Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 24.05.1954, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 24.05.1954, Blaðsíða 8
IOR EINU I ANNAÐ í í. I i l Tönnin og Guðni — Hallbjörg í Kanada — Útvarpsaug- lýsingar — Þýðingar — Sóttkví Bárðar — Guðni Þórðarson, blaðamaður Tímans, vill gjarna gefa lesendum sínum sem fyllstar upplýsingar um fólk það sem hann tekur viðtal við og er ekki nema gott um það að segja. 1 s.l. viku var það þó ekki laust við að búmannshæfileikar Guðna yrðu blaðamanninum yfirsterkari. Hann náði samtali við ameríska leik- stjörnu og að gamalla hrossaprangara sið gáði hann upp í gripinn og hrópaði upp yfir sig: „En þér hafið misst framtönn á áberandi stað. Vonandi eiga okkar elskulegu flugmenn engan þátt í því ?“ Ungfrúin, Mona Knox, varð fremur skelkuð við þessa óvæntu spurningu en þegar hún náði sér gaf hún Guðna skýringu á tannskortinum og lofaði ,,að heilsa betur upp á ykkur næst og hafa tennurnar í lagi“. (Tíminn 20. maí). Ekki er þess getið að Guðni hafi þreifað til hryggjar imgfrúarinnar til þess að kjmnast holdafari hennar og mun bændum þykja það nokkur yfirsjón hjá full- trúanum. ★ Samkvæmt fréttmn norska blaðsins Aftenposten 5. maí, hefur Hallbjörg Bjarnadóttir, sem fræg er fyrir raddsvið sitt og hæfileika til þess að líkja eftir heims- ins kunnustu söngvurum, unnið á fi’ægustu nætur- klúbbum Noregs undanfarið. Á skemmtistaðnum Chat Noir, kom hinn kunni bandaríski hljómsveitarstjóri King Cole í klúbbinn til þess að hlusta á hana og skemmtu þau áhorfendum. Annars er Hallbjörg á leið til Ottawa, Kanada, þar sem hún er ráðin til að skemmta í stærsta næturklúbb borgarinnar. ★ Auglýsingarnar í hádegisútvarpinu eru nú að verða óþolandi. Svo er að sjá sem gróðafýkn stofnunarinn- ar ætli alveg að útrýma þeirri takmörkuðu tónlist, sem hlustendur höfðu aðgang að. Ef svona á að ganga þá ætti útvarpið að velja sér stakan tíma fyrir auglýsingar. Almenningur vill fá eitthvað fyrir gjöld sín. ★ Pétur Pétursson þulur var í morgunútvarpinu s.l. laugardagsmorgun. Menn spertu upp eyrim er hann kynnti alþekkt lag: „Þetta verður minn bani“ alias „You’re" eða „It’s breaking my heart“ Sennilega er þessi þýðing beint frá mannvitsbrekk- unni í músíkdeildinni. ★ Að lokum: Hvað líður „hreinsun“ Bárðar Daníels- sonar Þjóðvarnarfulltrúa í bæjarstjórn? Neitar Gils að víkja úr stólnum eða er erfitt að gerilsneyða aðal- fulltrúann. Sumir halda að hann sé kominn í ævilanga pólitíska sóttkví. Hvað á að gera í hvöld? KVIKMYNDAHIS , Gamla bíó: Réttvísin gegn O’Hara. Spencer Tracy. Kl. 5, 7 og 9. Er það satt, að það sé „bókhaldsputtinn“ sem Helgi Ben. heimt- ar 72 þúsund krónur fyrir? Nýja bíó: Á götum Parísar- borgar. Birgitte Auber. Kl. 5, 7 og 9. Tjarnarbíó: Faldi fjársjóð- urinn. Yvonne De Carlo. Kl. 5, 7 og 9. Austurbæjarbíó: Holl lækn- ir. Kl. 7 og 9. Hestaþjófar kl. 5. Stjörnubíó: Harðlyndi. Viktor Sjöström. Kl. 5, 7 og 9. Hafnarbíó: — Dularfulla hurðin. Charles Laughton. Kl. 5, 7 og 9. Tripolibíó: Blóð og perlur. Victor McLagen. Kl. 5, 7 og 9. LEIKHÚS: Þjóðleikhúsið: Villiöndin Gestur Pálsson. Kl. 20. Iðnó: Gimbill. Brynjólfur Jóhannesson, Emih'a Jónas- dóttir. Kl. 20. Atli Heimir Sveinsson 15 ÁRA LAGASMIBUR VEKUR ATHYGLK Þriðjudaginn 10. þ. mánað- ar söng Einar Sturluson 7 lög í útvarpið, sem eru eftir ung- an mann Atla Heimi Sveins- son, Þórðarsonar, gjaldkera í Búnaðarbankanum, og er höf undurinn, sem sjálfur lék undir, aðeins 15 ára að aldri. Þessi dagskrárliður vakti mikla athygli, bæði söngur Einars, sem var með ágætum og svo lög hins unga tón- skálds. Atli hóf hljóðfæraleik er hann var aðeins 9 ára að aldri en þegar í ljós kom, hve góðum hæfileikum pilturinn bjó yfir, hóf hann nám við píanódeild Tónlistarskólans, jafnframt því sem hann „kompóneraði“, enda á hann nú nær 40 lög fullgerð og eitt- hvað meira í fórum sínum. Það mun almennt viðurkennt að hér er á ferð góður efni- viður, sem ber að hlú vel að. Lög Atla eru að vísu ekki stórbrotin enda slíks ekki vænst af svo ungum lista- manni, en vissulega voru þau þýð og ljóðræn, smekklega samin og báru þess ótvíræðan vott að mikils verður að MÁNUDAGSBLAUIB Mikil aðsókn oð miðnœtur- skemmtun Monn Keys kvintettsins Mikil aðsókn er að miðnæturskemmtunum þeim, sem um þessar mundir standa yfir í Austurbæjarbíói og mun ljúka næstkomandi þriðjudagskvöld. Á ferðinni eru þessu sinni Monn Keys söngkvintettmn, sem eni frægir norskir skemmtikraftar. Mörg skenuntiatriði Meðal þeirra atriða, sem sýnd eru má nefna „One man Show“ Per Asplins, sem mikla athygli vekur og Sölvi Wang, þekkt dægurlagasöngkona syngur amerísk dæguriög. At- riðið „Crazy duet“, sem Frederik Conradi, einn þekkt asti grínleikari Noregs og Oddvar Sörensen gítar- og bassaleikari, annast, vekur geipilega athygli. Þá verða norsk, sænsk, suður-amerísk lög sungin af einni þekktustu söngkonu Norðurlanda. Nora Bi-ooksted, auk þess sem hún syngur tvísöng með Per Asp- lin. Plötur og kvikmyndir Margar plötur, sem kvint- ettinn hefur sungið inn á haf a orðið metsöluplötur og hefur hann ferðast víða og haldið skemmtanir Monn Keys hafa nokkrum sinnum komið fram í kvikmyndum og verður „Brudebokketten" sennilega sýnd hér á næstunni. Á söngskránni verða m.a. 2 ísL lög: „Nótt“ eftir Árna Isleifsson og „Til þín“ eftir Steingrím Sigfússon. Eins og fyrr getur hefur verið mikil aðsókn að sýning- unum, en með sýningunni í kvöld eru þrjár eftir því skemmtikraftamir fara utan bráðlega. q nLrVf -j.vv vi kn tyi id ir5! Einar Sturluson vænta af Atla í f ramtíðinni ef áfram verður haldið eins og af stað er farið. Þar sem margir hafa spurzt fyrir um hið unga tónskáld getur blaðið upplýst að hinn stutti æfiferill Atla hefur, að undanskilinni tónlistinni, ver- ið svipaður og flestra ung- linga, og, um þessar mundir, stendur hann í lestri undir landsprófið. Eins og fyrr get- Framhald á 7. síðu. Prýðileg sakamálamynd í Gamla bíó MGM- félagið hefur sannar lega ekki sparað stóru nöfn- in í kvikmyndunum þegar það réðst í að filma myndina „Réttvísin gegn O’Hara", sem Gamla bíó sýnir um þessar mundir. Söguþráður myndar- innar er mjög spennandi, laus við ýkjur en þó þannig á efn- inu haldið að áhugi áhorfand- ands minnkar ekki alla mynd- ina að hinum, satt bezt sagt dramatísku, en miður frum- legu endalökum. Efnið f jallar um ungan mann, sem rang- lega er sakaður um morð og er, eftir fremur vonlausa vöm málflutningsmanns síns, dæmdur sekur þar eð allar likur benda til þess að svo sé. En málflutningusmaðurinn missir ekki trúna á skjólstæð- ing sinn, og heldur enn áfram að sanna sakleysi hans, unz það tekst og réttvísin sigrar, eins og vera ber. Spencer Tracy í hlutverki lögfræðingsins Curtaynes skilar ágætum leik að vanda, en fær verulega samkeppni hjá þeim Pat O’Brien og John Hodiak, sem báðir Ieika hlut- verk sín ágætlega. Yfirleitt Iverður ekki annað sagt en að samtöl öll séu vel samin, þótt sjálft efnið sé ekki mikið né fyllilega á þeim tækifærum haldið sem þar bjóðast. Diana Lynn og Eduardo Ciannellí, Knuckles, sýna góðan leik. Beztu atriði: feðgin, Lynn og Tracy, er faðirinn tekur til Bakkusar í hjálparskyni og atriðin milli Tracys og Ciann- ellis á skrifstofu hins síðar- nefnda. Mynd þessi er með betri sakamálamyndum, sem sést hafa hér í vetur og leik- urinn yfirleitt ágætur. A. B ' ’. *íá ömynd í Tjarnarbíó Myndin „Faldi fjársjóður- inn“, sem Tjarnarbíó sýnir nú er sorglegt dæmi um viljandi handvömm framleiðenda. Hér er ekki fyrir að fara góðu né jafnvel sennilegu efni og leik- ararnir bæta þar lítið um. Hurricane Smith, John Ire- Iand, er ástfangið blíðalogn alla myndina í gegn, fangels- aður, hýddur, smáður og bar- inn, barnslega ástfanginn í Luana, Yvonne De Carlo, sem seiðir hug hans með lenda- prýði sinni á þann hátt sem áhorfendur hafa séð hana i gera í öllum fyrri myndum frá ISahara-eyðimörkinni að dans Framhald á 7. síðu.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.