Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						2005 L52159FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR BLAÐ C
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA
ÍSHOKKÍ: KVENNALANDSLIÐIÐ TEKUR ÞÁTT Í HM Á NÝJA-SJÁLANDI / C4
BLÖÐ á Spáni senda Jose Mourinho, knattspyrnustjóra
Chelsea, tóninn í gær og segja að framkoma hans fyrir, í
leiknum og eftir leik Barcelona og Chelsea í Meistara-
deild Evrópu, hafði verið með ólíkindum ósmekkleg.
Hann hafi reynt að gera lítið úr Barcelona og þjálfara
liðsins Frank Rijkaard ? reynt að setja upp taugastríð.
Rijkaard hafi ekki tekið þátt í
leiknum og sagt að þeir sem
létu þannig væru yfir sig
spenntir og væru að fara á
taugum. Blaðið Marca kallaði
Mourinho ?Konung kalda
stríðsins.?
Það vakti athygli eftir leik-
inn að Mourinho sem hafði
slegið um sig á fundum með
fréttamönnum fyrir leikinn,
mætti ekki á fréttamanna-
fund eftir leikinn og heldur
ekki leikmenn frá Chelsea.
?Með því voru reglur meist-
aradeildarinnar brotnar,?
sagði William Gaillard, tals-
maður Knattspyrnusam-
bands Evrópu, UEFA. Það er ljóst að UEFA mun sekta
Chelsea fyrir að þjálfari og leikmenn hafi ekki mætt á
fundinn.
Blöð sögðu að Mourinho hafi verið í sviðsljósinu utan
vallar ? fyrir leikinn, en ?Rijkaard hafi látið verkin tala
innan vallar, í leiknum.?
Rafael Marquez, varnarmaður Barcelona, var ekki
hrifinn af leik Chelsea. ?Þeir sem léku knattspyrnu á
vellinum vorum við. Það voru allir að tala um frábært lið
Chelsea fyrir leikinn. Ég sá ekkert frábært við leik liðs-
ins.?
Blaðið El Mundo í Deportivo sagði: ?Það er dapurlegt
að sjá lið sem er skipað leikmönnum sem hafa kostað
milljarða króna, leika eins og leikmenn Chelsea gerðu.?
?Konungur kalda
stríðsins?
Mourinho var þungur
á brún á Nou Camp.
DARRELL Flake, miðherji nýliða Fjölnis í körfuknatt-
leik, er farinn frá félaginu. Hann hélt heim á leið í gær
meiddur, en Grafarvogsliðið hefur fengið nýjan erlend-
an leikmann í hans stað. Sá heitir William Coley og er 32
ára gamall og lék í Svíþjóð áður en hann kom til liðs við
Fjölni. Hann lék sinn fyrsta leik í gær, gegn Snæfelli, og
stóð sig ágætlega. Flake lék alla 19 leikina í deildinni í
vetur og gerði 435 stig í þær 689 mínútur sem hann lék,
eða 22,9 stig að meðaltali í leik. Auk þess tók hann 247
fráköst, 182 í vörninni en 65 í sókn og átti auk þess 56
stoðsendingar. Það er því ljóst að missir Fjölnismanna
er mikill enda hefur Flake leikið mjög vel í vetur. Flake
hafði verið slæmur í hnjánum í nokkurn tíma og var það
að læknisráði að hann hætti.
Darrell Flake farinn ?
William Coley kominn
ÚRSLITALEIKUR ensku deildabikarkeppninnar í
knattspyrnu verður leikinn ?innandyra?, þriðja árið í
röð. Liverpool og Chelsea eigast við á sunnudaginn
kemur. Ákveðið hefur verið að loka Millennium-leik-
vanginum í Cardiff, draga þakið yfir völlinn, þar sem
veðráttan hefur verið rysjótt í Englandi að undanförnu. 
?Við teljum að þetta bæti enn umgjörð leiksins og
hjálpi til við að skapa rafmagnað andrúmsloft, auk þess
sem áhorfendur þurfa ekki að hafa áhyggjur af náttúru-
öflunum,? segir Ian Christon, talsmaður ensku deilda-
keppninnar, Football League, sem er umsjónaraðili
deildabikarsins.
Úrslitaleikurinn í Cardiff
verður leikinn ?inni?
SEPP Blatter, forseti Alþjóðaknatt-
spyrnusambandsins, FIFA, vill að dóm-
arar í sterkustu deildarkeppnum heims
verði atvinnumenn og geti þénað allt að
100.000 evrur á ári, sem jafngildir rúm-
lega 8 milljónum íslenskra króna. Þetta
segir Blatter eina ráðið til að koma í
veg fyrir í framtíðinni að dómarar lendi
ekki í spillingu en eins og upplýst hefur
verið þá er búið að koma upp um þýska
dómara sem hagræddu úrslitum þar í
landi. 
,,Ég er búinn að halda því fram í tíu
ár að besta ráðið til að koma í veg fyrir
svona lagað sé að gera dómarastarfið að
atvinnumennsku. Það eru nægir pen-
ingar í atvinnuknattspyrnunni og það
ætti ekki að vera mikið mál að greiða
dómurum í stærstu deildunum í Evrópu
og S-Ameríku góð laun,? segir Blatter.
Í ensku úrvalsdeildinni var ákveðið
fyrir þetta tímabil að gera dómara að
atvinnumönnum og sami háttur hefur
verið á í Frakklandi. Í Þýskalandi, Ítalíu
og á Spáni eru dómarar hins vegar ekki
með dómgæslu sem aðalstarf.
Blatter vill gera
dómara að
atvinnumönnum
G
uðmundur var þá að koma af
fundi með framkvæmda-
stjóra Kronau/Östringen þar sem
honum var tilkynnt að félagið ætl-
aði ekki að endurnýja samninginn
við hann í lok leiktíðarinnar í vor
en Guðmundur hefur verið með
Kronau/Östringen síðustu tvö ár.
?Framkvæmdastjórinn sagði að
sagði Guðmundur;
?Ég skoða það þegar
að því kemur, hef ekk-
ert spáð í það ennþá
enda var ég ljúka
fundi með fram-
kvæmdastjóra Kron-
au/Östringen,? sagði
Guðmundur sem spil-
að hefur yfir 400
landsleiki og einnig
leikið með Nordhorn í
Þýskalandi og Con-
versano á Ítalíu á síð-
ustu sex árum.
ráðinn til félagsins á
dögunum.?
Guðmundur, sem
varð fertugur 22. jan-
úar og hefur verið at-
vinnumaður í hand-
knattleik í sex ár, telur
líklegast að hann flytji
heim í sumar þótt auð-
vitað væri aldrei hægt
að útiloka eitt né neitt.
Spurður hvort hann
myndi halda áfram að
leika hér á landi færi
svo að hann komi heim
félagið væri að leita sér að yngri
markverði með Markus Koplak,
hinum markverði félagsins, en
samningurinn við hann var end-
urnýjaður á dögunum,? sagði
Guðmundur. ?Þessi ákvörðun kom
mér í sjálfu sér ekkert á óvart. Ég
bjóst alveg eins við einhverri upp-
stokkun eftir að nýr þjálfari var
LOGI Geirsson, landsliðsmaður í handknatt-
leik, fær mikið lof fyrir frammistöðu sína
með Lemgo gegn Nordhorn í þýsku 1. deild-
inni í handknattleik. Logi skoraði 9 mörk í
leiknum og var markahæstur leikmanna liðs-
ins sem unnu, 31:27, kærkominn sigur eftir
nokkra tapleiki í röð.
Logi, sem er vanur að leika í vinstra horn-
inu, lék fyrir utan, í stöðu skyttu vinstra meg-
in og eins á miðjunni. Ola Lindgren, þjálfari
Norhorn, segir Loga hafa unnið leikinn fyrir
Lemgo og varnarmenn sínir hafi ekkert feng-
ið við hann ráðið. Volker Mudrow, þjálfari
Lemgo, tekur í sama streng og segir að stór-
leikur Loga hafi öðru fremur riðið bagga-
muninn fyrir Lemgo að þessu sinni. ?Með
gríðarlegum vilja og óvæntum skotum vann
Logi leikinn fyrir okkur,? sagði Mudrow,
þjálfari Lemgo, eftir leikinn.
Þetta var fyrsti leikurinn sem Logi getur
beitt sér í af fullum þunga síðan hann kom til
Lemgo á ný eftir heimsmeistaramótið í Tún-
is, en hann meiddist fljótlega eftir komuna til
Þýskalands.
Lemgo er í 5. sæti deildarinnar með 26 stig
að loknum 21 leik, tíu stigum á eftir Flens-
burg sem er í efsta sæti. Logi og samherjar
sækja Einar Hólmgeirsson og Snorra Stein
Guðjónsson í Grosswallstadt heim á laugar-
dag.
Ljósmynd/Günter Schröder
Logi Geirsson skorar hér eitt af mörkum sínum gegn Nordhorn. 
Réðu ekkert
við Loga
Guðmundur á heimleið
?FÉLAGIÐ ætlar ekki að endurnýja samninginn við mig og því
eru mestar líkur fyrir því að ég flytji heim í sumar,? sagði Guð-
mundur Hrafnkelsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í hand-
knattleik og leikmaður þýska félagsins Kronau/Östringen, við
Morgunblaðið í gær.
Guðmundur

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4