Morgunblaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2005 45 MINNINGAR dóttir guðs hin fríða. Sannlega fær þar sæmdin gist og sífellt lífsins yndi, hvar í sömu vinna vist viska og eðallyndi. (Bólu Hjálmar.) Guð geymi þig. Þín Kristín Elfa. Þá hefur Una hans Ninna kvatt hópinn. Hópinn sem gegnum tíðina átti samanstað hjá afa og ömmu á Suðurgötu 25 á Akranesi. Þau voru alls níu systkinin á Suðurgötunni og Una var ein úr hópi maka þeirra. Þegar allur hópurinn, afi og amma, systkinin, makar þeirra og börn voru saman komin á Suður- götunni var hópurinn stór. Una setti sinn svip á þennan hóp. Glettnislegar athugasemdir hennar og innskot í samtölum og við okkur krakkana lífguðu alltaf upp á samkvæmið. Og Una vildi líka fylgjast með hópnum. Ég man að ég var ekki orðinn gamall þegar Una spurði gjarnan frétta af við- fangsefnum mínum, hvort sem það var í skólanum eða önnur hugar- efni. Hún hafði áhuga á því sem við krakkarnir vorum að gera. Það gaman að koma á heimili þeirra Unu og Kristins. Sjálfur gleymi ég seint fermingarveislu sem haldin var nokkru eftir að þau fluttu í Heiðarbæ. Þá fengum við krakkarnir að dansa í bílskúrnum. Og ekki dró Una af sér við að hvetja okkur. Hún lagði sig fram um að allir tækju þátt í fjörinu. Þegar árin hafa færst yfir hóp- inn hafa samverustundirnar orðið stopulli og við sem yngri erum höf- um séð hvernig þverrandi heilsa sumra þeirra eldri setur mark sitt á líf þeirra. En glettnin hafði ekki yfirgefið Unu síðast þegar fundum okkar bar saman. Ég og fleiri úr hópnum af Suður- götunni þökkum fyrir þá samfylgd sem við áttum með Unu. Tryggvi Gunnarsson. ✝ Þóra Tómasdótt-ir fæddist að Bolafæti, nú Bjargi, í Hrunamannahreppi 10. september 1917. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 2. febr- úar síðastliðinn. Hún var dóttir Tómasar Júlíusar Þórðarsonar bónda og söðlasmiðs í Bolafæti og síðar á Grafarbakka 2 í Hrunamannahreppi, f. 21. júlí 1876 í Gröf í sömu sveit, d. 23. mars 1960, og konu hans Þóru Loftsdóttur, f. 10. júlí 1885 í Steinsholti í Gnúpverja- hreppi, d. 6. júlí 1970. Systkini Þóru voru Sveinn, fyrrv. bifreiða- stjóri á Selfossi, f. 1913, Sigurður Loftur, fyrrv. garðyrkjubóndi á Hverabakka, f. 17. september 1915, d. 21. október 2002, og Sig- rún, fyrrv. garðyrkjubóndi á Graf- arbakka 2, f. 4. febrúar 1924. Þóra giftist 24. nóvember 1944 Jóni Einarssyni, f. 27. maí 1909. Foreldrar Jóns voru Einar Jóns- son bóndi í Reykjadal, f. 21. febr- úar 1877 á Högnastöðum, d. 18. september 1974, og Pálína, f. 23. október 1885 í Grindavík, d. 26. nóvember 1985. Synir Þóru og Jóns eru: 1) Tómas Þórir, bifreiða- stjóri á Flúðum, f. 15. apríl 1947. Börn hans og Írisar Brynju Georgsdóttur, f. 1963, eru Edda Ósk, f. 1980, en sambýlis- maður hennar er Jón Ingi Gylfason, f. 1979, og eiga þau soninn Gylfa Rúnar, f. 2003, og Jón Þór, f. 1983. 2) Einar, garð- yrkjubóndi á Reykja- bakka, f. 2. apríl 1951. 3) Þröstur, tré- smíðameistari, f. 24. febrúar 1958, kvænt- ur Sigrúnu Hrafn- hildi Pálsdóttur, f. 1958. Börn þeirra eru Anna Þóra, f. 1982, en sam- býlismaður hennar er Ingvar Jóns- son, f. 1980, Elva Rut, f. 1989, og Páll Orri, f. 1995. 4) Reynir, garð- yrkjubóndi á Reykási, f. 1. nóvem- ber 1960. Sambýliskona hans er Sólveig Sigfúsdóttir, f. 1966. Börn þeirra eru Rannveig, f. 1985, Harpa, f. 1990, og Guðni, f. 2001. Þóra fluttist 1935 með foreldr- um sínum frá Bolafæti í Hruna- mannahreppi að Grafarbakka 2 í sömu sveit. Þau Jón stofnuðu ný- býlið Reykjabakka úr landi Graf- arbakka 2 árið 1950 og stunduðu þar lengst af kúa- og sauðfjárbú- skap ásamt garðyrkju en síðar ein- göngu matjurtaræktun. Útför Þóru verður gerð frá Hrunakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. Þóra móðursystir mín er horfin á braut eftir langa ævi. Það á við um Þóru eins og marga þá sem ná háum aldri að fáir eru orðnir til sagna um lífshlaup þeirra á yngri árum. Hér verður gerð tilraun til að varpa upp mynd af Þóru í blóma lífsins. Sem fyrr segir fæddist Þóra í Bola- fæti í Hrunamannahreppi og ólst þar upp til 18 ára aldurs. Hún gekk í ný- stofnaðan barnaskóla að Flúðum í fjóra vetur en sá skóli hafði þá nýlega leyst af hólmi farskóla í Hrunamanna- hreppi. Strax á unglingsárum þótti hún létt á fæti og hraðvirk og annáluð fyrir dugnað við öll þau störf sem hún tók sér fyrir hendur. Á yngri árum lék hún í nokkrum leikritum sem Ungmennafélag Hrunamanna setti upp í gamla skóla- húsinu á Flúðum en á þeim árum voru árlega sett á fjalirnar leikrit í hverri sveit og að jafnaði haldinn dansleikur eftir sýningu. Þóra hafði afar gaman af dansi og þótti góður dansari. Hún lét sig ekki muna um að fara fótgang- andi í næstu sveitir, að Ásum og Brautarholti, um miðjan vetur ef slík- ar leik- og dansskemmtanir voru í boði. Þá lagði hún af stað ásamt fé- lögum sínum upp úr miðjum degi, var mætt á leiksýningu á réttum tíma, síðan dansaði hún fram undir morgun og var komin heim upp úr hádegi. Þóra ákvað eitt sinn að miðla mér af danskunnáttu sinni og tók strákinn í dansæfingu í eldhúsinu á Reykja- bakka. Á hjónaböll á Flúðum mætti Þóra jafnan, skemmti sér vel og dans- aði létt á fæti fram á nótt. Þóra var ekki margar nætur af bæ eftir að hún hóf búskap á Reykja- bakka. Svo heimakær var hún þó ekki alla tíð því á yngri árum dvaldi hún og starfaði víða um land. Hún sótti nám- skeið í húsmæðraskólunum að Laug- arvatni og Hallormsstað og vann í Reykjavík og víðar. Þá vann hún við flökun á vetrarvertíð í Vestmannaeyj- um en þar kynntist hún einmitt Jóni eiginmanni sínum. Eftir að þau Jón hófu búskap á Reykjabakka varð fljótt til sú skipt- ing ráðuneyta að Jón réð ferðinni í kúa- og sauðfjárbúskapnum og kart- öfluræktinni. Þóra hafði hins vegar töglin og hagldirnar í garðyrkjunni að öðru leyti. Þau gengu þó saman í öll verk. Garðyrkjan var í búskapartíð Þóru lengst af unnin nær eingöngu með höndunum en svo kraftmikil var Þóra í þessu puði að synir hennar, sem reka þó garðyrkjustöðvar í dag, voru oft í aukahlutverkum. Þóra hafði stundum ekki þolinmæði til að sitja í dráttarvél upp Hofabrekkuna heldur hljóp á undan til að geta byrjað á mat- artilbúningi sem allra fyrst. Þröngt var á þingi á Reykjabakka fyrstu búskaparárin enda íbúðarhús- ið ekki stórt þar til bræðurnir byggðu myndarlega við það. Til viðbótar við sex manna fjölskyldu munaði Þóru þó ekki um að taka einn lítinn frænda í gistingu. Þá var dreginn í sundur her- mannabeddi og stillt upp á miðju gólfi í herbergi þriggja yngri bræðranna. Stofan á Reykjabakka var jafnframt svefnherbergi þeirra hjóna. Eldhúsið á Reykjabakka var skemmtilegur samkomustaður. Vel og rausnarlega var tekið á móti fjöl- mörgum gestum. Óteljandi tegundir af kaffibrauði á boðstólum og litið á það sem móðgun við húsfreyju að smakka ekki á hverri sort hvenær sól- arhringsins sem gestinn bar að garði. Jón og Þóra voru bæði harðskeytt framsóknarfólk og afdráttarlaus í skoðunum um menn og málefni, ekki síst ef landsmála- eða sveitarstjórn- arpólitík bar á góma. Íhaldsmenn og kommar voru almennt illa þokkaðir í eldhúsinu á Reykjabakka en kratarn- ir þó álitnir verstir, enda ótvíræðir óvinir landbúnaðarins. Enginn kom samur maður frá slíku veisluborði og ekki ónýtt að fá að vera heimagangur árum saman á Reykjabakka. Þóru líkaði afar illa þegar hún heyrði fólk nefnt gælunöfnum, leið- rétti þá ávallt viðmælanda sinn og kvaðst ekki kæra sig um að fólk væri uppnefnt. Jafnframt því að vera natin garð- yrkjukona ræktaði Þóra vel frænd- semi við marga nær- og fjarskylda ættingja og margir þeirra voru reglu- legir gestir á Reykjabakka. Þóra hélt lengst af góðri heilsu og gekk til garðyrkjustarfa langt fram yfir áttrætt með Einari syni sínum sem var henni stoð og stytta í ellinni. Synir hennar völdu sér reyndar allir starfsvettvang í Hrunamannahreppi og hús þeirra eru þannig staðsett að hún missti í raun aldrei sjónar af þeim. Ég þakka Þóru á Reykjabakka fyr- ir góða frændsemi og kveð hana með söknuði. Sigurður Tómas Magnússon. Elskuleg föðursystir mín, Þóra Tómasdóttir, er látin eftir langa og farsæla ævi. Á kveðjustundu koma fram minn- ingar allt frá bernsku. Þóra var fín- gerð og svipfríð kona. Hún var ætíð fín í tauinu og hafði ákveðnar skoð- anir í þeim efnum, rauði liturinn var í hávegum hafður. Ég minnist þess þegar ég kom til frænku minnar til að fá blessun hennar á nýjum grænum jakka, hafði hún þá á orði að betur færi á að hafa hann rauðan. Þóra var sístarfandi, innan sem ut- an dyra, þá vann hún að bústörfum jöfnum höndum við hlið eiginmanns- ins Jóns og sonanna. Hún var áhuga- söm um það sem hún tók sér fyrir hendur og vann öll verk vel. Ég man hvað ég dáðist að henni þegar hún dró fram álhrífuna sína og rakaði slægj- una af miklum krafti, ekki mátti neitt hey fara til spillis. Þóra kunni einnig þá list að hlúa vel að garðplöntum, enda var uppskeran ávallt vís. Hún hafði fallega söngrödd og söng til margra ára í kirkjukórnum í Hruna. Á Reykjabakka var jafnan veislu- borð, hún líkt og faðir minn naut þess betur að fá gesti en að fara af bæ. Hún töfraði fram ljúffengar veitingar, að ógleymdum rjómatertunum góðu. Þóra var mjög heimakær, hún hafði þó gaman af að sækja samkomur í fé- lagsheimili sveitarinnar. Hún var fastur gestur á árlegri hjónaskemmt- un. Þar naut hún sín vel á dansgólfinu og dansaði oft sem ung stúlka, þótt aldurinn færðist yfir. Við hlið hennar var sonurinn Einar, sem aðstoðaði hana af alúð. Ég vil með þessum orðum þakka frænku minni og nöfnu fyrir samfylgdina. Guð blessi minningu hennar. Þóra Sigurðardóttir. ÞÓRA TÓMASDÓTTIR er margs að minnast, bernskan, unglingsárin og prakkarastrikin þín. Ég man alltaf þegar þú komst með mér í Stykkishólm á ball, til að hitta Kogga og tengdaforeldr- ana. Tengdamamma hélt að þú værir tilvonandi tengdadóttirin og þú varst ekkert að leiðrétta hana fyrr en Koggi kom. Þú hafðir oft orð á þessu og hlóst mikið, því eftir ballið var hún búin að taka til mat fyrir þreytta og svanga ballfara, sjóða fulla skál af eggjum, heimabakað brauð og mjólk. Þú varst alltaf boðin og búin að hjálpa þegar eitthvað stóð til. Í fermingarundirbúningi lést þú þig ekki vanta og þá var nú oft rabbað fram á nótt. Þú varst einstaklega frændræk- in og dugleg að hafa samband við alla í fjölskyldunni og að halda sambandi við vini þína. Það verða fleiri en ég sem koma til með að sakna símtala þinna og að fá frétt- ir af fólkinu. Bogga, þú varst mjög berdreym- in. Þegar Koggi dó úti á Spáni fór Lalli bróðir til að láta þig vita, þá sagðir þú um leið og hann kom: það hefur eitthvað komið fyrir hann Kogga því mig dreymdi að ég væri niðri í fjöru, það hafði far- ist bátur og var ein fjöl rekin úr honum sem á stóð nafnið á bátnum hans. Fyrir stuttu síðan dreymdi þig mömmu, að hún væri komin með stóra ferðatösku því hún væri að flytja til þín. Ég veit að vel hefur verið tekið á móti þér þarna hinum megin. Elsku Hreinn. Ég vil þakka þér fyrir hvað þú reyndist Boggu vel þessi undanfarin ár. Þið voruð hamingjusöm og studduð hvort annað í blíðu og stríðu. Elsku Sigga, Rut og Hreinn, ég votta ykkur og fjölskyldum ykkar samúð mína. Guð styrki ykkur í sorginni. Guðrún. ✝ Helga RuthMagnúsdóttir Wynveen fæddist á Ísafirði 3. apríl 1928. Hún lést á hjúkrunar- heimili í Baldwin í Wisconsin þriðjudag- inn 8. febrúar síðast- liðinn. Hún var dóttir hjónanna Magnúsar Eiríkssonar vélstjóra og Jónu Kristínar Guðjónsdóttur hús- móður. Tvíburasystir Helgu var Ásdís Sól- veig, hjúkrunarfræð- ingur, d. 12. febrúar 1997, systir þeirra er Nicholína Rósa, hjúkrunarfræðingur, f. 7. apríl 1932. Helga fluttist ung til Reykjavík- ur og kynntist eiginmanni sínum Richard Wynveen þegar hún starf- aði á Veðurstofu Íslands og hann á veðurstofunni á Keflavíkurflug- velli. Þau gengu í hjónaband árið 1948 og fluttu á býli Rich- ards í Baldwin í Wis- consin í Bandaríkjun- um árið 1951. Helga og Richard eignuð- ust fjögur börn, þau eru: Kristín Angela, f. 1949, Karene Elísa- bet, f. 1956, d. 1994, Jón Magnús, f. 1962 og Richard Charles, f. 1964. Barnabörnin eru níu og barna- barnabörnin tvö. Í Baldvin var Helga bóndi og listmálari og vann um tíma við verslunarstörf og á bókasafni. Helga tók virkan þátt í starfi kirkjunnar og í skátahreyf- ingunni og vann að ýmsum öðrum samfélagsmálum. Útför Helgu verður gerð í Bald- win í dag. Hún Helga frænka er dáin. Eftir að hafa verið heilsulaus í nokkur ár horfði til betri vegar og við hlökk- uðum til að hittast nú um páskana. Mig langaði svo til að stelpurnar mínar kynntust henni og ættu með henni minningar. Ég held bara áfram að segja þeim sögur af kraft- mikilli konu sem flutti ung í fram- andi land, fór frá því umhverfi sem hún þekkti og tókst á við nýjar að- stæður í sveitinni í hinni stóru Am- eríku. Þegar ég hugsa um Helgu sé ég fyrir mér andstæður, mér fannst alltaf eins og hún hafi notað hluta af sínu lífi í að þóknast öðrum. Haga sér í takt við það sem umhverfið ætlaðist til, sem í Wisconsin var ekki alltaf eins og hún átti að venj- ast frá heimahögunum. Á hinn bóg- inn sé ég sjálfstæða víkingakonu sem fór sínar eigin leiðir og var nokk sama hvað nágranninn hugs- aði. Við höfum öll nokkur hlutverk í lífinu, en einhvernveginn er eins og hlutverk Helgu hafi verið á sitt- hvorum endanum á litrófi lífsins. Kannski var hún svona lagin við að standa ölduna og takast á við að- stæður á þann hátt að hún stóð allt- af bein í baki, stolt og glæsileg. Helga var óendanlega dugleg. Tíndi egg eldsnemma að morgni, sinnti börnum og búi, saumaði eins og fagmanneskja á alla fjölskylduna og málaði. Já, hvort hún málaði. Hún frænka mín var nefnilega mik- ill listamaður og hanga verk eftir hana víða í Ameríkunni bæði á einkaheimilum og á opinberum stöðum. Þegar hún var heima á Ís- landi var hún alltaf með teikni- blokkina og rissaði. Afraksturinn tók hún svo með sér út og þar lifn- aði landslagið við á hennar hátt í ol- íunni á striganum. Sveitin og trén í sínum fallegu haustlitum eins og í Ameríku og svo eyjar og brim eins og í Vestmannaeyjum. Myndirnar hennar sem hanga á mínum veggj- um eru ómetanleg meistarastykki, því í þeim lifir hún Helga mín. Þrátt fyrir sköpunarhæfileikana skorti alla hæfni í eldamennskunni. Henni fannst hundleiðinlegt að elda og var mjög fegin þegar ég tók að mér eldamennskuna árið sem ég bjó hjá henni. Þá kynntist ég vel umburð- arlyndinu, umhyggjuseminni, gjaf- mildinni og sjálfstæðinu sem mót- uðu hennar lífshlaup. Alltaf að gera allt fyrir alla en algjörlega á sínum eigin forsendum. Þó svo hún byggi mestan hluta ævi sinnar í Ameríku var hún alltaf Íslendingur og stolt af því. Hún los- aði sig aldrei við hreiminn, gerði sér far um að halda honum. Sumarið á Íslandi var það besta í heimi og það mátti bókstaflega sjá tenginguna við fósturjörðina þegar Helga stóð með hendur á mjöðm og horfði út í náttúruna. Það geislaði af henni stóísk ró. Þegar ég var stelpa með mömmu og Helgu í Laufásnum inni í skógi á Ísafirði langaði mig að vera eins og Helga. Falleg, merki- leg, klár og ég held bara að mér hafi fundist hún fullkomin. Fyrir 11 árum varð hún fyrir þeirri reynslu að horfa á eftir Kar- en dóttur sinni yfir móðuna miklu. Áfall sem enginn nema sá sem reynt hefur getur ímyndað sér. Í kjölfarið fór heilsunni hjá Helgu að hraka og ég veit að Karen hefur breitt út faðminn og þær faðmast vel og lengi þegar þær hittust á þriðjudagsmorguninn. Það er hugg- un í því að þær eru nú saman á ný og ég er handviss um að nú þegar ég rita þessar línur að þær sitja hvor sínum megin við mig, strjúka mér um kinn og læða brosi hvor til annarrar. Kristín, Jón og Rikki, börnin hennar Helgu, hafa misst mikið, jarðtenginguna og sameiningaraflið en ég veit að með hennar blóð í æð- um takast þau á við sorgina og halda minningu merkilegrar konu á lofti. Ég sendi þeim samúðarkveðj- ur og góða strauma. Elsku Helga, þú kenndir mér meira en þú getur ímyndað þér. Minninguna um þig geymi ég í hjarta mínu. Hvíl í friði elsku frænka. Helga Tryggva. HELGA RUTH MAGNÚSDÓTTIR WYNVEEN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.