Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						22 MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
?
Guðrún Björns-
dóttir fæddist á
Kleifum í Steingríms-
firði 27. nóvember
1912. Hún lést á líkn-
ardeild Landspítal-
ans, Landakoti 1. jan-
úar síðastliðinn.
Foreldrar Guðrúnar
voru Björn Björns-
son, f. í Hlíð í Kolla-
firði 31. október 1875,
d. 31. október 1950,
og Guðbjörg Níels-
dóttir, f. á Gauts-
hamri 21. desember
1883, d. 10. júlí 1964. Guðrún ólst
upp hjá ömmu sinni Sigurborgu
Jónsdóttur og Guðmundi Kjartans-
syni á Hafnarhólmi. Guðrún var
næstelst sex systkina, en þau eru:
Vilhjálmur, f. 16. sept. 1907, d. 31.
okt. 1992, Ketill Berg, f. 22. ág.
1920, d. 7. des. 1994, Þórður, f. 8.
nóv. 1922, Kristinn, f. 2. ág. 1925,
d. 24. apr. 1988, og Guðlaugur, f. 2.
ág. 1925, d. 1. apríl 1995.
Guðrún giftist 19. júlí 1932 Guð-
mundi Björgvini Bjarnasyni, f. 4.
júlí 1912, d. 2. feb. 1987. Guðrún og
Guðmundur bjuggu fyrstu fimm
árin á Hafnarhólmi en fluttu þá til
Hólmavíkur þar sem þau bjuggu til
ársins 1962 er þau fluttu til Reykja-
víkur. Þau eignuðust sex börn, sem
eru: 1) Sigurmunda, f. 11. júlí 1932,
d. 21. jan. 1993, var gift Magnúsi
Guðmundssyni og
eru börn þeirra Val-
gerður Guðmunda,
Guðmundur Björg-
vin og Sigríður
Birna. 2) Hallfríður
Sigríður, f. 13. júlí
1936, gift Drago Vrh,
börn hennar eru
Björn Rúnar, Davíð
Vrh, María Kristína
Vrh og Karl Davor
Vrh. 3) Bjarni Magn-
ús, f. 13. júlí 1936,
kvæntur Hólmfríði
Jónsdóttur og eru
börn þeirra Guðfinna Sesselja,
Guðrún, Guðbjörg, Guðmundur
Jón og Bjarnfríður. 4) Baldur Júl-
íus, f. 8. des. 1939, börn hans og
Oddnýjar Halldórsdóttur, d. 10.
júlí 1997, eru Halldór Björn, Har-
aldur, Brynja, Guðmundur Björg-
vin og Áslaug. 5) Drengur sem dó í
frumbernsku. 6) Björg Guðmunda,
f. 9. maí 1947, í sambúð með Bald-
vini E. Baldvinssyni, börn hennar
og Einars L. Guðmundssonar eru
Guðrún og Ólína Björg. Einnig ólst
upp hjá Guðrúnu og Guðmundi
dóttursonurinn Björn Rúnar, f. 20.
feb. 1958, kvæntur Sigríði Viðars-
dóttur.
Afkomendur Guðrúnar eru 70.
Útför Guðrúnar fer fram frá
Langholtskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Nú er elskuleg fósturmóðir mín og
amma látin. Ég var þeirrar gæfu að-
njótandi að alast upp hjá ömmu og
afa sem voru það besta fólk sem hægt
var að hugsa sér. Amma mín elskuleg
var afar góð kona sem kenndi mér að
trúa á guð, ljósið og það góða í öllum.
Afi kenndi mér að ganga til allra
verka með gleði í hjarta og gera mitt
besta. Þetta veganesti er mér ómet-
anlegt í daglega lífinu. Heimili ömmu
og afa var griðastaður, allir sem
þangað komu fengu höfðinglegar
móttökur, sama hver, enda var nær
stöðugur gestagangur þegar ég var
að alast upp. Ég ætla ekki að tíunda
allar gleðistundirnar sem ég átti á
heimili ömmu og afa. Mig skortir orð
til að lýsa þakklæti mínu fyrir allt það
góða sem þið kennduð mér.
Elsku amma Guð geymi þig. Þinn
sonur,
Björn Rúnar.
Föðuramma mín Guðrún Björns-
dóttir fæddist á Kleifum við Stein-
grímsfjörð 27. nóvember 1912. Hún
var alin upp af ömmu sinni Sigur-
borgu Jónsdóttur og fóstra Guð-
mundi Kjartanssyni á Hafnarhólmi á
Selströnd. Hún fluttist til Hólmavík-
ur árið 1937 og svo þaðan til Reykja-
víkur árið 1962 þar sem hún bjó til
dauðadags. Amma var Strandamað-
ur og eins og fleiri var hún af því kyni
sem ekkert bítur á þrátt fyrir erfið
lífsskilyrði, það var alltaf stutt í bros-
ið og hlýjuna. Líf ömmu var fólgið í
þjónustu við aðra. Hún var gæfusöm,
átti yndislegan mann Guðmund
Björgvin Bjarnason og afkomendur
hennar eru þegar orðnir 70 talsins.
Nú er komið að kveðjustund að lok-
inni langri ævi og farsælu ævistarfi.
Á þessum tímamótum fyllast hjörtu
okkar afkomenda hennar af þakklæti
fyrir að hafa fengið að kynnast þess-
ari merku konu og vera samtíða
henni svo lengi sem raun ber vitni. 
Amma var fagurkeri af Guðs náð,
alla ævi var hún næm fyrir fegurð í
landslagi, fegurð lita og forma. Hún
skynjaði fegurðina mjög sterkt og
miðlaði upplifun sinni oft og tíðum í
eigin sköpun, ýmist í bundnu máli
eða á striga. Ljóð ömmu skipta
hundruðum og eru mörg þeirra vitn-
isburður um djúpstæðar tilfinningar
hennar gagnvart náttúrunni og al-
mættinu. Ljóðin komu oftast eins og
áreynslulaust. Sem dæmi fara hér
tvö erindi af fjórum úr ljóðinu Ás-
byrgi sem amma orti árið 1957:
,,Ó sú dýrð og djúpur friður
dul er yfir hverjum steini.
Aðeins ljúfur lækjarniður,
ljúft svo varla eyrað greini.
Mildi Guð sem moldu vefur
mjúkri sæng af slíkum gróðri.
Guð sem allar gjafir gefur,
gafst oss frið í athöfn góðri.?
Að sama skapi eru til ótal olíuverk
sem amma hefur málað í gegnum ár-
in. Málaraferillinn hófst að vísu ekki
fyrr en hún var um sextugt, þá mætt
á sviðið sem þroskaður listamaður.
Hún málaði fyrst og fremst lands-
lagsmyndir en sótti einnig yrkisefni
víðar, m.a. í verk gömlu meistaranna.
Í raun var merkilegt að fylgjast með
því hvernig amma valdi fyrirmyndir
sem síðar nýttust sem innblástur í
verk hennar. Sem dæmi birti Lesbók
Morgunblaðsins á kvennaárinu 1975
konumyndir af ólíkum toga. 31. des-
ember þetta ár var birt á forsíðu Les-
bókarinnar mynd hollenska meistar-
ans Jan Vermeers: Vinnukona hellir
mjólk. Myndin var máluð árið 1658
og var því ríflega 300 ára gömul þeg-
ar hún birtist í blaðinu. Amma þekkti
ekki mikið til listasögunnar og ég
efast um að hún hafi þekkt til verka
Vermeers en hún heillaðist af vinnu-
konunni. Lesbókina með vinnukonu-
myndinni setti hún í eldhússkápinn
staðráðin í að nýta fyrirmyndina. Það
var ekki fyrr en árið 1997, 22 árum
síðar, þegar amma var á 85. aldursári
að hún málaði loks vinnukonuna með
gulnaðar síður Lesbókarinnar sem
forskrift fyrir verkið. Í dag er til olíu-
málverk, mynd af vinnukonu sem
máluð er af ömmu. Verkið er lítið eitt
stærra en frumgerðin, litirnir eru
gulnaðir og brúnni en litir Vermeers,
algerlega í takt við gömlu Lesbók-
armyndina. Amma var enn að mála
nú rétt fyrir jólin og aftur sótti hún í
myndir sem hún sá í blöðunum, í
þetta sinn landslagsmyndir.
Eins og vinnukonan í málverki
Vermeers gekk amma hljóðlát til
verka og helgaði sig viðfangsefnun-
um enda lék allt í höndum hennar.
Fram á síðustu mánuði ævinnar eld-
aði hún, bakaði, málaði og sinnti alls
kyns handavinnu. Henni leiddist ef
hún var ekki að þjóna og vinna, kunni
ekki annað og þekkti ekki annað.
Hún var svo gæfusöm að fara í Múla-
bæ tvo daga vikunnar undanfarin ár
eins og margir eldri borgarar hér í
Reykjavík. Múlabær er til fyrir-
myndar og það starfsfólk sem þar
vinnur. 
Amma var mjög trúuð og bað bæn-
ir á hverju kvöldi fyrir afkomendum
sínum og vinum. Sterk trúarleg af-
staða hennar kom fram þegar hún
var spurð um ráðleggingar til unga
fólksins. Í svari sínu vitnaði hún í vel
þekkt vers úr ljóðinu Lífshvöt eftir
Steingrím Thorsteinsson: 
?Trúðu á tvennt í heimi, tign sem hæsta ber,
Guð í alheims geimi, Guð í sjálfum þér.?
Amma trúði því að æðri máttur, al-
mættið, ætti bústað í okkur öllum og í
öllu sköpunarverkinu. Hún sótti jafn-
an styrk og huggun í bænir. Aðspurð
fannst henni lífsskilyrði nú á tímum
mun betri en þegar hún var barn, en
þó fannst henni vanta þann helgileika
og hátíðleika sem hún upplifði á
bernskuárum. Enn fremur fannst
henni hræðilegt að horfa upp á um-
komulaus börn nú á allsnægtatímum,
áfengisbölið og eiturlyfin. Amma
velti fyrir sér hvernig sporna ætti við
þessari þróun en átti fá svör, því
fannst henni versið hans Steingríms
Thorsteinssonar svo mikilvægt vega-
nesti fyrir ungt fólk.
Amma mun lifa áfram í hugum
okkar, í verkum sínum sem hún
deildi meðal afkomenda, í ljóðunum
og síðast en ekki síst rennur blóð
hennar í æðum margra afkomenda
og svo mun verða um ókomin ár.
Laun þeirrar sem þjónar eru ríkuleg,
haf þú þökk fyrir allt og allt, elsku
amma.
Guðfinna S. Bjarnadóttir
Elsku besta amma (langamma),
það var svo gaman að heyra í þér á af-
mælisdaginn þinn í nóvember og við
vorum farin að hlakka svo mikið til að
hitta þig í febrúar þegar við komum
til landsins. En því miður verðum við
að kveðja þig núna elskan. Með sorg
og söknuð í hjarta er við minnumst
allra gleðistundanna sem við áttum í
ömmuhúsi. Guð blessi þig og varð-
veiti um alla eilífð. Ástar- og sakn-
aðarkveðjur.
María, Davíð og fjölskyldur
þeirra í Bandaríkjunum.
Elsku amma mín, þegar ég var að
tala við mömmu og pabba að morgni
nýársdags og óska þeim gleðilegs nýs
árs þá fékk ég þær fréttir að þú hefð-
ir dáið um nóttina. Það eru svo marg-
ar minningar sem koma fram og ekki
kem ég þeim öllum á blað, en geymi
þær fyrir mig og mína og ég á áreið-
anlega eftir að segja börnunum mín-
um frá Rúnu langömmu. Alltaf man
ég eftir því þegar þú varst með
grímubúningaleigu og sendir okkur
búninga fyrir öskudaginn. Okkur
fannst við vera langflottust því Rúna
amma í Reykjavík sendi okkur bún-
ingana.
Þegar við fórum til Reykjavíkur
fórum við oft í heimsókn til ömmu í
Sólheima 16 og minningin hún er góð,
við fórum í grímubúningaherbergið
og klæddum okkur upp og vorum oft
með leikrit, svo fór maður inn í eld-
húsið og fékk kalda mjólk og köku.
Legg ég nú bæði líf og önd
ljúfi Jesús í þína hönd.
Síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér
(Hallgrímur Pétursson.)
Í hjarta mínu er ég svo glöð og
þakklát fyrir það að ég fór til þín 19.
des. sl. en þá varstu heima í Sólheim-
unum en varst orðin svo lasin, ég
settist hjá þér og hélt í höndina þína
og strauk hana, þú horfðir á mig og
sagðir, Drífa mín ert þetta þú elskan
og ég var svo glöð að þú skyldir
þekkja mig, við spjölluðum saman í
smátíma og svo kvöddumst við vel.
Elsku amma, þú varst nú búin að
skila þínu 92 ára og alltaf hress og
kát.
Ég kveð þig nú með söknuði, elsku
amma mín.
Þín 
Drífa.
Elsku amma, mig langar í örfáum
orðum að minnast þín nú þegar þú
kveður þennan heim. Efst í huga
mínum er þakklæti. Ellin býr yfir
visku sem reynsla lífsins færir og
ekki er hægt að ná í á annan hátt og
er ég ekki síst þakklát fyrir að börnin
mín fengu að njóta þess sem þú
stóðst fyrir. Þú áttir alltaf falleg orð
handa þeim og virtir þau fullkomlega
á við aðrar mannverur, þetta fundu
börnin og frá fyrstu tíð báru þau tak-
markalausa virðingu fyrir þér.
Þín kynslóð var ekki í þessu eilífa
kapphlaupi við tímann, sem svo ein-
kennir allt í dag, þú hafðir tíma fyrir
hina raunverulegu fjársjóði; börnin
og andlega lífið. Á hverjum einasta
degi baðst þú fyrir öllum þínum af-
komendum og gleymdir engum. Og
Guð var með í lífi þínu þar sem þú
baðst okkur gjarnan Guðs blessunar
þegar við kvöddum.
Þú varst ótrúlega fyndin á þinn
hægláta og látlausa hátt og hlógum
við oft hjartanlega þegar þú tjáðir
þig á þennan skemmtilega hátt og
þótti börnunum oft mikið til þess
koma hvernig þú spannst saman ís-
lenska tungu og sérstakt skopskynið.
Listamannshæfileikar þínir voru
miklir og eiga verk þín eftir að lifa
með okkur um ókomna framtíð.
Ég bið þess að líf þitt og minningin
um þig verði okkur áframhaldandi
kennsla í þolinmæði, kærleika og trú
á almættið.
Guð og englarnir gæti þín, amma
mín.
Þín Rúna.
Guðrún Bjarnadóttir.
Elsku amma, mig langar að þakka
þér fyrir svo margt. Frá því ég man
fyrst eftir mér sagðir þú mér sögur;
þú sagðir mér sögur af vondu Kötu
og góðu Kötu, af óþekka stráknum
sem vildi ekki borða fiskinn sinn,
fórst með vísur um Stebba sem stóð á
ströndu og var að troða strý og ótal
fleiri sögur og vísur sem fylgdu mér
alla barnæskuna. Þú leyfðir mér að
alltaf að detta inn í draumaheim þeg-
ar ég kom til þín. Ég fékk að velja
mér grímubúning úr grímubúninga-
leigunni þinni og valdi alltaf sama
búninginn, gömlukonubúninginn. Ég
veit ekki af hverju ég valdi hann, ætli
mér hafi ekki fundist hann líkastur
fötunum þínum. Svo fékk ég að
drekka kaffi eins og þú, en það var
líklega mjólk með smávegis kaffi og
miklum sykri! Svo gerðir þú pönsur
og við spiluðum þjóf. Æ, þú varst svo
góð, amma mín, og það var alltaf svo
gott að koma til þín í Sólheimana.
Eftir að ég eltist hélt ég áfram að
koma til þín og spjalla. Ég fékk að
kynnast þér sem fullorðin manneskja
og drakk þá að sjálfsögðu alvörukaffi
með trúmannstertunni þinni sem all-
ir muna eftir. Og þú hélst áfram að
segja mér sögur en þá voru það sögur
af þínu lífi. Ég varð aldrei leið á að
heyra þig tala um fyrstu árin ykkar
afa á Hafnarhólmi, um öll börnin,
Siggu og Bjössa rífast um köttinn,
þig annast ömmu þína veika í rúminu,
með tvenna tvíbura á sama tíma og
ekki rennandi vatn í húsinu, já,
amma, þú varst kjarnakona. Þú
hugsaðir svo vel um alla í kringum
þig og áttir alltaf fallegt orð í eyra.
Elsku amma mín, takk fyrir allt.
Ég veit að þú ert hvíldinni fegin, ég
sakna þín og mun alltaf gera. Þín 
Ólína.
Elsku amma, ég þakka þér fyrir
allt og allt.
Ég er svo hreykin af þér og brosi
jafnan þegar ég hugsa til þín. Sér-
staklega eru mér minnisstæðar
stundirnar okkar saman þegar þú
komst hingað til Ameríku til að halda
upp á 80 ára, 85 ára og svo 90 ára af-
mælin þín. Það var ótrúlega gaman
hjá okkur og mikið hlegið. Við töl-
uðum um að þú kæmir næst til að
halda upp á 95 ára afmælið en það
verður öðruvísi, ég lofa því að halda
upp á það og veit að þú verður hjá
mér. Þú verður alltaf með mér, ég á
líka eins og hinir afkomendurnir ótal
muni sem þú listakonan gerðir.
Ætíð þegar ég hringdi til að láta
þig vita að við fjölskyldan værum að
koma heim til Íslands þá sagðir þú
?? en gaman, ég bíð eftir þér og við
getum farið saman í búðir og gert
eitthvað skemmtilegt?. En núna síð-
ast í nóvember þegar ég hringdi til að
segja þér frá því að við ætluðum að
koma í sumar og stoppa lengur en
vant er, þá var hljóðið annað: ?Já
elskan mín og megi Guð alltaf vera
með ykkur.? Þá vissi ég að þú ætlaðir
ekki að bíða eftir okkur, þú varst orð-
in þreytt, afi var að bíða eftir þér í
Paradís.
Ég mun minnast þín með söknuði
amma mín. Elsku pabbi, mamma og
allir afkomendur ömmu, ég sendi
ykkur samúðarkveðjur. Amma var
svo stolt af ykkur öllum.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti, sjáðu,
blíði Jesús, að mér gáðu.
(Ásmundur Eiríksson.)
Hvíl þú í friði elsku amma.
Guðbjörg Bjarnadóttir, 
Ameríku.
Elsku Rúna, amma mín, ég á erfitt
með að trúa því að þú sért farin.
Þetta gerðist eitthvað svo snöggt. Ég
var á fullu í jólaundirbúningi þegar
mamma hringdi og sagði mér að þú
værir lasin og værir komin á Landa-
kot, en yrðir heima um jólin. Tæpum
2 vikum seinna varstu svo dáin. Mikið
á ég eftir að sakna þín, elsku amma
mín.
Þú varst besta amma sem nokkur
gat hugsað sér. Svo góð og trygg.
Það eru margar góðar og notaleg-
ar minningar sem koma upp í hugann
núna.
Allra fyrsta minning mín um þig er
eins og ljósmynd. Það var þegar þú
komst einu sinni og sóttir mig í leik-
skólann. Í hvítri kápu með skær-
bleika slæðu. Mikið fannst mér þú
falleg.
Ég var svo heppin að fá að vera
mikið hjá þér og afa þegar að ég var
að alast upp og margar af mínum
bestu bernskuminningum eru tengd-
GUÐRÚN 
BJÖRNSDÓTTIR 
Kæri vinur, ekki grun-
aði mig að hægri beygjan
sem ég tók 29. desember
til að taka þig með í vinn-
una væri sú síðasta sem
tekin yrði í þeim tilgangi. En frá því
þú hófst störf í bræðslunni var það
nánast fastur liður að stoppa á Múla-
veginum og taka þig upp í bílinn. ?Ég
reyni svo að muna eftir hægri beygj-
unni? voru einmitt mín síðustu orð til
þín þegar þú steigst út úr bílnum
þann dag. 
Þrátt fyrir að vera báðir uppaldir á
Seyðisfirði og að aðeins 6 ár skildu á
milli okkar, var það ekki fyrr en við
byrjuðum að vinna saman að vinskap-
ur tókst með okkur. Það var alltaf góð
stemning í fámenna hópnum á vakt-
inni okkar. Mikið spjallað og rökrætt
en öðru fremur var það samkennd
sem einkenndi þennan litla hóp. Fyrir
rúmum tveimur árum misstum við
AÐALSTEINN SMÁRI
VALGEIRSSON
?
Aðalsteinn Smári
Valgeirsson fædd-
ist á Seyðisfirði 24.
apríl 1959. Hann lést
31. desember síðast-
liðinn og var jarð-
sunginn frá Seyðis-
fjarðarkirkju 8.
janúar.
hana Erlu og nú hefur
enn fækkað í hópnum.
Það var alltaf þægilegt
að vera nálægt þér enda
hafðirðu góð áhrif á mig.
Þú varst dulur og hljóð-
látur en léttur í lund og
reyndist mér tryggur og
góður vinur.
Þú hugsaðir vel um
börnin þín þrjú, Ísleif,
Bjarna og Hörpu og
fylgdist með þeim hvert
spor, enda voru þau stolt
þitt og yndi. Þá unnir þú
móður þinni, henni Steinunni, mikið
og varst henni ákaflega góður. Börn-
um þínum, Hildi eiginkonu þinni,
Steinunni og systkinum votta ég mína
dýpstu samúð. Minningin um góðan
dreng mun alltaf lifa.
Kom, huggari, mig hugga þú,
kom, hönd, og bind um sárin,
kom, dögg, og svala sálu nú,
kom, sól, og þerra tárin, 
kom, hjartans heilsulind, 
kom, heilög fyrirmynd,
kom, ljós, og lýstu mér,
kom, líf, er ævin þver,
kom, eilífð, bak við árin.
(Valdimar Briem.)
Stefán Pétur.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40