Morgunblaðið - 16.01.2005, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 16.01.2005, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 2005 45 MENNING Fyrir tuttugu árum eða svohélt myndlistarmaðurinnÞórður Ben Sveinssonsýningar í Reykjavík, sem eru mörgum enn minnis- stæðar. Sýningarnar innihéldu nefnilega hugmyndir að breyttu borgarskipulagi, þar sem flugvall- arsvæðinu í Vatnsmýrinni var breytt í fagra garða og forvitnileg hús. Mannlegri tilvist var gert hærra undir höfði en vélum og far- artækjum í skipulaginu, sem fyrst og fremst tók tillit til aðstæðna og veðurfars hérlendis, en vísaði til menningar okkar og náttúru í útliti. Þórður Ben sýndi þessar hug- myndir sínar í þrígang, árin 1981, 1984 og 1986 og skrifaði auk þess greinar í Lesbók Morgunblaðsins um málið. Eftir það lagði hann það til hliðar – en einugis í bili. Fyrir þremur árum hafði þróunarstofnun borgarinnar samband við Þórð, þar sem tekin hafði verið sú ákvörðun að flytja flugvöllinn í Vatnsmýrinni og skipuleggja svæðið upp á nýtt. Þórður lagðist yfir hugmyndir sín- ar að nýju, og sýnir nú í Listasafni Reykjavíkur nýjustu framþróunina í þeim á sýningu, sem ber heitið Borg náttúrunnar og var opnuð í gær. Borg náttúrunnar Það sama er upp á teningnum nú og í fyrri hugmyndum Þórðar, þar er lögð áhersla á að borgin taki mið af íslenskri náttúru og menningu. Byggingar eru úr gleri og nátt- úrusteini, götur eru yfirbyggðar og íslenskur sandur er lagður í yl- stræti sem tengja borgina. Ýmis minni úr íslenskri náttúru, hrauni, fjöllum og fossum sjást þar glögg- lega, í fínlegum og margbreyti- legum húsum. „Ég er þeirrar skoð- unar að byggingarlist eigi að fara aftur til baka á gömlu ræturnar fyrir alþjóðlegu hagnýtisstefnuna, sem kom fram um 1950,“ segir Þórður þegar við göngum um sýn- inguna. Staðsetning borgarinnar er sem fyrr í Vatnsmýrinni, römmuð inn af Suðurgötu, Hringbraut, Öskjuhlíð og ströndinni við Nauthólsvík. Þórður telur að í borg af þessu tagi ættu um 100.000 íbúar að geta búið, enda er lögð á það áhersla í skipu- lagi hennar að þar sé skammt að fara í alla hluti og bílar nánast óþarfir fyrir dagleg verkefni. Þórð- ur ber saman kort af Amsterdam og Reykjavík á sýningunni því til staðfestingar að þetta sé hægt. „Í miðborg Amsterdam búa 750.000 íbúar,“ útskýrir Þórður. „Að stærð er hún fjórir sinnum þrír og hálfur kílómetri, og borgin er hvergi þröng. Ef Reykjavík fylgdi sömu forskrift, þyrfti hún ekki að vera nema 700 metrar að breidd. Þannig að það væri hægt að skipuleggja Reykjavík allt öðruvísi, en þá þyrfti auðvitað að gera alveg radikal breytingar og taka upp allt annan hugsunarhátt.“ Borg Þórðar, Borg náttúrunnar, skiptist upp í margvísleg hverfi eft- ir því hvernig náttúran er á hverj- um stað í Vatnsmýrinni. Þannig er að finna hverfi tjarna og síkja, hraunhverfi, hverfi gilja og gjúfra, fjöruhverfi og þar fram eftir göt- um, sem hvert og eitt tekur mið af aðstæðum í ytra útliti. „Þá nota ég til að mynda fjörusand og fjöru- steina í forgarðana í fjöruhverfinu,“ útskýrir hann. Nýr valkostur Þórður segir hugmyndir sínar um Borg náttúrunnar langt frá því að vera fullmótaðar, hann sé „rétt að byrja á þessu mikla verkefni“ eins og hann orðar það sjálfur. En hver eru markmið hans með þessum pælingum – hvað hyggst hann fyr- ir? Svar Þórðar er að hann sé fyrst og fremst að bjóða annan valkost en hefur tíðkast hingað til í skipu- lagsmálum borgarinnar. „Reykja- vík hefur orðið til undanfarin fimm- tíu ár samkvæmt einu viðhorfi, einni stefnu, einni hugsun. Það eru engir valkostir,“ segir hann. „Þetta opnar fyrir nýjan valkost. Við erum að tala um aðra tegund af borg og aðra möguleika í þróun borgar- menningar á Íslandi, því það verð- ur til önnur tegund af borgarlífi í svona borg. Þetta er borg sem þétt- ir, örvar og tengir, og er auðveld að búa í.“ Eitt af því sem Þórður finnur að við Reykjavík nútímans er mikil notkun bíla. „Það er eitt af því sem ég gagnrýni. Þú getur ekki hreyft þig í þessari borg án þess að hafa bíl. Skipulagið táknar að ef þú hef- ur ekki bíl ertu ekki með í menn- ingunni. En hver segir að þú þurfir að eiga vini í Japan sem framleiða bíla? Það er skortur á lýðræði sem verður til með þessu,“ segir hann. Ekki útópískt Það að hægt sé að koma öllum Reykvíkingum fyrir á Vatnsmýr- arsvæðinu, þrátt fyrir vel útpælt borgarskipulag Þórðar, hljómar dá- lítið útópískt fyrir blaðamanni. En Þórður er því ósammála. „Ég myndi ekki segja það. Bygging- arnar eru hugsaðar sem svörun við íslensku veðurfari, þannig að þær eru raunverulegar. Það er allt gert til þess að hægt sé að byggja borg- ina á hagkvæman hátt. Afar okkar og ömmur byggðu til að mynda borgir með öðrum hætti. Þannig að slík borg er möguleg, en auðvitað ekki með þeim aðferðum sem not- aðar eru í dag, hvorki í bygging- arlist né skipulagshugsun.“ Hann leggur á það áherslu að nauðsynlegt sé að hafa eitthvað í höndum þegar rætt sé um aðra val- kosti í skipulagi borgarinnar, teikn- ingar, skissur og rökstuðning, og les upp valda setningu sem kemur fyrir á sýningunni og lýsir pæl- ingum hans kannski sérstaklega vel: „Borgin er merkasta og áhrifa- ríkasta framlag menningar til sjálfrar sín.“ En telur Þórður að hugmyndir hans muni ganga í gegn? „Ja, þetta svæði myndi byggjast af mörgum kynslóðum. Ég vona að alla þá sem langar í aðra tegund af borgar- lífsmenningu en tíðkast hér og víð- ar – þar sem lögð er áhersla á að dreifa byggðinni sem mest og bíll- inn er í aðalhlutverki – að þeim verði boðnir aðrir valkostir. Í raun finnst mér þetta svæði tilheyra komandi kynslóðum. Við verðum að skoða hvað við gerum fyrir börnin okkar og hvaða stöðu við setjum þau í. Síðasti möguleiki á valkosti fyrir komandi kynslóðir í þróun borgarlífsmenningar stendur fyrir dyrum, og ég tel það mjög stórt mál.“ Sýning Þórðar verður opin til 27. febrúar. Nýr valkostur í borgarmenningu Þórður Ben Sveinsson opnaði sýningu á borgarskipulags- hugmyndum sínum í Listasafni Reykjavík- ur í fyrrakvöld. Inga María Leifsdóttir gekk með honum um sýninguna og ræddi ýmsa möguleika í skipulagi borgarinnar. Morgunblaðið/Jim Smart Þórður Ben Sveinsson: „Borgin er merkasta og áhrifaríkasta framlag menningar til sjálfrar sín.“ ingamaria@mbl.is SAMKOMULAG hefur náðst um það að Sinfón- íuhljómsveit Ís- lands leiki á tón- leikum Plàcido Domingo sem fyrirhugaðir eru í Egilshöll þann 13. mars næst- komandi. Það er athafnafólkið Þóra Guðmundsdóttir og Þorsteinn Kragh sem stendur að tónleikunum en þau hafa undanfarin 2 ár unnið að því að fá Domingo hingað til lands. Plàcido Domingo er óumdeil- anlega einn af þeim stóru í heimi sönglistarinnar. Á ferli sínum hefur hann túlkað 119 hlutverk úr heimi óperubókmenntanna, enginn annar söngvari getur státað af svo miklum fjölda. Hvort sem höfundurinn heitir Mozart, Verdi, Berlioz, Puccini, Wagner eða Ginastera þá er víst að verk hans hafa hljómað í flutningi Domingos. „Nú styttist í að landinn fái að njóta hæfileika hans. Óhætt er að fullyrða að einstök upplifun bíði þeirra sem tónleikana sjá og heyra og eftirvæntingin er einnig mikil í herbúðum Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands,“ segir Sváfnir Sigurðarson kynningarstjóri SÍ. Plàcido Domingo heldur einungis um 10 tónleika á ári en auk hans munu sópransöngkonan Ana Maria Martinez og Óperukórinn syngja á tónleikunum. Hljómsveitarstjóri verður Eugene Kohn. Sinfónían leikur undir hjá Domingo TENGLAR .............................................. www.domingo.is Plàcido Domingo ÞÝSKUNÁMSKEIÐ GOETHE ZENTRUM www.goethe.is 551 6061 30 rúmlesta réttindanám E N N E M M / S IA / N M 14 8 2 7 Námskei› 24. janúar - 5. mars Kennsla mánud., mi›viku. og fimmtud. kl. 18.00-22.10 Námsfög eru: Siglingafræ›i og samlíkir, siglingareglur og vélfræ›i, siglinga- og fiskileitartæki, sjóhæfni, ve›urfræ›i og öryggismál. Nánari upplýsingar og skráning í síma 522 3300 eða á netfangið sa@mennta.is Alfanámskeiðin að hefjast kynntu þér þau á www.alfa.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.