Morgunblaðið - 10.01.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.01.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 2005 25 MINNINGAR ✝ Karl Torfasonfæddist á Garðs- enda í Eyrarsveit 31. júlí 1932. Hann and- aðist í Borgarnesi 27. desember síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Torfi Ill- ugason Hjaltalín bóndi á Garðsenda, f. 22.7. 1895, d. 30.5. 1953 og Ingibjörg Finnsdóttir kona hans, f. 30.6. 1893. d. 21.2. 1974. Karl var yngstur tíu systkina sem upp komust og eru sex þeirra enn á lífi, en tvær systur létust í frumbernsku. Karl kvæntist 24. október 1953 Ingibjörgu Júlíusdóttur, f. 23. júní 1934. Foreldrar hennar voru Júl- íus Ágúst Helgason, verslunar- maður í Reykjavík, f. 14.7. 1904, d. 6.8. 1936, og Laufey Jóndóttir frá Vöðlakoti í Gaulverjabæjarhreppi vann á jarðýtu víða um Borgar- fjörð þar til hann flutti til Stykk- ishólms vorið 1955. Vann síðan frá Vélasjóði víða um land á sumrum og ýmis störf í Stykkishólmi yfir veturinn. Árið 1963 gerðist hann verktaki með eigin traktorsgröfur í Stykkishólmi og nærsveitum. Karl var virkur í félagsmálum í ungmennafélaginu í Stykkishólmi og einnig í Verkalýðsfélagi Stykk- ishólms. 1973 flutti hann til Reykjavíkur og hóf störf hjá Land- græðslu ríkisins. Var síðan verk- stjóri hjá Hlaðbæ hf., við vega- lagnir og hitaveituframkvæmdir, en síðustu starfsárin var Karl lag- ermaður hjá Johann Rönning. Eft- ir starfslok fluttist hann aftur í Borgarfjörðinn. Karl var virkur íþróttamaður og stundaði æfingar og keppni alla ævi, fyrst fyrir Ung- mennasamband Borgfirðinga, síð- an Snæfell í Stykkishólmi og á síð- ustu árum aftur fyrir Ungmenna- samband Borgfirðinga, síðast á Norðurlandamóti öldunga í Finn- landi í fyrrasumar. Karl verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Jarðsett verður á Borg. f. 10.6. 1911, d. 3.11. 1985. Börn Karls og Ingibjargar eru: 1) Torfi Júlíus, f. 10. apr- íl 1955, kvæntur Ing- unni Jóhannesdóttur, f. 28. ágúst 1955, þau eiga fjögur börn og fjögur barnabörn; 2) Viðar, f. 4. maí 1957, kvæntur Kristjönu Höskuldsdóttur, f. 20. maí 1960, þau eiga tvo syni og 3) Laufey, f. 8. júní 1960, gift Val Elíasi Marteinssyni, f. 20. júní 1961, þau eiga þrjú börn. Karl ólst upp í stórum systkina- hópi á Garðsenda. Á unglingsárum réðst hann til prófasthjónanna séra Sigurjóns og Guðrúnar í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd og í skjóli þeirra hóf hann nám við Búnaðarskólann á Hvanneyri og lauk búfræðiprófi vorið 1954. Karl Elsku afi, við vildum minnast þín með nokkrum orðum, við fundum þetta ljóð, sem segir allt sem við vild- um segja. Nú hefur það því miður gerst að vond frétt til manns berst. Kær vinur er horfinn okkur frá því lífsklukkan hans hætti að slá. Rita vil ég niður, hvað hann var mér kær, afi minn góði, sem guð nú fær. Hann gerði svo mikið, hann gerði svo margt og því miður get ég ekki nefnt það allt. Að tala við hann var svo gaman á þeim stundum sem við eyddum saman. Hann var svo góður, hann var svo klár æ, hvað þessi söknuður er sár. (Rut.) En eitt er þó víst að við munum sakna hans mjög úr okkar lífi og aldrei mun nokkur koma í hans stað. Halldór, Sigurpáll og Jóhanna Torfabörn. Það er undarlegt að hugsa til þess að Kalli mágur minn hafi kvatt svo snögglega. Minningarnar hrannast upp í huganum. Margar ferðir fórum við Stefán ásamt dætrum okkar í heimsókn til Kalla og Ingu systur í Stykkishólm. Á þeim tíma var þetta heilmikið ferðalag, engin Hvalfjarð- argöng og engin Borgarfjarðarbrú. Fyrst bjuggu þau í Nesi og voru þar með búskap, síðar fluttu þau á Silfur- götuna. Alltaf var nóg pláss fyrir alla og allir ævinlega velkomnir. Í kjall- aranum á Silfurgötunni var mikill ævintýraheimur fyrir börn. Á gólfinu var stærðar sandhrúga sem börnin notuðu fyrir bílaleik. Sjálfsagt var þetta múrsandurinn sem Kalli notaði við húsbygginguna, en þetta var eins og gert fyrir krakkana. Dætur mínar áttu sínar eigin kindur í sveitinni og fengu sérsmíðaðar hrífur hjá Kalla svo að þær gætu snúið heyi eins og fullorðna fólkið. Einnig nutu þær góðs af samneyti við frændsystkin sín, Torfa, Viðar og Laufeyju. Stykk- ishólmur var sannkölluð paradís fyr- ir fjörulalla. Ógleymanlegar voru réttirnar í Berserkjahrauni á haust- in. Dætur mínar minnast bernskuár- anna í sveitinni með mikilli hlýju. Síðar fluttu Kalli og Inga til Reykjavíkur, en síðastliðin þrjú ár hafa þau búið í Borgarnesi. Þótt Kalli hefði þá látið af störfum féll honum aldrei verk úr hendi. Hann var óþreytandi að hjálpa öðrum þeg- ar dytta þurfti að einhverju. Eftir að Stefán eiginmaður minn lést hafa þau aldrei látið hjá líða að heimsækja mig þegar leið þeirra hefur legið til Reykjavíkur. Fyrir tryggð þeirra og velvild í minn garð alla tíð er ég afar þakklát. Kalli var hlýr og notalegur maður sem öllum vildi vel. Við kveðjum mætan mann og góðan dreng með söknuði og biðjum Guð að styrkja Ingu systur og alla fjölskylduna. Blessuð sé minning Kalla. Sigrún Júlíusdóttir. Kær vinur, félagi og fyrrum sam- starfsmaður er látinn. Stór er sá hópur vina og kunningja sem nú drúpir höfði með söknuði vegna frá- falls Karls Torfasonar eða Kalla eins og hann var jafnan nefndur. Hans verður minnst af hlýhug og virðingu allra þeirra er til hans þekktu. Þegar við hugsum til Kalla kemur fyrst í hugann einbeitni hans, dugn- aður og óþrjótandi eljusemi, en hann starfaði hjá Landgræðslunni í Gunn- arsholti um árabil. Kalli var í eðli sínu mikill áhugamaður um landbún- aðar- og ræktunarmál. Afar laginn við skepnur, góður tamningamaður, einstaklega ráðvandur og setti hag stofnunarinnar framar eigin hag. Hann var sérstakt ljúfmenni, ávallt snyrtilegur, dagfarsprúður, og vina- fastur og það var okkur heiður að fá að starfa með honum. Hann hafði ríka réttlætiskennd og sagði skoðan- ir sínar umbúðalaust og var þó hvers manns hugljúfi, reglusamur og kom sér afar vel hvar sem hann fór. Hann var samur við háa sem lága og var aldrei mishittinn, kom ávallt til dyr- anna eins og hann var klæddur. Á meðan starfstíma Kalla stóð hjá Landgræðslunni kynntumst við einnig konu hans Ingibjörgu Júl- íusdóttur eða Ingu eins og við höfum alltaf kallað þá sómakonu. Einlæg vinátta skapaðist fljótt við þau og hefur aldrei borið þar nokkurn skugga á. Þótt samverustundunum hafi fækkað á síðari árum þá höfum við árlega komið saman á hverju hausti til að draga björg í bú. Margar gleðistundir áttum við saman á út- reiðum eða yfir kaffibolla að ræða um hesta og lífið og tilveruna. Við minnumst þeirra stunda með sökn- uði og virðingu. Að leiðarlokum er okkur efst í huga söknuður og þakk- læti fyrir áralanga vináttu, dreng- skap og samskipti sem aldrei bar skugga á. Öll voru þau á einn veg, hann var traustur félagi, hreinn og beinn og frá honum stafaði mikil innri hlýja. Það voru forréttindi að kynnast honum, hans er nú sárt saknað og minningin um góðan dreng lifir. Við vottum Ingibjörgu, börnum þeirra, ættingjum og vinum, okkar dýpstu samúð og biðjum þeim Guðs blessunar. Oddný og Sveinn. Leiðir okkar Kalla lágu fyrst sam- an í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd en þar vorum við kaupamenn hjá séra Sigurjóni. Kalli hafði mikinn áhuga á íþróttum og varð það til þess að þeg- ar frí var frá heyskap og öðrum störfum fórum við upp í Svínadal og æfðum þar ásamt fleirum úr sveit- inni. Þá var ungmennafélagið Vísir endurvakið og keppti Kalli fyrir það næstu árin. Þegar Inga og Kalli fluttu til Stykkishólms þá tókum við upp þráðinn og æfðum og kepptum í frjálsum íþróttum fyrir umf. Snæfell. Það var alltaf mikið líf og fjör í kring- um Kalla hvort sem var á æfingum eða á íþróttamótum. Hann var mikill keppnismaður og ótrúlegt hvað hann náði góðum árangri þrátt fyrir mikla og erfiða vinnu en hann vann í nokk- ur ár á skurðgröfu. Árið 1963 keypt- um við Kalli saman traktorsgröfu, þá fyrstu sem kom í Hólminn og gerð- um þær út þar til Kalli flutti til Reykjavíkur. Þegar Nes, sem var býli við Stykkishólm, var til sölu keyptu þau Inga það og fengu sér kindur enda var Kalli búfræðingur frá Hvanneyri og áhugamaður um sauðfjárrækt. Fljótlega fékk ég hjá honum lamb og brátt fjölgaði fénu. Við unnum mikið saman við þennan tómstundabúskap, s.s. smala- mennskur, réttir og flutninga á fénu út í eyjar á haustin og aftur í land um miðjan vetur. Í félagsstörfum var Kalli einnig virkur og vorum við saman í stjórn umf. Snæfells þar sem hann var gjaldkeri og skilaði því með sóma eins og öðru sem hann tók að sér. Ekki má gleyma spilakvöldun- um þegar við komum nokkrir saman og spiluðum pítró, þá var oft glatt á hjalla. Það var mjög gott að vinna með honum, hann var harðduglegur og hjálpsamur og gott að leita til hans. Nú þegar komið er að leiðar- lokum vil ég þakka þér fyrir þá sam- leið sem við áttum. Minning þín lifir. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Við Hrefna sendum Ingu og fjöl- skyldu innilegar samúðarkveðjur. Hannes Kristján Gunnarsson. KARL TORFASON Hjartans þakkir til þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við fráfall eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, BRYNJÓLFS SÆMUNDSSONAR, Kópnesbraut 19, Hólmavík. Sérstakar þakkir til Jakobs Jóhannssonar, krabbameinslæknis, starfsfólks Rauða kross- hótelsins og Heilbrigðisstofnunar Hólmavíkur, læknanna Páls Þorgeirssonar og Guðmundar Sigurðssonar. Erla Þorgeirsdóttir og fjölskylda. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, INGÓLFUR ARNAR ÞORKELSSON, Espigerði 4, Reykjavík, fyrsti skólameistari Menntaskólans í Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju þriðju- daginn 11. janúar kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er vinsamlega bent á Ingólfssjóð sem hefur það hlutverk að efla áhuga nemenda Menntaskólans í Kópavogi á húma- nískum greinum. Tekið er á móti framlögum í sjóðinn í Sparisjóði Kópa- vogs, reikningsnúmer 1135-05-410200. Kennitala sjóðsins er 701204-6030, netfang: ingolfssjodur@mk.is. Upplýsingar veittar í síma 594 4000 í Menntaskólanum í Kópavogi. Rannveig Jónsdóttir, Jón Arnar Ingólfsson, Þorkell Már Ingólfsson, Þóra Sigríður Ingólfsdóttir, Karl Emil Gunnarsson og barnabörn. Okkar ástkæra dóttir og systir, ÍRIS BIRTA EYJÓLFSDÓTTTIR, Þverholti 14, Keflavík, lést á heimili sínu föstudaginn 7. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Eyjólfur Hafsteinsson, Anna Soffía Þórhallsdóttir og systkini. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÁSTVALDUR STEFÁN STEFÁNSSON málarameistari, Lautasmára 1, Kópavogi, sem lést fimmtudaginn 6. janúar, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju miðvikudaginn 12. janúar kl. 15. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjálparsveit skáta í Kópavogi. Guðrún G. Jónsdóttir, Birna G. Ástvaldsdóttir, Einar Ágústsson, Þuríður Ástvaldsdóttir, Hjörtur Þ. Hauksson, Edda Ástvaldsdóttir, Alexander Ingimarsson, Stefán Örn Ástvaldsson, Guðveig Jóna Hilmarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÞURÍÐUR AXELSDÓTTIR, sjúkraliði, Marklandi 2, Reykjavík lést á líknardeild LSH í Kópavogi laugardaginn 8. janúar. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Herborg Þuríðardóttir, Gunnar B. Þorsteinsson, Matthildur Þuríðardóttir, Hólmgrímur Sigvaldason og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Skógarbæ (áður til heimilis að Bárugötu 36, Rvík) lést 8. janúar sl. Fyrir hönd aðstandenda Jóhannes Ingi Friðþjófsson, Rakel Bessadóttir, Kristján Friðþjófsson, Regína Ólafsdóttir, Sigfríður Friðþjófsdóttir, Björn Ingi H. Christensen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.