Morgunblaðið - 10.01.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.01.2005, Blaðsíða 31
Góð þjónusta á Læknavaktinni ÉG fór á Læknavaktina einu sinni fyrir jól og svo eftir áramótin. Dá- ist ég að hversu góðar móttökur maður fær þar og allt skipulag svo gott og eiga þeir hrós skilið. Kær- ar þakkir fyrir mig. Ásta. Við veisluborð Morgunblaðsins ÉG hef verið áskrifandi að Morg- unblaðinu í 30 ár og það er alltaf veisla þegar blaðið kemur fullt af fréttum, fróðleik og upplýsingum. Um margra ára skeið bar ég út Morgunblaðið áður en ég fór til vinnu og las það alltaf snemma morguns eftir útburð, þvílík for- réttindi. Síðustu ár hef ég búið á Vestfjörðum og mér finnst ég satt að segja komin 30 ár aftur í tímann hvað dreifingu blaðsins snertir á þessu svæði. Ég bý á sveitabæ sem er í hálftíma akstursfjarlægð frá þéttbýliskjarna og pósthúsi og það eru tveir mánuðir síðan póstur fór að koma hingað daglega, hafði áð- ur komið þrisvar í viku. Þar sem póstbíllinn kemur seinni hluta dags var það mikil til- hlökkun að nú kæmi Morgunblaðið á útkomudegi. Svo fór þó ekki því blaðið kemur aldrei fyrr en daginn eftir útkomu eða eftir miðjan næsta dag. Ef það er ófært geta liðið dagar án þess að blaðið komi sem er þó skiljanlegt þegar enginn kemst yfir nema fuglinn fljúgandi og ekki er við póstbílstjórann að sakast sem er með afbrigðum lið- legur. Ég hefði skilið þetta á sjöunda og áttunda tug síðustu aldar en þetta er óskiljanlegt árið 2005 á þessari öld upplýsinga, hraða og framfara á öllum sviðum að ekki sé hægt að koma blaði til áskrifenda samdægurs hvar sem er á landinu. Að vísu getum við lesið hluta blaðsins á Netinu daglega en það er ekki sama stemningin og felst í því að fletta Morgunblaðinu við eldhúsborðið. En eins og fyrr var nefnt, þá er alltaf veisla þegar blaðið berst hvort sem það er nokkurra klukku- tíma gamalt eða margra mánaða og það mun aldrei breytast en það er eins og með brauðið sem er ólíkt skemmtilegra nýtt eða nýlegt. Íbúi í Strandasýslu. Frakki tekinn í misgripum 30. DESEMBER sl. var tekinn í misgripum í Háteigskirkju dökk- blár stuttur frakki. Sá sem er með frakkann er beðinn að hafa sam- band í síma 557 3088. Gleraugu í óskilum GLERAUGU fundust á Gnoð- arvoginum 5. janúar á gangstétt- inni við blokkina nr. 14–18. Þau eru með dökkgrárri spöng og í svörtu hörðu hulstri með drapplitu fóðri. Hugsanlega eru þetta barna- eða unglingagleraugu. Ef einhver kannast við lýsinguna getur eig- andinn hringt í síma 821 8746 hve- nær sem er yfir daginn. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 2005 31 DAGBÓK www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár LÓÐIR ÓSKAST TIL KAUPS Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Til mín hefur leitað traustur og fjársterkur byggingaverktaki sem óskar eftir að kaupa lóðir fyrir íbúðar eða atvinnuhúsnæði. Eignir sem þarfnast niðurrifs koma einnig til greina. Staðgreiðsla í boði, Áhugasamir vinsamlega hafið samband og ég mun fúslega veita nánari upplýsingar. Hákon Svavarsson, lögg. fasteignasali, sími 898 9396. Bæjaryfirvöld í Garðabæ efna nú áfimmtudag til opins hugarflæðisfundarum mótun menningarstefnu í bæj-arfélaginu, en nýlega tók til starfa stýrihópur um slíkt mótunarstarf fyrir Garðabæ. Með stýrihópnum starfar Hulda Hauksdóttir, upplýsingafulltrúi á bæjarskrifstofunum og verk- efnisstjóri, en einnig er ráðgert að þrír vinnuhóp- ar taki til starfa í lok janúar sem munu fjalla sér- staklega um tiltekna málaflokka; Listir fyrir börn og ungmenni, söfn og sýningarstarfsemi í bænum og að lokum menningarmál almennt o.fl. Mark- mið starfsins er að móta heildarstefnu sem tekur tillit til þeirra safna og menningarstofnana sem nú þegar eru í bænum. „Það er mikilvægt að fá fram hugmyndir, skoð- anir og væntingar bæjarbúa um framtíðarstefnu í menningarmálum,“ segir Hulda Hauksdóttir, en fundurinn verður haldinn í Garðabergi, fé- lagsmiðstöð eldri borgara, Garðatorgi 7 frá kl. 20–21.30. „Á fundinum gefst fólki tækifæri til að koma hugmyndum sínum á framfæri á óform- legan og auðveldan hátt. Ráðgjafarfyrirtækið Alta, sem sá m.a. um íbúaþing Garðabæjar árið 2002, mun stýra fundinum. Niðurstöður fund- arins munu nýtast vel í þeirri vinnu sem fram- undan er við að móta menningarstefnu fyrir Garðabæ. Það er því mikilvægt að fá sem flesta til að leggja sitt af mörkum með því að mæta á fundinn og taka þar með þátt í undirbúningi fyrir mótun menningarstefnunnar. Niðurstöður fund- arins verða síðan birtar á heimasíðu Garðabæjar og þar verður hægt að nálgast frekari upplýs- ingar um vinnu við mótun menningarstefn- unnar.“ Hvers vegna opinn fundur um menningarmál? „Við viljum gefa öllum tækifæri til að koma að þessari vinnu frá byrjun. Við viljum fá bæjarbúa til að koma að vinnunni með beinum hætti með því að leggja sitt af mörkum, t.d. með því að mæta á þennan fund og koma sínum hugmyndum á framfæri á óformlegum og óþvinguðum vett- vangi. Framlag bæjarbúa getur orðið gott vega- nesti fyrir vinnuhópana þegar þeir taka til starfa. Þetta er líka hugsað þannig að vinnuhóparnir, sem samsettir eru af fólki sem allt kemur að menningarmálum á einhvern hátt, geti kallað til sín sérfræðinga og aðra sem koma að menningu og listum, þannig að þetta verði skapandi ferli.“ Hvert stefna Garðbæingar í menningarmálum? „Með því að skipta niður í þessa þrjá mála- flokka má ef til vill líta til þess að við séum að skapa okkur sérstöðu, bæði með því að horfa á hvað er til hér á höfuðborgarsvæðinu og hvað við getum sérhæft okkur í. Við viljum styrkja það sem er fyrir í bænum og einnig líta til framtíðar og koma með nýjar og ferskar hugmyndir.“ Menningarmál | Opinn hugarflæðisfundur um mótun menningarstefnu í Garðabæ Fjölbreytt og skapandi ferli  Hulda Hauksdóttir fæddist í Reykjavík ár- ið 1973. Hún lauk stúdentsprófi frá MR árið 1993 og BA-prófi í sænsku og ensku frá HÍ árið 2000. Þá lauk hún leiðsögumanna- prófi frá Leiðsögu- mannaskóla Íslands. Hún hefur starfað sem leiðsögumaður og flugfreyja. Undanfarið ár hefur Hulda Hauksdóttir starfað sem upp- lýsingafulltrúi á Bæjarskrifstofum Garðabæjar. Sambýlismaður Huldu er Gylfi Magnús Jón- asson. Brúðkaup | Gefin voru saman 30. október sl. í Digraneskirkju af sr. Svavari Stefánssyni þau Júlía Jóhann- esdóttir og Árni Júlíusson. Heimili þeirra er að Fífulind 7, Kópavogi. Mynd, Hafnarfirði Árnaðheilla dagbók@mbl.is Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Árskógar 4 | Bað kl. 8–14, handavinna kl. 9–16.30, söng- stund kl. 10.30, smíði, útskurður kl. 13–16.30, félagsvist kl. 13.30, myndlist kl. 16. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handavinna, bútasaumur, kl. 13.30 samverustund, línudans, fótaaðgerð. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofan í Gullsmára 9 er opin kl. 10–11.30. Félagsvist spiluð í Gullsmára 13 kl. 20.30. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids í dag kl. 13, kaffitár með ívafi kl. 13.30, línudanskennsla byrjendur kl. 18, samkvæm- isdans framhald kl. 19 og byrj- endur kl. 20. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Gullsmárabrids. Bridsdeild FEBK Gullsmára spilar tvímenn- ing alla mánu- og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45 á hádegi. Að- gangseyrir kr. 200. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Kvennaleikfimi kl. 9.15, kl. 10.05 og kl. 11. Spilað brids og pílukast í Garðabergi eftir hádegi. Gam-Anon samtökin | Fundir eru alla mánudaga að Skúlatúni 6, 3. hæð kl 20. Allir velkomnir. Gam-Anon samtökin eru sjálfshjálparsamtök fyrir aðstand- endur spilafíkla. Hraunbær 105 | Kl. 9 postulínsmálun. keramik–perlusaumur–kortagerð, kl. 10 fótaaðgerð, bænastund, kl. 12 hádeg- ismatur, kl. 13.30 skrautskrift, kl. 15 kaffi. Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa kl. 9–16. Jóga kl. 9–11, frjáls spila- mennska kl. 13–16, böðun virka daga fyrir hádegi. Fótaaðgerðir. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öll- um opið. Framsögn og framkoma í Listasmiðju kl. 9–16, Soffía Jak- obsdóttir leiðbeinir, betri stofan opin. Bað 9–12. Landsbankinn 10–10.30, fé- lagsvist 13.30. Skráning á Híbýli vind- anna. Hárgreiðslustofa 568-3139. Fóta- aðgerðarstofa 897-9801. Sími 568-3132. Sjálfsbjörg félag fatlaðra á höf- uðborgarsvæðinu | Brids í kvöld kl. 19. Skátamiðstöðin | Endurfundir skáta eru í Skátamiðstöðinni, Hraunbæ 123, annan mánudag í mánuði. Næsta sam- vera verður mánudaginn 10. janúar kl. 12. Léttur hádegisverður í boði. Stutt dagskrá og nokkur skátalög sungin í lokin. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir, kl. 9.15–15.30 hannyrðir, kl. 9–10 boccia, kl. 11–12 leikfimi, kl. 11.45–12.45 hádegisverður, kl. 13–16 kóræfing, kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.45, bókband, myndlist og hárgreiðsla kl. 9, morgunstund og fótaaðgerðir kl. 9.30, boccia kl. 10, handmennt, gler- bræðsla og frjáls spil kl. 13. Fé- lagsstarfið er opið fyrir alla aldurshópa. Kirkjustarf Bústaðakirkja | Kvenfélag Bústaða- sóknar. Fundur verður mánudaginn 10. janúar í safnaðarheimilinu kl. 20. Hattafundur. Snyrtivörukynning. Grensáskirkja | Kvenfélag Grens- ássóknar er með fund í safnaðarheimili Grensáskirkju, mánudaginn 10. janúar kl. 20. Á fundinum verður spiluð fé- lagsvist. Laugarneskirkja | Kl. 18 Opinn 12 sporafundur í safnaðarheimilinu. Vinir í bata. Morgunblaðið/Árni Sæberg Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is FERTUGASTI og fjórði árgangur Ársrits Sögu- félags Ísfirðinga er kominn út. Meðal efnis er grein Björns Teits- sonar um sögu Sunnukórsins á Ísafirði í 70 ár, Guðni Th. Jóhann- esson skrifar grein sem nefnist „Stóra drápið. At- laga Hannesar Hafsteins og Dýr- firðinga að breska togaranum Royal- ist árið 1899“ og Jón Þ. Þór skrifar um Ásgeirs- verslun og sjálf- stæðisbaráttuna. Þá hefur Sögufélag Ísfirðinga einnig gefið út ritið Vestanglæður, afmæl- isrit tileinkað Jóni Páli Halldórssyni sem fagnaði 75 ára afmæli sínu 2. október síðastliðinn. Jón Páll hefur verið formaður Sögufélagsins frá 1979, skrifað greinar og sagnfræðirit auk þess að vera ötull málsvari vernd- unar gamals fróðleiks og minja. Ársrit Sögufélags Ísfirðinga komið út

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.