Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						12 MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
BANDARÍSKI eðlisfræðingurinn Richard M.
Stallman er væntanlegur hingað til lands til
halda fyrirlestra um höfundarrétt og einkaleyfi
á hugbúnaði. Fyrri fyrirlesturinn, ?Copyright
vs. community?, verður haldinn í Kennarahá-
skólanum í dag kl. 16:00 og sá seinni, ?The
danger of software patents?, á sama tíma og
sama stað á morgun.
Richard M. Stallman er einn
helsti upphafsmaður þess sem
kallast frjáls hugbúnaður, en
vestanhafs kallast slíkur hugbún-
aður ?free software? og er þá átt
við ?free? eins og í frelsi en ekki
endilega ókeypis.
Stallman stundaði nám við Har-
vard-háskóla, en starfaði samhliða
náminu hjá tækniháskólanum í
Massachusetts í upphafi áttunda
áratugarins og varð snemma lipur
forritari.
Á þeim tíma var alsiða að menn
breyttu hugbúnaði ef þurfa þótti,
til að mynda til að endurbæta
hann eða losna við bögga.
Sem dæmi um það hefur Stall-
man nefnt hugbúnað til að stýra samnýttum
prentara sem hann og félagar hans end-
urbættu eftir þörfum. Þegar nýr prentari var
keyptur fylgdi hugbúnaður frá framleiðand-
anum sem þeim þótti lakari en ekki var á færi
Stallman og félaga að breyta honum þar sem
framleiðandi neitaði þeim um aðgang að grunn-
kóðanum og því sátu þeir félagar uppi með lak-
ari prentun. Smám saman varð sú högun svo
ofan á að fyrirtæki lokuðu öllum hugbúnaði og
þar á meðal stýrikerfum.
Barist fyrir frelsi
1983 hrinti Stallman úr vör verkefni sem
hann kallaði GNU, Gnu?s Not Unix, og fólst í
því að skrifað yrði stýrikerfi með öllum hug-
búnaði sem yrði frjálst eins og Stallman skil-
greindi það: Í fyrsta lagi hefði hver og einn
frelsi til að afrita hugbúnaðinn að vild og gefa
þeim sem hann vill. Í öðru lagi væri heimilt að
breyta hugbúnaðinum eins og mönnum sýnist,
enda veittur aðgangur að grunnkóða hans. Í
þriðja lagi væri svo heimilt að dreifa end-
urbættum hugbúnaði að vild. Í þessu felst ekki
endilega að hugbúnaðinum sé
dreift ókeypis, því heimilt er að
taka gjald fyrir.
Þó öll vinna við GNU-verkefnið
sé unnin í sjálfboðavinnu var fljót-
lega komið nokkurt safn af hug-
búnaði, en þar sem Stallman tók þá
ákvörðun að hafa GNU samhæft
UNIX var hægt að keyra hugbún-
aðinn við UNIX þó ekki væri til
stýrikerfiskjarni, þ.e. hugbúnaður
til að stýra jaðartækjum, ræsa
kerfið og sinna samskiptum forrita.
Kjarninn, sem kallast HURD, er
ekki enn fullbúinn, en aftur á móti
skrifaði ungur finnskur forritari,
Linus Thorvalds, kjarna sem hann
kallaði Linux og þeir sem nýtt hafa
sér frjálsan hugbúnað notast alla-
jafna við Linux, þó fleiri stýrikerfi séu til sem
nýtt geta GNU hugbúnaðarsafnið. Reyndar er
GNU svo stór hluti af því sem menn kalla Lin-
ux-dreifingu í dag að margir kalla stýrikerfið
GNU/Linux.
Rætur, tilgangur og framtíð
Eins og getið er í upphafi heldur Stallman
tvo fyrirlestra hér á landi, í kvöld og annað
kvöld. Í kvöld fjallar hann um höfundarrétt
sem er einmitt í deiglunni hér á landi um þess-
ar mundir líkt og víða um heim. Fyrirlesturinn
fjallar um höfundarrétt, rætur hans, tilgang,
og framtíð með tilliti til upplýsingatækni-
samfélagsins og eftir ræðuna svarar Stallman
spurningum.
Annað kvöld fjallar Stallman síðan um einka-
leyfi og forrit, en undanfarin ár hafa menn
deilt um einkaleyfi á hugbúnaði í Evrópu í
kjölfar þess að til stóð og stendur að breyta
reglum um veitingu slíkra leyfa. Að mati Stall-
manns, og fjölda annarra fræði- og áhuga-
manna á þessu sviði, vinna einkaleyfi á hug-
búnaði gegn þróun slíks búnaðar og í stað þess
að þjóna samfélaginu séu áhrifin þveröfug. Eft-
ir ræðuna svarar Stallman spurningum.
Ókeypis verður inn á fyrirlestrana.
Kemur á vegum RGLUG
Richard M. Stallman kemur hingað til lands
á vegum stuðningshóps reykvískra GNU/
Linux-notenda, RGLUG, sem stofnaður var í
júní 2003, en LUG stendur fyrir staðbundinn
stuðningshóp Linux-notenda. Slíkir hópar eru
starfræktir víða um heim en þeim er ætlað að
vera vettvangur fyrir skoðanaskipti og gagn-
kvæma aðstoð. 120 manns eru skráðir í hópinn
hér á landi og hittast mánaðarlega, reka vef-
síðu, www.rglug.org, og póstlista.
Hallgrímur H. Gunnarsson, einn aðstand-
enda RGLUG, segir að Stallman hafi tekið sér-
staklega vel í að koma hingað til lands og lýst
áhuga sínum á að koma að umræðu vegna hug-
búnaðareinkaleyfa innan Evrópusambandsins,
en veiting slíkra einkaleyfa myndi snerta Ís-
lendinga beint vegna aðildar Íslands að einka-
leyfastofnun Evrópusambandsins. ?Stallman
hafði áhuga á að koma hingað til lands til að
fræða fólk um þessi mál, en hann vildi líka fá
tækifæri til að fjalla um höfundarrétt, enda
hafði hann frétt að hér væru menn að ræða um
að breyta höfundarréttarlögum í átt að lögum
vestanhafs, svonefndri DMCA-löggjöf sem hef-
ur verið mjög umdeild vegna takmarkana á
rétti tölvunotenda.?
Fyrirlestur Stallmans verður í salnum
?Skriðu? í nýbyggingu Kennaraháskóla Íslands
við Stakkahlíð. Báða dagana verður húsið opn-
að kl. 15:30 en fyrirlestur Stallmans hefst kl.
16:00. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Richard Stallman, forvígismaður frjáls hugbúnaðar, með fyrirlestra á Íslandi
Höfundarréttur og einkaleyfi
Richard M. Stallman
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
? VERÐBÓLGA á þessu ári verður yf-
ir verðbólgumarkmiði Seðlabankans
samkvæmt spá greiningardeildar KB
banka.
Í hálffimmfréttum KB banka sl.
föstudag kemur fram að spáin geri
ráð fyrir að launaþróun verði í sam-
ræmi við kjarasamninga auk þess
sem áætlanir í ríkisfjármálum eru
um að raunvöxtur samneyslu verði
undir 2% á næstu tveimur árum. 
Jafnframt gerir spáin ráð fyrir því
að hækkanir á almennu verðlagi
verði á árinu meiri en 2,5% sem er
verðbólgumarkmið Seðlabankans.
Fyrir þessu eru sagðar tvær ástæð-
ur: Í fyrsta lagi er ekki gert ráð fyrir að
verð á innfluttri vöru og þjónustu
muni lækka að miklu marki þegar
einkaneysla vex jafnmikið og raun
ber vitni. Í öðru lagi er gert ráð fyrir
að vextir muni lækka enn frekar á
næstu mánuðum og megi reikna
með enn frekari lántökum. 
Verðbólga yfir verð-
bólgumarkmiði
? Kauphöll Íslands hefur samþykkt
fram komna beiðni um afskráningu
hlutabréfa Tanga hf. af Aðallista
Kauphallarinnar en hluthafafundur
félagsins hefur samþykkt samruna
þess við HB Granda hf. í samræmi
við samrunaáætlun félaganna frá
23. nóvember sl. Félagið var afskráð
í lok viðskiptadags 7. janúar 2005.
Tangi afskráður

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40