Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 2005 21
ún segist
enn þurfi
ð Grund-
a kosti og
rfélaga á
um meiri
vert öðru.
ór skref í
a hér.
og skóla-
ngum árið
í héraðs-
að því að
amgöngu-
meiginlega
ólinn. Við
ukið sam-
hvenær er
engra. Ég
rf leiði til
n fyrr en
kishólms-
jar, Snæ-
eitar og
Eyja- og Miklaholtshrepps hefur
verið starfandi. Björg segist telja að
þessi fimm sveitarfélög séu heppi-
leg eining til sameiningar. Þar búa
rúmlega fjögur þúsund íbúar og
fækkaði þeim lítillega á síðasta ári
samkvæmt tölum frá 1. desember sl.
Í sveitarfélögunum eru reknir fimm
grunnskólar, einn framhaldsskóli og
þrír hafnarsjóðir með fimm hafnir.
En hvaða hagsmunamál skyldi vera
brýnast fyrir þessi byggðarlög?
?Það er lagfæring á tekjustofnum
sveitarfélaga,? segir Björg. ?Ef við
eigum að hafa bolmagn til áfram-
haldandi uppbyggingar og til að
standa undir lögbundnum skyldum
þá verður að lagfæra tekjustofna
sveitarfélaga í heild. Við höfum
kjark, þor og dug til að vinna að góð-
um málum en það er algjörlega
máttlaust að ætla að standa í upp-
byggingu þegar tekjustofnarnir
hafa veikst jafnmikið og raun ber
vitni undanfarin ár.?
Björg segir að ýmsar aðgerðir
ríkisvaldsins, t.d. í skattalagabreyt-
ingum, hafi komið illa við sveitar-
félögin. Hún nefnir til dæmis fjölg-
un einkahlutafélaga sem hafi valdið
tekjumissi í útsvari.
?Grundarfjörður, Stykkishólmur
og Snæfellsbær eru í fremstu röð
hvað varðar mikla fjölgun einka-
hlutafélaga. Samband íslenskra
sveitarfélaga hefur reiknað út
tekjumissi á landsvísu upp á samtals
1 til 2 milljarða á ári gróft reiknað
vegna fjölgunar einkahlutafélag-
anna. Það er gott og gilt hjá löggjaf-
anum að skapa atvinnulífinu góð
starfsskilyrði og lagaramma í takt
við nýja tíma, en ég held að menn
hafi skotið hér yfir markið. Ég trúi
ekki að þetta hafi verið markmiðið,
að greiða fyrir því að alls konar
starfsemi, sem ekkert á skylt við
rekstur hlutafélaga, geti starfað
með þessum formerkjum.?
Tilvalið að búa úti á landi
Björg er Grundfirðingur að ætt
og uppruna. Hún flutti aftur heim að
loknu námi í lögfræði og býr í
Grundarfirði með manni sínum og
börnum. Hún telur marga kosti
fylgja því að búa úti á landi. 
?Fyrir fólk, sem hugsar um
hvernig það fær mest út úr lífinu, er
tilvalið að búa úti á landi. Við höfum
færst sífellt nær höfuðborginni með
bættum samgöngum. Ég hef stund-
um sagt að meðalfjölskylda í
Reykjavík eyði að meðaltali heilum
vinnumánuði á ári í bið á rauðum
ljósum ? ef reiknaður er sá tími sem
fer í akstur fjölskyldunnar á milli
staða. Hér er maður í göngufæri við
alla þjónustu.
Aðrir kostir búsetu hér eru
ákveðið frjálsræði og mjög barn-
vænt umhverfi. Við viljum fá fleiri til
að njóta þessara gæða með okkur.?
rði og lífsgæði 
rstjóri í Grundarfirði, telur marga kosti fylgja
. ákveðið frjálsræði og barnvænt umhverfi.
TENGLAR
...................................................
www.grundarfjordur.is
gudni@mbl.is
ráðuneyt-
kt, Susan
em hefur
í hönnun
arfa eftir
um ein-
ðað nám
kóla, var
ráðgjafar.
ð ráða og
hjá nem-
nurum og
essu kom
m arki-
ns, Indro
Sigurður
n hjá VA
unnu eft-
æðistofan
í Kópa-
ðiþáttinn.
gn, hljóð-
nibúnaði,?
artími
að bjóða
ber 2003
inna tíma
var jarðvinnan boðin út sérstak-
lega. ?Um áramótin 2003 og 2004
stóðum við frammi fyrir því að
vera ekki með tilbúin útboðsgögn
og aðeins átta mánuðir þar til
skólinn átti að taka til starfa,?
segir Ásgeir. ?Við tókum þá um-
deildu en jafnframt árangursríku
ákvörðun að semja án útboðs við
Loftorku í Borgarnesi. Þar réð
miklu geta þeirra í einingafram-
leiðslu og að við vorum komin inn
í veturinn með bygginguna.?
Skrifað var undir samning um
grunn skólans 23. janúar 2004 og
fyrstu einingarnar komu 19. febr-
úar. Haldið var áfram að hanna
efri hæð hússins og síðan samið
við Loftorku um húsið í heild.
Samningurinn hljóðaði upp á að
tæplega helmingur hússins yrði
kennsluhæfur síðasta haust. 
?Húsið er úr einingum, allt frá
grunni. Smávegis á efri hæð var
steypt á staðnum. Þetta er
strengjasteypa og holplötur í loft-
um. Það gekk allt eftir og skólinn
var settur 30. ágúst síðastliðinn
með viðhöfn. Síðan var haldið
áfram með seinni áfanga hússins
og nú erum við að taka allan skól-
ann í notkun,? segir Ásgeir. ?Það
stóðust allar tímasetningar og
verktakarnir hafa allir staðið sig
mjög vel undir stjórn Loftorku.?
Einungis er eftir að setja var-
anlegt efni á gólf skólans í stað
bráðabirgðateppa. Það verk á að
bjóða út eftir skóla í vor. Íþrótta-
salur var nýttur til kennslu í
haust og því er eftir að setja þar
upp sturtur. Það verður gert um
miðjan febrúar ásamt því að setja
upp lyftu fyrir fatlaða. Næsta vor
á að ljúka lóðarframkvæmdum,
sem ekki gafst tími til í haust. 
?Frá því að skrifað var undir
fyrri samninginn við Loftorku liðu
sjö mánuðir og sjö dagar þar til
skólinn var settur. Ég myndi
segja að það hafi verið vel að
verki staðið hjá þeim. Þeir eiga
þakkir skildar fyrir hvernig þeir
tóku á þessu með okkur, Loft-
orkumenn,? segir Ásgeir. ?Það er
á við stóriðju fyrir okkur að fá
þennan skóla og mikil búbót fyrir
fólk á Nesinu að þurfa ekki að
senda börnin sín að heiman í
skóla.?
Morgunblaðið/RAX
ð að þörfum og kennsluháttum skólans, en það var formlega tekið í notkun á föstudag.
B
jörn Ásgeir Sum-
arliðason, úr Stykk-
ishólmi, er forseti nem-
endafélags Fjölbrauta-
skóla Snæfellinga. Móta þurfti
starf nemendafélags FSN frá
grunni á liðnu hausti. Björn Ásgeir
var kjörinn fyrsti forseti félagsins
og hefur leitt það starf. 
?Það er sérstakt við félagsstarf
okkar að við deilum viðburðum á
milli Stykkishólms, Grund-
arfjarðar og Ólafsvíkur. Þar má
nefna dansleiki, myndbandakvöld,
sundlaugapartí og bingó. Nú eftir
áramótin verður haldin ?Stand-
pína? sem er keppni í uppistandi.?
Að sögn Björns Ásgeirs hefur tek-
ist vel að móta félagslífið og 70?
90% nemenda mæta á skemmtanir. 
?Þegar ég kom fyrst í skólann
þótti mér hópurinn skiptast í þrjár
stórar klíkur, Hólmara, Grundara
og Ólsara. Þessir hópar komu hver
úr sínum grunnskóla. Nú er þetta
allt að blandast og engin sveita-
stemning eða rígur á böllum, sem
betur fer,? segir Björn Ásgeir.
?Það eru 34 einstaklingar í nefnd-
um og störfum fyrir nemenda-
félagið, um fjórðungur nemenda
tekur því virkan þátt félagsstarf-
inu.?
Björn Ásgeir segir að fullorðnu
nemendurnir borgi flestir nem-
endafélagsgjöld, 2.250 kr. á önn,
þótt þeir taki ekki mikinn þátt í fé-
lagslífinu. Hann segir að nýbyrjuð
önn leggist vel í sig. ?Við ætlum í
skíðaferð til Akureyrar. Svo er bú-
ið að taka í notkun nýtt kennslu-
rými og mötuneyti. Það mun
þjappa hópnum enn meira saman.
Fram að þessu tvístraðist hópurinn
á veitingastaði í nágrenninu í há-
deginu, en nú verður jafnvel hægt
að bjóða upp á skemmtiatriði og
ýmsar dagskrár í hádeginu.?
En hvað finnst Birni Ásgeiri um
kennslufyrirkomulagið í skól-
anum?
?Maður þurfti aðeins að skoða
námstæknina og beita sig sjálfs-
aga. Frelsið og sjálfstæðu vinnu-
brögðin í bland við öfluga hópa-
vinnu mun koma manni til góða
þegar maður fer í háskólanám.?
?Þetta er fínn skóli?
Metta Magnúsdóttir og Kristjana
Pétursdóttir eru nágrannar úr
Ólafsvík og nemendur í Fjölbrauta-
skóla Snæfellinga. Þær stöllur eru
báðar í skemmtinefnd nemenda-
félags FSN og þykir félagslífið
ágætt.
Þær segja erfitt að finna upp á
einhverju sem ekki hefur verið
gert annars staðar áður. Jólaball
skólans var haldið í Stykkishólmi
og fyrsta ball haustsins í Grund-
arfirði. Þá er eftir að halda eitt-
hvað í Ólafsvík. Nemendum er ekið
á viðburði skólafélagsins með rútu. 
?Þetta er fínn skóli,? sagði Krist-
jana. ?Við notum mikið tölvur sem
er fínt. Það var erfitt að komast inn
í námið fyrst, en við fáum alltaf að
vita á Netinu, í gegnum Angel,
hvað við eigum að gera. Einnig
fáum við einkunnirnar þar og
sjáum alltaf hvernig við stöndum.?
Metta sagði einnig að sér líkaði
skólinn vel. Hún sagði að það væri
ekkert vandamál að taka skólabíl-
inn á morgnana, en hann fer um
áttaleytið frá Ólafsvík. ?Það væri
auðvitað betra ef maður ætti bíl
sjálfur, en foreldrar okkar skutla
okkur í rútuna um leið og þeir fara
til vinnu svo við missum ekki af
henni,? sagði Metta. 
Metta Magnúsdóttir og Kristjana
Pétursdóttir eru báðar í skemmti-
nefnd nemendafélagsins.
Virkni í nemendafélagi 
Mikil þátttaka er í nemendafélagi FSN. F.v.: Guðmundur Karl Magn-
ússon gjaldkeri, Sólmundur Gísli Bergsveinsson nemandi, Friðrik Páll
Friðriksson, ritari og varaforseti, og Björn Ásgeir Sumarliðason forseti.
F
jölbrautaskóli Snæfellinga
í Grundarfirði er yngsti
framhaldsskóli landsins.
Hann hóf göngu sína á
liðnu hausti og var settur í fyrsta
sinn 30. ágúst síðastliðinn. Á föstu-
dag fékk skólinn afhent allt húsnæði
nýrrar skólabyggingar til afnota.
Að sögn Guðbjargar Aðalbergs-
dóttur skólameistara eru langflestir
nemenda frá Snæfellsnesi. Daglegar
ferðir eru fyrir nemendur frá Stykk-
ishólmi og Snæfellsbæ til Grund-
arfjarðar. Kennararnir eru 20 tals-
ins og flestir búsettir í Grundarfirði,
Staðarsveit og Stykkishólmi, auk
kennara í fjar- og dreifnámi sem búa
víða um land. Þrír kennarar og
stjórnendur fluttu sérstaklega vest-
ur vegna opnunar skólans en alls eru
starfsmenn skólans 27 talsins, sumir
í hlutastarfi.
Mjög stór hluti nemenda kom
beint úr 10. bekk og einnig komu
fleiri nemendur á 2. ári framhalds-
skóla en búist hafði verið við. Margir
þeirra höfðu stundað nám í fram-
haldsdeild sem starfrækt var í
Stykkishólmi í samvinnu við Fjöl-
brautaskóla Vesturlands á Akranesi.
Þá kom góð aðsókn fullorðinna nem-
enda á óvart, að sögn Guðbjargar.
Meðal markmiða Fjölbrautaskóla
Snæfellinga er að vera leiðandi í nýj-
um kennsluháttum og nýtingu upp-
lýsingatækni. Guðbjörg telur að ein
ástæða góðrar aðsóknar fullorðinna
nemenda sé hvað kerfið í skólanum
er sveigjanlegt. Skólinn styðst við
bandarískt kennsluumsjónarkerfi
sem heitir Angel (Engill). Það er að-
gengilegt í gegnum tölvur hvaðan
sem er.
Guðbjörg segir að lögð sé áhersla
á að nemendur læri af eigin reynslu. 
?Markmiðið er að nemendur læri í
gegnum verkefni sem við fáum
þeim. Þeir læra af því að glíma við
verkefnin og leitinni að lausnum. Við
erum að þróa kennsluna í þessa átt
og notum okkur ýmislegt í þeirri við-
leitni. Þetta gerir töluvert miklar
kröfur til nemenda og krefst ýmissa
hliðarráðstafana, ekki síst hvað
varðar þá yngstu. Þeir þurfa gjarn-
an handleiðslu og stuðning til að
verða sjálfstæðir í vinnubrögðum og
virkir í þekkingarleitinni í stað þess
að láta sífellt mata sig.?
Fjarnám og dreifnám
? En hvaða nám er í boði í skól-
anum?
?Það sést best á heimasíðunni
okkar,? segir Guðbjörg. ?Við erum í
grundvallaratriðum venjulegur
áfangaskóli. Notum sömu námsskrá
og aðrir og bjóðum upp á margar
brautir miðað við stærð. Náms-
áfanga sem við getum ekki boðið hér
ætlum við að ná í annars staðar með
fjarnámi eða dreifnámi. Í haust vor-
um við með þrjá hópa í dreifnámi og
köllum til gestakennara. Þeir eru
starfsmenn skólans, en geta búið
hvar sem er á landinu, og taka að sér
kennslu í ákveðnum áföngum.
Ég get nefnt sem dæmi áfanga í
Sögu 103. Kennarinn býr í Keflavík
og hann átti að koma að minnsta
kosti tvisvar á önn, en kom mun oft-
ar. Að öðru leyti er hann í sambandi
við nemendurna í gegnum Angel-
kerfið, tölvupóst og MSN-
spjallkerfið á fyrir fram ákveðnum
tímum tvisvar í viku.?
Guðbjörg segir óvarlegt að dæma
um reynslu af þessu fyrirkomulagi
eftir aðeins eina önn. Hún segir þó
að sér hafi þótt starfið ganga mjög
vel á liðnu hausti. 
Guðbjörg segir að gert hafi verið
ráð fyrir því að skólinn rúmaði 170
til 200 nemendur. ?Samkvæmt
reynslu af haustönn tel ég að við get-
um tekið við fleirum. Við erum mjög
ánægð með þetta hús, það hefur tek-
ist mjög vel til með það. Ég veit ekki
til þess að framhaldsskóli hafi verið
hannaður á þennan hátt fyrr hér á
landi, það er að segja innan frá.
Undirbúningur hönnunarinnar var
unninn af breiðum hópi heima-
manna, skólamanna og sérfræðinga.
Þetta var mjög merkilegt starf. Það
væri ekki hægt að hafa kennslukerfi,
eins og við notum, í hefðbundnu
skólahúsnæði með göngum og stof-
um.?
Guðbjörg Aðalbergsdóttir skólameistari segir nýja húsnæðið henta vel.
Skólahúsið sniðið að
þörfum skólastarfsins
TENGLAR
.............................................
www.fsn.is

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40