Morgunblaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 4
 KNATTSPYRNUFÉLAG Siglu- fjarðar, KS, hefur ákveðið að inn- heimta ekki æfingagjöld fyrir yngri flokka sína fyrri hluta ársins 2005. Í staðinn skorar stjórn KS á foreldra barna hjá félaginu að láta andvirði æf- ingagjaldanna renna til landssöfnun- arinnar Neyðarhjálp úr Norðri vegna náttúruhamfaranna í Asíu.  BERTI Vogts, fyrrverandi lands- liðsþjálfari Þýskalands og Skotlands, sagði við Bild að þýska landsliðið væri og myndi ekki verða nægilega sterkt til að geta tryggt sér heimsmeistara- titilinn í Þýskalandi 2006 – eins og Þjóðverjar gerðu á heimavelli 1974. Þá lék Vogts með þýska liðinu.  JAYSON Williams sem lék með NBA-liðinu New Jersey Nets á sínum tíma og var frákastahæsti leikmaður deildarinnar er þessa dagana að reyna fyrir sér hjá CBA-liðinu Idaho Stampede. Hann er 36 ára gamall en hætti sem atvinnumaður í körfuknatt- leik vegna alvarlegs fótbrots.  WILLIAMS hefur hinsvegar verið í fréttum vegna morðákæru en hann var sýknaður í apríl af þeirri ákæru. Þann 8. mars n.k. verður nýtt mál sótt gegn Williams af ættingjum hins látna, en þar er hann sakaður um manndráp af gáleysi.  WILLIAMS hefur æft með NBA- liðinu Cleveland Cavaliers og Port- land TrailBlazers hefur einnig boðið Williams að taka þátt í æfingum liðs- ins. Williams var á sínum tíma valinn í stjörnulið NBA-deildarinnar og þótti gríðarlega sterkur varnarmaður og frákastari.  PETER Meisinger, þjálfari þýska handknattleiksliðsins Grosswall- stadt, hættir í vor og við starfi hans tekur Michael Roth. Tveir Íslending- ar leika með Grosswallstadt, Einar Hólmgeirsson og Snorri Steinn Guð- jónsson. Liðinu hefur ekki gengið sem best á leiktíðinni og er í 14. sæti af 18 liðum með 10 stig eftir 18 leiki. Meisinger hefur þjálfað Grosswall- stadt í átta ár.  JOACHIM Boldsen, leikstjórnandi danska landsliðsins í handknattleik og leikmaður þýsku meistaranna Flensburg er meiddur og telur Torb- en Winther, landsliðsþjálfari Dana, aðeins vera um helmingslíkur á að Boldsen geti tekið þátt í heimsmeist- aramótinu í Túnis. Lars Krogh Jeppesen, helsta skytta Dana, glímir einnig við meiðsli og leikur einnig mikill vafi á að hann geti leikið með Dönum á HM. FÓLK NÝTT mót fyrir meist- araflokk kvenna í knatt- spyrnu, Faxaflóamótið, hefst á morgun, sunnudag. Þar leika félög af höfuðborg- arsvæðinu, utan Reykjavík- ur, ásamt liði ÍBV. Mótið er mjög sterkt því að í því taka þátt sex af átta liðum úrvals- deildar, Breiðablik, ÍBV, Stjarnan, FH, Keflavík og ÍA, og auk þeirra er 1. deild- arlið Hauka með í mótinu. Það eru Breiðablik og ÍA sem mætast í fyrsta leik mótsins en hann hefst kl. 15 á morgun í Fífunni í Kópa- vogi. Um aðra helgi hefst síðan Reykjavíkurmótið í meist- araflokki kvenna. Í því taka þátt úrvalsdeildarlið KR og Vals og 1. deildarlið Fjölnis, Fylkis, ÍR og HK/Víkings. Faxaflóamót í kvenna- flokki Byrjunarlið íslenska liðsins erþannig skipað: Friðrik Stef- ánsson, Njarðvík, Magnús Þór Gunnarsson, Keflavík, Páll Axel Vil- bergsson, Grindavík, Hlynur Bær- ingsson, Snæfell, Sigurður Þor- valdsson, Snæfell. Aðrir leikmenn eru: Sævar Ingi Haraldsson, Hauk- um, Eiríkur Önundarson, ÍR, Gunn- ar Einarsson, Keflavík, Páll Krist- insson, Njarðvík, Svavar Atli Birgisson, Tindastóll. Sigurður Ingimundarson valdi sjálfur Brent- on Birmingham úr Njarðvík og Lár- us Jónsson úr KR í sitt lið. Byrjunarlið erlendra leikmanna er þannig skipað: Anthony Glover, Keflavík, Clifton Cook, Skallagrím- ur, Nick Bradford, Keflavík, Darr- rell Flake, Fjölni, Darrell Lewis, Grindavík. Aðrir leikmenn eru: Chris Woods, Hamar /Selfoss, Joshua Helm, KFÍ, Matt Sayman, Njarðvík, Jason Pry- or, Val, Jeb Ivey, Fjölni, Einar Jó- hannsson valdi sjálfur ÍR-ingana Theo Dixon og Grant Davis, ÍR. Leikurinn hefst kl. 16. Kvennalandsliðið mætir sterku úrvalsliði Í Stjörnuleik kvenna, sem verður kl. 14, mætast annars vegar lands- liðshópur sem Ívar Ásgrímsson, landsliðsþjálfari valdi ásamt Henn- ing Henningssyni aðstoðarþjálfara. En liðið mun mæta erlendum leik- mönnum í 1. deild kvenna auk ís- lenskra leikmanna sem valdir voru af Sverri Þór Sverrissyni þjálfara liðsins, en Sverrir þjálfar kvennalið Keflavíkur. Landsliðið er þannig skipað: Birna Valgarðsdóttir, Keflavík, María Ben Erlingsdóttir, Keflavík, Rannveig Randversdóttir, Keflavík, Svava Stefánsdóttir, Keflavík, Bryndís Guðmundsdóttir, Keflavík, Helga Jónasdóttir, Njarðvík, Ingi- björg Vilbergsdóttir, Njarðvík, Erla Þorsteinsdóttir, Grindavík, Alda Leif Jónsdóttir, ÍS, Signý Her- mannsdóttir, ÍS, Þórunn Bjarna- dóttir, ÍS, Erla Reynisdóttir, Grindavík. Styrkt lið erlendra leikmanna: Ebony Shaw, Haukum, Jerica Watson, KR, Vera Janjic, Njarðvík, Jaime Woudstra, Njarðvík, Myriah Spence, Grindavík, Anna María Sveinsdóttir, Keflavík, Bára Braga- dóttir, Keflavík, Helga Þorvalds- dóttir, KR, Sólveig Gunnlaugsdótt- ir, Grindavík, Ólöf Helga Pálsdóttir, Grindavík, Petrúnella Skúladóttir, Njarðvík. Ragnheiður Theodórs- dóttir úr Haukum tekur þátt í þess- um leik verði ekki erlendur leik- maður kominn í raðir Keflavíkur fyrir laugardag. Stjörnuleikir KKÍ á Hlíðarenda ÁRLEGIR Stjörnuleikirr Körfuknattleiksambands Íslands fara fram í dag í íþróttahúsinu á Hlíðarenda í Reykjavík, heimavelli Valsmanna. Íþróttafréttamenn völdu karlkaliðin sem mætast. Sigurður Ingi- mundarson, þjálfari Keflavíkur, mun stýra liði sem skipað verður ís- lenskum leikmönnum, en Einar Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkinga, stýrir liði sem skipað verður erlendum leikmönnum. AP Austurríska skíðakonan Renate Götschl, 29 ára, sem er hér á ferðinni – fagnaði í gær sigri í annað sinn á aðeins þremur dögum á heimsbikarmóti í risasvigi í Cortina d’Anpezzo á Ítalíu. Lindsay C. Kildow frá Bandaríkjunum varð önnur og Silvia Berger frá Austurríki þriðja. FIFA, Alþjóða knattspyrnu- sambandið, og Knattspyrnu- samband Evrópu, UEFA, ætla að sameinast um að halda fjár- öflunarleik til styrktar þeim sem eiga um sárt að binda í Asíu vegna hamfaranna á öðr- um degi jóla. Leikurinn fer fram á Nou Camp í Barcelona þriðjudaginn 15. febrúar og lána Börsungar leikvang sinn til þess að kostnaður verði sem minnstur. Annað liðið sem leikur verð- ur skipað leikmönnum sem fæddir eru utan Evrópu og verður Brasilíumaðurinn Ron- aldinho, knattspyrnumaður ársins, fyrirliði þess. Hitt liðið verður skipað Evrópubúum og verður Úkraínumaðurinn And- riy Shevchenko fyrirliði. Marcello Lippi og Arsene Wenger verða titlaðir þjálf- arar þess liðs, en Carlos Al- berto Parreira og Frank Rijkaard hafa umsjón með liði Ronaldinhos. Fastlega er búist við að flestir fremstu knattspyrnu- menn heims taki þátt í leikn- um og að um 100.000 áhorf- endur greiði aðgangseyri. Góðgerð- arleikur á Nou Camp í Barcelona

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.