Morgunblaðið - 10.01.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.01.2005, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Það fjölgar í jólasveinaflórunni, nú erum við búin að fá sveinka sem tekur aftur úr skónum. Knattspyrna er vin-sælasta íþrótta-grein heims og umdeild atvik sem eiga sér stað í leikjum sem sýndir eru í beinni útsendingu í sjónvarpi um alla veröld vekja ávallt umræður. Þessa stundina er mest rætt um hvort ekki sé hægt að nýta nútímatækni til þess að skera úr um vaf- atriði sem hafa úrslitaþýð- ingu í knattspyrnuleikjum. Nýjasta atvikið sem farið hefur sem eldur í sinu um veröldina er mark sem enska úrvalsdeildarliðið Manchester United fékk á sig á Old Trafford gegn Tottenham þriðjudaginn 4. janúar. Þar skaut Pedro Mendes að marki af löngu færi og Roy Carroll, markvörður Manchester United, missti knöttinn klaufalega yfir sig og var knötturinn greini- lega kominn langt inn fyrir mark- línuna áður en honum tókst að sópa honum út úr markinu. Öfgakennt atvik Aðstoðardómari og dómari leiksins sáu ekki atvikið þar sem þeir voru ekki í aðstöðu til þess að sjá marklínuna. Atvikið var í raun öfgakennt þar sem sjá mátti á svip stuðningsmanna Manchester Unit- ed fyrir aftan markið að þeir voru ekki yfir sig glaðir er þeir horfðu á knöttinn detta langt inn fyrir marklínuna. En það eru skiptar skoðanir um hvort dómarar eigi að fá aðstoð við dómgæsluna. „Ég er alfarið á móti því að gera breytingar í þá átt að nota mynda- vélar eða annað slíkt til þess að úr- skurða um slík atvik. Þegar á heild- ina er litið þá jafnast þessi atvik út á milli liða, stundum eru liðin í þeirri stöðu að vilja fá slík mörk dæmd gild og aðra stundina eru þau hinum megin við borðið. En knattspyrnan hefur gríðarlega langa hefð og reglurnar hafa fengið að halda sér að mestu leyti í gegn- um tíðina. Ég er á þeirri skoðun að ekki eigi að stöðva leikinn og fá úr- skurð frá fjórða dómara sem situr fyrir framan sjónvarpsskjá. Það verður erfitt að koma slíkri tækni í gagnið á heimsvísu og hætt við því að slíkur tæknibúnaður verði að- eins til reiðu í þeim deildum sem hafa fjármagn til þess,“ segir Ás- geir Sigurvinsson, þjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu. Víðir Sigurðsson, íþróttafrétta- maður á Morgunblaðinu, skrifaði grein á dögunum þar sem hann tekur í sama streng og Ásgeir Sig- urvinsson en þar nefnir Víðir að sú umræða sem eigi sér stað eftir slík vafaatriði eigi stóran þátt í því að gera knattspyrnuna að vinsælustu íþróttagrein heims. Atvik úr leikj- um séu ávallt umdeild, sitt sýnist hverjum en dómarinn hafi ávallt úrslitavaldið. Bertil Valdrhaug, blaðamaður norska dagblaðsins Aftenposten, er fylgjandi því að tæknibúnaður verði notaður til að skera úr um slík vafaatriði og Martin Jol, knatt- spyrnustjóri Tottenham, er einnig á þeirri skoðun og fær stuðning frá Sir Alex Ferguson. Halldór B. Jónsson, varaformað- ur Knattspyrnusambands Íslands og formaður móta- og dómara- nefndar KSÍ, segir að þar á bæ fylgist menn vel með því sem er rætt og ritað á erlendum vettvangi. „Við munum ekki taka frumkvæði í þessum efnum en ég tel að það sé vart framkvæmanlegt að nota myndabandsupptökur til þess að aðstoða dómara í starfi sínu. Þar má spyrja hvar eigi að draga línuna í þeirri aðstoð. Ef mark er skorað, á þá að skoða aðdraganda marks- ins og dæma það ekki gilt ef sókn- armaður hefur brotið af sér á leið sinni í vítateig? Og einnig mætti nefna markið sem Maradona skor- aði gegn Englendingum á HM í Mexíkó árið 1986. Hefði það staðið ef myndavélar hefðu verið notað- ar? Aðeins við marklínuna? Ég er hins vegar hlynntari þeirri hugmynd að þróa búnað sem gæti skorið úr um hvort knötturinn fer allur yfir marklínuna. Sá atburður sem varð á Old Trafford er að sjálf- sögðu einstakur en ég er viss um að það eru margir á þeirri skoðun að knötturinn hafi í raun ekki farið „langt“ yfir marklínuna. En þar kemur að þætti dómarans, sem væri í raun óþarfur ef allir knatt- spyrnumenn færu ávallt eftir því sem reglur leiksins segja. Hlut- verk dómarans er að skera úr um slík atvik þegar menn eru ekki sammála en það er erfitt að vera ekki sammála því að knötturinn hafi farið yfir marklínuna á Old Trafford á dögunum. En ég er hins vegar viss um að þeir eru til sem eru á annarri skoðun,“ sagði Hall- dór. Árið 1966 var mikil umræða um mark sem tryggði Englendingum heimsmeistaratitilinn í úrslitaleik gegn Vestur-Þjóðverjum á Wembley í London. Mark sem flestir telja að ekki hefði átt að vera gilt. Claudio Ranieri, fyrrverandi knattspyrnustjóri Chelsea, kallaði eftir slíkum lausnum eftir að ís- lenski landsliðsmaðurinn Heiðar Helguson skoraði mark fyrir Wat- ford gegn liðinu í ensku bikar- keppninni. Í kjölfarið var gerð krafa um myndavélar – en ekkert gerðist. Fréttaskýring | Dómarar og tæknin Mark eða ekki mark? Skiptar skoðanir um hvort nýta eigi tæknina til að aðstoða við dómgæslu Roy Carroll, markvörður Manchester United, fálmar eftir knettinum. Umdeild atvik verða ávallt hluti af knattspyrnunni  Umdeild atvik í vinsælustu íþróttagrein heims, knattspyrnu, hafa ævinlega verið rædd fram og til baka á meðal áhugamanna. Úrslit heimsmeistarakeppninnar hafa ráðist á umdeildum mörk- um, hönd Guðs hefur jafnvel komið við sögu. Margir eru á þeirri skoðun að knattspyrnu- dómarar eigi að geta reitt sig á nútímatækni á örlagastund en aðrir eru því mótfallnir og telja að slíkt myndi skaða leikinn. seth@mbl.is EIGINNÖFNIN Amadea, Stína, Svörfuður, Fjalldís, Ebenezer og Susan fengu öll náð fyrir augun mannanafnanefndar á fundi í lok desember sl. enda þykja þau sam- ræmast lögum um mannanöfn. Hafa nöfnin verið færð á manna- nafnaskrá. Samkvæmt vefsíðunni rett- arheimild.is fundaði manna- nafnanefnd mánaðarlega á síð- asta ári. Samkvæmt úrskurðum sem birtir eru á síðunni samþykkti nefndin 68 nöfn sem hún hafði til umfjöllunar en hafnaði 28. Meðal þeirra nafna sem voru tekin til greina á sl. ári og færð á mannanafnaskrá voru eiginnöfnin Elektra, Mattý, Vilbjörn, Lingný, Elvin, Nóvember, Orfeus, Váli, Víggunnur, Bryndísa, Sigur, Cýr- us, Adel, Marlís, Bambi, Gyðja, Sonný, Dögun og Atlas. Nefndin hafnaði hins vegar kvenmannsnöfnunum Jóvin, Ást- mary, Eline, Anais og Leonida sem og karlmannsnöfnunum Tím- ótheus, Ganagane, Villy, Patryk, Regin og Konstantínos. Þóttu nöfnin hvorki rituð í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls né hafa unnið sér hefð í íslensku, sbr. lög um mannanöfn frá árinu 1996. Þá voru millinöfnin Matt, Svan og Har samþykkt en Theophilus hafnað. Einnig hafn- aði nefndin í maí sl. að kenni- nafnið Hlöðversson yrði ritað Hlöðvesson, þ.e. að bókstafurinn -r yrði fjarlægður. Dómsmálaráðherra skipar mannanafnanefnd til fjögurra ára í senn en verkefni hennar eru m.a. að semja skrá um eiginnöfn og millinöfn sem teljast heimil skv. lögum um mannanöfn, að vera prestum, forstöðumönnum skráðra trúfélaga, Hagstofunni, dómsmálaráðherra og for- sjármönnum barna til ráðuneytis um nafngjafir og að skera úr álita- og ágreiningsefnum um nöfn og nafnaritun. Úrskurðum mannanafna- nefndar er ekki unnt að skjóta til æðra stjórnvalds. Mannanöfnin Svörfuður og Amadea samþykkt 68 nöfn samþykkt árið 2004 en 28 var hafnað SIGRÚN Lilja og Gunnþór Jóns- börn hafa sent Morgunblaðinu eft- irfarandi athugasemd: „Við börn Jóns frá Pálmholti mót- mælum því harðlega að nafn nýlátins föður okkar sé að ósekju notað í varnarskyni í sambandi við meintan fjárdrátt Guðmundar St. Ragnars- sonar úr sjóðum Leigjendasamtak- anna. Það er alveg ljóst að faðir okkar hefði aldrei samþykkt gjörning sem þennan. Leigjendasamtökin voru hugsjónastarf föður okkar en hvorki tekju- né fjáröflunarleið einhverra einstaklinga. Í síðustu samtölum okkar við föður okkar sagði hann okkur frá því að hann væri að vinna að ákæru þeirri sem fram er nú kom- in á hendur Guðmundi St. Ragnars- syni og var honum það mikið kapps- mál. Viljum við skora á Guðmund St. Ragnarsson að leggja fram afsökun- arbeiðni, því að svona lagað gera menn einfaldlega ekki.“ Athuga- semd VEGNA skyldleika nafnsins Pharma- Nor við nafn á fyrirtæki í svipuðum rekstri erlendis hefur verið ákveðið að starfsemi PharmaNor verði fram- vegis rekin undir nafninu Vistor. „Nafnið er samsett úr íslenska orð- inu vist og alþjóðlega viðskeytinu -or. Það skírskotar þannig til þess hluta rekstrarins að hýsa starfsemi alþjóð- legra framleiðenda og dreifa vörum þeirra um leið og á þarf að halda. Nýtt kjörorð félagsins er: Bakhjarl fyrir betri líðan,“ segir í frétt frá Vistor. Saga Vistor hófst árið 1956 með stofnun lyfjafyrirtækisins Pharmaco. Í kjölfar útrásar félagsins var því skipt upp árið 2002 og fékk innlendi hlutinn nafnið PharmaNor. Hjá Vistor starfa 110 manns og eru höfuðstöðvar og dreifingarmiðstöð fyrirtækisins í Hörgatúni 2 í Garða- bæ. Velta félagsins á síðasta ári nam um 4,7 milljörðum króna. Forstjóri Vistor er Hreggviður Jónsson. Vistor í stað PharmaNor

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.