Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						6 MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ALÞÝÐUSAMBAND Íslands hefur
sent Árna Magnússyni félagsmála-
ráðherra greinargerð sambandsins
um afstöðu þess til atvinnuleyfa fyrir
kínverska starfsmenn ítalska verk-
takafyrirtækisins Impregilo, en sam-
bandið er mótfallið því að starfsmenn-
irnir fái atvinnuleyfi hér á landi.
Eftir fund fulltrúa ASÍ með félags-
málaráðherra í síðustu viku óskaði
hann eftir greinargerð frá samband-
inu um lög og reglur og alþjóðlegar
skuldbindingar Íslands sem gætu
skipt máli varðandi veitingu atvinnu-
leyfanna, segir Gylfi Arnbjörnsson,
framkvæmdastjóri ASÍ. Hann segir
að nákvæmt efni greinargerðarinnar
verði ekki gefið upp fyrr en eftir að
fulltrúar ASÍ hafi rætt greinargerð-
ina við ráðherra, en það verði vænt-
anlega í dag eða á morgun.
Gylfi segir málefni erlendra starfs-
manna við Kárahnjúka farin að hafa
áhrif á vinnumarkaðinn, hér hafi
þróast kerfi þar sem lágmarkslaun
séu bundin í kjarasamninga en greitt
sé umfram það fyrir alls konar þekk-
ingu, aðstæður, erfiðleika og jafnvel
vosbúð og kulda. 
Brjóta gegn hefðum á markaði
?Markaðurinn hefur þróað lausnir
til að gera ráð fyrir ytri aðstæðum
sem þessum, og því ekki ástæða til
þess að binda það í kjarasamninga,?
segir Gylfi. Svo ætli eitt fyrirtæki sér
að greiða lágmarkslaun samkvæmt
kjarasamningi þrátt fyrir skort á
starfsmönnum, og flytja inn starfs-
menn ef engir fáist til að vinna á þeim
kjörum. Þetta segir Gylfi brjóta gegn
hefðum á markaði, þó það sé ekki
beinlínis ólöglegt.
Gylfi segir ekki hægt að segja á
þessu stigi hvort þessi deila muni hafa
áhrif þegar forsendur kjarasamninga
ASÍ verða skoðaðar í haust. Hann
segir þó að sé verið að nota friðar-
skylduna til að brjóta markvisst niður
réttindi og kjör launafólks geti hver
dregið sínar ályktanir um viðbrögð.
Farið að hafa áhrif 
á vinnumarkaðinn
ASÍ sendir ráðherra greinargerð um atvinnuleyfi Kínverja
og austur um á móts við Norðfjarð-
arflóa. Út af Norðurlandi fannst
loðna á 100 sjómílna löngum kafla,
frá hafsvæðinu norður af Mel-
rakkasléttu vestur og norður fyrir
Kolbeinsey.
Ekki verður hægt að fá nánari
upplýsingar um áætlað magn loðnu
á miðunum fyrr en leiðangri lýkur
um eða eftir miðja vikuna. Mun
Hafrannsóknastofnunin þá gera
tillögur til stjórnvalda um endan-
legt aflamark á yfirstandandi
loðnuvertíð, segir í tilkynningunni.
REIKNAÐ er með því að loðnuleit
Hafrannsóknastofnunar út af
Norðurlandi ljúki um eða eftir
miðja vikuna. Þegar hefur fundist
svo mikið af loðnu að fyrirsjáanlegt
er að hægt verði að auka útgefinn
loðnukvóta verulega, að því er
fram kemur í tilkynningu frá Haf-
rannsóknastofnun.
Rannsóknarskipið Árni Frið-
riksson hélt til loðnuleitar og mæl-
inga ásamt níu loðnuskipum þann
4. janúar. Leitarsvæðið náði frás-
unnanverðum Vestfjörðum norður
Loðnu-
kvótinn
aukinn
verulega
Morgunblaðið/Kristinn
Í ÓVEÐRINU sem gekk yfir Dan-
mörku og Svíþjóð á laugardags-
kvöldið féllu tré á stúdentagarðana
við Studiegången í Gautaborg þar
sem fjöldi Íslendinga hefur búið síð-
ustu áratugi meðan þeir hafa verið
við nám. Um þessar mundir búa sex
íslenskar fjölskyldur á stúd-
entagörðunum, eða 20 til 25 manns.
Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir hefur
búið á stúdentagörðunum í eitt og
hálft ár ásamt eiginmanni sínum og
tveimur börnum. Hún var heima hjá
sér þegar óveðrið gekk yfir aðfara-
nótt sunnudags. ?Um kvöldmat-
arleytið var farið að loka ákveðnum
stöðum á hraðbrautunum sem eru
við höfnina. Veðrið fór smám saman
versnandi eftir því sem leið á kvöldið
og tré rifnuðu upp með rótum og
munir, sem voru utandyra og illa
festir, tóku að fjúka. Það er líkt og
hlutirnir séu ekki eins vel festir og
heima á Íslandi,? segir Ingibjörg.
Að hennar sögn varð engum af Ís-
lendingunum meint af og ekki urðu
miklar skemmdir á stúdentagörð-
unum og húseignunum þar í kring.
?Það var mikil mildi að trén, sem
féllu á húsið, lentu milli hæða og fóru
beint á vegginn þannig að rúður
brotnuðu ekki og skemmdir urðu
nánast engar.?
Guðmundur Örn Guðmundsson er
búsettur á Amager í Kaupmanna-
höfn ásamt eiginkonu sinni og barni.
Hann segir að veðursins hafi ekki
gætt ýkja mikið á því svæði en þó
hafi einhverjar skemmdir orðið á ný-
legri verslunarmiðstöð, Fields, sem
er nærri heimili hans. 
Eyrarsundsbrúnni lokað
Guðmundur, sem er læknir í sér-
fræðinámi, starfar í Málmey í Sví-
þjóð og þarf því að aka yfir Eyr-
arsundsbrúna á leið sinni til vinnu.
?Umferð um Eyrarsundsbrúna
var stöðvuð vegna veðursins en ég
var sem betur fór ekkert á vakt um
helgina og þurfti því ekki að fara yfir
brúna,? segir Guðmundur.
Að sögn Guðmundar dvaldi fjöl-
skyldan að mestu leyti heima við
meðan óveðrið gekk yfir. ?Við vorum
þó aðeins á ferðinni seinnipartinn í
gær [laugardag] og sáum að lög-
reglan var búin að loka götum og
hafði uppi viðbúnað vegna þessa en
gerðum okkur ekki grein fyrir því
hversu slæmt veðrið var fyrr en okk-
ur tóku að berast fregnir af því og
afleiðingum þess í fréttatímum. Það
buldi á rúðunum hérna þannig að
okkur stóð ekki á sama. Seinnipart-
inn var mesti veðurofsinn hér en við
sváfum að mestu um nóttina. Inni í
bænum finnur maður ekki eins mik-
ið fyrir veðrinu eins og ef maður
áveðurs.?
Ljósmynd/Ingibjörg L. Ómarsdóttir
Tré féllu á stúdentagarðana við Studiegången í Gautaborg í óveðrinu sem gekk yfir Svíþjóð á laugardaginn.
Tré
rifnuðu
upp með
rótum 
Lítið tjón á stúdentagörðum í Gautaborg þar sem sex íslenskar fjölskyldur búa
FARÞEGAÞOTA frá rússneska
flugfélaginu Aeroflot, sem var á
leið frá Toronto í Kanada til
Moskvu, varð að lenda á Keflavík-
urflugvelli um klukkan 7:20 á laug-
ardagsmorgun, eftir að drukkinn
farþegi stofnaði til óláta um borð
og til átaka við áhöfnina og aðra
farþega. 
Að sögn lögreglu var maðurinn,
sem er rúmlega fertugur, mjög æst-
ur um borð í flugvélinni og taldi
flugstjórinn því að hann ætti ekki
annan kost en að lenda vélinni.
Lögreglan á Keflavíkurflugvelli
var kölluð til og flutti hún manninn
í fangageymslur í Keflavík þar sem
hann var látinn sofa úr sér. Hann
má eiga von á hárri bótakröfu frá
flugfélaginu. 
Aeroflot-vél 
lent í Keflavík
vegna óláta
AUGLÝST hefur verið eftir um-
sóknum um veiðileyfi á hreindýrum
fyrir þetta ár, og hefur þegar orðið
vart við mikinn áhuga á veiðileyfun-
um hjá veiðistjórnunarsviði Um-
hverfisstofnunar, en umsóknarfrest-
ur er til 15. febrúar.
Karen Erla Erlingsdóttir, sér-
fræðingur um hreindýramál hjá Um-
hverfisstofnun, segist búast við því
að fleiri sæki um leyfi en fái, eins og
verið hefur undanfarin ár, og verður
þá dregið um hverjir fá leyfi. Kvóti
ársins er 800 dýr, og hefst veiðitíma-
bilið 1. ágúst. ?Fyrstu tvo dagana
voru komnar næstum 80 umsóknir,
og þetta er nú einn og hálfur mán-
uður sem menn hafa, svo það er gríð-
arleg eftirspurn eftir þessu,? segir
Karen. Síðast sóttu rétt um 1.200
einstaklingar um 800 leyfi.
Hækkun á veiðileyfum
Karen segir að fjölgun hafi verið á
þeim sem áhuga hafa á hreindýra-
veiðum eftir að rjúpnaveiðar voru
bannaðar tímabundið. ?Þetta var
ákveðið á miðju veiðitímabili hrein-
dýra árið 2003, og það var rosalega
mikið hringt eftir að þetta var ákveð-
ið. Svo ég tel þetta vera eina af
ástæðum þess að áhuginn hefur auk-
ist svona. Eftirspurn eftir hrein-
dýrakjöti hefur einnig aukist mikið á
þessum árum, og ég held að allir séu
sammála því að þetta [rjúpnaveiði-
bannið] sé ein af ástæðunum.? Verð
fyrir veiðileyfi hefur hækkað nokkuð
frá síðasta ári. Í ár kostar veiðileyfi á
svæðum eitt og tvö 110 þúsund krón-
ur fyrir tarf, en kostaði á síðasta ári
90 þúsund krónur. Veiðileyfi á kýr á
sömu svæðum kostar nú 55 þúsund
krónur en kostaði áður 45 þúsund
krónur. Hækkunin er í báðum tilvik-
um rúm 22%. 
Karen segir veiðileyfin ekki hafa
hækkað síðan 1998, og því hafi verið
ákveðið að hækka þau nú, og fylgi
hækkunin verðlagsþróun síðan síð-
ast var hækkað. Hún tekur þó fram
að hækkað hafi á svæðum fimm og
sex árin 2002 og 2003, en ekki hafi
verið hækkað þar núna.
Mikil spurn eftir hreindýraveiðileyfum næsta haust
Talið að veiðibann á
rjúpu auki áhugann
Í NÝJASTA hefti breska tímaritsins
Time Out er sagt að það sé mun
betri kostur að takast á við vetr-
arkuldann í Reykjavík heldur en í
Lundúnum, New York eða Barce-
lona. Gefnar eru einkunnir á bilinu
1?10 fyrir fimm flokka; hitastig,
vetrarumferðina, skemmtanalíf,
matarmenningu og snjógæði. 
Eins og vænta mátti fær Reykja-
vík aðeins einn í einkunn fyrir hita-
stig. Matarmenningin fær líka fall-
einkunn, eða fjóra. Vetrarumferðin
er hins vegar sögð til fyrirmyndar, í
þeim flokki fær Reykjavík tíu.
Skemmtanalífið fær níu og snjógæð-
in tíu. ?Bara ekki borða gula snjó-
inn,? segir í blaðinu, sem er gefið út
í um 90.000 eintökum í Lundúnum. 
Vara við gula
snjónum á Íslandi

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40