Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 2005 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
Eigum enn laust í ferðina 4. febrúar. Búið er við kjöraðstæður
á fyrsta flokks hótelum, golfið leikið á góðum 
og fallegum völlum.
Kannski fáum við að sjá íslensku strákana ?brillera?
í lokaumferðum HM í handbolta 5. og 6. febrúar.
Sími 437 2323, fax 437 2321. Netfang fv@fv.is
2005
Bókanir og nánari upplýsingar
hjá Ferðaskrifstofu
Vesturlands í síma 437 2323 
eða með netpósti til fv@fv.is.
Brottför 4. febrúar: Verð kr. 142.300 
á mann í tvíbýli. 
Brottför 18. mars: Verð kr. 151.800 
á mann í tvíbýli.
Innifalið í verði er flug, flugvallarskattar,
fararstjórn, akstur, gisting á fyrsta flokks
hótelum í 10 nætur með morgunverði og
kvöldverði, 8 vallargjöld á góðum
golfvöllum, ein skoðunarferð. 
U
P
P
SE
LT
REKTOR London
School of Economics
and Political Science,
Sir Howard Davies,
mun í dag halda er-
indi á ráðstefnu Fjár-
málaeftirlitsins sem
nefnist Hvert stefnir
íslenskur fjármála-
markaður? Þróun
fjármálaeftirlits og
samkeppnishæfni
fjármálamarkaðar. 
Sir Howard lauk
M.A. námi í sagn-
fræði og tungumálum
frá Oxford og lauk
M.Sc. námi í stjórn-
unarfræðum frá Stanford árið 1980.
Hann hefur starfað sem aðstoðar-
bankastjóri Englandsbanka og sem
formaður breska fjármálaeftirlits-
ins.
Evrópskir 
fjármálamarkaðir
Efni fyrirlestrar Sir Howard Dav-
ies verða evrópskir fjármálamarkað-
ir. Í stuttu viðtali við Morgunblaðið
sagði hann að á Lissabon-fundinum
árið 2000 hefðu ráðamenn í ríkjum
Evrópusambandsins sett stefnuna á
að gera Evrópu fremsta meðal jafn-
ingja í samkeppni efnahagssvæða í
heiminum. Til þess að svo gæti orðið
yrði að breyta Evrópu í einn stóran
fjármálamarkað, líkt og í Bandaríkj-
unum. Síðan fundurinn var haldinn
hafa 42 nýjar reglugerðir verið sett-
ar, að sögn Davies, allar með það að
markmiði að samræma
fjármálamarkaði í Evr-
ópu. 
Of miklum tíma eytt 
í að setja reglur
?Það eina sem þetta
hefur skilað er afturför
evrópskra fjármála-
markaða. Þeir hafa ein-
faldlega dregist aftur úr
Bandaríkjunum. Ástæð-
an er að mínu mati sú að
of miklum tíma er eytt í
að setja reglur í stað
þess að framfylgja
þeim,? segir Sir Howard.
Hann segir jafnframt að
eitt af því sem hamli framvindu mála
sé takmarkanir á yfirtökum yfir
landamæri en slík bönn eru að hans
sögn í gildi í mörgum Evrópuríkjum
og nefnir hann sem dæmi Ítalíu auk
Þýskalands og Frakklands. ?Bresk
stjórnvöld myndu ekki standa í vegi
fyrir kaupum franskra eða þýskra
fyrirtækja á Kauphöllinni í London
en hins vegar á ég erfitt með að sjá
fyrir mér að frönsk stjórnvöld
myndu samþykkja kaup breskra eða
þýskra fyrirtækja á Kauphöllinni í
París,? segir Sir Howard Davies og
heldur áfram: ?Ég hef lesið mér til
um Ísland og veit að það eru ekki
neinir erlendir viðskiptabankar með
starfsemi í Reykjavík. Þetta hamlar
að mínu mati íslenskum fjármála-
markaði og það sama er uppi á ten-
ingnum í þeim löndum sem tak-
marka yfirtökur yfir landamæri.?
Takmarkanir
hamla fjármála-
mörkuðum
Sir Howard Davies
STJÓRN Og Vodafone staðfesti
fyrir helgi tillögu forstjóra að
breytingum á stjórnskipulagi fé-
lagsins. Helstu breytingar í yf-
irstjórn verða þær að Viðar Þor-
kelsson verður aðstoðarforstjóri
Og Vodafone auk þess að vera
fjármálastjóri samstæðu félags-
ins. Hann mun jafnframt hafa
umsjón með starfsmanna- og
upplýsingatæknimálum Og
Vodafone.
Framkvæmdastjórar Og
Vodafone verða þrír: Anna Huld
Óskarsdóttir framkvæmdastjóri
þjónustusviðs, Gestur G. Gests-
son framkvæmdastjóri, sem
mun stýra sameinuðu sölu- og
markaðssviði, og Örn Orrason
framkvæmdastjóri fjarskipta-
sviðs. Auk forstjóra munu fram-
angreindir aðilar sitja í fram-
kvæmdastjórn félagsins.
Pétur Pétursson sem verið
hefur forstöðumaður upplýs-
inga- & kynningarmála lætur af
því starfi, en mun þess í stað
sinna sérverkefnum fyrir for-
stjóra næstu mánuði.
Þá heyra beint undir forstjóra
félagsins, Dóra Sif Tynes, for-
stöðumaður lögfræði & stjórn-
sýslu, auk forstöðumanns innra
eftirlits samstæðu, en þar er um
að ræða nýja stöðu sem ráðið
verður í á næstunni.
Í kjölfarið hafa Óskar B.
Hauksson og Einar Birkir Ein-
arsson hætt sem framkvæmda-
stjórar og horfið til annarra
starfa. 
Skipulags-
breytingar
hjá Og
Vodafone
Fréttir í tölvupósti

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40