Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 2005 15
ERLENT
barist fyrir sjálfstæðu ríki tamíla í
Norður-Sri Lanka og hafa meira en
30.000 manns beðið bana í borgara-
styrjöldinni í landinu.
Undanfarin þrjú ár hafa staðið yfir
friðarumleitanir á Sri Lanka; ýmis-
legt bendir hins vegar til að spenna í
samskiptum stjórnarinnar í Colombo
og tamíla hafi magnast í kjölfar ham-
faranna við Indlandshaf 26. desember
sl. sem hafa kostað meira en 155.000
lífið, þar af meira en 30.000 á Sri
Lanka. Kvarta skæruliðar tamíla
NOKKUR hundruð manns stóðu fyr-
ir mótmælum fyrir utan skrifstofu
Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóð-
anna (UNHCR) í Jaffna í norðurhluta
Sri Lanka í gær eftir að Kofi Annan,
framkvæmdastjóri SÞ, hafði orðið við
ósk stjórnvalda í Colombo um að
heimsækja ekki svæði í norðurhluta
landsins, þar sem skæruliðar tamíla
ráða ríkjum, sem urðu illa úti í nátt-
úruhamförunum á öðrum degi jóla.
Tamíl-tígrarnir, vopnaðar sveitir
tamíla, hafa undanfarin tuttugu ár
undan því að stjórnvöld hugsi ekki
nægilega mikið um það að koma
neyðaraðstoð til fólks á þeirra yfir-
ráðasvæði sem á um sárt að binda.
Þessu mótmæla stjórnvöld í Colombo,
segja að svæði tamíla hafi fengið sinn
skerf af neyðaraðstoðinni og vel það.
Annan sagði á fréttamannafundi í
Colombo í gær að hann vonaði að mót-
mælin í Jaffna yrðu ekki til að skaða
samskipti fulltrúa SÞ og leiðtoga
skæruliða tamíla. ?Ég vonast til að
geta komið aftur og heimsótt öll svæði
í landinu, ekki aðeins í tengslum við
náttúruhörmungarnar, heldur líka til
að minna á mikilvægi friðarumleit-
ana. SÞ hafa engan áhuga á að taka
afstöðu til deilenda hér,? sagði hann. 
Tamíl-tígrarnir höfðu boðið Annan
að koma og heimsækja norðurhluta
Sri Lanka og sjá aðstæður á hamfara-
svæðum þar. Embættismenn í Col-
ombo lögðust hins vegar gegn því á
þeirri forsendu að stjórnvöld í landinu
myndu ekki geta tryggt öryggi hans
þar.
Tamílar ósáttir við Annan
Colombo. AP.
Varð við beiðni stjórnvalda um að fara ekki á hamfarasvæði á Norður-Sri Lanka 
FULLTRÚAR stríðandi fylkinga í
Súdan skrifuðu í gær undir friðar-
samkomulag sem vonast er til að
marki endalok langvinnustu stríðs-
átaka í Afríku en meira en tvær millj-
ónir manna hafa fallið í átökum milli
stjórnarhersins í landinu og uppreisn-
armanna í Suður-Súdan frá árinu
1983. Samkomulagið tekur ekki til
átaka í Darfur-héraði í vesturhluta
Súdans, sem blossuðu upp í hittifyrra,
en vonast er til að það geti orðið til
þess að þar náist friður einnig.
Ali Osman Mohammed Taha, vara-
forseti Súdans, og John Garang, leið-
togi hins svonefnda Þjóðfrelsishers
Súdans, skrifuðu undir samkomulag-
ið við hátíðlega athöfn í Nairobi í Ken-
ýa. Það felur í sér að suðurhluti Súd-
ans, þar sem búa kristnir menn og
andatrúarmenn, fær fullveldi í eigin
málum en að sex árum liðnum mun
fara þar fram þjóðaratkvæðagreiðsla
um það að íbúarnir segi sig frá Súdan
og stofni eigið ríki. Þá felur sam-
komulagið í sér skiptingu olíugróðans
í landinu og að sett verði á laggirnar
þjóðstjórn. 
Friðarsam-
komulag
undirritað
Nairobi. AFP, AP.
Reuters
Vel fór á með Ali Osman Mohamm-
ed Taha (t.v.) og John Garang.
TVÆR vikur eru nú liðnar frá því
að flóðbylgjur ollu gífurlegu mann-
tjóni í löndum við Indlandshaf og
gerðu hundruð þúsunda manna
heimilislaus. Börnin á myndinni
eiga um sárt að binda vegna ham-
faranna og búa nú í neyðarbúðum í
Nagappattinam, litlu þorpi í Tamil
Nadu-ríki í Indlandi sem varð illa
úti í hörmungunum. En þau gátu þó
brosað í gegnum tárin í gær þegar
nokkrir íbúar búðanna brugðu á
leik og dönsuðu fyrir hópinn. Meira
en 6.000 manns, einkum fátækir
fiskimenn, fórust í Nagappattinam.
Staðfest er að 8.800 manns fórst
á meginlandi Indlands og a.m.k.
900 fórust á Andaman og Nicobar-
eyjum, en þær tilheyra Indlandi.
Brosað 
í gegnum
tárin
AP

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40