Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						10 MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
DAVÍÐ Oddsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins og utanríkisráð-
herra, sagði á fundi Sjálfstæðis-
flokksins í Valhöll á laugardag, að það
væri vissulega rétt hjá Ragnari Árna-
syni hagfræðiprófessor að EES-
samningnum fylgdu ákveðnir ann-
markar. 
?En ég var þeirrar skoðunar að
EES-samningurinn væri æskilegur
og mjög þýðingarmikill vegna þess að
hann gerði okkur fært á þeim tíma að
standa utan við Evrópusambandið
sem ég taldi nauðsynlegt af ýmsum
ástæðum.? 
Bætti Davíð því við að hann teldi að
það væri meginforsenda samningsins
enn þá; samningurinn tryggði okkur
aðgang að innri markaðnum án þess
þó að öðrum þáttum, sem við hefðum
áhyggjur af, ?væri illa fyrir komið?,
eins og hann orðaði það. Davíð sagði
þó sjálfsagt að skoða alla þessa hluti,
og átti við ESS-samninginn.
Þetta kom m.a. fram í máli Davíðs í
umræðum að lokinni framsöguræðu
sem hann hélt í upphafi fundarins.
Davíð kom m.a. inn á áhyggjur Ragn-
ars Árnasonar um að íslenska hag-
kerfið gæti bugast undan þeim mikla
hagvexti sem hér hefði ríkt. Sagði
Davíð að varnaðarorð af þessu tagi
væru góð og þörf. Við mættum í sjálf-
umgleði okkar ekki gleyma að huga
að aðvörunarmerkjum. Við yrðum að
fara að með meiri gát en við kannski
hefðum verið að gera. Davíð nefndi í
því sambandi kjarasamninga við
grunnskólakennara. Flestir hlytu að
vera sammála að slík stétt yrði að búa
við góð kjör. Það skipti þó máli hvern-
ig við næðum slíkum markmiðum og
hvort t.d. samhengi væri í ?þeirri
gönguferð? eins og hann orðaði það,
?við annað sem er að gerast annars
staðar í landinu á meðan?. 
Hafa sýnt djörfung og staðfestu
Hann sagði ennfremur að forystu-
menn á almennum markaði hefðu
sýnt mikla djörfung og staðfestu á
undanförnum árum, við að klára
kjarasamninga til þriggja og fjögurra
ára. Slíkir samningar væru kannski
mikilvægasta forsendan fyrir vel-
gengni í landinu. Þess vegna mætti
ekki skemma það sem þar væri gert.
?Ég er auðvitað ekki að segja að slíkir
samningar eigi að stjórna allri ferð
allrar þjóðarinnar. En hins vegar er
það svo að ef slíkir kjarasamningar
eiga að tryggja almennan kaupmátt í
landinu er ljóst að menn geta ekki
gert hluti sem skemma slíka samn-
inga.?
Ísland ekki þátttakandi í stríði
Davíð ræddi einnig málefni Íraks.
Hann sagði að auðvitað væri auðveld-
asta leiðin fyrir okkur Íslendinga að
blanda okkur ekki í óþægilega hluti
og axla enga ábyrgð. Það væri á hinn
bóginn langt síðan við hefðum horfið
frá því, þ.e. að taka enga ábyrgð. Það
hefðum við fyrst og fremst gert með
inngöngu okkar í Atlantshafsbanda-
lagið.
?Við vissum alltaf að við myndum
ekki gera stóra hluti í þeim efnum,?
sagði hann, ?en við vildum ekki hafa
það sem afsökun til að sitja hjá. Sama
gildir með vissum hætti um Írak. Við
gerum enga stóra hluti í þeim efnum
en við höfum heldur ekki viljað sitja
hjá. Þess vegna tókum við afstöðu ?
við og Danir ? afstöðu með hefð-
bundnum bandalagsríkjum okkar,
þ.e. Bretum og Bandaríkjamönnum.?
Davíð sagði að Íslendingar hefðu tek-
ið undir þau pólitísku sjónarmið, að
fylgja skyldi ályktunum Öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna eftir með valdi
ef markmið þeirra næðist ekki fram
með öðrum hætti. Það væri þó frá-
leitt að tala um að Íslendingar væru
þátttakendur í stríði. Íslendingar
byggju við þá sérstöðu að hinir svo-
kölluðu valdamenn gætu ekki sent
menn á ófriðarsvæði gegn vilja
þeirra. Það gerðu bara herveldi. 
?Á Íslandi tökum við ekki þátt í
stríði og höfum engar heimildir ?
hvorki vald né vilja ? til að senda
menn til átakasvæða, sem þeir vilja
ekki fara til sjálfir. Ekkert hefði
breyst í þeim efnum.? 
Davíð fjallaði einnig um skatta-
lækkanir ríkisstjórnarinnar, sem lög-
festar hefðu verið á Alþingi. Sagði
hann að stjórnarflokkarnir hefðu náð
saman um þær skattabreytingar.
Jafnframt hefðu þeir náð saman um
að ljúka við útfærsluna á virðisauka-
skattinum.
?Nýlega lýsti varaformaður Fram-
sóknarflokksins (Guðni Ágústsson)
því opinberlega yfir að sá flokkur
hefði ekki á móti því að fara að okkar
tillögum sjálfstæðismanna að fara
með matarskattinn niður í sjö pró-
sent. Þannig að það er ánægjulegt að
samstaða er að myndast um það.?
Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra, á fundi í Valhöll
Sjálfsagt að skoða 
EES-samninginn
Morgunblaðið/Þorkell
Davíð Oddsson ræðir við fundar-
menn í Valhöll á laugardag.
FJÖLDI fólks þáði boð Skíðafélags Akureyrar og Skógræktarfélags
Eyfirðinga um kennslu í skíðagöngu á sérstökum gönguskíðadegi í
Kjarnaskógi sl. laugardag. Þátttakendur, sem voru á öllum aldri,
nutu leiðsagnar Ólafs Björnssonar frá Ólafsfirði, sem gerði garðinn
frægan í norrænum greinum skíðaíþróttanna á sínum tíma og er
margfaldur Íslandsmeistari.
Auk þess sem boðið var upp á skíðagöngukennslu, fékk fólk leið-
beiningar í umhirðu skíðabúnaðar og notkun skíðaáburðar og þá var
sett upp leikjabraut fyrir börnin. Stöðugt fleiri nýta sér þá aðstöðu
sem boðið er upp á fyrir skíðagöngufólk í Kjarnaskógi en þar er jafn-
an troðin göngubraut. 
Skíðagöngukennsla
í Kjarnaskógi
Morgunblaðið/Kristján
Ólafur Björnsson, t.h., leiðbeinir fólki í skíðagöngu í Kjarnaskógi.
Margrét Unnur, tveggja ára dóttir Ólafs
Björnssonar, var mætt með foreldrum
sínum í Kjarnaskóg en hún hefur gert
svolítið af því að ganga á skíðum.
Vinsælir
tölvuleikir
L50776 Tuttugu vinsælustu
tölvuleikirnir 2004 
ásamt því áhugaverðasta
sem von er á á þessu ári.
ÞEGAR hálkan er mikil, eins og ver-
ið hefur undanfarið, veigrar eldra
fólk sér oft við að fara út og getur
þar með einangrast. 
Dagbjört Þyrí Þorvarðardóttir,
hjúkrunarforstjóri Hrafnistu, segir
að það sé fyrst og fremst eldra fólk
sem býr enn í eigin húsnæði sem líð-
ur fyrir hálku og vetrarfærð. Þetta
fólk þurfi sjálft að sækja sér mat og
önnur aðföng. Þeir sem geta leiti til
ættingja um aðstoð við að komast í
verslanir og sækja þjónustu. 
?Útivera og hreyfing heldur hin-
um aldraða liðugum og hraustum,?
segir Dagbjört en inniveran valdi því
oft að drungi leggist yfir fólkið. 
Að sögn Stefaníu Björnsdóttur,
sem starfar á skrifstofu Félags eldri
borgara í Reykjavík, mun félagið í
dag beina þeim tilmælum til Reykja-
víkurborgar að sjá til þess að á sem
flestum stöðum í borginni verði fært
fyrir eldra fólk, þrátt fyrir hálku. 
Starfshópur ekki komið saman
Lára Björnsdóttir félagsmálastjóri
segir að forstöðumenn í félagsþjón-
ustumiðstöðvum eldri borgara sem
og starfsmenn í heimahjúkrun fylg-
ist með að aldraðir líði ekki fyrir
færðina. Hún segir boðið upp á akst-
ursþjónustu, fyrst og fremst fyrir þá
sem búa í heimahúsum, í félagsstarf í
félagsþjónustumiðstöðvum, þar sem
fólk geti keypt sér að borða og tekið
þátt í tómstundastarfi.
Nú sé búið að skipa starfshóp sem
eigi að vinna að útfærslu frekari
akstursþjónustu eldri borgara í
Reykjavík. Á hópurinn að skila nið-
urstöðum í mars.
Helgi Seljan, sem tilnefndur var í
nefndina af Félagi eldri borgara, seg-
ir hópinn enn ekki hafa komið saman.
Hann segir að sitt aðalstarf í hópnum
verði að tryggja að fólk sem búi enn í
heimahúsum, er eldra en 67 ára, eða
á af einhverjum ástæðum erfitt með
að hreyfa sig, fái aðgang að aksturs-
þjónustu.
Eldra fólk getur einangr-
ast vegna hálkunnar
á morgun

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40