Morgunblaðið - 26.01.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.01.2005, Blaðsíða 1
Sporlétt tímamót Helgi Tómasson fagnar 20 ára starfsafmæli í dag | Miðopna Flugkappinn flýgur hæst The Aviator tilnefnd til 11 Ósk- arsverðlauna | Menning 44 Íþróttir í dag  Skelfilegt að klára þetta ekki  Viggó átti að breyta um vörn  Alsír og Grikkland komu á óvart á HM STOFNAÐ 1913 25. TBL. 93. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is BÆJARYFIRVÖLD í Garðabæ vinna nú að því að gera sérsamning sem væntanlegir starfsmenn við hinn nýja Sjálandsskóla geta gengið inn í í stað þess að fara eftir samningi sem launanefnd sveit- arfélaganna gerði við Kennarasamband Íslands. Sjálandsskóli á að taka til starfa í haust og segir Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðabæ, að stefnt sé að því að gera sérsamning við alla starfsmenn hins nýja skóla og miða skipulag hans og starfsemi við það. Til að það megi verða þarf þó samráðshópur launanefndarinnar að samþykkja gerð samningsins. Samningar af þessu tagi falla undir bókun við kjarasamninginn sem gerður var við grunnskóla- kennara sl. haust. Þar kemur fram að samningsað- ilar séu sammála um að skapa tækifæri fyrir grunnskóla að taka upp í tilraunaskyni hliðstæð vinnutímaákvæði og gilda hjá öðrum háskóla- menntuðum starfsmönnum sveitarfélaga, tíma- bundið í eitt ár. Vinnutími verði milli kl. 8 og 17 og innan þess tíma sé öll vinnuskylda kennara; kennsla, undirbúningstími, verkstjórnartími og sí- menntun. „Bæjarritari og forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs eru að undirbúa þennan samning í samvinnu við skólastjóra skólans. Við ætlum að reyna að ljúka samningnum og fá leyfi til þess að gera hann áður en starfsmenn Sjálandsskóla verða ráðnir nú á næstu mánuðum.“ Ásdís Halla segir að þessi samningur í þessum skóla geti hugsanlega sýnt fram á nýja möguleika. „Það er ekkert því til fyrirstöðu að skoða þetta gagnvart öðrum starfsmönnum líka. Þetta er fyrsta skrefið, ef þetta gengur vel þá finnst okkur þetta áhugaverður möguleiki. En forsendan fyrir því að gera svona samning er að starfsmennirnir hafi áhuga á því og vilji gera svona samning. Það er ágætt að gera þetta núna með þennan nýja skóla, starfsfólk þar veit þá að hverju það gengur.“ Bæjaryfirvöld í Garðabæ vilja gera sérsamning við kennara í Sjálandsskóla Vinnutíminn eins og hjá öðrum háskólastéttum VAXANDI áhyggjur eru af hækkunum á verði fasteigna á meginlandi Evrópu og varaði Seðla- banki Evrópu nýverið við því að hætta væri á því að verðbólan spryngi í nokkrum löndum Evrópu- sambandsins með tilheyrandi neikvæðum áhrifum fyrir fjárhag heimilanna og banka sem tekið hafa veð í fasteignum fólks. Miklar verðhækkanir hafa verið að undanförnu í Frakklandi, á Spáni og á Ítalíu, þar tvöfaldaðist verð fasteigna á árunum 1995 og 2003, rétt eins og á Írlandi og í Hollandi. Bent er á að verðhækkanir í mörgum löndum ESB – sem skýrast af miklu framboði af lánsfé á lágum vöxtum – séu ekki í tengslum við raunveru- legt virði fasteigna og vísbendingar eru sagðar um að stjórnendur Seðlabanka Evrópu fylgist nú grannt með þróuninni. „Hækkandi húsnæðisverð og tilheyrandi skuldaaukning hafa þegar haft um- talsverð áhrif á peningastefnu enska seðlabank- ans og þess norska,“ segir Edward Teather, hag- fræðingur hjá UBS-fjárfestingabankanum. Spænsk stjórnvöld bregðast við Þróunin á meginlandinu hefur ekki alls staðar verið sú sama, í Þýskalandi hefur verð fasteigna til að mynda haldist nokkuð lágt. Og sumir sérfræð- ingar segja enn enga ástæðu til að hafa áhyggjur af því að verðbólan springi. Engu að síður til- kynntu spænsk stjórnvöld í síðustu viku að þau hygðust gera tilraun til að koma í veg fyrir frekari verðhækkanir með því að setja á markað níu millj- ónir fermetra fasteignarýmis sem spænski herinn hefur nýtt og er meiningin sú að nota það undir nýbyggingar. Verðhækkanir á Íslandi hafa verið jafnvel enn meiri en á meginlandinu því eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær urðu methækkanir á íbúða- verði í sérbýli á höfuðborgarsvæðinu á árinu 2004, eða um 35%. Tvöföldun hefur orðið á verði fast- eigna á fimm árum, þ.e. frá árinu 1999. Fasteignaverð hefur hækkað mikið á meginlandi Evrópu eins og á Íslandi Vaxandi áhyggjur af því að verðbólan springi Frankfurt. AFP. GERHARD Schröder, kanslari Þýskalands, segir að þjóðin muni aldrei láta minningu fórnarlamba Helfararinnar falla í gleymsku. Á morgun eru rétt sextíu ár síðan sov- éski herinn frelsaði útrýmingar- búðir nasista í Auschwitz og var haldin minningarsamkoma af því tilefni í Berlín. Á myndinni má sjá Schröder fyrir framan ljósmynd sem sýnir aðstæður í Auschwitz. Um sex milljónir gyðinga létu líf- ið í ofsóknum nasista, þar af um hálf önnur milljón í gasklefum Auschwitz. Schröder sagði að aldr- ei yrði bætt fyrir hrylling nasism- ans og minningin um þjóðarmorð þeirra væri hluti af þjóðarvitund landsmanna. Þjóðverjum bæri sið- ferðisleg skylda til að gleyma ekki þessum atburðum. „Við skuldum það ekki einvörðungu fórnarlömb- unum, þeim sem komust af og ætt- ingjum þeirra heldur okkur sjálf- um,“ sagði kanslarinn./15 Helförin gleymist ekki AP VIKTOR Jústsjenko, nýr forseti Úkraínu, segist enn ekki hafa van- ist því andliti sem blasir við honum er hann horfir í spegil – en sem kunnugt er var Jústsjenko byrlað eitur í aðdraganda forsetakosning- anna í Úkraínu með þeim afleið- ingum að andlit hans afmyndaðist. „Í hreinskilni sagt þá get ég ekki vanist þessari ásjónu og held ég muni aldrei gera það,“ sagði Jústsjenko á fréttamannafundi í Strassborg í gær en hann sótti þar fund Evrópuráðsþingsins. „En,“ bætti Jústsjenko við, „ég er karl- maður og við gerum ekki mikið úr þeim örum sem við berum.“/11 Reuters „Get ekki vanist þessari ásjónu“ BRESKIR fjölmiðlar segja að málarekstur lögreglunnar í norðurhluta Englands gegn konu, sem stöðvuð var í um- ferðinni og sektuð fyrir að borða epli undir stýri, hafi kost- að skattborgara tíu þúsund pund, um 1,2 milljónir íslenskra króna. Afraksturinn var rýr, hin 23 ára gamla Sarah McCaffrey var sektuð um 60 pund fyrir rétti á mánudag og látin greiða 100 pund í kostnað. Lögreglumaðurinn sem stöðvaði McCaffrey mun hafa haldið að hún væri að tala í far- síma samtímis og hún stýrði bíl sínum. Er hann áttaði sig á að hún hafði verið að borða epli sektaði hann hana um 30 pund á staðnum. McCaffrey ákvað að áfrýja þeim úrskurði og endaði málið því fyrir dómstólum. Í réttarsal lagði ákæruvaldið fram ýmis gögn, m.a. loftmynd- ir sem náðst höfðu af McCaffr- ey, myndband sem tekið var af þyrlu lögreglunnar og mynd- band sem tekið var úr lögreglu- bíl. Sagði lögmaður McCaffrey framgöngu lögreglunnar „fjar- stæðukennda“, furðulegt væri hversu mikil áhersla hefði verið lögð á að góma bílstjóra sem að- eins hefði gerst sekur um það, að gæða sér á epli undir stýri. Sagan af eplinu dýra London. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.