Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						28 MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Ég hringdi í Guð-
björgu vinkonu mína
til þess að kveðja hana
skömmu fyrir jól þar
sem ég ætlaði til Prag
og dveljast þar um jólin hjá son-
arfjölskyldu minni, en við héldum
þeim góða sið að kveðja hvor aðra
ef við ætluðum í utanlandsferð.
Eftir tveggja vikna dvöl ytra fékk
ég þær dapurlegu fréttir að Guð-
björg væri látin. Ekki hvarflaði að
mér þegar við kvöddumst að þetta
væri hinsta kveðjan, þó svo ég vissi
að hún byggi við brothætta heilsu.
Henni var ekki tamt að fjölyrða um
heilsuna, sló því frekar upp í glens,
ef hún varð fyrir óhöppum af því
tagi sem leiddu til erfiðra beinbrota
og annað sem yfir hana dundi, gat
nánast látið sem lífið léki við hana
jafnvel þótt í slíkum boðaföllum
lenti.
Þetta síðasta kveðjusamtal okkar
Guðbjargar var eins og ævinlega
einstaklega ánægjulegt og inni-
haldsríkt ? ósvikin jólagjöf. Við
ræddum um heima og geima, bæk-
ur og málefni líðandi stundar, enda
var Guðbjörg víðlesin, fjölfróð með
ósvikið skopskyn sem litaði allar
okkar samræður óborganlegum lit-
um tilverunnar.
Guðbjörg bar með sér ættgöfgi
og tign hins stórbrotna, fagra um-
hverfis sem hún var sprottin úr ?
Þingvallasveitarinnar. Fjölskyldan
hennar á Kárastöðum var styrkur
hennar og stolt. Hún var tengd
sterkum böndum fjölskyldu Elísa-
GUÐBJÖRG 
EINARSDÓTTIR 
?
Guðbjörg Ein-
arsdóttir fæddist
á Kárastöðum í
Þingvallasveit 20.
mars 1928. Hún varð
bráðkvödd á heimili
sínu í Reykjavík á
aðfangadag jóla og
var útför hennar
gerð frá Neskirkju
6. janúar. 
betar systur sinnar og
Jóhannesar Arasonar
á Þórsgötunni og var
hún jafnan aufúsu-
gestur þar. Sonur
þeirra, Einar, var
henni einkar kær. Var
gaman að fá að fylgj-
ast með gleði hennar
af velgengni hans á
listabrautinni. Höllu,
systur Guðbjargar,
kynntist ég líka, en
þær systur voru
yngstar í systkina-
hópnum og mjög sam-
rýndar. Átti ég með
þeim systrum margar góðar stund-
ir.
Við Guðbjörg kynntumst rúm-
lega tvítugar í húsmæðraskólanum
á Sorø í Danmörku. Þarna vorum
við ásamt nokkrum löndum okkar
að mennta okkur í matargerð að
hætti Dana í nokkra frábæra mán-
uði. Það er margt í frásögur fær-
andi frá þessum tíma. Ég rifjaði
það stundum upp við Guðbjörgu,
hvernig hún kom mér fyrir sjónir í
fyrsta sinn. Hún minnti á ósnortna
gyðju með sinn engilhreina svip,
sitjandi við hinar fáguðustu hann-
yrðir. Þetta var ekki fjarri lagi ? og
hafði hún gaman af upprifjuninni.
Guðbjörgu var margt til lista lagt
hvort heldur var matargerð eða
hannyrðir.
Eftir veruna á Sorø leigðum við
þrjár vinkonur, Guðbjörg, Ollý og
ég, saman húsnæði í smátíma úti á
Amager hjá indælum eldri manni
sem kominn var á eftirlaun. Þarna
áttum við ótal skemmtilegar og eft-
irminnilegar samverustundir. Fór-
um út á vinnumarkaðinn og fengum
okkur vinnu hver eftir sínu vali og
undum þarna glaðar í Kóngsins
Kaupmannahöfn í nokkra mánuði.
Sá danski var upp með sér að hafa
þrjár ungar nýútskrifaðar Sorø-
meyjar að sjá um húshald og mat-
argerð, en var hins vegar ekki al-
veg nógu ánægður ef við gleymdum
okkur í samræðum á okkar tungu,
því að þá gat blessaður gamli mað-
urinn ekki fylgst með, en hann var
nær alltaf nálægur, svo við æfðum
okkur þá bara í danska sprokinu og
höfðum gott af.
Mér er minnisstætt atvik frá
Kaupmannahöfn nokkru síðar. Við
hjónin leigðum í sama húsi og ung
dönsk hjón. Guðbjörg var nýkomin
í heimsókn til okkar, þegar bankað
var á dyrnar og unga, danska frúin
stendur fyrir utan í miklu uppnámi
og segir okkur að hún eigi von á
tengdaforeldrum sínum í fyrsta
kaffiboðið. Hún var gráti nær og
stundi því upp að hún væri að
steikja ástarpunga sem ættu að
vera aðaltrompið með eftirmið-
dagskaffinu en hefði ekki lag á
þessu, allt væri að fara í vaskinn og
stefndi nú í misheppnaðar mót-
tökur. ?Góða mín,? sagði Guðbjörg
sem aldrei hafði fengist við þessa
gerð baksturs, ?þetta getur ekki
verið neitt vandamál, ég bjarga
þessu við.? Ekki var að sökum að
spyrja, eftir stutta stund mátti sjá
stærðar ástarpungafjall á fati og
ungu konuna alsæla. Svona var
reyndar allt sem Guðbjörg kom ná-
lægt, fumlaust og fallegt hand-
bragð á hverju sem hún snerti.
Eftir Danmerkurdvölina skildi
leiðir okkar þriggja, vinkvennanna
sem kynntumst í Sorøævintýrinu.
Guðbjörg veiktist af berklum fljót-
lega eftir að hún kom heim og
dvaldi á Vífilsstöðum um hríð og
síðan á Reykjalundi þar sem hún
náði að lokum bata. Þá réðst hún til
starfa í Búnaðarbanka Íslands og
vann á þeim góða vinnustað allan
sinn starfsaldur, en hún var yf-
irmaður stofnlánadeildar bankans.
Guðbjörg eignaðist fallegt og
fágað heimili á Tómasarhaganum,
þar sem bækur og tónlist voru í há-
vegum höfð. Ósjaldan bauð hún
okkur vinkonunum í ógleymanleg
heimboð þar sem tíminn leið allt of
fljótt. Vinátta okkar hélst órofin til
síðasta dags.
Með samúðarkveðjum til ástvina
og ættingja Guðbjargar bið ég guð
að blessa minningu hennar.
Guðbjörg Lilja Maríusdóttir.
Með Brynjólfi Sæ-
mundssyni er genginn
sá maður sem hefur
mótað framþróun landbúnaðar á
Ströndum meira en nokkur annar,
með traustu og farsælu starfi sínu í
þágu bænda á svæðinu á fimmta
áratug.
Ég varð þeirrar ánægju aðnjót-
andi að hefja samstarf við Brynjólf
að ýmsum verkefnum fyrir um
þremur áratugum en þá hafði hann
þegar starfað fyrir bændur á svæð-
inu í nær tvo áratugi. Fyrsta verk-
efni mitt að vinna með honum tengd-
ist mjólkurframleiðslu á svæðinu við
Steingrímsfjörð, en sú framleiðsla
var þá að leggjast þar af. Ég kynnt-
ist þá strax hlýlegum móttökum
hans. Auðfundið var hve mikinn
metnað hann hafði fyrir hönd um-
bjóðenda sinna, bændanna á svæð-
inu. Hann lagði sig fram um frá upp-
hafi að kynna mér af kostgæfni
landkosti og gæði byggðarlagsins.
Samstarf okkar um þriggja ára-
tuga skeið snerist samt langmest
um aðalbúgrein þessa byggðarlags,
sauðfjárræktina. Brynjólfur hafði
þegar með fræðslu og markvissum
störfum lagt grunn að einu öflugasta
og árangursríkasta fagstarfi í þess-
BRYNJÓLFUR 
SÆMUNDSSON 
?
Brynjólfur Sæ-
mundsson fædd-
ist á Kletti í Gufu-
dalssveit í Austur-
Barðastrandarsýslu
13. janúar 1934.
Hann lést á Heil-
brigðisstofnuninni á
Hólmavík 23. des-
ember síðastliðinn
og var jarðsunginn
frá Hólmavíkur-
kirkju 6. janúar.
ari grein á landinu.
Undir lok áttunda ára-
tugarins kom upp sú
staða að hin mikla upp-
bygging sem þá hafði
verið í þessari búgrein
um margra ára skeið
var tímabil sem hafði
runnið sitt skeið og við
tóku erfið ár verulegs
framleiðslusamdráttar
í greininni. Brynjólfi
var vel ljóst að sauð-
fjárbúskapur var samt
enn sem áður undir-
staða búsetu á svæð-
inu. Sauðfjárækt á
Ströndum hafði mikla faglega burði,
m.a. vegna mikils starfs Brynjólfs á
svæðinu, og ýmis ytri skilyrði voru
þar betri en víðast hvar annars stað-
ar. Honum var um leið ljóst, fyrr en
flestum öðrum, að þannig gat það
ekki orðið nema áfram yrðu skilyrði
fyrir blómlegt mannlíf á svæðinu.
Það var aðeins mögulegt með því að
byggja jafnhliða grunn undir aðra
atvinnustarfsemi.
Lausnarorð þessara ára var upp-
bygging í loðdýrarækt. Brynjólfur
gerðist þar liðsmaður og vann sitt
verk eins og áður betur en flestir
með því að sækja sér faglega þekk-
ingu með námsdvölum erlendis.
Brynjólfur gerðist sjálfur á þessum
árum loðdýrabóndi. Því miður brast
grunnur greinarinnar á þessu svæði
og það varð honum sjálfum einnig
fjárhagslega erfið raun.
Strandasýsla býður með sinni
stórkostlegu fjölbreytni í náttúru-
fari og sögu upp á mikla möguleika í
ferðaþjónustu. Þar gerðist Brynjólf-
ur einnig liðsmaður við upphaf upp-
byggingar þeirrar atvinnustarfsemi
á svæðinu. Ég hafði þá reyndar
lengi notið, á mörgum ánægjulegum
ferðalögum með honum um svæðið,
hinnar feikilega miklu þekkingar
hans á staðháttum og náttúru, og
þessu kunni hann að miðla á sinn ró-
lega og notalega hátt. Leiðsögn hans
um Strandir, þar sem hann þekkti
land og sögu öðrum betur, var því
mjög rómuð.
Ég veit að ég mæli fyrir munn
allra samstarfsmanna hjá Bænda-
samtökunum þegar að leiðarlokum
er þakkað áratuga traust og gefandi
samstarf og samvinna. Orðin voru á
stundum ekkert fleiri en nauðsyn
krafði, en þau stóðu eins og stafur á
bók. Brynjólfur var samt um leið fá-
gætur frásagnarmaður og einstakur
ferðafélagi og kunni vel að lífga frá-
sögn sína með góðum og oft gam-
ansömum sögum og tilsvörum.
Erlu og Árna syni þeirra eru flutt-
ar innilegar samúðarkveðjur við frá-
fall góðs drengs. Eftir lifir minning-
in um mann sem vann gott og
árangursríkt starf fyrir fólk sitt og
hérað, sem hann ætíð bar mikla um-
hyggju og virðingu fyrir.
Jón Viðar Jónmundsson.
Við komum hver úr sinni áttinni,
strákarnir sem settumst á skóla-
bekk á Hvanneyri haustið 1953. Að
vestan, norðan, austan og sunnan.
Flestir vorum við sveitamenn í húð
og hár, sumir höfðu fáu eða engu
öðru kynnst en búskaparstörfum ár-
ið um kring. Við vorum nógu gamlir
til þess að þekkja svipuð vinnubrögð
við heyskap og skepnuhirðingu og
iðkuð höfðu verið á Íslandi frá alda
öðli, en nógu ungir til þess að ganga
með opin augu móts við breytta
hætti sem settu sífellt meira mark á
íslenskt þjóðlíf. Hjá sumum okkar
var tilgangurinn með skólagöngunni
áreiðanlega næsta óljós. Margir
voru þegar ákveðnir í því að gera
landbúnað eða störf honum tengd að
ævistarfi, en aðrir litu fyrst og
fremst á dvölina í bændaskólanum
sem tækifæri til þess að bæta aðeins
við stutt nám í barnaskóla. En við
vorum nógu ungir til þess að gera
okkur ekki of margar grillur út af
óráðinni framtíð og nógu gamlir til
að ætlast til þess að tíminn sem
framundan var kæmi okkur til nokk-
urs þroska. Svo upphófust dýrlegir
dagar.
Einn þeirra sem þetta haust sett-
ust á skólabekk á Hvanneyri var
Brynjólfur Sæmundsson frá Kletti í
Gufudalssveit. Með okkur tókust
fljótlega góð kynni og seinni náms-
veturinn tókum við okkur bústað
saman uppi á 17 ásamt Skaftfell-
ingnum Páli Björnssyni. Þar hnýtt-
um við enn fastar þau vináttubönd
sem aldrei slitnuðu. Hnútarnir þeir
voru treystir við mörg mismunandi
tækifæri. Við löbbuðum saman norð-
ur í Byggingu til þess að ríða út und-
ir leiðsögn Gunnars Bjarnasonar um
leyndardóma tamningalistarinnar
og áttum þar og víðar marga glaða
stund í hópi góðra félaga. Við lögð-
umst stundum saman yfir eitthvað í
námsefninu en oftar voru viðfangs-
efnin þó lítið skyld náminu sjálfu. Sí-
gild áhugamál ungra manna, bú-
skapur og pólitík, framtíðardraumar
og mannlífið allt, bókmenntir og
skáldskapur; allt þetta ræddum við
löngum stundum, og þegar okkur
leiddist í tímum sendum við hvor
öðrum vísur á milli borða.
Binni var þreklegur piltur og
hægur í fasi en hann var drýgri til
starfa en margur er hraðar fór,
verkséður vel og hagur í höndum.
Hann læddi orðunum gjarnan und-
urhægt út úr sér, en vel voru þau
valin, komu oft á óvart og vöktu kát-
ínu viðmælenda. Sjálfur hafði hann
skopskyn í betra lagi, þó að hann
væri alvörumaður öðrum þræði, og
hlátur hans var hreinn og innilegur,
eins og löngum fylgir þeim er hvors
tveggja kunna að njóta, alvörunnar
og gleðinnar. Hann var mjög vel rit-
fær og bæði á Hvanneyrarárunum
og síðar lék hann sér stundum að því
að setja saman vísur og jafnvel heila
bragi. Flest af því tagi varð víst að-
eins kunnugt fjölskyldu og vinum en
ljóð eftir hann birtust þó í bókunum
Íslensk alþýðuskáld og Grátt gam-
an.
Ævistarfið vann Binni á vegum
bænda í Strandasýslu. Fátt þekki ég
til einstakra þátta þess, en hitt veit
ég að hann hafði einlægan áhuga á
viðgangi byggðar á Ströndum sem
eins og margar dreifðar byggðir hef-
ur vissulega átt undir högg að sækja
á þessari öld þegar meinvættur sem
nefnd er hagræðing eða öðrum
ámóta vinalegum nöfnum fer sem
eldur í sinu um landið allt. Hann
gegndi trúnaðarstörfum í ýmsum fé-
lögum og um skeið tók hann þátt í
uppbyggingu búgreinar sem margir
vonuðu að yrði byggð í landinu til
eflingar. Sú von brást, en seinna
fékkst hann nokkuð við leiðsögn
ferðamanna og fékk ég tvisvar að
njóta yfirburðaþekkingar hans á
byggðum Strandasýslu norðan
Hólmavíkur, jarðmyndun og nátt-
úrufari, sögunni fornri og nýrri, at-
vinnuháttum og mannlífi. Að lokn-
um þeim ferðum var gott eins og
jafnan áður að eiga dvöl á hlýju
heimili Binna og Erlu eiginkonu
hans.
Svo tók við löng barátta við vá-
gestinn sem læknavísindin ráða enn
illa við. Nú er henni lokið og aðeins
eftir að kveðja. Kveðja og þakka fyr-
ir liðlega fimm áratuga vináttu og
tryggð. Erlu og Árna og öðru
venslafólki bið ég líknar ljúfra minn-
inga.
Ragnar Böðvarsson.
Þegar aldurinn færist yfir fækkar
í hópi samferðamanna og skóla-
félaga. Einn af þeim, Brynjólfur Sæ-
mundsson ráðunautur, kvaddi þenn-
an heim á Þorláksmessu eftir
hetjulega baráttu við erfiðan sjúk-
dóm í hartnær tvö ár. Okkur sem
þekktum hann var brugðið, honum,
sem hafði verið við góða heilsu og
um það leyti að ljúka ævistarfi, var
ekki ætlað að njóta efri áranna. Þeg-
ar ljós varð greining á sjúkdómnum
sem hann hrjáði sagði Brynjólfur af
sínu raunsæi: ?Þetta verður bara að
hafa sinn gang,? en bjartsýnn og
vongóður var hann um bata. Þetta
fór þó á annan veg. Tilsvar Brynjólfs
var líkt honum, áfallinu tekið með
karlmennsku.
Fyrstu kynni mín af Binna, eins
og hann var ætíð kallaður, voru á
Bændaskólanum á Hvanneyri, hann
í yngri deild en ég í eldri deild. Síðar
urðum við samferða tvo vetur í
framhaldsdeild og vorum einnig
herbergisfélagar báða veturna.
Kynni okkar voru því náin. Ekki
minnist ég þess að okkur hafi nokk-
urn tíma orðið sundurorða í þessu
nána sambýli og þar átti Binni stór-
an hlut að. Hann hafði góða návist
og var mikið snyrtimenni. Okkur
tókst að hafa frekar snyrtilegt í
kringum okkur, þó held ég að það
hafi ekki verið rætt neitt sérstak-
lega, heldur þegjandi samkomulag.
Brynjólfur var kominn af traustu
bændafólki, fæddist á Kletti í Gufu-
dalssveit og ólst þar upp í sex systk-
ina hópi. Foreldrar hans voru af
vestfirskum ættum, úr Ísafjarðar-
djúpi og af Ströndum, vestfirskt
blóð úr báðum ættum.
Ég hygg að Binni hafi aldrei
velkst í vafa um hvaða lífsbraut
hann ætlaði að feta. Hugur hans var
við íslenskar sveitir. Því var hans val
að leita sér menntunar og þroska á
þeim vettvangi og leiðin lá því að
Hvanneyri. Hann lauk kandídats-
prófi þaðan vorið 1957. Við vorum
tíu í framhaldsdeildinni þá og er
Binni sá fyrsti sem kveður, var þó
með þeim yngri. Enginn veit sín ör-
lög.
Að loknu námi vann hann í tvö ár
hjá Ræktunarsambandi A-Barða-
strandarsýslu og Landnámi ríkisins.
Árið 1959 gerðist hann ráðunautur
hjá Búnaðarsambandi Stranda-
manna og starfaði þar til æviloka.
Strandasýsla varð hans starfsvett-
vangur, þar naut hann sín vel við
störf sem hann hafði mikinn áhuga
á. Það er mikilsvert í lífsstarfi hvers
manns að hafa af því ánægju og sjá
einhvern árangur. Í því eins og
fleira held ég að hann hafi verið
gæfumaður. Störf héraðsráðunauta
geta verið vandasöm þar sem unnið
er með mörgum og skilningur þarf
að ríkja. Þar veit ég að Brynjólfi
tókst vel að feta veginn og var far-
sæll í störfum.
Strandasýsla hefur verið þekkt á
landsvísu fyrir öfluga sauðfjárrækt.
Almenn þátttaka í félagsstarfi og
skýrsluhaldi í búgreininni hefur orð-
ið grundvöllur mikilla framfara. Ég
fór nokkrum sinnum á sauðfjársýn-
ingar í sýslunni á vegum Búnaðar-
félags Íslands. Þessar ferðir eru
mér minnisstæðar og hinn mikli
áhugi hjá bændum á fjárræktinni.
Brynjólfur hafði mikinn metnað fyr-
ir héraðið og var boðberi framfara.
Það var einkar ánægjulegt að vera
ferðafélagi Brynjólfs um sýsluna
enda gjörkunnugur bæði fólki og bú-
skaparháttum. Hann var aufúsu-
gestur á hverjum bæ og ekki spillti
góð frásagnarlist og oft með léttu
spaugi án þess að meiða.
Brynjólfur var ekki maður hávaða
og tranaði sér lítt fram. Honum voru
þó falin ýmis trúnaðarstörf í héraði.
Þar sem annars staðar mun hans
íhygli, heiðarleiki, gætni og hæfi-
leikar til samvinnu oft hafa komið
sér vel.
Kunningjar vissu að Brynjólfur
lumaði á vísnagerð en hann var lítið
fyrir að opinbera það. Þannig var
hann orðvar, hlédrægur og vandað-
ur að allri gerð og vann á við kynn-
ingu.
Brynjólfur kvæntist, árið 1961,
Erlu Þorgeirsdóttur. Hún var hans
trausti lífsförunautur, sem bjó þeim
fallegt heimili á Hólmavík. Mikið
reyndi á Erlu í veikindum Brynjólfs
og sýndi hún honum mikla um-
hyggju þar til yfir lauk. Þau eiga
einn kjörson, Árna, sem ásamt fjöl-
skyldu hefur verið þeim mikill gleði-
gjafi á lífsleiðinni.
Þó samfundum okkar fækkaði eft-
ir skólaárin, eins og gengur, litum
við gjarnan við hjá hvor öðrum þeg-
ar tækifæri gafst, alltaf tilhlökkun-
arefni að hittast.
Genginn er góður drengur, vinur
og félagi. Blessuð sé minning hans.
Við hjónin sendum Erlu og fjöl-
skyldu innilegar samúðarkveðjur.
Leifur Kr. Jóhannesson.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40