Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						14 MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
PALESTÍNUMENN flykktust á kjörstaði í
gær til að kjósa sér nýjan forseta í stað
Yassers Arafats, sem lést 11. nóvember sl.
Engan skugga hafði borið á kosningarnar
síðdegis í gær, ef frá voru talin vandkvæði
sem upp komu á kjörstöðum í Jerúsalem, en
ákveðið var að framlengja tímann sem kjör-
staðir voru opnir um tvær klukkustundir,
eða til kl. 19 í gærkvöldi að íslenskum tíma.
Fullyrt var að á bilinu 25 til 30% at-
kvæðabærra manna hefðu verið búnir að
kjósa um hádegisbil í gær að staðartíma.
Fastlega hafði verið reiknað með því að
Mahmoud Abbas, frambjóðandi Fatah-
hreyfingarinnar, stærsta stjórnmálaaflsins
innan Frelsishreyfingar Palestínu (PLO),
myndi bera sigur úr býtum í kosningunum
en alls voru sjö í framboði. 
Abbas greiddi sjálfur atkvæði í höf-
uðstöðvum heimastjórnar Palestínu í Ram-
allah, á þeim stað þar sem Arafat var lagður
til hinstu hvílu. Sagði hann að Palest-
ínumenn gætu verið stoltir af því, að þeir
væru að velja sér nýjan leiðtoga á frið-
samlegan máta. ?Þetta er til marks um lýð-
ræðisþrá palestínsku þjóðarinnar,? sagði
hann.
?Myndi ekki gerast annars 
staðar í arabaheiminum?
Margir kjósendur virtust vera á sama máli.
Mohammed Othman, 36 ára Palestínumaður
sem einnig kaus í Ramallah, sagði að kosn-
ingarnar myndu marka leiðina í átt að lýð-
ræði í arabaheiminum. ?Það sem er að ger-
ast í Palestínu í dag myndi ekki gerast
annars staðar í arabaheiminum,? sagði hann.
Í borginni Nablus á Vesturbakkanum biðu
hundruð manna í biðröð eftir því að fá tæki-
færi til að kjósa. ?Við viljum að nýr forseti
okkar setji á oddinn að binda enda á slæmt
öryggisástand og frelsa Palestínumenn und-
an þeim ótta sem þjakar þá; í kjölfar þess
þarf að frelsa okkur undan hernámi [Ísr-
aela],? sagði Abu Sabri, einn íbúa Nablus
sem beið þess að geta kosið í kosningunum.
Norðar á Vesturbakkanum, í borginni
Jenín, virtu liðsmenn Al-Aqsa-písl-
arvottahreyfingarinnar að vettugi vegg-
spjald sem á stóð ?allar byssur bannaðar? og
báru þeir M-16-riffla sína um öxlina. ?Dag-
urinn í dag er mér afar mikilvægur, nú
göngum við til kosninga og sýnum að Palest-
ínumenn trúa á lýðræði og vilja frið og vilja
fá tækifæri til að kjósa leiðtoga sína,? sagði
Zakaria Zubeidi, leiðtogi Al-Aqsa, sem er
vopnaður armur Fatah-hreyfingarinnar.
?Við vonumst til að þessar kosningar marki
skref í þá átt að við öðlumst frelsi og í átt að
myndun sjálfstæðs, palestínsks ríkis sem
hefði Jerúsalem sem höfuðborg,? sagði hann
ennfremur.
Ekki alveg allir Palestínumenn voru þó
áhugasamir um að kjósa. ?Hvers vegna ætti
ég að vera að kjósa? Hvað hafa þessir fram-
bjóðendur eiginlega gert fyrir mig?? spurði
Naameh Daabid, 63 ára palestínsk kona sem
stóð fyrir utan kjörstað í hinum forna hluta
Jerúsalem-borgar. Sagðist hún aðeins
myndu kjósa ef einhver greiddi henni fé fyr-
ir að gera það.
Á þröskuldi nýrra tíma
Kosningarnar í Palestínu voru forsíðuefni
alls staðar í Mið-Austurlöndum í gær. Ísr-
aelskir fjölmiðlar lýstu þeirri von að líklegur
sigur Abbas myndi þýða að nýjar frið-
arumleitanir gætu hafist í kjölfarið. Allur
heimurinn fylgdist með. 
Arabískir fjölmiðlar töluðu á sömu nótum;
?Palestínumenn á þröskuldi nýrra tíma,?
sagði í leiðara dagblaðsins Al Rai í Jórdaníu.
Al-Madinah í Sádí-Arabíu sló á sömu
strengi, sagði að nýtt tímabil í sögu palest-
ínsku þjóðarinnar væri að renna upp, ?nýtt
skeið í réttlátri og lögmætri baráttu hennar
gegn óréttlæti, hernámi og hernaði; nú
glæðast vonir og draumar Palestínumanna
um sjálfstætt ríki, með Jerúsalem sem höf-
uðborg?.
Kosningarnar
sagðar til marks
um lýðræðisþrá 
Ramallah. AFP.
AP
Mahmoud Abbas greiðir atkvæði í Ramallah. 
AP
Palestínsk kona skráir nafn sitt á kjörstað í Jenín á Vesturbakkanum í því skyni að fá afhentan
kjörseðil. Nokkrir liðsmenn Al-Aqsa-sveitanna fylgjast með og bíða þess, að röðin komi að þeim.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40