Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Akureyri | Það var líf og fjör í
Boganum um helgina en þar fór
fram Goðamót Þórs í knatt-
spyrnu. Það voru stúlkur í 4. og
5. flokki sem léku fótbolta af
mikilli leikni en félög hvarvetna
að af landinu sendu lið til þátt-
töku á mótinu sem haldið var í
þriðja sinn. Þátttakendur voru
um 1.400 talsins, en gera má ráð
fyrir að á þriðja þúsund gestir
hafi streymt í bæinn af þessu til-
efni. Alls voru skoruð 484 mörk í
121 leik á mótinu. Um aðra
helgi, 11. til 13. mars, er svo von
á drengjum í 5. og 6. flokki og
þriðja og síðasta Goðamótið í ár
verður svo haldið í byrjun apríl.
Morgunblaðið/Kristján
Glaðbeittar með Goðapylsu
Fótboltastelpur
Akureyri | Austurland | Suðurnes | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir,
maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís
Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust-
urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is,
sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Bændabýli seljast nú á verði sem aldrei
fyrr, en í vikunni keypti fyrirtækið Lífsval
ehf. úr Reykjavík jörðina Skóga II í Reykja-
hverfi. Fyrirtækið hefur þá eignast tvö sam-
liggjandi býli í sveitinni en á síðasta ári eign-
aðist það jörðina Einarsstaði og á því
umtalsvert land til umráða.
Bændur velta því fyrir sér hvað það er sem
vakir fyrir hinum nýju eigendum og á hvern
hátt þeir ætli að láta fjárfestinguna borga
sig. Er það einkum vegna þess að fyrsta verk
þeirra hefur verið að leggja niður búskap á
nokkrum jörðum sem þeir hafa eignast. 
Sé horft á þetta út frá byggðalegu sjón-
armiði þá finnst mönnum að enn sem komið
er hafi þetta ekki orðið sveitunum til fram-
dráttar. Mörgum finnst að þegar menn
kaupa jarðir að þá verði að fylgja því ein-
hverjar skyldur rétt eins og er gert víða í
Noregi til þess að efla undirstöður dreifbýlis-
ins.
Samgöngumannvirki í Suður-Þingeyjar-
sýslu muna sum hver sinn fífil fegri en nú
hefur Aðaldalsflugvöllur verið í eyði í nokkur
ár. Dapurlegt hefur verið að horfa heim að
flugstöðinni mannlausri og þessari góðu flug-
braut sem var héraðinu til mikils framdrátt-
ar í áratugi. Með vaxandi ferðamanna-
straumi til Húsavíkur spyrja menn sig að því
hvort ekki sé grundvöllur fyrir áframhald-
andi flugi, t.d. yfir sumartímann, en yfir tutt-
ugu þúsund manns kemur í hvalaferðir auk
tugþúsunda manna sem heimsækja merka
staði í héraðinu og dvelja sumir marga daga.
Aðflug að flugvellinum er talið mjög gott og
stutt til allra áfangastaða sem ferðamenn
hljóta að meta mikils ef þeir ættu þess kost.
Veðrið hefur verið sveitamönnum í Þing-
eyjarsýslu hagstætt að undanförnu en eftir
margra vikna mikinn vetur brá svo við að sól
fór að skína og snjór bráðnaði. Svell hafa
minnkað í góðu tíðinni nema á einstaka bæj-
um og eru menn bjartsýnir á að kal verði með
minna móti. Girðingar fóru hins vegar illa í
snjónum því hann var mikill og sligaði víra í
stórum stíl. Það verða því mörg handtök að
gera við alla þá strengi sem koma slitnir und-
an farginu í vor og á mörgum stöðum hafa
staurar brotnað. En öllu fylgir nokkur gleði
því harða hjarnið sem kom varð til þess að
fólk hefur víða getað ekið og farið á bílum um
heiðar og upp á fjöll og séð sig um á stöðum
sem ekki eru í alfaraleið. Þá hefur bændafólk
sést úti við, jafnvel við vorverk. 
Úr
sveitinni
LAXAMÝRI
EFTIR ATLA VIGFÚSSON FRÉTTARITARA
L50098L50098L50098
L50098L50098L50098
Ú
t er komið hjá 
Routledge-
bókaútgáfunni
þriggja binda alfræðirit
um norðurslóðir, En-
cyclopedia of the Arctic, í
ritstjórn Mark Nuttall.
Ritið inniheldur fjölmarg-
ar greinar um norð-
urslóðir, svo sem um-
hverfi, dýralíf, veðurfar,
sögu, landkönnun, auð-
lindir, efnahagsmál,
stjórnmál, menningu og
tungu frumbyggja og
fleira. Þetta alfræðirit er
hið eina sinnar tegundar
sem á svo yfirgripsmikinn
hátt lýsir þessum víð-
áttumikla, flókna og
breytilega hluta jarð-
arinnar. Ritið mun koma
sér vel fyrir þá sem
stunda kennslu og rann-
sóknir sem tengjast norð-
urslóðum, íbúa svæðisins
og alla þá sem áhuga hafa
á umhverfismálum, sjálf-
bærri þróun, vísindum og
sambandi mannsins við
umhverfi sitt. 
Norðurslóðir
G
óð þátttaka var í
námskeiði
Fræðslunets Suð-
urlands sem fram fór í
Leikskálum, en yfir sjötíu
manns tóku þátt í nám-
skeiðinu og gerðu góðan
róm að fyrirlestrum sem í
boði voru að því er fram
kemur á vefsíðu Mýrdals-
hrepps.
Sérfræðingar á ýmsum
sviðum fræddu þátttak-
endur um margvísleg efni;
landnám, jarðfræði, at-
vinnuhætti, sögu og menn-
ingu, en allir gjörþekkja
sveitina og sögu hennar.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Þórir Kjartansson með framsöguerindi á átthaga-
námskeiði í Vík í Mýrdal, því fjölmennasta sem haldið
hefur verið á Suðurlandi. 
Átthaganámskeið
F
riðrik Stein-
grímsson í Mý-
vatnssveit fylgdist
af athygli með setningu
landsþings Framsókn-
arflokksins:
Í upphafinu gól með glans
gaura kórinn stóri,
mér fannst þessi maga
dans
miklu betri en Dóri.
Davíð Hjálmar Haralds-
son yrkir af þessu sama
tilefni: 
Erfitt þingið oftast tel,
eigum marga rimmu
stranga
en náum okkur nokkuð vel
ef naflaskoðun höfum
langa.
Hreiðar Karlsson er með
?litla pólitíska ábend-
ingu?: 
Flestöll mál er hægt að
toga og teygja
til að láta á sér bera á
fundum. 
Sumir hefðu þurft að læra
að þegja
þó að ekki væri nema
stundum.
Af þingi 
Framsóknar
pebl@mbl.is
Selfoss | Skrifstofuhótel tók til starfa á
Selfossi síðastliðinn fimmtudag. Skrif-
stofuhótelið er samvinnuverkefni þriggja
sveitarfélaga, Árborgar, Hveragerðis og
Ölfuss undir heitinu Sunnan3 ? rafrænt
samfélag, í samstarfi við Verkfræðistofu
Suðurlands og Tölvu- og radíóþjónustu
Suðurlands (TRS). Skrifstofuhótelið verð-
ur staðsett í húsnæði Verkfræðistofu Suð-
urlands á annarri hæð í ?Kjarnanum?
Austurvegi 3?5 á Selfossi .
Við opnunina kom fram að markmiðið
með uppbyggingu skrifstofuhótels er að
koma til móts við þarfir íbúa svæðisins sem
starfa á höfuðborgarsvæðinu eða utan Ár-
borgarsvæðisins, en vilja vinna 2?3 daga í
viku í heimabyggð. Um er að ræða full-
komna skrifstofuaðstöðu með öflugu há-
hraðasambandi og hvetjandi vinnuum-
hverfi. Kostir skrifstofuhótels eru
augljósir fyrir starfsfólk sem þarf að sækja
vinnu fjarri heimabyggð, en hér er einnig
um að ræða hagræðingu fyrir vinnuveit-
endur í lægri skrifstofukostnaði. Að auki
getur skrifstofuhótel haft samfélagsleg
áhrif þar sem það getur dregið úr umferð,
mengun og slysahættu. 
Árni Magnússon félagsmálaráðherra
sem opnaði Skrifstofuhótelið með formleg-
um hætti sagði ýmsa möguleika fylgja
starfsemi sem þessari og nefndi að vel
mætti kanna möguleika þess að starfsfólk
ráðuneyta nýtti slíka aðstöðu. 
Íbúar sem
vinna fjarri
heimili fá
vinnuaðstöðu
Fyrsta skrifstofuhót-
elið opnað á Selfossi
Drangsnes | Olíufélagið hf hefur opnað
nýja sjálfsafgreiðslustöð fyrir bensín og ol-
íu á Drangsnesi. Nýju dælurnar taka öll
kort. Þar með er endi bundinn á algjört
vandræðaástand frá því síðasta vor þegar
Skeljungur lokaði bensínafgreiðslu sinni á
Drangsnesi segir á vefnum strandir.is og
ennfremur að nú geta ekki bara Drangs-
nesingar sem eiga sérstök viðskiptakort
dælt á bílana sína, heldur líka allir þeir sem
leið eiga um og vantar eldsneyti. 
Ný bensínstöð
á Drangsnesi
???

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44