Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						26 MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Gulli Bergmann var
einn af þessum mönn-
um sem láta finna vel
fyrir sér í samtíð sinni
og flestir þekktu deili á
manninum og fylgdust með störfum
hans, en kynni mín og samstarf við
Gulla byrjaði ekki fyrr en á síðustu
árum. Hann var einn af landsfrægu
Íslendingunum, sem fólk hafði skoð-
un á. Enda gekk hann aldrei með
veggjum.
Það fyrsta sem ég hafði af honum
að segja eins og þúsundir annarra ís-
lenskra unglinga var þegar ég gekk
hróðugur út frá honum í Karnabæ á
Týsgötunni, á þrettánda ári í fyrsta
jakkanum sem ég keypti mér fyrir
hluta af sumarkaupinu mínu á því
herrans ári 1968. Ártalinu sem kyn-
slóð sem hann tók þátt í að móta var
gjarnan kennd við. Seinna kynntist
maður sögunum af ?hunternum? við
laxveiðiárnar.
Gulli var maður nýrra tíma og
fundvís á stefnu tíðarandans þá, eins
og seinna á lífsleiðinni þegar hann
skynjaði að neysludrifnum lífsmáta
eru takmörk sett. Á síðasta áratug
aldarinnar vissi hann, eins og margt
hugsandi fólk á Vesturlöndum, að
tími var kominn á að endurmeta öll
lífsgildi okkar sem snúa að umhverfi
og takmörkuðum sameiginlegum
auðlindum, sem er grundvöllur lífs-
hamingju jarðarbúa í framtíðinni.
Og eins og fyrri daginn ætlaði
Gulli ekki að horfa á hlutina gerast.
Nei, hann fór í málið. Byrjaði á sjálf-
um sér. Þar er mest von um árangur
þegar á að breyta heiminum.
Mikil uppbygging Gulla og Guð-
rúnar Bergmann konu hans hér
vestur á Snæfellsnesi er mjög
merkilegt brautryðjandastarf þeirra
á Hellnum. Þótt framkvæmdirnar
hafi ekki verið stórar í steinsteypt-
um teningsmetrum, þá vega þær
þeim mun þyngra í virkjun hugar-
fars hjá heilu byggðarlagi og starfs-
greinum og sennilega kynslóðum.
Það eru sjaldnast allir sammála
breytingum og nýjum hugmyndum í
upphafi, einkum þeim sem ætlað er
að bylta ríkjandi hefðum og skoð-
unum. Það fékk Gulli að reyna þegar
hann, byltingamaður nýrra viðhorfa
í umhverfismálum, fór að boða sýn á
nýja öld, sem framundan var og
ennþá er í deiglunni. Þar er á engan
hallað, þegar fullyrt er að þau hjónin
GUÐLAUGUR 
BERGMANN 
?
Guðlaugur Berg-
mann fæddist í
Hafnarfirði 20. októ-
ber 1938. Hann lést á
heimili sínu, Sól-
brekku á Hellnum,
aðfaranótt 27. des-
ember síðastliðins og
var útför hans gerð
frá Hallgrímskirkju
5. janúar.
Gulli og Guðrún hafi
gripið óljósar hug-
myndir og kenningar
tengdar Snæfellsnesi
og gert þær að snert-
anlegri ímynd sem
ferðaþjónustan hér á
nesinu mun geta byggt
öfluga sérstöðu á í
framtíðinni. En þetta
þarf ekki að koma á
óvart. Gulli Bergmann
var einn merkasti
markaðsmaður lands-
ins á sinni tíð. Fyrir ut-
an Karnabæjarárin og
stjörnumerkjafræði-
mennskuna nægir að benda á starf
hans innan ferðaþjónustu bænda.
Þar vakti hann vitund um hug-
myndafræði sjálfbærra fram-
kvæmda, nýtingar og umgengnis-
venja í greininni, sem í dag þykir
sjálfsagt og eftirsótt viðmið. Gulli
var talsmaður fyrir sjálfbærum
neysluvenjum í sátt við umhverfi sitt
og sýndi það í verki. Nú síðustu
mánuðina vann hann ötullega að því
að fimm sveitarfélög á Snæfellsnesi
sameinuðust í því markmiði að
hljóta alþjóðlega umhverfisvottun
Green Globe 21 og þar hafði hann,
sem karlinn í brúnni, landað fyrsta
áfanga í þessari athyglisverðu við-
urkenningu fyrir Nesið. Enn og aft-
ur var þar á ferðinni markaðs- og
framfarasinninn að móta samtíma
sinn og framtíð. Það var ánægjulegt
að eiga þess kost að vinna í Fram-
kvæmdaráði Snæfellsness með
Gulla að þessu verkefni og sakna ég
liðveislu hans, mörgu var ólokið. En
nú er verk að vinna fyrir okkur hin.
Gulli er búinn að leggja línuna. Hér
eru leiðarlok hjá okkur, félagi, ná-
granni og frændi, að sinni, vonandi.
Ég votta Guðrúnu eiginkonu og
börnum hans innilega samúð við
sviplegt fráfall Gulla Bergmanns.
Blessuð sé minning hans.
Ástþór Jóhannsson, 
Dal, Snæfellsnesi.
Vinur sýnir þér hlýju, vinur hjálp-
ar þér og styður, vinur virðir þig,
vinur segir til vamms, með sönnum
vini líður þér vel, þú saknar vinar
þíns sárt þegar hann kveður. Ég
sakna Gulla vinar míns.
Guðlaugur Bergmann eða Gulli
eins og hann var kallaður er látinn.
Hann varð bráðkvaddur aðfaranótt
27. desember. Gulla kynntist ég árið
1968 er ég hóf störf á gufubaðstofu
Jónasar Halldórssonar sundkappa
að Kvisthaga 29 í Vesturbæ Reykja-
víkur. Gulli var fastagestur á bað-
stofunni, kom alla daga þegar hann
gat. Það var með það eins og margt
annað í lífi Gulla, allt eða ekkert. Ég
vissi alltaf þegar Gulli var að koma á
gufubaðstofuna, strax við útidyrnar
og í forstofunni mátti greina hressi-
leika, ákafa og spennu sem ein-
kenndi fas Gulla og framgöngu alla.
Allir fastagestir gufubaðstofunnar
vissu að Gulli var kjarninn í þessum
?karlaklúbbi?. Það vantaði mikið
þegar Gulli var ekki til staðar, ein-
hvert tómahljóð var þá í stemning-
unni og allir þurftu að vita hvenær
Gulli væri væntanlegur. Ég minnist
þess helst hversu jákvæður og vel-
viljaður hann var, hann lagði aldrei
illt til nokkurs manns að fyrra
bragði og var alltaf boðinn og búinn
að hjálpa þeim sem á aðstoð þurftu
að halda. Ég vissi að þegar starfsemi
Karnabæjar stóð sem hæst þurftu
samverkamenn hans að gera ráð-
stafanir til að stemma stigu við
stríðum straumi beiðnisleitenda um
aðstoð, Gulli gat helst aldrei sagt
nei.
Gulli var góður drengur í orðsins
fyllstu merkingu. Það var því ekki að
ástæðulausu að menn löðuðust að
Gulla. Gulla þótti vænt um lífið,
hann var hrifnæmur í meira lagi og
þegar hann langaði eitthvað eða vildi
þá var fátt eða fáir sem gátu hamið
ferð hans og ákafa. Ég gerði mér
fljótt ljóst að það væri a.m.k. ekki á
mínu færi að fylgja Gulla, það væri
eins og að fara óæfður í langhlaup
með þjálfuðum maraþonhlaupara,
það gæti ekki farið vel.
Í mínum huga er minningin um
Gulla fyrst og fremst minning um
mannvin og eldhuga sem aldrei unni
sér hvíldar né lét undan ef berjast
þurfti fyrir rétti þeirra sem á aðstoð
þurftu að halda. Gulli var svarinn
óvinur sýndarmennsku og fláttskap-
ar.
Gulli trúði á hið góða og vildi
rækta í sér og öðrum virðingu fyrir
lífinu og gjöfum jarðar.
Gulli hafði mikil áhrif á menn og
málefni og mun áhrifa góðra verka
hans gæta langt inn í ókomna tíð,
hann gerði eins og hann gat til að
gera heiminn ögn betri og mun því
að sönnu verða hluti hans áfram.
Hvað svo sem það er, þetta sem hugsar,
skilur, vill og framkvæmir, þá er það him-
neskt og guðlegt og þess vegna hlýtur það
óhjákvæmilega að vera eilíft.
(Cicero.)
Aðstandendum og vinum öllum
votta ég mína dýpstu samúð.
Guðjón E. Ólafsson.
Harmfregn berst,
héruð um,
hetja er fallin.
Hulinn verður sjónum,
höldur mikill.
Hugprýði sú lifir,
handa öllum.
Hugsun sú stóra,
hendur þá vantar.
Hver getur nú
helgað aflið?
Hlúð að lífi,
hlúð að jörð,
hlúð að vonum,
handa vorri hjörð.
Hjá hetjubeði,
heitum því. 
Höldum áfram.
Ingi Hans.
Einn öflugasti frumkvöðull í
ferðaþjónustu á Vesturlandi er fall-
inn frá. Gulli sem átti eftir að gera
svo margt þrátt fyrir að hafa þó
áorkað svo ótrúlega miklu.
Þegar ég hóf störf á Upplýsinga-
og Kynningarmiðstöð Vesturlands
var eitt fyrsta verkefnið að heim-
sækja fólkið sem stendur á bak við
ferðaþjónustu á Vesturlandi.
Í okkar fyrsta spjalli að Hellnum
var farið vítt yfir sviðið, og hug-
myndirnar stórar og öflugar sem
reifaðar voru og af svo mikilli
ástríðu að mér þótti á stundum nóg
um. Þá dreif Gulli upp bókina sína
og las úr stjörnunum og persónu-
greindi mig út í æsar. Eftir þessa
fyrstu viðkynningu var ég vægast
sagt hálfsjokkeruð og hugsaði þegar
ég kom út: Vá, í hverju hef ég lent?
Fljótlega kynntist ég Gulla og að-
dáun mín á honum jókst sífellt, hví-
lík orka og hvílík ástríða sem fylgdi
honum alla tíð. Alltaf hafði Gulli
skoðanir á hlutunum, alltaf hafði
hann hugmyndir um framþróun í
ferðaþjónustunni og ekki vantaði að
hann léti í sér heyra ef honum fannst
eitthvað miður fara. Gagnrýni hans
var alltaf vel rökstudd og henni
fylgdu iðulega hugmyndir og leiðir
að úrbótum.
Mörgum mánuðum og mörgum
hugmyndum síðar fór ég aftur í
spjall til Guðrúnar og Gulla og aftur
var dregin upp bókin góða og spáð í
stjörnur. Þá klykkti hann út með því
að segja að ég væri líklega bara
nokkuð lík sér, en það taldi ég nú
harla ólíklegt. Jú, hann hélt það nú,
ég skyldi ekki segja neitt um það,
hann sæi það í bókinni.
Það er í mínum huga mikið hrós.
Ég hitti Gulla síðast rétt fyrir jól,
og að vanda ræddum við ferðaþjón-
ustu á Vesturlandi. Hann kvaðst
kíkja á mig á nýju ári því hann væri
með hugmyndir sem hann þyrfti að
ræða. Ekki verður víst af því.
Höggviðhefur verið í raðir frum-
kvöðla í ferðaþjónustu á Vestur-
landi. Það er okkar sem eftir stönd-
um að standa vörð um hugmyndir
þeirra og koma þeim í framkvæmd.
Ég þakka Gulla samfylgdina og allt
sem hann hefur kennt mér.
Ég votta Guðrúnu og fjölskyld-
unni allri mína innilegustu samúð.
Hrafnhildur Tryggvadóttir.
Að morgni þriðja dags jóla er
Guðrún tilkynnti um lát eiginmanns
síns og vinar míns Gulla Bergmann
fraus hugur og sinni í fáein augna-
blik, þetta var ekki það sem ég átti
von á, því fáeinum dögum fyrir jól
áttum við saman fund um starfsemi
þeirra hjóna að Brekkubæ sem var
ekki ólíkur fyrri samfundum okkar
þar sem að sama bjartsýnin og at-
hafnaþráin réði ríkjum eins og ávallt
áður.
Ég var svo lánsamur árið 1978 að
Gulli Bergmann réð mig til starfa
við fyrirtæki sitt Karnabæ. Þar
starfaði ég í 10 ár undir hans stjórn
og Péturs Björnssonar, þvílíkur
skóli og þvílíkt veganesti. Er Karna-
bær hætti starfsemi, hvatti Gulli mig
og setti í raun undir mig lappirnar til
að geta hafið sjálfstæðan rekstur við
það sem ég hafði unnið við hjá hon-
um. Fyrir Gulla og Guðrúnu hef ég
unnið nánast allar götur síðan. Þau
voru oft krefjandi verkefnin sem
þurfti að leysa en alltaf náðum við
landi og ekki var það síst skólagöngu
minni hjá Karnabæ að þakka að við
skildum sáttir við verklok. Elsku
drengurinn, við þessi tímamót vil ég
og fjölskylda mín þakka fyrir okkur.
Elsku Guðrún og allir ástvinir
Gulla, megi almættið veita ykkur
þann styrk sem til þarf á þessari erf-
iðu stund og um ókomna tíð.
Örn Ingólfsson.
Það var mér þungbært þegar mér
var tilkynnt að Gulli vinur minn væri
látinn, aðeins 66 ára gamall.
Gulli var 15 ára og ég 17 ára þegar
við kynntumst og urðum fljótt góðir
vinir. Við fórum á skauta á Tjörninni
og á skíði uppi í Farfuglaskála
skammt frá Lögbergi ásamt fleiri
vinum, drengjum og stúlkum. Gulli
var frá upphafi fremstur meðal jafn-
ingja, vinsæll, skemmtilegur og góð
fyrirmynd okkur hinna þó sum vær-
um við eldri en hann. Við fórum oft
saman í frí og ferðalög. Sumarið
1957 fórum við til Akureyrar og í
Vaglaskóg. Það var ákaflega
skemmtilegt frí og minnistætt okkur
báðum, ekki síst mér því þá kynntist
ég konu minni. Gulli var einn besti
dansari þessa lands og sýndi dans
um allt land. Gulli sýndi eitt sinn
með mér rokk í Silfurtunglinu í for-
föllum Lóu, þáverandi dansfélaga
míns. Þá var það Gulli sem lét mig
svífa um loftið og hefðu fáir leikið
það eftir. Eitt sinn var auglýstur
dansleikur með KK sextett í Iðnó.
Þeir sem færu á svið til að syngja
fengju frítt inn. Við Gulli ásamt vini
okkar Blakkí, Ingibjarti Jónssyni,
slógum til og sungum Only you. Er
líða fór á lagið fór fólk að klappa
okkur til undrunar. Ástæðan var sú
að Ragnar Bjarnason var að tjalda-
baki og söng með okkur og sá þannig
til þess að við fengum frítt inn. Gulli
var mikill KR-ingur og við lékum
saman handbolta með KR. Hann var
góður línumaður og klettur í vörn-
inni. Oft eftir æfingar á kvöldin var
tekið í spil og spilað brids, gjarnan
heima hjá mér eða Gulla eða Ellert
B. Schram félaga okkar. Oft var spil-
að fram á nótt og stundum framund-
ir morgun. Vert er að minnast á
samverustundir í rúm 40 ár í Gufu-
baði Jónasar. Þar var spilað og teflt í
góðra vina hópi og þar naut Gulli sín
við að rækta vináttu, líkama og sál.
Nú er komið að kveðjustund kæri
vinur. Þú varst mikill félagi og vinur
og öðrum til eftirbreytni. Ég þakka
fyrir þau forréttindi að hafa átt þig
að vini. Ég óska þér velfarnaðar á
þeirri ferð sem þú nú hefur nú lagt
upp í.
Guð blessi minningu góðs drengs
og styrki eftirlifandi ástvini.
Sæmundur Pálsson.
Í hartnær hálfa öld var Gufubaðs-
stofa Jónasar, fyrst á Kvisthaga, þá
Austurströnd og nú loks í gamla
Sjónvarpshúsinu, sem annað heimili
Gulla Bergmann, athvarfið að lokn-
um vinnudegi og oft vinnustaður, en
umfram allt torg skoðanaskipta og
hvílík skoðanaskipti. Það var ekki
óalgengt er menn ráku nefið inn í
dyragættina að hljóð úr öllum dýr-
um merkurinnar virtust koma úr
gufuklefanum og hljóðnuði ekki,
fyrr en annaðhvort Gulli eða rök-
ræðarinn sprungu á limminu og
þurftu út úr klefanum til að kæla sig.
Við fórum með honum gegnum alla
flóruna. Ingva Hrafn sendi hann á
stjörnuspekinámskeið, 15 félagar
voru teknir á Atkinskúrinn og fyr-
irskipað að léttast um 200 kg, meðan
Gulli og Jón Birgir Pétursson seldu
8000 eintök af íslensku þýðingunni,
en Svavar heitinn Ármannsson stór-
hagnaðist á að veðja við menn um
vikulegt þyngdartap. Einhverjir
fjárfestu í Hafskipum, aðrir í Arn-
arflugi, meðan Gulli hélt áralangar
ræður um kolkrabbann, smokkfisk-
inn og önnur sjávardýr sem börðust
um yfirráðin yfir þessu heimskauta-
baugsskeri. Allir fengu að sjálfsögðu
afslátt í öllum hans fyrirtækjum.
Þegar sá gállinn var á honum gerði
hann í því að æsa svo upp dagfar-
sprúðustu menn að allar bjöllur
bráðamótttöku hefðu brunnið yfir
og menn fóru svarbláir heim í kvöld-
mat. Næst er þeir hittust voru málin
afgreitt með þéttu faðmlagi frá
Gulla. Gulli Bergmann var nefnilega
faðmari, kannski einn sá einlægasti
á landinu öllu. Eftir að hann var bú-
inn að koma sér upp sínu eigin gufu-
baði undir jökli fækkaði komum
hans mjög og því miður í beinu fram-
haldi margra annarra máttarstólpa
til áratuga. Gufulífið, sem er mest
var taldi hátt í 100 félaga, byggðist
nefnilega að miklu á þessum litríka
hugumstóra riddara. Þeir sem eftir
sitja eru þó hvorki hnípnir né í
vanda, þótt þeir sakni foringja í stað
og alla daga brjóta menn málin til
mergjar, þótt bara sé í dúr og moll.
Þeir eru orðnir ansi margir gufu-
félagar, sem Jónas Halldórsson,
sjálfur á tíræðisaldri, hefur horft á
fara fyrir ætternisstapa og kunna að
hafa verið að vafra foringjalausir í
því sem Gulli trúði að væri heimur
ljóssins. Þeir eru þá væntanlega
ekki foringjalausir lengur.
Innilegar samúðarkveðjur til frú
Guðrúnar, sonanna og fjölskyldna.
Gufubaðsfélagar.
Mig langar með örfáum fátækleg-
um orðum að minnast eins orku-
mesta en jafnframt hlýlegasta
manns sem ég hef verið svo lánsöm
að kynnast. Gulli Bergmann kom inn
í líf mitt sumarið 1993 eins og fersk-
ur andblær. Þetta var um verslunar-
mannahelgi og ég var þá að fara á
mitt fyrsta Snæfellsásmót, eins og
það hét þá. Hann breiddi faðminn á
móti mér eins og gamall vinur.
Sannkallað ?hjartastöðvarfaðmlag?.
Gulli geislaði af lífsgleði og kátínu
enda var stutt í brosið hjá honum.
Hann hafði yndislega nærveru. Ég
átti eftir að koma sjö sinnum aftur á
þessi mót enda fékk ég heilmikla
andlega næringu á þeim. Það fór
ekki á milli mála að Gulli var lífið og
sálin þarna enda félagslyndur mjög.
Hann var röggsamur og kynnti dag-
skrárliðina hressilega. Sérstaklega
var eftirminnilegt hvernig hann
vakti tjaldbúa klukkan átta á
morgnana fyrir hugleiðslu og jóga.
Ég tala nú ekki um ?ég er frábær?-
hrópið hans. Ævintýradagskráin
fyrir börnin kom í hlut Gulla en hann
var mjög laginn við börn enda hænd-
ust þau að honum. Hann var bæði já-
kvæður og bjartsýnn enda kom
hann ótrúlega mörgu í verk á sinni
ævi. Árið 1997 fór ég á fimm daga
mannræktarnámskeið hjá þeim
hjónum Guðrúnu og Gulla ásamt
öðrum í þessu samfélagi. Þar kynnt-
ist ég honum enn betur. Gulli var
fróður maður sem hafði afar
skemmtilega frásagnargáfu. Hann
var líka góður hlustandi. Einn dag-
inn keyrði hann okkur þátttakend-
urna á námskeiðinu um Snæfells-
nesið. Gulli var frábær ferðafélagi
og þetta var skemmtilegur dagur.
Margt spjallað, hlegið og sungið.
Gulli bæði dansaði og söng eins og
engill. Hann átti mikinn þátt í því að
gera þetta námskeið eitt það eftir-
minnilegasta og gjöfulasta sem ég
hef tekið þátt í. En þau eru ófá. Mér
þótti alltaf mjög vænt um Gulla,
hann mun alltaf eiga rúm í hjarta
mínu og minningarnar munu ylja
mér um ókomna tíð. Ég votta Guð-
rúnu, sonum og fjölskyldum þeirra
mína dýpstu samúð. Góður orðstír
deyr aldrei.
Svava Gunnarsdóttir.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is (smellt á reitinn Morgun-
blaðið í fliparöndinni ? þá birtist
valkosturinn ?Senda inn minning-
ar/afmæli? ásamt frekari upplýs-
ingum).
Skilafrestur Ef birta á minningar-
grein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virk-
um dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðjudegi).
Ef útför hefur farið fram eða grein
berst ekki innan hins tiltekna
skilafrests er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar sem
pláss er takmarkað getur birting
dregist, enda þótt grein berist áð-
ur en skilafrestur rennur út.
Myndir Ef mynd hefur birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið
sé um annað. Ef nota á nýja mynd
er ráðlegt að senda hana á
myndamóttöku: pix@mbl.is og
láta umsjónarmenn minningar-
greina vita.
Minningar-
greinar

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40