Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						4 MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Skógarhlíð 18, sími 595 1000
www.heimsferdir.is
Heimsferðir kynna nú bein flug til Forli/Rimini og Trieste í allt sum-
ar á hreint frábærum kjörum og opna þér dyrnar að töfrum Ítalíu.
Tryggðu þér fargjöld frá aðeins 24.180 krónum og tryggðu þér
jafnframt bestu bílaleiguverðin á Ítalíu í sumar.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Ítalíuveisla
Heimsferða
frá kr. 24.180
í sumar
Verð kr.24.180
Flusæti með sköttum 
í valdar brottfarir, 
sjá www.heimsferdir.is
Vikuleg flug í sumar
JÓN Kristjánsson heilbrigðis-
ráðherra hyggst á næstunni
kynna í ríkisstjórn tillögu um
að hönnunarsamkeppni fari
fram um skipulag lóðar Land-
spítala ? háskólasjúkrahúss við
Hringbraut. Heilbrigðisráð-
herra tekur vel í hugmyndir
Davíðs Oddssonar utanríkis-
ráðherra um að sala Símans
verði notuð til að fjármagna
nýjan spítala. Hugmyndin kom fram í máli Davíðs
á fundi með sjálfstæðismönnum á laugardag.
?Mér finnst hugmyndin bara góð, og það eru
auðvitað fordæmi fyrir því að sala ríkisfyrirtækja
hafi verið notuð til þess að fjárfesta í öðrum eign-
um. Það hafa nú verið samgöngumannvirki til
þessa, en mér finnst hugmyndin góð, ekki síst af
því að við höfum verið að undirbúa ákvarðanatöku
um uppbyggingu við Hringbrautina,? segir Jón.
Nefnd um uppbyggingu LSH er nú starfandi,
og lagði hún til á fyrri hluta síðasta árs að fram
fari hönnunarsamkeppni um skipulag lóðarinnar
við Hringbraut, og að deiliskipulagi verði lokið á
næsta ári. Miðað við það gætu framkvæmdir haf-
ist árið 2009 og verið lokið 2018. Jón segir að á
næstunni verði tillaga um skipulag lóðarinnar
rædd í ríkisstjórn, og reiknar hann með að hug-
mynd um að nota sölu Símans til að fjármagna
bygginguna verði rædd þar.
Kostar rúma 36 milljarða
?Menn sjá þörfina fyrir uppbygginguna, og ég
tel að það þurfi að fara í aðgerðir vegna þessa
fyrr en síðar,? segir Jón. Hann segir þó ljóst að
hér sé um langtímaverkefni að ræða, enda fram-
kvæmdir upp á rúma 36 milljarða króna. Ekki sé
mögulegt að fjármagna uppbyggingu af þessu
tagi með hefðbundnum framlögum á fjárlögum,
enda fjárfestingar í heilbrigðiskerfinu einungis
um 600?700 milljónir króna á ári, þar af um 300
milljónir í LSH. ?Það myndi hrökkva skammt þó
ekkert verði byggt annars staðar, svo aðrar að-
ferðir þurfa að koma til.?
Jón segir að fyrsti hluti uppbyggingarinnar
yrði væntanlega sameining á bráðamóttökum
sem nú eru bæði á LSH við Hringbraut og í Foss-
vogi. ?Það yrði mikið hagræði af því, og það yrði
stórt skref, en það kostar um 12 milljarða króna,
samkvæmt þeim áætlunum sem menn hafa skotið
á.?
Heilbrigðisráðherra ánægður með hugmyndir um uppbyggingu LSH
Næstu skref verða rædd 
í ríkisstjórninni fljótlega
Jón Kristjánsson
?ÞETTA er bara eins og talað út úr
mínu hjarta,? segir Kristján L.
Möller, þingmaður Samfylkingar-
innar, um ummæli Davíðs Oddsson-
ar utanríkisráðherra þess efnis að
hugsanlega mætti setja andvirði
sölu ríkisins á
Landssímanum í
byggingu nýs
sjúkrahúss.
Kristján minn-
ir á að hann flutti
þingsályktunar-
tillögu á vorþingi
2004, ásamt fleiri
þingmönnum
Samfylkingarinn-
ar, þar sem þetta
er lagt til, og hann lítur á ummæli
Davíðs sem stuðning við tillöguna.
Ljóst sé að uppbygging nýs há-
tæknisjúkrahúss sé ekki möguleg
eingöngu með framlögum af fjár-
lögum, og því þurfi að skapa þjóðar-
átak; Landspítala fyrir Landssíma.
?Peningar sem koma inn fyrir
sölu Símans mega í raun ekki fara
inn í rekstur ríkisins vegna þess að
þetta eru peningar sem koma bara
einu sinni, og þeir mega þá ekki
verða til þess að þenja út ríkisbákn-
ið,? segir Kristján. ?Þá er best að
nota þá í svona þjóðþrifamál eins og
þetta, og fleiri góð mál sem eru í
þessum dúr.?
Kristján segir ekki ljóst hvort
hann muni flytja tillöguna aftur á
komandi þingi, mestu máli skiptir
að hún hafi fengið svo kröftugan og
góðan stuðning frá bæði utanrík-
isráðherra og heilbrigðisráðherra.
?Í mínum huga er það aðalatriðið að
þessi hugmynd verði að veruleika á
komandi árum.?
Fagnar
stuðningi
Davíðs 
Kristján L. Möller
?VIÐ höfum séð hérna grágæs og
stokkendur, hrossagauk og kannski
einstaka rjúpu. Svo eru þetta spör-
fuglar eins og hrafn og músarrindill
og stari,? sagði Hannes Þ. Haf-
steinsson sem í gær taldi fugla á
svæðinu fyrir ofan Hafnarfjörð,
m.a. í Höfðaskógi, ásamt Steinari
Björgvinssyni. 
Í gær var árlegur vetrartalning-
ardagur áhugafólks um fugla-
skoðun. Náttúrufræðistofnun Ís-
lands skipuleggur talninguna og
heldur upplýsingunum til haga. Á
annað hundrað manns tóku þátt í
talningunni og eru þeir sumir með
margra ára reynslu, eins og Hannes
sem hefur tekið þátt í fuglatalning-
unni frá árinu 1982. 
Æfingin skapar meistarann í
þessu eins og í öðru og það er óhætt
að segja að Hannes sé lunkinn taln-
ingarmaður. Eitt sinn sá hann stór-
an hóp af snjótittlingum á flugi og
hann kastaði á þá tölu með því að
telja tug og tug í senn. ?Svo settist
hópurinn á símalínu og þá gat ég
talið hvern einn og einasta fugl. Þá
kom í ljós að þeir voru einum fleiri
en ég hafði talið í fyrra skiptið,?
sagði hann. 
Færri glókollar
Þegar Morgunblaðsmenn ræddu við
þá Hannes og Steinar í gær höfðu
þeir séð tíu tegundir, þ. á m. tvær
tyrkjadúfur, sem eru flækings-
fuglar og sjaldséðir að vetrarlagi,
og nokkra glókolla en nokkur ár
eru síðan sú tegund hóf að verpa
hér á landi. Í fyrra voru taldir 110
glókollar, þar af var helmingurinn á
talningarsvæði Hannesar og Stein-
ars. Í gær höfðu þeir bara séð ein-
staka fugl og töldu það benda til
þess að fækkað hefði í stofninum.
Glókollar lifa einkum á sitkalús sem
er viðkvæm fyrir kulda. 
?Ef frostið fer í 10 eða 20 gráður
þá getur lúsarstofninn alveg hrun-
ið. Það getur orsakað minna æti
fyrir glókollinn,? sagði Steinar. Þar
af leiðandi hefði fækkað í stofn-
inum. 
Af þeim fuglum sem sáust í gær
virtist mesta fjörið vera hjá dúf-
unum og elti karlinn kerlinguna
hvert sem hún fór. Var jafnvel tals-
vert ágengur stundum. Á því var
náttúruleg skýring. ?Dúfurnar eru
víst tilkippilegar allt árið öfugt við
marga aðra fugla,? sagði Steinar. 
Gefa fuglum
Um þessar mundir þurfa fuglar að
vera harðdrægir til að afla sér fæðu
og vildi Steinar því hvetja fólk til að
gefa fuglum fóður. Handa þröstum
og störum þurfi mjúkan mat, s.s.
kjöt, brauð og ávexti en frææt-
urnar, s.s. snjótittlingar, kynnu vel
að meta maísfræ, hveiti o.þ.h.
Fuglar taldir víða um land í árlegri vetrartalningu áhugafólks um fuglaskoðun 
Erfið tíð fyrir
sitkalús kemur
niður á glókolli
Morgunblaðið/Þorkell
Talningamennirnir Hannes Þ. Hafsteinsson og Steinar Björgvinsson létu
ekki fugl fram hjá sér fara, en yfir hundrað manns tóku þátt í talningunni. 
SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA
kynnti á fundi í Stykkishólmi í
gærmorgun þá ákvörðun sína að
skipa nefnd til
þess að fjalla um
sjávarútveginn
og hátt gengi
krónunnar.
Nefndinni er ætl-
að að gera úttekt
á stöðu sjávarút-
vegsins í ljósi
þeirrar hækkun-
ar sem orðið hef-
ur á gengi ís-
lensku krónunnar og væntinga um
að gengið haldist hátt um nokkurn
tíma.
Nefndinni er einnig ætlað að
fjalla almennt um áhrif mismun-
andi hagstjórnaraðgerða á stöðu
sjávarútvegsins og hvort ástæða sé
fyrir stjórnvöld að bregðast með
einhverjum hætti við þeirri stöðu
sem atvinnugreinin verður í. For-
maður nefndarinnar er Friðrik
Már Baldursson en aðrir í nefnd-
inni eru Loftur Ólafsson og Davíð
Ólafur Ingimarsson. Nefndinni er
ætlað að skila niðurstöðum sínum
innan tveggja mánaða.
Greinin komi að því 
að meta áhrif hágengis
?Vandinn felst í því hvað gengi
krónunnar er hátt gagnvart þeim
gjaldmiðlum sem við fáum síðan
greitt í fyrir okkar afurðir,? sagði
Árni M. Mathiesen sjávarútvegs-
ráðherra við Morgunblaðið í gær. 
?Það veldur því að í krónum talið
er samdráttur í tekjum útflutnings-
fyrirtækjanna, þar af leiðandi
minna til að greiða bæði laun og
annan kostnað innanlands. Það
þýðir að afkoman hjá fyrirtækj-
unum og sjómönnunum sem eru
upp á hlut er lakari en ella væri.
Við teljum ástæðu til að fá greinina
að því með okkur að skoða þetta og
meta áhrifin til þess að geta gert
þeim aðilum sem að ákvörðunum
koma grein fyrir stöðunni.? 
Hann segir að í raun deili enginn
um það að ná þurfi ákveðnum
markmiðum til að viðhalda stöð-
ugleikanum í efnahagslífinu. Þurfi
að ræða leiðir að markmiðunum
m.a. við Seðlabankann og ríkis-
stjórn. 
Árni segist ekki vilja fullyrða að
í óefni stefni verði ekkert að gert.
?En við þekkjum það frá fyrri tíð
að hágengi hefur verið sjávarút-
veginum og öðrum samkeppnis-
greinum erfitt og við viljum skoða
það í þeirri stöðu sem við erum í
núna.?
Nefndin mun að sögn Árna kort-
leggja ástandið í sjávarútveginum
og koma með hugmyndir að úrbót-
um, séu þær sjáanlegar í stöðunni.
?Það er óskandi að það geti gerst,
en við vitum það auðvitað ekki fyr-
ir fram.?
Nefnd um sjávarútveg
og hátt gengi krónunnar
Fjalli einnig um áhrif mismunandi hagstjórnaraðgerða og
hvort ástæða sé fyrir stjórnvöld að bregðast við stöðunni
Árni M. Mathiesen
TÖLUVERÐ ófærð var á þjóðvegi 1
milli Hvammstanga og Víðihlíðar í
fyrrinótt og var björgunarsveitin
Káraborg á Hvammstanga kölluð
tvisvar út um nóttina til að aðstoða
vegfarendur sem lentu í vandræðum.
Fólki í einum bíl var hjálpað í
hvorri ferð, þeirri fyrri rétt eftir kl. 2
en þeirri seinni um kl. 5 um morg-
uninn, og reyndust ökumenn báðir
hafa fest bíla sína í sama skaflinum.
Bílarnir voru losaðir og ökumenn að-
stoðaðir við að komast leiðar sinnar.
Tveir festust í
sama skaflinum
???

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40