir Sigurður, „því aö hið eina. sameiginlega með því og eilífðinni er það, aö Guðrun Á, HánudagsblaSið söngskemmtun Næstkomandi miðvikudags- kvöld idukkan 7 heldur hin vinsæla sópran-söngkona Guðrún Á. Símonar söng- skemmtun í Gamla Bíó. Ungfrú Guðrún hefur þeg- ar haldið allmargar söng- skemmtanir bæði hér heima og erlendis og hlotið jafnan á- gæta dóma sem mikil hæfi- leikakona í listgrein sinni. Er þar skemmst að minnast hljómleika þeirra, er hún hélt hér í fyrra og hlutu góða dóma og aðsókn. Að þessu sinni er söngskrá Guðrúnar mjög erfið, að kunnáttumenu telja, og ekki fær öðrum en snillingum í sönglist. Skiptist hún í aríur, Ijóðalög og íslenzk sönglög. Á efnisskránni eru m. a. verk eftir Richard Strauss, Sibeli- us, Wolf-Ferrari og Brahms. En íslenzkir höfundar eru Björgvin Guðmundsson, Jón- as Tómasson og Jón Þórarins- son. Þá eru einnig verk eftir Alberto Favara og Enrique Granados. Fæst af þessum verkum hafa verið sungin hér áður á söngskemmtunum, enda mörg þeirra afar erfið til flutnings og ekki fær nema færustu söngvurum. Telja rná víst, að Reykvík- ingar sýni enn áhuga sinn á góðri söngiist og fjölmenni í Gamla Bíó næstkomandi mið- vikudagskvöld. Nýtt rit Blaðinu hefur borizt tíma- ritið Islande — Franca, sem g'éfið er út að tilhlutun L’Álliance Francaise hér í Reykjavík. Kvibmynd Ósbars Gíslasonar: ,Reykjavíkuræfintýri Rakkabræðra' frumsýnd um miðjan október , Óskar Gíslason, ljósmyndari, hefur nú lokið við hina nýju kvikmynd sína „Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra“. Loftur Guðmundsson hefur samið þessa sögu um Bakkabræð- ur, en Þorleifur Þorleifsson undirbjó handritið fyrir kvik- mynd. Ævar Kvaran annaðist leikstjórn. Mynd þessi gerist að mestu hér í Reykjavík, og koma þeir bræður víða við í höfuðstaðnum. Leikendur eru sex. Bræð- urna leika þeir Valdimar Guðmundsson, lögregluþjónn, Jón Gíslason og Skarpliéðinn Össurarson. En stúlkurnar þrjár leika þær María Þorvaldsdóttir, Jóna Sigurjónsdóttir og Klara J. Óskarsdóttir, dóttir kvikmyndarans. Mynd þessi tekur um klukkutíma, en með henni verður sýnt ævintýri, sem kallast Töfraflautan, og hefur Jónas Jóuasson, Þorbergssonar, útvarpsstjóra, stjórnað leiknum í því. Eflaust verður margt um manninn, þegar mynd Óskars vcrður sýnd, en ráð er gert fyrir því, að sýningar hefjist um miðjan októbei-. Þróltur vann haustmót 4. fiokks 1951 4. flokkur Þróttar: Freinri röð (talið frá vinstri): Halldór Halldórsson, Haraldur Baldvins’son, Guöjón Oddssou, Ægir Bcnediktsson og Hclgi Árnason. Aftari röð. Gunnar Eyland, þjálfari, Jón Pétursson, B?rgir Björgvinsson, Páll Pétursson, Eðvarð Geirsson, Kristján Guðmundsson, Einar Erlendsson Halldór Sigurðsson, fórmaður Þróttar. I blaðinu er f jöldi fræðandi greina um land og þjóð eftir kunna höfunda, m. a. Þóru Friðriksson, Bjöm L. Jóns- son, R. Ricou, minningar- grein um Pál heitinn Sveins- son, yfirkennara við Mennta- skólann, fréttaþáttur og margt fleira. Ritið er prýtt fjölda mynda. enginn veit örugglega hvað bíður manns, en spádómar mai'gir og teikn eru uppi.“ „Hvað myndi nýja félagið þá heita?" spyrjum vér. „Ekki hafa mér verið faldar neinar nafngiftir,“ svarar Sigurður-, „en ef ég ætti að skýra það, þá myndi ég taka einföldustu lausnina, en hún er aö kalla það „Loftleiðir —- Flugfélag íslands“. „Gptt nafn“ segjum vér, ,,sound a:s Wall Str,eet“. Þá barst blaðinu einnig. bókin Dóttir Rómar, sem er mjög umtöluð skáldsaga um lífið í Itómaborg. Að þessu sirini verður bókarinnar ekki frekar getið hér í blaðinu; en ritdómari blaðsins mun bráð- lega birta umsögn um hana.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.