Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Mįnudagsblašiš

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Mįnudagsblašiš

						7. árgangur
BlaSfyrir alla
Mánudagur 11. janúar 1954
1. tölublíuSr
&I.S kraf ðist þess a<? Fram-
sókn tæki að sér utanrikismál
Tilgangurinn: befri fækifæri fil varaarliðsgrófa
;    Það hefur/mörgum verið ráðgáta hversvegna Fram-
sókn sótti svo f ast að f á embætti utanríkisráðherra, eftir
stjórnarskiptin.
Voru menn lengi hugsandi um hver ástæðan til að
flokkurinn vildi, eftir lítt glæsileg kosningaúrslit, taka
að sér þetta embætti, sem var óvinsælt í margar áttir.
Nú er toksins vitað uð það var Samband tslenzkra sam-
viiuiui'élaga, sem krafðist þess, að Framsókn tæki að sér
iitanríkisráðherraenibættið.
SlS vildi fá einhvern möguleika til gróða á Kefla-
víkurvelli og taldi að utanrikísráðherraembættið væri
lykillinn að því.
Framsókn varð að hlýða. SlS gat vísað til þess að það
hefði um áratugi haldið flokknum uppi og þó kosning-
arnar hef ðu ekki farið.vel og embættið væri óvinsaelt, þá
væri Framsókn ekki of góð til þjónustunnar í þetta skipti.
SÍS vill, sem kunnugt er, aldrei taka þátt í neimim
samtökum eða félögum annarra. Þessi gyðingaaðferð á
sér langa sögu. Þessvegna vildi SÍS ekki gerast aðili að
Sameinuðum verktökum enda lágu hagsmunir þeirra bg
SlS ekki algerlega saman, eins og siðar kom á daginn.
Hver átfi að verða ulanríkisráðherra!
Næst lá að sjálf ur Vilhjálmur Þór forstjóri yrði utan-
ríkisráðherra, seni þó mun ekki hafa verið talið ráðlegt af
ýmsum ástæðum. Meðal annars var eitt af fyrirtækjum
Vilhjálms ný dæmt af sakarétti og kann það að hafa þótt
viðsjált gagnvart erlendum diplomötum.
)-     Þessvegna var leitað og leitað meðal hinnar mann-
fátæku Framsóknar og var farið norður á Akureyri og
¦  skattstjórinn sóttur og settur í embættið.
*¦»«-•. "*¦ ¦¦                                                                  .'..-• •¦.:' •                     ,"'
*                   Nefndir
• iV                     •.....¦¦
U, Síðan mun hafa verið sett eitthvað af nefndum varð-
andi Keflavík. Sumar eiga að vera til viðtals og aðrar að
gera eitthvað. Eru Tómas Árnason frá Akureyri og
,  Hallgrímur Dalberg fulltrúi þar með æðstu mönnum.
SÍS byrjar að græða
Síðan kemur það sem alltaf mátti vænta að SÍS
vildi fara að græða og varð það með miklum atburðum.
SlS tók að flytja inn þessi svonefndu hollénzku hús, sem
eru lík þeim ensku „pre-fabs", sem notuð voru mjög til
að koma skjótlega upp húsum þó léleg væru, vegna
skortsins.
Það gefur að skilja að innflutningur húsanna tekur
geysiniikla vinn.u frá íslenzkum mönnum en í það er ekki
horft. SÍSþarf að koma fingrunum í jólakökuna og það
sem út er dregið er stór rúsína og feit.
Allri gagnrýni á því, að léleg hús skuli fiutt inn og
vinna tekin af innlendum mönnum, er svarað með því
að ekki megi taka fólk frá atvinnuvegunum. En á sama
tíma er f jölda manns sagt upp vinnu syðra. Það þarf ekki
að efa að SÍS fær mikinn milliliðagróða af hinu hollenzka
umboði.
Þó Framsókn gjaldi fyrir það nokkurt pólitískt af-
hroð er ekki í það horft.
En eitt er víst:
Kristinn ráðherra er ekki öfundsverður maður. Hann
er heiðarlegur og góðgjam og ef til vill skilur hann ekki
fyllilega hvílíka ofjarla hann hefur yfir sér. Trúlega mun
Kl^ppsiinrftin
Sem við var að búast vöktu aðfinnslur „Mánu-
dagsblaðsins", um ástandið á Kleppi hina mestu athygli
um iand allt. Hafa blaðinu borizt hinn mesti sægu-
fyrirspurna þessu viðvikjandi. Hnu slotl ekki leynt,
að mörgum mun svo hafa farið, að erfitt væri að trúa
því, að til væri sá spitali í landinu, sem ekki reyndi
af fremsta megni, að láta sjúklingum sínum í te þá
læknisaðstoð sem bezta raun gæfi, Grein Mánudags-
blaðsins var stíluð sem bréf tíl formanns Læknafélags
Islands, þar eð blaðið taldi hann, vegna stöðu sinnar
þann, sem xoáske gæti lagt þunga nokkurn í vogarskál-
ina, þvilíku máli til stuðuings.
Og sennilega hefur þetta verkað vel, enda þótt ekk-
ert hafi Iieyrst frá hr. lækni Valtý Albertssyni. Margir
læknar hafa upp á síðkastíð ritað um málið, og á einn
veg, að ástandið. á Kleppi sé gjörsamlega óviðunandi,
ebas og það er nú. Allir sammála um að hinar nýju að-
ferðir tíl lækninga geðveikra gefi oftast mjög góða
raun, svo ekki sé meira sagt.
Dr. Helgri Tómasson
Vitanlega snýst málisS eingöngu
um yfirlæknirinn dr. Helga, sem!
einn þýklst þess umkominn að
foröæma heilaaðgerðir, ög raflost
til lækninga geðveikum. Dr.
Helgi kom hingað til lahds árið
1929. Gerði hann þá, án rann-
sóknar það meistarabragð, að
telja þáverandi dómsmálaráð-
herra Jónas Jónsson geðbilað-
an. Lík mál hafa verið dæmd
ytra, og venjulega þungur refsi-
dómur við slíku athæfi. Vægast
sagt verður það vart varið, að
enda þá orrahrið, með því að
gera dr. Helga aftur að yfirlækni,
því sem kunnugt er vék Jónas
Jónsson manninum úr hinni
ábyrgðarmiklu stöðu. AUur al-
|
menningur í landinu dæmdi fram
komu Helga mjög þungt, og taldi
að annaðhvort væri maðurinn bil-
aður, eða þá með kunnáttu og
skapbresti sem vart ættu sinn
líka. Og má sem dæmi nefna
að landlæknir Vilmundur Jóns-
30n, vítti Helga opinberlega. En
nóg um það.
Árin hafa liðið síðan. Ný.iir
ungir (sérfræðinigar í geðsjúk-
dómum hafá sezt hér að, og
nýjar aðferðir • til lækninga
liinum ei-fiðu geðsjúkdómum
Eundist. Allir aðrir hérlendir sér-
fræðingar eru á þessu sviði á
öndverðum meið við dr. Helga
og fordæma hans atferli, og
stífni, en hingað til ekkert dugað
þrátt fyrir það að sUmir hinna
læknanna, hafi á Iæknafundum,
að sögn, tekið duglega ofan í
Helga.  Mikla  gagnrýni   hefur
doktorinn einnig hlotið fyrir
margar sínar sjúkdóma aðgrein-
ingár, bæði hjá ahnenningi og
stéttarbræðrum, og ér «lclfi unht;
annað, en mirmast á það, þegar
á annað borð er gerð tilraun til
hreinsunar á Kleppi, hinu eina
geðveikrasjúkrahúsi landsins.
Mætti spyrja dr. Helga hvort rétt
sé að hann hafi gefið sitt sam-
þykki til þess að geðsjúkur lyf ja-
fræðingur fengi starfsleyfi í
Reykjavíkurapóteki. Eða hver bar
á því athæfi ábyrgð. Slíkur
lyfjafræðingur hefði vel getað
fundið upp á því, að setja blásýru
í lyfjaglös fjÖlda sjúklinga, eða
nokkra lítr'a af sama efni í okkar
góðu Gvendarbrunna. Þetta er
ekki sagt til að ryfja upp harma
og harmleik, heldur verður að
segjast til aðvöirunar læknum
sem ekki eru starfi sínu vaxnir,
og geta með því valdið hryllileg-
um slysum,
Og þetta er einnig sagt til þess
að hin alltof hljóðlátu heilbrigð-
isyfirvöld taki nú rögg á sig til
rannsóknar fyrgreindu máli, sem
virðist svo alvarlegt í eðli sínu,
að vart muni dæmi slíks finn-
ast.
Kannast líka dr. Helgi við merk-
an Reykvíking sem var bandóður
og léngi undir umsjón Helga án
árangurs, og fékk þá fyrst bata
er prófessor Jóhann Sæmiindsson
skarst í leikinn, og sendi mann-
inn til Danmerkur, en þaðan kom
hann skömmu síðar, alheill eftir
raflost? Katmast dr.- Helgi við
hinn íslenzka Hæstarétt sem ekki
hefur áv^lt, enda þótt ólæknisfróð
ir séu, tekið mark á álitsgjörðume.
hans.
Og svo mætti lengi télja.
Þungamiffja málsins
Geðveikralækningum hefur
farið mjög mikið fram hin síðari
árin. Nýjar rannsóknaraðferðír
haf lyft márgri hulunni er yfír
þessum voðasjúkdómum hefur-
hvílt til þessa, og margskonar;íið-.
gerðir eru nú gerðar með hinum
ágætasta árangri. Allt þetta þýðir
það, að það er gjörsamlega ókleift
einum manni, jafnvel vel mennt-
uðum og heilbrigðum á geðsmun-
unum, að ráða Við slíkt, og mun
nú á dögum erlendis, enginn geð-
veikralæknir taka á sig þá ábyrgð
að ráða einn í slíkum málum.
Hinsvegar er ekkert leyndarmál
að dr. Helgi starfar á Kleppi áa
faglegrar hjálpar, sem nokkurt
Vit'ér í. Svo e rvitað að nú upp
á siðkastið eftir að óhugnanlegur
berklafaraldur kom þar upp a$
sögn, að þá haf a farið fram rarm-»
sóknir á Kleppi af öðrum læknum
héðan úr Reykjavík, en ekki er
vitað að dr. Helgi hafi lotið svo
lágt að kalki til sin, hvorki dr.
Bjarna Oddsson meðan hann hfði
og starfaði, né fagkollega sína, og
heldur ekki svo vitað sé barizt
fyrir því að heilaaðgerðarstöð
yrði komið upp í sambandi viS
Klepp. Og svo það sem kórónar
allt: Talið hinar nýju aðgerffir á
þessu sviði einskis verffar, þrátt
fyrir reynslu, innlenda sem er-
lenda. Þar er hundurkm grafinn^
Til heilbrigðisyfirvalda    ,,!
landsins
Á nokkur ykkar kæran ættingja^
eða  vin  undir  handleiðslu  dr.
Helga Tómassonar, t. d. vanda-
mann  er  þjáist  af  þunglyndi?,.
Framhald á  3.  siðu.
hann halda sér að Sjálfstæðismönnum til trausts og halds,
enda mun nokkuð hafa á þvi borið þeim æstustu í Fram-
sókn til lítillar gleði.
Jean Holden, kvikmyndadis.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8