Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						24 MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
?
Indriði Sigurðs-
son fæddist 22.
apríl 1924. Hann lést
á líknardeild Land-
spítala ? háskóla-
sjúkrahúss í Kópa-
vogi 31. desember
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Sigurð-
ur Jónsson, skáld og
kennari frá Brún, f.
3. janúar 1898, d. 2.
desember 1968, og
Indíana Guðrún
Kristjánsdóttir, f. 25.
júlí 1895, d. 22. apríl
1924. Sigurður
kvæntist aftur Þorgerði Stefáns-
dóttur, d. 14. desember 1940.
Þeim fæddist einn sonur sem lifði
aðeins fáeina daga. Indriði var al-
inn upp hjá Helgu móðursystur
sinni, f. 16. júní 1893, d. 11. júlí
1984, og Arnóri Sigurjónssyni
manni hennar, f. 1. maí 1893, d.
25. mars 1980. Fóstursystkini
Indriða voru Steinunn, f. 13. ágúst
1923, Erlingur, f. 7. október 1924,
Sighvatur, f. 2. ágúst 1926, Sól-
veig, f. 25. maí 1928, Ingunn, f. 16.
maí 1930, d. 21. júní 1961, og Arn-
þrúður, f. 24. júní 1932.
Indriði kvæntist 4. ágúst 1956
Svövu Jennýju Þor-
steinsdóttur, f. 27.
júní 1924. Þau eign-
uðust tvö börn. 1)
Guðrún, f. 18. októ-
ber 1957, gift Stef-
áni Haraldssyni, f.
26. september 1958,
dætur þeirra eru
Helga Jenný, f. 14.
júlí 1980, og María
Rún, f. 3. desember
1991. 2) Sigurður, f.
30. júní 1959, kvænt-
ur Sólveigu Kristins-
dóttur, f. 29. apríl
1956, börn þeirra
eru Indriði Svavar, f. 23. mars
1990, Sigurður Rúnar, f. 3. janúar
1993, og Ingibjörg Steinunn, f. 8.
ágúst 1994.
Indriði vann víða um heim á
millilandaskipum á árunum 1944
til 1956. Hann var síðan bréfberi í
Reykjavík til 1963 þegar hann hóf
störf í vöruafgreiðslu Flugfélags
Íslands þar sem hann starfaði þar
til hann lét af störfum 1992. Síð-
ustu árin hafði Indriði mikinn
áhuga á ættfræði.
Útför Indriða verður gerð frá
Dómkirkjunni í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Í dag kveðjum við fósturbróður
minn, Indriða Sigurðsson. Sumar-
daginn fyrsta, síðastliðið vor, áttum
við systkinin með honum og fjöl-
skyldu hans yndislegan dag við Álfta-
vatn. Þá varð hann áttræður. Svona
er oft stutt á milli gleði og saknaðar.
Indriði var sonur Sigurðar Jóns-
sonar, kennara og rithöfundar, frá
Brún í Svartárdal og konu hans Guð-
rúnar Kristjánsdóttur, sem alin var
upp í Fnjóskadal. Stóðu að þeim hjón-
um góðar húnvetnskar og þingeyskar
bændaættir.
Indriði fæddist á Akureyri, en var
aðeins daggamall þegar móðir hans
lést. Var þá mikill harmur kveðinn að
föður hans Sigurði, sem var einstakur
maður og eftirminnilegur og skáld
gott, eins og segir í Ættum Þingey-
inga. Hann var einnig landskunnur
hestamaður og ferðagarpur. Þótt
komin væru sumarmál á dagatalinu
1924 þegar Indi fæddist var langt frá
því að sumarið væri komið og ekki
fært með kornabarn að Laugum í
Þingeyjarsýslu. Þar voru foreldrar
mínir Arnór Sigurjónsson og Helga
Kristjánsdóttir við skólastjórn Al-
þýðuskólans, eins og skólinn var þá
nefndur. Mamma var eina systir Guð-
rúnar hérlendis, en Herdís systir
þeirra fluttist til Kanada um ferming-
araldur. Strax og snjóa leysti og vegir
voru orðnir sæmilega færir var komið
með Indriða, hann var þá orðinn
þriggja vikna gamall. Fyrir áttu þau
Helga og Arnór þá níu mánaða dótt-
ur, en í október sama ár eignaðist
mamma son. Á fjórtán mánuðum
höfðu þeim því hlotnast þrjú lítil börn.
Eins og öðrum börnum þótti mér
gaman að hlusta á ævintýri. Stundum
sagði mamma okkur ævintýri, eins og
aðrar góðar mömmur. Lýsingin á því
þegar Indi kom, vafinn inn í þykkt
teppi, svo rétt sást í dökkan hárlubb-
ann, fannst mér vera eitt af ævintýr-
unum. Þegar hún vafði teppinu var-
lega utan af honum sá hún þennan
fallega dreng.
Indriði ólst upp í nokkuð stórum
barnahóp, því alls urðum við börnin
sjö. Þegar of þröngt varð um fjöl-
skylduna í skólahúsinu keypti pabbi
jörðina Hjalla, sem er sunnar í
Reykjadalnum og ráku foreldrar
mínir þar nokkurn búskap með að-
stoð ráðsmanns og kaupakvenna.
Uppeldi ungra barna hvíldi þá mest á
herðum mæðranna, en á þeim árum
höfðu þær oft vinnukonur eða hjálp-
arstúlkur. Svo var það einnig hjá
mömmu, enda var hún við kennslu
fyrstu hjúskaparárin á Laugum. Indi
féll vel inn í barnahópinn, sem var
stundum nokkuð ærslafenginn og
uppátektasamur, en sjálfur var hann
rólynt barn, en þótti oft svo skemmti-
legur í tilsvörum að þau voru lengi í
minnum höfð. Ég held að mömmu
hafi ekki þótt síður vænt um Inda en
okkur hin og ef eitthvað fór úrskeiðis
með samkomulagið fannst mér hún
oftast standa með honum.
Þegar Indi var níu ára fluttist fjöl-
skyldan til Reykjavíkur, en flest vor-
um við börnin í sveit á sumrin hjá ætt-
ingjum eða vinum í Þingeyjarsýslu.
Indriði var í Fjósatungu í Fnjóskadal
hjá Ingólfi Bjarnarsyni alþingis-
manni og konu hans Guðbjörgu Guð-
mundsdóttur og átti hann þar góða
vist.
Þegar til Reykjavíkur kom áttum
við fyrst heima á Sjafnargötu 4 og
fóru því elstu börnin í Austurbæjar-
skólann, en eftir fyrsta árið fluttum
við í Vesturbæinn, svo þá gengum við
í Miðbæjarskólann. Seinna fór svo
Indriði í Ingimarsskólann við Lind-
argötu, sem var gagnfræðaskóli.
Sjaldan leiddi ég hugann að því að
Indriði væri ekki bróðir minn, en að
einu leyti hafði hann þó mikla sér-
stöðu, en það var þegar hann fermd-
ist. Við systkinin vorum skírð en ekki
fermd, en Indriði vildi fermast og
sjálfsagt hefur það líka verið vilji föð-
ur hans. Hann fermdist í Dómkirkj-
unni og ég var stolt af þessum stóra
myndarlega bróður mínum, sem séra
Bjarni fermdi með sinni rámu og sér-
stöku rödd.
Fjölskylda okkur flutti aftur norð-
ur í Þingeyjarsýslu vorið 1942. Þá
keypti pabbi Þverá í Fnjóskadal.
Indriði var orðinn átján ára, svo nú
skildi leiðir. Þó man ég eftir honum í
heyskapnum á Þverá einn sumarpart.
Fljótlega upp frá þessu gerðist Indr-
iði farmaður og vann á íslenskum
vöruflutningaskipum, sem sigldu
landa á milli, en seinna komst hann á
bandarísk skip. Þá leið oft langt á
milli bréfa og mamma fór að hafa
áhyggjur af drengnum sínum.
Sunnudagsmorgun einn sumarið
1954 var dyrabjöllunni hringt á Víði-
mel 40, en foreldrar mínir voru þá aft-
ur fluttir til Reykjavíkur. Úti stóð
brosleitur ungur maður, snöggklippt-
ur á ameríska vísu. ?Þekkirðu mig
ekki, mamma?? spurði hann. Þarna
var Indriði kominn og hafði svalað
ævintýraþránni að fullu. Hann fór
ekki aftur á sjó, en bjó um tíma hjá
pabba og mömmu á Víðimelnum, en
fljótlega fór hann til Sigurðar föður
síns, sem einnig var þá fluttur í höf-
uðborgina. Indriði var um skeið bréf-
beri, en áður en langt um leið fékk
hann vinnu við afgreiðslustörf hjá
vöruflutningum Flugfélags Íslands
og þar vann hann mestan hluta
starfsævi sinnar. Hann var traustur
og góður starfsmaður.
Ekki leið á löngu þar til hann fann
sér lífsförunaut og var farsæll í vali
sínu. Hann kvæntist 4. ágúst 1956
Svövu Jenný Þorsteinsdóttur, hár-
greiðslukonu frá Akureyri, og eign-
uðust þau börnin Guðrúnu og Sigurð.
Guðrún er lyfjafræðingur en starfar
einnig við leirmunagerð og er þekkt
fyrir listræna og fallega muni en Sig-
urður er lærður húsgagnasmiður og
hagur í höndum. Þetta er samhent og
góð fjölskylda og nú hafa bæst í hóp-
inn tengdabörn og barnabörn, sem
skipað hafa stóran sess hjá afa og
ömmu. Sigurður frá Brún bjó síðustu
árin með syni sínum, en hann lést 2.
des. 1968, sjötugur að aldri.
Við systkinin höfum lengi búið
fjarri hvert öðru, svo stundum var
langt milli funda, en þegar við komum
á fallegt heimili þeirra hjóna á Holts-
götu 41, nú í seinni tíð, kom húsbónd-
inn gjarna út úr sínu herbergi þar
sem hann hafði setið yfir tölvunni og
verið að grúska í ættfræði. Hann tók
upp á þessu þegar hann hætti störf-
um, eða kannski var hann að lesa ein-
hvern þjóðlegan fróðleik, en á honum
hafði hann lengi haft áhuga. Indriði
las mikið og fylgdist vel með þjóðmál-
um, hann var ekki mikill mál-
skrafsmaður, en stutt í góðlátlega
glettni og hann var góður heim að
sækja. Hjá Svövu fengum við svo ilm-
andi kaffi með nýbökuðu meðlæti.
Við munum sakna Inda, en eftir lif-
ir minningin um góðan dreng. 
Solveig Arnórsdóttir.
INDRIÐI 
SIGURÐSSON 
Morgunblaðið birtir minningargrein-
ar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið
í fliparöndinni ? þá birtist valkostur-
inn ?Senda inn minningar/afmæli?
ásamt frekari upplýsingum).
Skilafrestur Ef birta á minningar-
grein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför
hefur farið fram eða grein berst ekki
innan hins tiltekna skilafrests er ekki
unnt að lofa ákveðnum birtingardegi.
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd Minningargreinar séu ekki
lengri en 2.000 slög (stafir með bil-
um - mælt í Tools/Word Count). Ekki
er unnt að senda lengri grein. Hægt
er að senda örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim
sem kvaddur er virðingu sína án þess
að það sé gert með langri grein. Ekki
er unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Formáli Minningargreinum fylgir for-
máli, sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýsing-
ar um hvar og hvenær sá, sem fjallað
er um, fæddist, hvar og hvenær hann
lést, um foreldra hans, systkini, maka
og börn og loks hvaðan útförin fer
fram og klukkan hvað athöfnin hefst.
Ætlast er til að þetta komi aðeins
fram í formálanum, sem er feitletr-
aður, en ekki í minningargreinunum.
Minningargreinar
?
Lovísa Júlíus-
dóttir fæddist 12.
september 1914.
Hún lést á Landspít-
ala í Fossvogi 29.
desember síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Júlíus Jóns-
son, f. 23. júlí 1885,
d. 16. ágúst 1975, og
Kristín Stefánsdótt-
ir, f. 29. maí 1891, d.
31. desember 1958.
Systkini Lovísu eru:
Þorvarður f. 30. júlí
1913, d. 20. nóvem-
ber 1991, Stefán
Halldór, f. 26. september 1915, d.
9. desember 1980, Jón, f. 8. apríl
1917, d. 11. maí 1917, Jón Valberg,
ber 1948, börn þeirra eru: a)
Magnús, f. 30. júní 1971, í sambúð
með Sigríði Svanborgardóttur, f.
13. ágúst 1971, sonur þeirra Val-
þór Viggó, f. 15. september 2004,
fyrir átti Magnús dótturina Mar-
gréti Rán, f. 7. maí 1992, móðir
hennar er Jóna G. Guðmundsdótt-
ir, f. 18. ágúst 1970. b) Sigrún, f. 1.
ágúst 1972, í sambúð með Valdi-
mar Þorsteinssyni, f. 30. júlí 1968,
sonur þeirra er Bjarni Valur, f. 3.
júlí 2002. c) Eyrún, f. 3. apríl 1984,
í sambúð með Gesti Erni Ákasyni,
f. 7. mars 1983. 2) Kristín, f. 9. jan-
úar 1958.
Lovísa ólst upp í föðurhúsum í
Hítarnesi til 18 ára aldurs, þá flutti
hún til Hafnarfjarðar og vann þar
við fatasaum á vetrum en á sumrin
var hún í kaupavinnu til sveita.
Einnig kenndi hún sauma á saum-
anámskeiðum á Suðurlandi.
Útför Lovísu fer fram frá Hafn-
arfjarðarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
f. 18. ágúst 1918, Hall-
dóra, f. 29. maí 1920,
d. 23. október 2004,
Valtýr, f. 15. mars
1923, d. 26. apríl 2003,
Laufey, f. 8. maí 1925,
Unnur, f. 25. apríl
1928, Aðalsteinn, f. 2.
september 1931, d. 8.
febrúar 1958 og Páll,
f. 20. desember 1934,
d. 9. desember 1987.
Hinn 23. júlí 1949
giftist Lovísa Magnúsi
Þórðarsyni, frá Haga-
vík í Grafningi, f. 21.
júní 1902, d. 6. desem-
ber 1982. Dætur þeirra eru: 1)
Guðrún, f. 11. janúar 1950, gift
Valþóri Sigurðsyni, f. 27. septem-
Elsku móðir mín!
Ég þakka þér fyrir mig á lífsleið-
inni, margs ber að minnast og þakka
fyrir. Nú á síðasta ári voru merkir at-
burðir fyrir hana móður mína, fyrst
12. september þegar hún hélt upp á
90 ára afmælið, sem hún var mjög
ánægð með og eins þegar yngsta
langömmubarnið hennar, Valþór
Viggó, var skírt 20. nóvember, en
hann fæddist 15. september þessir
atburðir standa upp úr á árinu 2004.
Um leið og ég kveð þig, móðir mín,
þakka ég fyrir allt gamalt og gott. 
Hvíl í friði.
Starfsfólki Hrafnistu í Hafnarfirði
og Landspítala í Fossvogi eru sendar
kveðjur og þakklæti.
Þín dóttir 
Kristín Magnúsdóttir.
Nú hefur hún Lovísa tengdamóðir
mín kvatt þennan heim. Það var
haustið 1969 sem ég kynntist fyrst
tilvonandi tengdaforeldrum mínum:
Lovísu Júlíusdóttur og Magnúsi
Þórðarsyni og voru þau kynni strax
frá fyrsta degi ánægjuleg og gefandi.
Þar á heimili ríkti traust og vinátta,
sem einkenndi þeirra viðmót alla tíð.
Lovísa var einstaklega barngóð og
var það ávallt fagnaðarefni hjá börn-
unum að heimsækja ömmu og voru
þær ófáar pönnukökurnar og annað
góðgæti sem hún bakaði fyrir okkur,
í gegn um árin.
Alla tíð hafði Lovísa sterkar
taugar til æskustöðvanna í Hítarnesi
og var einstaklega gaman að hlusta á
frásagnir hennar úr sveitinni. Hún
hafði mjög ákveðnar skoðanir á
mönnum og málefnum og fór ekki í
launkofa með þær, sem sést best á
því að hún hringdi bæði í alþingis-
menn og þáttastjórnendur til að
segja þeim hvað betur mætti fara í
þjóðfélaginu og stakk þá gjarnan að
þeim vísukorni í lokin. Já þær eru
margar vísurnar sem hún tengda-
mamma orti sér og öðrum til ánægju
gegnum tíðina. Lovísa var mjög
frændrækin og bar sterkar taugar til
síns fólks. Hún kvaddi sátt við þenn-
an heim og skilur eftir sig ljúfar
minningar í mínum huga. 
Hafðu þökk fyrir 35 ára trausta
samfylgd.
Valþór Sigurðsson.
Í dag kveð ég hana elsku ömmu
mína og minningarnar koma upp í
huga mér því margs er að minnast.
Margt var brallað á Skúlaskeiðinu
hjá ömmu og afa. Ekki stóð á ömmu
þegar maður kom í heimsókn að baka
pönnukökur, kleinur, rúsínukökur
eða að steikja fiskibollur og fylgdist
ég ávallt spennt með og fékk að taka
fullan þátt í þessu malli. Sláturgerð
hjá ömmu var ávallt fagnaðarefni
fyrir mig sem barn; allir voru nýttir
sem vettlingi gátu valdið til að
hreinsa vambir, brytja mör og sauma
keppina saman. Þröngt var setið í
litla eldhúsinu hennar ömmu þá.
Amma prjónaði alla tíð mikið og átt-
um við systkinin vettlinga og sokka í
bunkum sem amma hafði prjónað og
ef einhver tá stóð út úr sokk var
amma alltaf rokin til með nál og
tvinna að stoppa í. Amma hafði alla
tíð sítt hár sem hún fléttaði og vafði
upp í kórónu en þegar ég fór að læra
hárgreiðslu og vantaði bylgjumódel
stóð ekki á ömmu að klippa flétturn-
ar af svo ég gæti æft mig og varð
þetta bylgjustand okkar til þess að
við áttum notalega stund saman einu
sinni í viku í tíu ár sem var líka notuð
í ljóðalestur og skraf. Amma átti ekki
í vandræðum með að snara fram einu
ljóði eða svo. Hún fór heldur ekki
dult með skoðanir sínar á mönnum
og málefnum og hikaði ekki við að
hringja í alþingismenn, umferðarráð
eða vímulausa æsku ef henni fannst
eitthvað þurfa að bæta við um-
ræðuna og sendi þeim jafnan vísu
með. Í afmælis- og jólakortum frá
ömmu fylgdi jafnan vísa með og er
mér ein minnisstæð úr gömlu jóla-
korti og er hún svona:
Sigrún engan fákin fann
fer þó létt um teigi.
Ekki heldur ekta mann
oft er ljón á vegi.
Elsku amma, ég vil að lokum
þakka þér samfylgdina og megi Guð
vera með okkur öllum.
Sigrún Valþórsdóttir.
Elsku amma mín.
Þó að þú værir komin á þennan
aldur er erfitt að trúa því að þú sért
farin. Þú varst búin að vera svo ótrú-
lega hraust þangað til um jólin. Ég
mun aldrei gleyma því sem þú sagðir
við mig í síðustu heimsókninni minni
til þín á Hrafnistu þar sem þú í raun
kvaddir mig, þú hefur örugglega
fundið á þér að þinn tími væri að
nálgast.
Amma Lóa í Hafnarfirði var mikið
fyrir gamla háttinn eins og hún hafði
alist upp við og mynd sem situr fast í
huga mér er af ömmu í þjóðbúningn-
um sínum sem hún bar svo tignar-
lega. Amma hafði líka framan af
mjög sítt og fallegt hár sem hún flétt-
aði í kórónu, þetta þótti mér rosalegt
sem lítilli stelpu og montaði mig oft
af hárinu á ömmu við aðrar stelpur.
Hárið var hennar yndi og hún fussaði
oft yfir því hvað fólk væri nú að gera
við hárið á sér nú til dags. 
Þegar ég var lítil var ég stundum í
pössun hjá ömmu og man þá eftir
henni við eldavélina að elda eitthvað
ógurlega gott og náttúrulega ís eða
pönnukökur í eftirrétt og að hafa gist
á bláa sófanum hennar ömmu. Amma
var nú líka fræg fyrir prjónaskap
sinn. Hún var alltaf að færa okkur
systkinunum vettlinga og sokka, svo
þegar maður varð eldri reyndi hún
eitthvað að kenna manni handtökin.
Hjá ömmu var alltaf hlýtt og notalegt
að vera, þar leið manni vel, dótið var
alltaf á vísum stað og nóg af hirslum
að gramsa í. 
Amma var góð í að setja saman
vísur og um hvert afmæli mátti mað-
ur búast við lítilli vísu um afmælis-
barnið inni í kortinu. Hún var aldrei
stoltari en þegar ljóðin hennar voru
lesin upp í veislum eða samkvæmum
og nú eigum við sem eftir erum þenn-
an mikilvæga fjarsjóð um ömmu,
hvað hún var að hugsa hverju sinni. 
Ég er mjög þakklát fyrir þær
minningar sem ég á um þig amma
mín og ég mun varðveita þær að ei-
lífu.
Þitt barnabarn
Eyrún.
LOVÍSA 
JÚLÍUSDÓTTIR 

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40