Morgunblaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ F jölmiðlar hafa nýverið skýrt frá þeirri ákvörðun Blaðamannafélags Ís- lands að veita blaða- mönnum verðlaun fyrir vel unnin störf í ýmsum greinum blaðamennsku og ritstarfa og dag- skrárgerðar. Úrslit verða tilkynnt á samkomu félagsins í kvöld, laugardag. Fyrir allmörgum árum kom kunningi minn að máli við mig. Hann færði mér félagsskírteini Ólafs Friðrikssonar, ritstjóra Alþýðublaðsins. Hann fann það á öskuhaugunum, þar sem Reyk- víkingar fleygðu sorpi og úrgangi. Ólafur var einn hinn fyrsti í nýstofn- uðum (endurreistum) samtökum blaðamanna. Óðinn, tímarit Þorsteins Gíslasonar, birti mynd af fé- lagsmönnum í hefti sínu. Ég hafði um þær mundir, sem skír- teinið barst mér í hendur, unnið all- lengi að gagnasöfnun og þáttagerð um „Drengsmálið“, sem svo var kallað, en það var ákæra er Ólafur var dæmdur til langvarandi fangelsisvistar vegna mótþróa við stjórnvöld er hann neitaði að láta umkomulausan rússneskan pilt, Nathan Friedman, af hendi. Heil- brigðisyfirvöld höfðu vísað piltinum úr landi. Töldu hann haldinn bráðsmit- andi og ólæknanlegum sjúkdómi og bæri skv. sóttvarnarlögum að banna honum landvist. Ólafur hélt því fram að drengurinn væri haldinn tregsmit- andi sjúkdómi, sem væri vel lækna- nlegur hér á landi og væri óþarfi að beita svo ströngum ákvæðum og ómannúðlegum. Er ég hafði kynnt mér málið um skeið varð ég gagntekinn af viðfangs- efninu. Helgaði því allar tómstundir um langt skeið. Ræddi við fjölda sjón- varvotta að atburðum. Hljóðritaði við- töl og frásagnir lögreglumanna, að- stoðarmanna lögreglu, sem nefndir voru hvítliðar, aðstoðarmenn Ólafs Friðrikssonar, sem nefndir voru „bolsar“, skólanemendur og ýmsa borgara, allt frá börnum til aldraðra, alla sem frá einhverju höfðu að segja sem sjónarvottar eða sagnamenn. Ég flutti tólf útvarpsþætti um málið og nefndi þá „Nóvember 21“. Jón Guðnason, prófessor, kom að máli við Harald Jóhannsson, hagfræð- ing, og bað hann að taka að sér útgáfu bókar á vegum Sagnfræðistofnunar Háskólans: Þar ætti að birta öll máls- skjöl og margskonar gögn og vitnekju er málið snertu og rita formála og semja nafnaskrá. Haraldur, sem fylgst hafði með gagnasöfnun minni, bað mig að koma til liðs við sig. Jón Guðnason, prófessor, féllst á þá tillögu og var ég ráðinn til þeirra starfa. Ávöxturinn varð bókin Réttvísin gegn Ólafi Friðrikssyni sem út kom í ritröð Háskólans. Páll Benediktsson, sjónvarpsmað- ur, flytur fréttaþætti í sjónvarpið mánaðarlega. Afi hans og nafni, Páll Árnason, lögregluþjónn, kom mjög við sögu í átökum þeim sem urðu í Suð- urgötu. Gylfi, gamanvísnaskáld, faðir Guðjóns læknis og afi leikaranna Kjartans og Péturs, kvað Lögreglu- ljóðin þar sem Páll kemur mjög við sögu. Aldrei hefir Páll fréttamaður séð ástæðu til þess að gera þessum at- burðum skil. Hinsvegar er Markús Örn útvarpsstjóri mjög næmur fyrir Ólafi Friðrikssyni. Hann notar tæki- færið og sendir mér kveðju í Vestur- bæjarblaðinu. Þar hreytir hann ónot- um í okkur Leif Sveinsson, lögfræð- ing, en við höfum það báðir fram yfir Markús að skrifa læsilegar greinar, sem eldri kynslóðinni þykir fengur að lesa. Hann skeytir skapi sínu á okkur Leifi. Blessaður maðurinn. Ferill hans er einhver hinn aumkunarverðasti sem hugsast getur. Hann fórnar sér fyrir flokksmann sinn og foringja. Fer úr vel launuðu ævistarfi. Tekur við starfi borgarstjóra. Fær svo í hnén er hann eygir Ingibjörgu Sólrúnu og Samfylkingarlið hennar bítandi í skjaldarrendur. Tekur með þökkum tilboði stallsystur sinnar, Elfu Bjark- ar, og þiggur boð hennar um að víkja úr starfi. Síðan drekkur hann úr hóf- sporinu um skeið og bíður þess að komast að nýju í sinn forna stól, í sæti útvarpsstjóra. Þrátt fyrir þessar hrakfarir er Markúsi þó sitthvað vel gefið og skal ég síst af öllu synja honum um hrós fyrir það sem vel er gert. Þáttur hans um tónskáldin austfirsku sem sjónvarpað var á gamlárskvöld var á margan hátt vel unninn og ber honum verðugt hrós. En siðblindur er blessaður drengurinn og er það miklu skæð- ari sjúkdómur en trach- oma. Halldór Laxness not- aði atburði Hvíta stríðs- ins margoft til umfjöllunar. Í bók sinni um Sölku Völku notar hann Ólaf Friðriksson og Jónas Jónsson. Býr til úr þeim Kristófer Torfdal. Bréf Halldórs Laxness Kæri góðkunníngi, ég færist heldur undan því að láta aðra menn að mér lifandi draga frammúr æskusögu minni einhverskonar vanþroskapródúkt sem innlegg í ritdeilur nútímans. Slíkar upprifjanir orði til orðs, t.d. barna- legar blaðagreinar, eru einkum góss handa fræðigrúskurum að handfjalla í altöðru skyni. Það er ekki nógu góð hugmynd að efna til pólitískrar sýn- íngar á mér í dagblöðum frá því ég var á milli fermíngar og tvítugs; gerir reyndar ekki annað en sanna að ég vissi ekkert í minn haus hvað pólitík var í þann tíð. Hver væri sosum bætt- ur með því að sjá mér núna stilt upp sem útblásnum edjót, einsog ég reyndar var; mönnum er yfirleitt ekki straffað svo núna. Barnaskapur eins- og „ritgerðin“ sem þú sendir mér úr Alþýðublaðinu 1921 er aðeins hægt að birta núna í niðurlægjandi tilgángi sem ég þekki þig of vel til að vita að þú hefur síst í huga gagnvart mér. En ef ég geti gert þér einhvern greiða við annað tækifæri væri mér það ánægja, og látum þá þetta forna alþýðublaðs- plagg eiga sig núna. Vinsamlegast, Halldór Laxness. Nathan Friedman Jakob F. Ásgeirsson á heiður skilið fyrir hófsamlega frásögn sína í myndabók sinni 20. öldin. „Hernaðar- ástand ríkti í Reykjavík nokkra daga í nóvember 1921. Þá óttuðust margir (og sumir vonuðu) að sósíalisminn væri að skjóta rótum í landinu. Frum- kvöðull sósíalismans í landinu, Ólafur Friðriksson, ritstjóri Alþýðublaðsins, bauð yfirvöldum byrginn og naut lið- sinnis fjölmargra samherja sinna. Málavextir voru þeir að Ólafur hafði tekið að sér munaðarlausan pilt í Rússlandi þar sem hann sat þing kommúnista og hugðist ganga honum í föðurstað. Við komuna til Íslands kom í ljós að pilturinn, Nathan Fried- man, var með alvarlegan augn- sjúkdóm sem að dómi augnlæknis stafaði af smithætta og áleit land- læknir rétt að vísa piltinum úr landi. Ólafur aftók með öllu að láta piltinn frá sér og taldi um að ræða pólitískar ofsóknir á hendur sér. Samherjar hans („rauðliðar“) slógu skjaldborg um hús hans að Suðurgötu 14 til að aftra því að yfirvöld fengju vilja sínum framgengt og varð lögreglan frá að hverfa. Var þá brugðið á það ráð að kalla saman 4–500 manna vara- lögreglu („hvítliða“) og búa hana vopnum til að heimta piltinn úr hönd- um Ólafs. Kom til nokkurra átaka og voru nær þrjátíu manns handteknir. Meðan á þessu stóð voru vopnaðir verðir við helstu stjórnarbyggingar, umferð bönnuð um tíma í miðbænum, kvikmyndahúsin lokuð og allt funda- hald lagðist af. Síðar kom í ljós að smithætta af augnsjúkdómi rússneska piltsins var ofmetin. Tíu árum síðar kom hann öðru sinni til Íslands og dvaldi hér í hálft ár.“ Bragi Ásgeirsson myndlistargagn- rýnandi Morgunblaðsins ritaði athygl- isverða gagnrýni í Morgunblaðið um sýningu sem Menningar- og fræðslu- samband alþýðu gekkst fyrir á heim- ildargögnum og myndum úr „Hvíta stríðinu“. Þar komu fram ýmsar gagn- legar ábendingar sem sýndu hve nauðsynlegt er þeim sem telja sig hafa öll skilningarvit í lagi að tileinka sér vísdóm þeirra og næmleik, sem skortir e.t.v. einhver þau skilningarvit sem fullfrískir stæra sig af. Mér varð ljóst af gagnrýni Braga að hann, sem skortir heyrn og tungutak, er miklu hæfari til þess að koma auga á það sem vekur áhuga þeirra sem alsjáandi eru. Bragi sagði: „Persónulega þótti mér fróðlegt að skoða sýninguna og fræðast um sjúk- dóm þann sem einna hættulegastur mun hafa þótt á Íslandi þótt engan legði hann að velli. Merkilegur úlfaþytur í landi þar sem smitandi sjúkdóm- ar þróuðust með mikl- um ágætum og mörgum urðu að aldurtila fyrir gáleysi eitt. En skyldu hættulegustu sjúkdóm- arnir ekki hafa verið fordómar, hræðsla, tor- tryggni, vanmat og þröngsýni, að ekki sé talað um yfirlæti og hroka. En það er nú allt ann- að mál.“ Árni Þórarinsson, sem er einn þeirra sem nú er nefndur til verð- launa hefði haft gott af því að kynna sér frá- sagnir afa síns, Þórarins Þórarinssonar, skóla- stjóra á Eiðum. Ég fékk hann til frásagnar í útvarpsþáttum mínum. Hann var nemandi í Menntaskólanum í Reykjavík og „strauk“ úr kennslustund. Hon- um sagðist svo frá: Þórarinn: Í ein- kunnabókina mína var skrifað: „Strauk úr tíma. Áminntur af rektor.“ Og ég man eftir þegar Sig- urður Sivertsen, prófessor, hann var minn fjárhaldsmaður, hann varð að skrifa undir við hvert skipti sem við fengum svona einkunnir, að hann þurfti mikið að spyrja mig um þetta strok. En strokið var í fyrra skiptið, þegar gerð var tilraun til þess að taka strákinn. Það var svona óskipulagt og allt fylltist af fólki þarna á Suðurgöt- unni. Og ég tróð mér nú nálægt og ég man eftir að það voru miklir og – há- vaðaraddir.“ Árni Þórarinsson var ritstjóri Helg- arpóstsins á sínum tíma. Helgar- pósturinn birti rætna grein um þul- arstörf mín í Ríkisútvarpinu. Hún var rituð undir dulnefninu Há- karl: Ég vissi af frásögnum samstarfs- manna minna að þar voru að verki tveir samstarfsmenn mínir, sem stóðu að ófrægingarherferð að okkur þul- um. Kusu þeir að koma höggi á mig með illmælgi. Gengu svo langt í óhróðri sínum að þeir fengu frétta- mann mér tengdan til þess að „mynd- skreyta“ grein sína og birta í blaðinu. Ég hlífi lesendum við „siðferðisboð- skap“ fréttamannanna en ég veit hverjir þeir eru, en Árni Þórarinsson heldur hlífiskildi yfir þeim. Þess gætti mjög að deilur þær sem klofið höfðu þjóðina í andstæðar fylk- ingar blunduðu enn undir yfirborði daglegra samskipta. Fáir blaðamenn fjölluðu um bók þá sem við Haraldur höfðum unnið að. Tímarit sagnfræð- inga þögðu um útkomu bókarinnar. Þó varð einn prófessor, nátendur Sögufélaginu, til þess að gangast fyrir útvarpsþáttum sagnfræðinemenda sinna þar sem hann lét þá lesa úr gömlum eintökum Morgunblaðsins um gang „Drengsmálsins“. Hann sneiddi gjörsamlega frá útgáfu máls- skjalanna í ritröð starfsfélaga síns Jóns Guðnasonar. Þegar ég vakti at- hygli á þessu í bréfi er ég skrifaði honum drap hann málinu á dreif og svaraði með hártogunum. Janframt þessu birti tímarit Sögufélagsins Ný saga ljósmyndir og greinaflokk um „Hvíta stríðið“. Þar komu fram rang- færslur og villandi upplýsingar um myndir af atburðum. Jafnframt var ranglega skýrt frá þætti Margrétar sagnfræðings um dagbók Elku Björnsdóttur, sem bjó í Slökkvistöð- inni í Tjarnargötu er aðförin var gerð að Ólafi Friðrikssyni. Var hún talin hafa átt frumkvæði að því að bókar- innar var getið á prenti. Hið sanna var að Margrét skýrði frá því sjálf í samtali við blaðamann Þjóðviljans að hún hafi hlustað á frásögn mína í út- varpsþætti um dagbók Elku. Það varð til þess að hún gekk á fund Nönnu Ólafsdóttur, Landsbókasafni, og fékk aðgang að bók Elku. Margrét þessi hefir reynst drjúg í fjáröflun vegna útgáfu bókarinnar. Fór hún létt með að safna hátt á aðra milljón króna í styrkjum. Mér var hinsvegar neitað af ritstjórn Nýrrar Sögu um að koma á framfæri leiðréttingum við frásögn tímaritsins. Þrátt fyrir þagnarhjúp sagnfræð- inga og blaðamanna voru þó dreng- skaparmenn sem rituðu um bókina. Má nefna Þórarin Þórarinsson, rit- stjóra Tímans. Hann ritaði af þekk- ingu og bar lof á útgáfu bókarinnar. Af máli hans varð ljóst að hann hafði fylgst af áhuga með atburðum, fróð- leiksfús og áhugasamur, eins og hann var þegar á unga aldri. Auk hans má geta ungs blaðamanns Morgunblaðs- ins, sem nú hefir gerst rithöfundur. Jakob F. Ásgeirsson, ritaði ítarlega grein í Morgunblaðið og gerði grein fyrir málum. Síðar sýndi hann þrosk- aða dómgreind sína og skarpskyggni. Í myndskreyttri bók sem nýtt bóka- forlag gaf út Nýja Bókafélagið 20. öldin. Brot úr sögu þjóðar, og byggði á samnefndri þáttaröð Jóns Ársæls Þórðarsonar, fréttamanns, sagði Jak- ob á bls. 69. Örn Bjarnason, blaðamaður Al- þýðublaðsins, og Erlendur Jónsson, ritdómari Morgunblaðsins, rituðu af hófsemd og skilningi um útgáfuna. Athygli vakti áhugaleysi sagnfræð- inga og ekki síður nákominna frænda Ólafsmanna. Tveir móðurbræður Ell- erts Schram voru í hópi varnarliðs- manna Ólafs Friðrikssonar og frænd- ur Sveins Andra Sveinssonar, borgarfulltrúa. Marinó Sigurðsson Gunnar Eyjólfsson leikstjóri sagði: „Marinó Sigurðsson er einn þeirra mörgu sem hafa lagt lið sitt því að viðhalda menningu í sínum byggð- arlögum. Ég hef kynnst svona mönn- um og konum sem hafa fórnað sér, sínum frítíma, til að viðhalda leiklist og söngmennt í sínum byggðarlögum. Þetta er fólk sem er brautryðjendur á vissan hátt vegna þess að þau kveikja áhuga hjá þeim sem kynnast bæði leiklist og tónlist í fyrsta skipti fyrir framlag þeirra. Ég tala af reynslu vegna þess að ég sem drengur, að alast upp í Keflavík, hreifst af þessu fólki og reyndi síðar að feta í fótspor þess. Marinó var eins og ég sagði í upp- hafi, einn af þessu fólki, sem ég hef kynnst af samvinnu, bæði á Húsavík, Akureyri, Sauðárkróki, Borgarnesi og víðar.“ Helgi Skúlason augnlæknir út- skrifaði Marinó albata af trachoma- sjúkdómi. Eftir Pétur Pétursson Einar Stefánsson prófessor flytur ræðu á Borgarskjalasafni. Bréf Einars – Kæri Pétur. Ég vil þakka þér kærlega fyrir þitt fróðlega erindi um Natan Fried- man, Ólaf Friðriksson og trachoma- hættuna sem olli uppþotum hér á fyrri hluta aldarinnar. Erindið var afskaplega skemmtilegt og fróðlegt fyrir okkur augnlækna og kann ég þér bestu þakkir fyrir. Með bestu kveðju, Einar Stefánsson, augnlæknir. Anna Sveinsdóttir var læknuð af trachoma og útskrifuð albata. Pétur Pétursson þulur segir frá rannsókn á trachoma-máli í Borgarskjalasafninu. „Drengsmálið“ og eftirmál Höfundur er þulur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.