Morgunblaðið - 10.01.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.01.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 8. TBL. 93. ÁRG. MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Gleði ríkir í Grundarfirði Nýi fjölbrautaskólinn er á við stóriðju | Miðopna Fasteignir | Útsýnið yfir Elliðavatn hefur aðdráttarafl  Sjö hæða fjölbýlishús rís við höfnina í Keflavík Íþróttir | Sannfærandi hjá Stjörn- unni  Eiður Smári var fyrirliði  Þeir gömlu mörðu sigur á Akureyri FJÓRTÁN fórust þegar mikið óveð- ur gekk yfir norðurhluta Evrópu á laugardag, þar af fórust sjö í Sví- þjóð. Veðurfræðingar sögðu veðrið það versta sem gengið hefði yfir svæðið í mörg ár og í Svíþjóð fór vindur sums staðar upp í 42 m/s á Skáni, Hallandi og í Smálöndum. Að minnsta kosti fjögur hundruð þúsund heimili í Svíþjóð voru um tíma án rafmagns. Fólki stafaði mest hætta af trjám sem rifnuðu upp með rótum og í Svíþjóð dóu fjórir þegar tré lentu á bílum þeirra. Á myndinni má sjá hvar tré hefur lent ofan á bifreið nálægt Sturup-flugvelli í Malmö með þeim afleiðingum að einn maður dó. Í Danmörku dóu fjórir í óveðrinu sem var verst á Norður- og Vestur- Jótlandi. Um sextíu þúsund dönsk heimili voru án rafmagns um tíma. Þrír létust einnig í borginni Car- lisle í Bretlandi en vatnavextir af völdum mikillar rigningar ollu því að flæddi inn í mörg hús. SCANPIX Fjórtán fórust í óveðri  Tré rifnuðu/6 ÁÆTLAÐ er að lífeyrisskuld- bindingar ríkissjóðs aukist um tíu milljarða króna vegna ný- gerðs kjarasamnings grunn- skólakennara og sveitarfélaga. „Útreikning- arnir liggja ekki endanlega fyrir en ljóst er að þetta eru háar upphæðir, hugs- anlega um það bil tíu milljarðar króna,“ sagði Geir H. Haarde fjármálaráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær. Eru þetta skuldbindingar ríkisins á grundvelli reglna sem settar voru er grunnskólinn fór yfir til sveitarfélaganna. „Þó að það líti þannig út núna að þetta sé upphæðin þá er eftir að fara betur í saum- ana á því með tilliti til þess með hvaða hætti þetta fellur á það árabil sem um er að ræða í þessum samningi,“ segir Geir. „Það er ljóst að töluverður hluti af þessu mun verða bók- færður á árið 2004, vegna þess að þá var samningurinn gerð- ur, og mun auðvitað breyta niðurstöðu varðandi rekstrar- afkomu ríkissjóðs til hins verra.“ Geir segir ekki hægt að meta að svo stöddu hver áhrif annarra kjarasamninga verði á lífeyris- skuldbindingar rík- issjóðs. Aðspurður hvort ríkið hafi verið haft með í ráðum við gerð kjarasamn- inganna segir Geir að svo hafi ekki verið en samningarnir hafi verið gerðir með tilliti til þessa atriðis. Hann segir að sl. haust hafi verið gerð fyrirspurn í þinginu um horfur á aukningu lífeyr- isskuldbindinga ríkisins vegna kjarasamninga kennara og sveitarfélaga. „Þar kom nú fram hver gæti verið stærðar- gráðan í þessu svo út af fyrir sig er þetta kannski ekki óvænt,“ segir Geir. Útgjöld ríkissjóðs vegna kjara- samninga grunnskólakennara Tíu milljarðar í lífeyrisskuld- bindingar Geir H. Haarde MAHMOUD Abbas, forseti Frelsissamtaka Palestínu (PLO), sigraði örugglega í forsetakosningunum sem fram fóru í Palestínu í gær. Útgönguspár sem birtar voru eftir að kjörstöðum var lokað kl. 19 í gærkvöldi að íslensk- um tíma sýndu að Abbas fékk meira en tvo þriðju hluta at- kvæða en næstur kom lækn- irinn og mannréttindafrömuð- urinn Mustafa Barghouti. Útgönguspá virtrar palest- ínskrar rannsóknastofnunar sem byggðist á samtölum við 10.000 kjósendur sýndi að Abbas fékk 66% en Barghouti aðeins 19,7%. Önnur út- gönguspá, sem An Najah-há- skólinn í Nablus gerði, sýndi Abbas með 69,5% en Barg- houti með 24,5%. Gangi þessar tölur eftir – en endanleg úrslit verða kunn í dag – er ljóst að Abbas hefur fengið ótvírætt umboð frá pal- estínsku þjóðinni til að hrinda í framkvæmd áætlunum sín- um um nýjar friðarviðræður við stjórnvöld í Ísrael, draga úr öfgaverkum róttækari samtaka Palestínumanna og stefna að umbótum á palest- ínsku heimastjórninni en spilling hefur verið þar land- læg. Abbas ávarpaði stuðnings- menn sína í Ramallah í gær- kvöldi og lýsti þá yfir sigri sín- um. Hann þakkaði löndum sínum stuðninginn og hét því að vinna að því að binda enda á þjáningar þjóðarinnar. Kjörið fór vel fram Loka átti kjörstöðum kl. 17 að ísl. tíma en ákveðið var að framlengja kosningarnar um tvær klukkustundir eftir að yfirkjörstjórn staðhæfði að aðgerðir Ísraelshers víða á hernumdu svæðunum hefðu orðið til þess að kjósendur komust ekki á kjörstað. Alþjóðlegir eftirlitsmenn sögðu engu að síður að kosn- ingarnar hefðu gengið vel, engin meiriháttar vandkvæði hefðu verið á framkvæmd þeirra. Barghouti bar þó fram kvörtun snemma í gær, sagði óreiðu víða einkenna kjörið. Róttæk samtök Palestínu- manna, Íslamskt Jíhad og Ha- mas, hvöttu fólk til að hunsa kosningarnar. Þau hétu því þó í gær að virða úrslit þeirra. Öruggur sigur hjá Mahmoud Abbas Álitinn hafa fengið umboð til að hefja viðræður við Ísraela á ný Reuters Stuðningsmenn Mahmouds Abbas fagna úrslitunum í gær.  Kosningarnar/14 Ramallah, Jerúsalem. AFP, AP. EMBÆTTISMENN í Ísrael fögnuðu úrslitum kosning- anna og sögðust vonast til þess að kjör hins hófsama Abbas, sem nú tekur við leiðtogahlutverki Yassers Arafats, myndi stuðla að friði í Mið-Austurlöndum. „Eftir því sem ég kemst næst fór allt fram í sam- ræmi við lýðræðislegar reglur og það er út af fyrir sig mjög mikilvægt því að þetta eru einu lýðræðislegu kosningarnar í arabaheim- inum,“ sagði Ehud Olmbert, varaforsætisráðherra Ísr- aels. Lét hann þess getið að Ariel Sharon, forsætisráð- herra Ísraels, væri reiðubú- inn að eiga fund með nýjum forseta Palestínumanna við fyrsta tækifæri. Sharon vill fund hið fyrsta Fasteignablað og Íþróttir í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.