Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1
MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
MIKIÐ er nú spurt eftir vinnuafli og fyrirtæki í
flestum greinum atvinnulífsins auglýsa eftir
starfsfólki. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnu-
málastofnunar, segir að almennt séð sé ástæða
til bjartsýni og ráðningarstjóri Hagvangs telur
víst að eftirspurnin sé tvöfalt meiri en í fyrra.
Gissur Pétursson segir að vegna umfangs-
mikilla verklegra framkvæmda sé mikil eftir-
spurn eftir byggingaverkamönnum og iðnaðar-
mönnum hvers konar. ?Það er mikið framboð af
karlastörfum en vonandi hefur það þau áhrif að
fleiri störf skapist í þjónustugreinum þar sem
aðrir hópar, sem hafa verið fjölmennastir á at-
vinnuleysisskránni, komist að. Þetta er ekki síst
í þjónustustörfum, svo sem í verslun,? segir
hann. Atvinnuleysi í nóvember var 2,6% en búist
er við að tölur um atvinnuleysi í desember verði
kynntar í vikunni. ?Ég hvet alla sem eru at-
vinnulausir og í atvinnuleit að reyna fyrir sér á
Kárahnjúkum, þar er mikið af lausum störfum,?
segir Gissur.
Þórir Þorvarðarson, ráðningarstjóri hjá Hag-
vangi, segir að fyrsta vika ársins hafi verið mjög
lífleg og eftirspurnin sé örugglega tvöfalt meiri
en í fyrra. Yfirleitt hafi verið rætt um að í fyrstu
viku ársins ræði stjórnendur fyrirtækja við end-
urskoðendur og íhugi stöðuna áður en þeir hugi
að ráðningarmálum en nú fari menn miklu fyrr
af stað. Þetta sé í raun framhald af haustinu sem
hafi verið óvenju líflegt. ?Það eru spennandi
tímar framundan í atvinnulífinu, það er ekki
spurning,? segir Þórir. 
Ekki megi þó gleyma því að jafnhliða miklu
framboði af störfum sé mikið framboð af fólki og
margir svari auglýsingum. Þórir segir að at-
vinnuleysi hjá ungu háskólagengnu fólki hafi
verið tiltölulega áberandi, sérstaklega hjá fólki
með BS-nám í viðskiptagreinum. Þetta sé ekki
endilega vegna þess að eftirspurnin hafi minnk-
að heldur hafi mun fleiri útskrifast en áður. ?En
ef þetta heldur svona áfram hlýtur að fækka í
þessum hópi,? segir hann. Á hinn bóginn hafi
verið skortur á verk- og tæknifræðingum og at-
vinnuástand meðal tölvumenntaðra hafi stór-
batnað. Þá vanti viðskiptafræðinga með fjög-
urra ára nám af endurskoðunarsviði. 
Mikil eftirspurn allt árið 2004
Auður Bjarnadóttir, ráðningarstjóri Mann-
afls-Liðsauka, hafði í gær ekki handbærar upp-
lýsingar um hvort framboð á störfum hefði auk-
ist miðað við sama tíma í fyrra en framboðið
væri a.m.k. ekki minna. Í raun hefði spurn eftir
starfsfólki verið mikil allt síðasta ár og engar
vísbendingar um að það væri að draga úr henni.
Þetta ætti við um nærfellt allar tegundir starfa
sem Mannafl-Liðsauki hefði í sínum skrám, s.s.
sérhæfð skrifstofustörf, sérfræðistörf og stjórn-
endastöður.
Mikil spurn eftir vinnu-
afli í flestum greinum
?Spennandi tímar fram-
undan í atvinnulífinu?
NORÐURÁL á Grundartanga auglýsti í
gær eftir nýjum starfsmönnum vegna
starfa sem verða til við stækkun álversins.
Alls munu 150 störf bætast við vegna
stækkunarinnar, í um helminginn verður
ráðið í mars og hinn helminginn í desem-
ber. Þau störf sem nú eru laus til umsóknar
eru fyrir ófaglærða í ker- og steypuskála.
Störfin eru sögð henta jafnt konum sem
körlum og er lögð áhersla á jafnan rétt
kynjanna. Um 15% af starfsmönnum álvers-
ins eru konur. Störf fyrir iðnaðarmenn og
tæknimenn verða auglýst síðar.
Ragnar Guðmundsson, framkvæmda-
stjóri stjórnunar- og fjármálasviðs Norður-
áls, segir að störf hjá Norðuráli hafi jafnan
verið eftirsótt og hann gerir ekki ráð fyrir
að það verði vandamál að fá hæfa starfs-
menn. Um 85% af starfsmönnum álversins
eru búsett á Vesturlandi og í auglýsingu,
sem birtist í Morgunblaðinu í gær, segir að
æskilegt sé að umsækjendur séu búsettir
þar. Ragnar segir að starfsmenn af Vest-
urlandi ílengist frekar í starfi en þeir sem
búa í meiri fjarlægð frá álverinu. 
Norðurál ætlar
að ráða 150 
starfsmenn
VEÐUR var með eindæmum vel fallið til útivistar á höfuðborgarsvæðinu
og nágrenni um helgina og hvarvetna mátti sjá fólk njóta góða veðursins. Í
Bláfjöllum og Skálafelli renndu nokkur þúsund manns sér í góðu færi og
sagði Grétar Hallur Þórisson, forstöðumaður skíðasvæða höfuðborg-
arsvæðisins, að skíðavertíðin hefði ekki farið svona vel af stað í áratug að
minnsta kosti. Rífleg snjóalög gæfu fyrirheit um að góð tíð væri í vændum.
Ekki þurfa allir að aka til fjalla til að stunda skíðamennsku. Kristín
Hassing gekk á skíðum frá húsinu sínu við Rauðás í Árbæ og út á Rauða-
vatn. ?Ég fer bara beint út á skíðunum og þarf engan bíl. Þetta er æð-
islegt,? sagði hún. Kristín og dóttir hennar eru nýfluttar til landsins eftir
21 árs dvöl í Noregi, því mikla skíðagöngulandi. Reynslan leyndi sér ekki
þegar Kristín renndi sér fimlega eftir frosnu vatninu.
Hestamennirnir Jóhann Sigurður Ólafsson, Agnes Ýr dóttir hans og
María Hjaltadóttir vinkona hennar nýttu góða veðrið til hins ýtrasta. Þau
riðu Sléttuhlíðarhringinn fyrir ofan Hafnarfjörð og mátti ekki á milli sjá
hvort knaparnir eða hestarnir væru ánægðari með lífið. 
Jóhann Sigurður Ólafsson, María Hjaltadóttir og Agnes Ýr Ólafsdóttir
tóku sig vel út á Sléttuhlíðarhringnum og gæðingarnir ekki síður.
Morgunblaðið/Þorkell
Kristín Hassing var sporlétt á Rauðavatni enda með áralanga reynslu.
Útivist stunduð af miklum þrótti
Góð byrjun á skíðavertíðinni
FASTEIGNASTOFA Reykjavíkur
hefur fyrirskipað kerfisbundna leit
að eldfimum neyðarlömpum í fast-
eignum borgarinnar, þar með talið
leikskólum og grunnskólum. Neyð-
arlampar þessir voru innkallaðir af
seljanda í október sl. þegar í ljós
kom að þeir voru gallaðir og gætu
valdið bruna. Skömmu eftir innköll-
un kviknaði í út frá tveimur slíkum
ljósum, fyrst í Borgarholtsskóla og
svo í leikskólanum Sólhlíð. Þriðja til-
vikið átti sér stað á Heilsuverndar-
stöð Reykjavíkur og vitað er um tvö
tilvik til viðbótar. Alls hafa því orðið
fimm brunar hérlendis af þessum
sökum.
Spænski framleiðandinn Daisalux
gerði prófanir á lömpunum þegar
fyrirspurnir vegna galla bárust hon-
um og birti niðurstöður sínar síðast-
liðið sumar. Síðar á árinu var farið að
innkalla lampa með ákveðnum fram-
leiðslunúmerum. 100 lampar munu
hafa selst hér og skiluðu 70 sér í kjöl-
far innköllunarinnar. 
Einar H. Jónsson, tæknifræðing-
ur hjá Fasteignastofu Reykjavíkur-
borgar, segir það geta verið vanda-
mál þegar eitt og eitt ljós hafi verið
sett upp af rafverktökum án vitn-
eskju Fasteignastofu, og því þurfi að
fara í allar 330 fasteignir borgarinn-
ar og skoða hvort þessi ljós séu ein-
hvers staðar í notkun, og sé sú vinna
þegar farin í gang.
Fimm brun-
ar vegna
gallaðra
neyðarljósa
FIMM manna fjölskylda slapp án
sjáanlegra meiðsla þegar jepplingur
hennar valt á Vesturlandsvegi, sunn-
an við afleggjarann að Bröttu-
brekku, um kvöldmatarleytið í gær.
Að sögn lögreglunnar í Borgar-
nesi missti ökumaðurinn stjórn á
bílnum í mikilli hálku. Bíllinn rann
fyrst á hliðinni eftir veginum og
hvolfdi síðan utan vegar. 
Fimm manna 
fjölskylda
slapp vel
???

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40