Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						ar þér, elsku amma mín. Þegar ég var
veik og mamma þurfti að fara í vinn-
una var voða gott að fá að vera hjá
þér og njóta umhyggju þinnar. Af
henni áttir þú nóg og það var allt látið
eftir mér. Það varst þú sem kenndir
mér að fara með bænirnar og gerðir
það alltaf með mér þegar ég gisti hjá
ykkur afa. Og áður en við fórum að
sofa fengum við okkur alltaf kvöld-
kaffi með mikilli mjólk og sykri og
dýfðum kringlu ofan í. Svo var það
alltaf hafragrautur með súru slátri í
morgunmat. Það voru ófáar sögurnar
sem þú sagðir mér og margar um lífið
á Ströndum þegar þú varst ung. Það
fannst mér alltaf mjög spennandi því
það var svo ólíkt því lífi sem ég þekkti
og einhver rómantík yfir því. Hjá þér
hitti ég reglulega frændfólkið mitt
því hjá þér var eins konar samastað-
ur okkar allra. Öllum þótti svo gott að
koma til þín.
Þú varst alltaf eitthvað að gera í
höndunum, prjóna, búa til sokka-
blóm, mála á tau, mála á kort, sauma
grímubúninga svo ekki sé minnst á
myndirnar sem þú málaðir. Og ég
naut góðs af því oft fékk ég líka að
spreyta mig.
Takk fyrir allar þessar yndislegu
minningar, amma mín. Ég veit að þú
ert þarna einhvers staðar og gætir
mín og minna.
Mig langar að lokum að fara með
bænina sem þú kenndir mér
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(S.J.)
Guð gefi að þér líði vel, amma mín.
Þín 
Guðrún Einarsdóttir (Rúna.)
Góður maður líkti lífinu eitt sinn
við golfleik. Maður spilar sínar holur,
skráir frammistöðuna, gengur upp
tröppur klúbbhússins að leik loknum
og skilar inn skorkortinu. Elsku
amma, nú hefur þú klárað þinn hring
og það með miklum sóma. Ef ég næ
að skora, þó ekki verði nema til hálfs
á við þig, þá mun ég glaður kvitta
undir mitt kort þegar þar að kemur. 
Á langri ævi hefur þú upplifað tím-
ana tvenna, gleði og sorg. Þú varst
ætíð lítillát og miklaðir ekki allt það
góða sem þú komst í verk, dróst frek-
ar úr ef eitthvað var. Þú barst höfuðið
hátt, hikaðir ekki við að takast á við
ný verkefni og allt fram til síðasta
dags fórst þú þínar leiðir á eigin for-
sendum. Þú varst okkur, fjölskyldu
þinni, glæsilegur leiðtogi og fyrir-
mynd.
Það er alltaf erfitt að kveðja ástvin
og einkennilegt til þess að hugsa að
maður eigi þess ekki lengur kost að
koma við hjá þér, amma, spjalla og
sötra kaffi umvafinn kærleika og létt-
leika. Nærvera þín var afskaplega
þægileg og ég veit að það fundu allir
sem til þín þekktu, jafnt ættingjar
sem vinir og kunningjar. Það fann ég
ekki hvað síst sjálfur þegar erfiðleik-
ar steðjuðu að og manni leið illa, þá
fann ég, amma, að þú skildir okkur
svo vel og studdir eins og þér einni
var lagið. Þó svo það sé erfitt að
kveðja, þá kveð ég ekki með sorg í
huga heldur með gleði og þakklæti.
Ég er glaður yfir því að þú hefur nú
fengið hvíld eftir frábæra frammi-
stöðu og ég er þakklátur fyrir að hafa
átt þig sem ömmu og vin.
Guðmundur Jón.
Fráfall vinkonu minnar og mág-
konu vekur í senn söknuð og minn-
ingar, um kærleiksríka vináttu. Sá
sem lifað hefur lífi sínu í vináttu og
kærleika skilur eftir sig minnisvarða
sem mölur og ryð fá ekki grandað,
það stendur eftir ljósið, sem lýsir upp
myrkur sorgarinnar.
Ég hugsa til baka með gleði í
hjarta og þakka fyrir að hafa kynnst
þér strax á unga aldri. Ef allir væru
eins og þú væri heimurinn betri.
Kveðjustundir við góða vini hafa djúp
áhrif, þau örlög verða ekki flúin. Í
kærri þökk kveð ég þig, yndislega
vinkona, sem ávallt varst veitandi
með allt sem var gott. Ég þakka einn-
ig fyrir að þú hefir losnað úr fjötrum
sjúkleika og bið Guð að blessa þig á
braut eilífðarinnar. 
Þín vinkona 
Ólöf Guðjónsdóttir
(Lalla).
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 2005 23
MINNINGAR
?
Drífa Gunnars-
dóttir fæddist á
Akureyri 25. febrúar
1942. Hún ólst upp á
Tjörnum í Eyjafirði.
Hún lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á
Akureyri 30. desem-
ber síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Gunnar Valgeir
Jónsson, bóndi á
Tjörnum í Eyjafirði,
f. á Gili í Eyjafirði 8.
júlí 1905, d. 26. des-
ember 1972, og Rósa
Halldórsdóttir, hús-
freyja á Tjörnum, f. á Vöglum í
Skagafirði 18. ágúst 1905, d. 4.
desember 1990. Systkini Drífu
eru: Jón Lúðvík, f. 12. maí 1927,
Erna, f. 6. mars 1930, Hreinn, f.
28. febrúar 1932, d. 1994, Bryndís,
f. 28. október 1934, Halldóra, f. 8.
desember 1938, Hrafnkell, f. 5.
desember 1943, d. 1950, Hörður, f.
15. september 1945, Ármann, f. 3.
janúar 1949 og
Skúli, f. 17. febrúar
1952, d. 1977. 
Drífa giftist á að-
fangadag jóla 1962
Skildi Tómassyni, f.
19. október 1938.
Þau eignuðust tvær
dætur, þær eru:
Hulda Tómasína, f.
19. janúar 1964, og
Harpa, f. 19. septem-
ber 1967. Drífa og
Skjöldur bjuggu á
Akureyri til 1979 en
slitu þá samvistum.
Drífa fluttist sama
ár til Reykjavíkur og vann lengst
af í Útvegsbankanum og síðar í Ís-
landsbanka. Árið 1998 fluttist hún
aftur til Akureyrar til að búa
nærri dætrum sínum og hugsa um
barnabarnið Drífu Sól, f. 16. mars
1994.
Drífa verður jarðsungin frá Ak-
ureyrarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Drífa sagði mér oft frá því hve fast
ég hélt í fingurinn hennar þegar hún
heilsaði mér í fyrsta skipti nokkurra
daga gamalli. Það var mjög sérstakt
þegar hún rifjaði upp ýmis lítil atvik
sem þessi. Stundum var eins og sög-
urnar sem hún sagði hefðu gerst í
gær. Lýsingar hennar á ýmsum at-
burðum, hvort sem um var að ræða
gleði eða sorg, gerðu frásögnina lif-
andi og minnisstæða. Strax sem lítið
barn skynjaði ég sterkt trú Drífu á
Guð. Þótt hún hafi ekki haft svo mörg
orð um trúna við mig á þeim tíma
fann ég fyrir þessari sterku trú í
notalegri nærveru hennar. Einnig
kom hún fram í ótal mörgum falleg-
um munum sem hún gaf sínum nán-
ustu, má þar nefna krossa og engla
sem oft birtust í gjöfum frá henni.
Þegar ég varð eldri var ég svo heppin
að eiga margar og skemmtilegar
samræður við Drífu sem staðfestu
þessa tilfinningu mína sem barn. Það
voru margar góðar stundir við eld-
húsborðið hjá henni. Ósjaldan náði
umræðuefnið út fyrir jarðlífið, vanga-
veltur um lífið, tilveruna og ljósið.
Bænin var henni einnig kær. Fjöl-
margar bæði fallegar og spaugilegar
hugmyndir kviknuðu varðandi hvað
við tækjum okkur fyrir hendur hinum
megin. Það var nefnilega stutt í húm-
orinn hjá Drífu. 
Mig langar að láta fylgja eitt af
uppáhaldsljóðum Drífu með þökk
fyrir allar góðu stundirnar.
Ljúfasta gleði allrar gleði
er gleði yfir því sem er alls ekki neitt,
engu sem er þér í valdi eða í vil,
gleði yfir öllu, gleði yfir engu,
gleðin; að vera til.
Þyngsta sorg allrar sorgar 
er sorg yfir því, sem er alls ekki neitt
hvorki yfir vitneskju, gruni eða gerð,
sorg af því einu: að þú ert og hrærist 
á einhverri torskildri ferð.
Sælan er dís þinna drauma
dýpsta allrar sælu þér gaf,
býr ekki í faðmlagsins flöktandi yl,
nei, það er sælan með sjálfum þér einum,
sælan: að hún er til.
(Axel Juel.)
Kæru frænkur, Hulda, Harpa og
Drífa Sól, innilegar samúðarkveðjur,
Guð veri með ykkur.
Vala Björt Harðardóttir.
Við fráfall elskulegrar móðursyst-
ur minnar streyma fram margar fal-
legar og góðar minningar. Fallega,
brosandi Drífa teinrétt og ber höfuðið
hátt. Þín fallega rithönd og hlýja
faðmlag koma upp í hugann. Við átt-
um sama afmælisdag og oftast
hringdir þú 25. febrúar með afmæl-
isóskir. Þín er sárt saknað af ástvin-
um, frænka mín elskuleg.
Ég bið algóðan Guð að umvefja þig
í nýjum heimkynnum.
Þótt ég sé látinn, harmið mig 
ekki með tárum, hugsið ekki um 
dauðann með harmi eða ótta. Ég er 
svo nærri, að hvert eitt tár ykkar 
snertir mig og kvelur, þótt látinn 
mig haldið. En þegar þið hlæið og 
syngið með glöðum hug, lyftist sál 
mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð 
og þakklát fyrir allt sem lífið gefur 
og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði 
ykkar yfir lífinu. 
(Kahlil Gibran.)
Minning þín lifir.
Guðbjörg Haraldsdóttir.
?Að kunna að gefa er náðargjöf.?
Hér sit ég með bók í hendi sem
fjallar um ástina. Þessa bók fékk ég
að gjöf frá Drífu frænku minni í októ-
ber 2003. Mér finnst það einhvern
veginn ekki passa að ég sé að skrifa
minningargrein um frænku mína sem
ég hélt að myndi verða svo miklu
lengur með okkur. Drífa átti við mikil
veikindi að stríða í nokkur ár. Hún
lést úr krabbameini hinn 30. desem-
ber síðastliðinn eftir erfiða sjúkdóms-
legu. Ég á margar yndislegar minn-
ingar frá því ég var ung og var að fara
til Akureyrar í heimsókn til frænku.
Faðmur hennar var ætið opinn og
hlýju og ástúð sýndi hún svo sann-
arlega í verki. Heimili Drífu, Skjaldar
og dætranna í Hamragerði stóð ávallt
opið okkur sem að sunnan komum.
Enda ákvað ég að flytja til Akureyrar
þegar ég yrði stór bara vegna þess að
Drífa frænka bjó þar. Ég er reyndar
ekki flutt enn ?
Drífa og Skjöldur slitu samvistum
og flutti Drífa suður með Huldu og
Hörpu og bjó þeim heimili í Reykja-
vík. Drífa festi kaup á íbúðum í
Barmahlíð, Hvassaleiti og Laufás-
vegi. Drífa starfaði lengstan sinn
starfsaldur hjá Íslandsbanka í Lækj-
argötu. Lífsganga Drífu var oft þyrn-
um stráð og fór hún ekki varhluta af
erfiðleikum í lífinu.
Tvisvar varð hún fyrir því að heim-
ili hennar brann til kaldra kola, í
fyrra skiptið var hún þriggja ára en í
það seinna átta ára. Markaði það djúp
spor í sálarlíf hennar. Árið 1998 urðu
aftur tímamót í sögu Drífu því þá
flutti hún aftur til Akureyrar ásamt
Huldu dóttur sinni sem þá hafði fest
kaup á húsi í Þingvallastræti. Drífa
undi hag sínum vel og átti barnabarn-
ið Drífa Sól ekki síst stóran þátt í því.
Drífa elskaði börn, dýr, blóm og ljóð.
Það fannst henni það fegursta í lífinu.
Englar og fílar voru í miklu uppáhaldi
hjá henni sem sýndi sig á heimilinu og
margar gjafir báru vitni um. Ég sé
hana í anda þegar hún hefur bankað
upp á hjá Lykla-Pétri. 
Amma, afi, bræðurnir og pabbi
minn hafa tekið vel á móti henni en
jafnframt ávítað hana fyrir að koma
svona fljótt.
Hafðu þökk fyrir allt. Sofðu rótt.
Þín frænka 
Rósa Rútsdóttir.
Loka augunum.
Leita að orðum sem lýsa bernskuminn-
ingum er svo lifandi birtast í huga mér, man
brosið svo einlægt og hlýtt. 
Finn hönd strjúka vanga létt og blítt, líkt og
er fannhvít drífan frá himnum svífur til
jarðar, man faðmlagið svo kærleiksríkt.
Heyri sögurnar þínar, ljúfan hláturinn.
Á köldum vetrardegi minningin ylur er.
Ásta Hrönn Harðardóttir.
Nokkur minningabrot um föður-
systur mína Drífu.
Drífu minnist ég hvað mest fyrir
góðvild og hlýhug í garð manna og
ekki síst dýra. Hún kom oft og dvaldi
hjá okkur í sveitinni á Halldórsstöð-
um. Eitt sumarið áttum við tvær
hænur og einn hana mér sjálfri til lít-
illar ánægju. Drífa var hins vegar
mjög hrifin af þeim og gaf þeim
óspart að éta, meira að segja kenndi
hananum að éta uppi á tröppum
þannig að ég varð að finna aðra út-
gönguleið. Eitt vorið var ær úti við
sem hafði lamast að aftan við burð.
Drífa sá alveg um að gefa henni, fann
fóðurblöndupoka og fór að lauma til
hennar mat. Stundum oft á dag, en
eitt veit ég að það gekk hratt á fóð-
urblöndupokann. Ærin stóð fljótt upp
og Drífa þakkaði sér og fóðurblönd-
unni. Oftar en ekki laumaðist hún eft-
ir matartíma og gaf hundunum af-
gangana. Þegar Drífa kom í sveitina
kom hún aldrei tómhent heldur var
búin að safna matarafgöngum handa
hundunum. Ófáa kaffibollana var ég
búin að drekka hjá henni í Þingvall-
astrætinu, hún var alltaf til staðar og
gott að koma til hennar. Ósjaldan var
Bjarney dóttir mín búin að stoppa hjá
henni og spillti nú ekki fyrir ef Drífa
Sól var hjá ömmu sinni. Drífa Sól var
augasteinn ömmu sinnar og bar hún
hag hennar ávallt fyrir brjósti.
Á liðnu hausti fóru þær nöfnurnar
og Hulda út til Mallorca. Var sú ferð
Drífu afskaplega ánægjuleg en svolít-
ið erfið því veikindi hennar voru orðin
meiri en hún og aðrir gerðu sér grein
fyrir.
Nú hefur þú kvatt þennan heim og
leitað á vit óþekktra ævintýra laus
undan öllum þjáningum. Inn í heim
sem er okkur framandi en sveipaður
birtu og hlýju.
Ég sé þig fyrir mér baðaða skæru
ljósi þar sem foreldrar þínir og bræð-
ur taka á móti þér af hlýju og um-
hyggju.
Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð
hjartans þakkir fyrir liðna tíð
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiðir sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Innilegar samúðarkveðjur til Huldu,
Hörpu, Drífu Sólar og annarra ást-
vina.
Blessuð sé minning þín.
Rósa S. Hreinsdóttir 
og fjölskylda.
Drífa, vinkona mín, lést 30. desem-
ber sl. Hún varð oft fyrir þungum
áföllum um ævina. Trú hennar á Guð
og hið góða fleytti henni í gegnum
andstreymi tilverunnar. Hún var
einnig sannfærð um líf eftir dauðann
og endurfundi við látna ástvini.
Fyrir u.þ.b. fimm árum greindist
hún með illvígan sjúkdóm, sem að
lokum hafði betur. Þótt hún gengi
ekki heil til skógar átti hún góðan
tíma með Huldu dóttur sinni og Drífu
dótturdóttur. Á liðnu sumri dvöldu
þær þrjár í vikutíma í sumarhúsi á
Suðurlandi og aðra viku á Spáni nú á
haustdögum. Þessar samvistir voru
þeim öllum dýrmætur tími.
Nú að leiðarlokum höfum við þrjár
æskuvinkonur Drífu rifjað upp löngu
liðna atburði og minnumst gömlu
góðu daganna með gleði og jafnframt
söknuði.
Drífa var hugguleg, skemmtilegur
og góður félagi, sem ætíð hafði svar á
reiðum höndum. Hún var elst af okk-
ur og við hinar yngri litum upp til
hennar. Okkur fannst gott og gaman
að vera í návist hennar.
Á barnaskólaárum okkar áttum við
góða daga á Möðruvöllum hjá Diddu
vinkonu okkar og hennar fólki.
Stundum læddumst við þrjár niður í
búr á kvöldin og kræktum okkur í
mjólkurkex, stungum því í vasann og
mauluðum það undir sænginni. Þetta
ágæta kex kallaði Drífa ?vasakex?.
Eitt sinn ákváðu nokkrir krakkar
að fara í reiðtúr fram á Eyjafjarð-
ardal og skyldi hópurinn hittast á
Tjörnum. Drífa og Höddi bróðir
hennar ætluðu með. Drífa fékk gráa
meri til reiðar, sem hún treysti mjög
takmarkað. Hópurinn var naumast
lagður af stað þegar Grána um-
hverfðist og rauk. Mjög fljótlega
sneri hún við og hljóp upp bæjarhól-
inn í átt til bæjar. Þegar upp kom
beygði hún til norðurs og stefndi
fram af honum, þar sem hann var
brattastur. Þá var Drífu nóg boðið og
henti sér af baki á réttu augnabliki.
Svo mikil var ferðin á þeim að Drífa
rann á fleygiferð niður hólinn, en
Grána hvarf á bak við hann með
flaksandi hnakklöfin. Drífa stóð snar-
lega á fætur og kom til okkar, þar
sem við biðum með öndina í hálsinum.
?Þessu átti ég von á,? sagði hún. Nú
varð Brúnka frá Kálfagerði reiðskjóti
þeirra systkina og skilaði hún knöp-
um sínum farsællega á leiðarenda.
Á Tjörnum voru mörg börn sem
þurfti að fæða og klæða. Því þurfti að
fara vel með svo endar næðu saman,
en þannig var það hjá þorra fólks á
þessum árum. Enda var þá öldin önn-
ur en nú er. Innflutningshöft og vöru-
skömmtun var bæði á erlendum og
innlendum vörum.
Rósa móðir Drífu var mikil hann-
yrða- og saumakona sem nýtti vel
hvern efnisbút og gamla flík. Fyrir
bragðið var klæðnaður Tjarnasystk-
ina litríkari og nútímalegri en við átt-
um að venjast og allar flíkur fóru vel.
Ung að árum fór Drífa að sauma og
prjóna föt á sig og jafnvel gefa öðrum.
Fyrir hálfri öld voru margir bæir
án vegasambands og þar á meðal
Tjarnir, sem eru fremsti bær í Eyja-
fjarðarsveit austan Eyjafjarðarár. Á
þessum árum voru mjólkurbílarnir
helstu samgöngutæki í mörgum
sveitum, fluttu mjólk, vörur og fólk.
Endastöð mjólkurbílsins var í Torfu-
felli. Ef Tjarnafólk ætlaði að notfæra
sér mjólkurbílinn til ferðalaga þurfti
það að fara yfir Eyjafjarðará sem
rennur við túnfótinn á Tjörnum og
var oft á tíðum erfiður farartálmi.
Síðan þurfti að ganga á fjórða kíló-
metra. Í náttmyrkri, frosti og ófærð
var það erfið för. Mjólkurbíllinn lagði
af stað frá Torfufelli kl. sjö að morgni.
Þegar þannig stóð á hefur Tjarnafólk
orðið að taka daginn snemma.
Drífa var góður teiknari og enn
geyma sveitungar hennar myndir,
jóla- og afmæliskort sem hún teiknaði
á unga aldri og sendi vinum sínum.
Hún var náttúruunnandi og mikill
dýravinur. Þá hafði hún mikið yndi af
ræktun blóma og jurta.
Að leiðarlokum þakka ég vináttuna
og samfylgdina fyrr og síðar. Huldu,
Hörpu og Drífu sendi ég innilegar
samúðarkveðjur og bið Guð að varð-
veita þær.
Inga.
DRÍFA
GUNNARSDÓTTIR
Minningarkort
Minningar- og
styrktarsjóðs
hjartasjúklinga
Sími 552 5744
Gíró- og kreditkortaþjónusta
LANDSSAMTÖK
HJARTASJÚKLINGA
A
u
gl.
Þ
ó
r
h.
1
270
.9
7
Erfidrykkjur
Salur og veitingar
Félagsheimili KFUM & KFUK
Holtavegi 28, 104 Reykjavík.
Upplýsingar í síma 588 8899.
www.kfum.is

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40