Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						18 MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
LENGI höfðu Sameinuðu þjóð-
irnar (SÞ) leitað vopna Saddams
Hussein. Oft voru leitarmenn SÞ
hindraðir eða reknir úr landi, og
þótti það sanna að eitthvað hefði
Saddam að fela. Varð lítill árang-
ur af leit og svo horfði sem SÞ
yrðu brátt jafn hand-
ónýtar og Þjóða-
bandalagið áður. Ýms-
ar þjóðir sýndu þó SÞ
trúmennsku og dreng-
skap, þrátt fyrir litla
krafta til að veita SÞ
þá fylgd, sem þær
kynnu að þurfa til að
rækja skyldur sínar.
Lengi vel töldu
menn að þorri siðaðra
þjóða fylgdi þessari
stefnu. Það var fyrst
með svikum Frakka
að flótti brast í liðið
og það tók að laumast undan
merkjum SÞ. Samfylkingin líka?
Ekki strax. Hvers vegna Frakk-
ar? Réðu því venjulegir duttl-
ungar, einþykkni gagnvart Banda-
ríkjunum? Sífelld gremja yfir að
hafa látið í minni pokann fyrir
enskumælandi landnemum Am-
eríku? Eða hagsmunir í Írak? Að
halda þar tengslum, ná olíunni?
Eða réðu atkvæði múslíma í
Frakklandi?
Og hvað um Þjóðverja? Sem
næst sviku SÞ. Svo aðrir minni
menn. 
Í flokki staðfastra þjóða var sú,
sem ein allra hafði afl og þor til
að gera eitthvað sem máli skipti, ?
til að taka á sínar herðar byrði SÞ
sem þær fengu ekki risið undir
eftir öll svik Samfylkinga, hvaða
nöfn sem þær báru: Kommar, nei
vinstrimenn eða grænir, lista-
menn, mótmælendur, steingrímar?
Eða náttúrutrúðar? Þessi þjóð,
sem næstum ein stendur undir oki
SÞ, fær þá í meðlæti allt hatur,
róg og svívirðingar hinna samein-
uðu fylkinga og náttúrutrúða
heimsins.
Hvers vegna þetta
hatur á Bandaríkj-
unum? Sjálfur var ég
einn þeirra sem vildu
reka varnarlið þeirra
úr landi eftir stríð.
En ekki sökum óvild-
ar. Það hét bara ?að
vera friðarsinni?. En
umkringdur haturs-
mönnum Bandaríkj-
anna hlaut maður að
fá nýja sýn á málin.
Það var Ragnar Stef-
ánsson jarðskjálfta-
fræðingur, sem fyrir illa grundaða
athugasemd gaf mér hina nýju
sýn með skammaræðu fyrir fylgis-
spekt mína við Bandaríkin! Þá fór
ég að hugsa. Hví skyldi ég vera
andstæður Bandaríkjunum? Höfðu
þau ekki bjargað mér frá Hitler?
Frá Stalin? Og frá stjórn Einars
Olgeirssonar? Höfðu þau ekki
fært okkur stórfé til að byggja
upp atvinnuvegi eftir stríð, veitt
þjóðum heims, bæði vinum og
óvinum, meiri hjálp í öllum grein-
um en að nokkuð væri til samjafn-
aðar áður í veröldinni?
Varð þeim e.t.v. eitthvað á?
Væri það þá einsdæmi? Eða fyr-
irgefst öllum nema Bandaríkj-
unum?
Heift Samfylkingarinnar vegna
Íraks virðist af því sprottin, að
hin ætluðu vopn Saddams fundust
ekki, ? voru ekki til eða of vel fal-
in. Því virtist tilefni innrásar plat
eða misskilningur, eða einber
ósannindi. Eins og tákn Samfylk-
ingar! Formaður hennar skauzt út
í pólitík ungur, skreyttur ógleym-
anlegum ósannindum í útvarpi
allra landsmanna, og líkt fór vara-
formaður og ráðherraefni út í
landsmálapólitík, velti sér úr stól
borgarstjóra og kenndi öðrum um,
en einmitt það að skrökva eigin
sök upp á aðra er svívirðilegast
allra ósanninda. Er það kannski
öfund yfir vel heppnaðri lygi um
Írak að Samfylkingin er svona
heiftúðug í garð Bandaríkjanna?
Hvað um það, í þessu máli er það
orðið svo lítils vert, hver sagði
ósatt eða hvað það var, að heiftin
út af því missir marks og gerir
?Þjóðarhreyfinguna? skoplega.
Hitt er ekki skoplegt heldur graf-
alvarlegt hversu reynt er að út-
hrópa þjóðina sem barnamorð-
ingja, hvern einstakan jafnt og
alla, hittir raunar fyrst fyrir sjálfa
?hreyfinguna? einstaklinga hennar
og merkisbera með þessa sjálfs-
ákæru á lofti. Slík framkoma hefði
til skamms tíma heitið landráð, en
orð dofna og glata merkingu við
misnotkun og nú er svo komið að
hvorki stjórnarskrá né kristnir
dómar fá veitt vörn kirkjum né
Alþingi fyrir háreysti orðháka,
sem varða hæga leið mannkynsins
niður ? niður. Hallar undan fæti.
Það skilja allir nema flón, að
þjóð án vopna og herkunnáttu
segir ekki annarri þjóð stríð á
hendur né verður aðili að stríði,
ekki einu sinni með SÞ, þótt hún
vildi. Hitt er gott siðferði að
standa við orð sín meðan stætt er,
án þess að haggast af mótlæti,
ótta eða ósannindum. Enginn leit
svo á að með slíkri staðfestu væri
lýst yfir stríði, né heldur að þar
með væru allar þjóðir SÞ sjálf-
krafa komnar í stríð, ef Saddam
þrjózkaðist til enda. Til þess yrðu
þá fáar sterkustu hernaðarþjóðir.
Og því trúðu menn lengi, allt til
brotthlaups Frakka, að á þetta
reyndi ekki, því að loks myndi
óbrigðul samstaða færa Saddam
heim sanninn um að honum dygði
ekkert nema láta undan.
Hvað hefði orðið, ef Frakkar
hefðu ekki svikið? Einmitt þeir,
sem Saddam leit helzt upp til.
Kannski var full eining ekki
trygging fyrir að hann gæfist upp.
En þegar hann skríður upp úr
jarðholu sinni biðjandi: ?Ekki
skjóta, ? ég vil semja!? er þá ekki
líklegt að hann hefði guggnað án
innrásar, ef hann hefði virkilega
mætt heilli og trúverðugri sam-
stöðu SÞ, þar með bæði Frakka
og Þjóðverja?
Því er spurt: Hver er þá svik-
arinn? Hvert á Samfylkingin að
beina heift sinni?
Eða haustlaufin sem fjúka frá
Framsókn, hvenær sem Össur
hnerrar?
Hver er svikari?
Guðjón Jónsson fjallar um
innrás Bandaríkjanna í Írak
?
Hitt er ekki skoplegt,
heldur grafalvarlegt,
hversu reynt er að út-
hrópa þjóðina sem
barnamorðingja, hvern
einstakan jafnt og
alla ?
?
Guðjón Jónsson
Höfundur er fv. kennari.
Eftirfarandi greinar eru á
mbl.is:
Jakob Björnsson: ?Það á að
fella niður með öllu aðkomu for-
setans að löggjafarstarfi.?
Guðrún Lilja Hólmfríðardótt-
ir: ?Ég vil hér með votta okkur
mína dýpstu samúð vegna
þeirrar stöðu sem komin er upp
í íslensku þjóðfélagi með skipan
Jóns Steinars Gunnlaugssonar í
stöðu hæstaréttardómara. Ég
segi okkur af því að ég er þol-
andinn í ?Prófessorsmálinu?.?
Ólafur F. Magnússon: ?Ljóst
er að án þeirrar hörðu rimmu
og víðtæku umræðu í þjóðfélag-
inu sem varð kringum undir-
skriftasöfnun Umhverfisvina
hefði Eyjabökkum verið sökkt.?
Ásthildur Lóa Þórsdóttir:
?Viljum við að áherslan sé á
?gömlu og góðu? kennsluaðferð-
irnar? Eða viljum við að námið
reyni á og þjálfi sjálfstæð
vinnubrögð og sjálfstæða hugs-
un??
Bergþór Gunnlaugsson: ?Ég
hvet alla sjómenn og útgerð-
armenn til að lesa sjómannalög-
in, vinnulöggjöfina og kjara-
samningana.?
Á mbl.is
Aðsendar greinar

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40