Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						STEFÁN Arnarsson, landsliðs-
þjálfari ungmennalandsliðs
kvenna í handknattleik, skipað
leikmönnum 20 ára og yngri,
hefur valið 16 manna hóp sem
fer til Frakklands um páskana
og keppir þar við Frakkland,
Úkraínu og Slóvakíu í undan-
keppni heimsmeistaramótsins í
þessum aldursflokki.
Hópurinn er skipaður eft-
irtöldum leikmönnum: Eva
Harðardóttir, Sara Sigurð-
ardóttir og Sigurbjörg Jó-
hannsdóttir, allar úr Fram,
Anna Guðmundsdóttir, Arna
Gunnarsdóttir, Björk Gunn-
arsdóttir, Eva Kristinsdóttir,
Gerður Einarsdóttir, Íris Pét-
ursdóttir og Íris Símonardóttir,
úr Gróttu/KR, Helga Jóns-
dóttir, Harpa Eyjólfsdóttir og
Rakel Bragadóttir, úr Stjörn-
unni, Katrín Andrésdóttir, Val,
Sólveig Kjærnested, Tus Wei-
bern, Þýskalandi og Erna Þrá-
insdóttir, Haukum. 
Stefán valdi
sjö leikmenn
Gróttu/KR
FÓLK
L52159 NORSKI knattspyrnudómarinn
Terje Hauge sem dæmdi leik ítalska
liðsins Inter gegn Evrópumeistara-
liði Porto í 16 liða úrslitum Meist-
aradeildarinnar var með sorgarband
í leiknum til þess að minnast Reidar
Bjørnestad sem lést aðeins 57 ára að
aldri. Bjørnestad var yfirmaður
dómaramála hjá norska knatt-
spyrnusambandinu og segir Hauge
að Bjørnestad hafi verið maðurinn á
bak við velgengni hans sem dómara
á undanförnum árum. 
L52159 FORRÁÐAMENN hollenska
knattspyrnuliðsins Feyenoord hafa
neitað japanska landsliðinu að fá
miðvallarleikmanninn Shinji Ono í
leiki í undankeppni heimsmeistara-
mótsins gegn Íran í næstu viku.
Læknar liðsins telja að leikmaðurinn
sé í engu ástandi til þess að leika
landsleik enda hefur hann verið
meiddur á ökkla undanfarnar vikur.
Hins vegar benda forráðamenn jap-
anska landsliðsins að þau rök haldi
ekki þar sem Ono hafi leikið gegn
Roda JC á sunnudaginn í 85 mínútur
og skorað mark í þeim leik. 
L52159 ONO fór í aðgerð á ökkla 27.
desember í Japan en hann hefur
leikið með hollenska liðinu frá því í
byrjun febrúar og skorað tvö mörk.
Japanska landsliðið undirbýr sig fyr-
ir leikinn í Þýskalandi enda eru
margir þeirra bestu leikmenn að
leika með liðum í Evrópu. 
L52159 CRAIG Bellamy, landsliðsfram-
herji frá Wales, segir að hann hafi
áhuga á að semja við Glasgow Celtic
til lengri tíma en hann er í láni frá
enska úrvalsdeildarliðinu Newcastle
eftir að hafa átt í útistöðum við
Greame Souness, knattspyrnustjóra
liðsins. ?Þetta er frábært félag og
það hefur verið auðvelt að ganga inn
í hópinn. Það hafa allir boðið mig vel-
kominn og ég hef notið hverrar mín-
útu sem ég hef verið hjá Celtic,? seg-
ir Bellamy en það er talið að
Newcastle vilji fá 700?800 millj. kr.
fyrir leikmanninn sem er enn samn-
ingsbundinn Newcastle. 
L52159 IGOR Lavrov, leikstjórnandi
hjá þýska handknattleiksliðinu Wall-
au Massenheim, gengur í sumar til
liðs við HSV Hamburg. Frá þessu
var gengið í gær og gerði hinn 31 árs
gamli Rússi tveggja ára samning við
Hamburg. Hann er fimmti leikmað-
urinn í núverandi leikmannahópi
Wallau sem leikur með öðru félaginu
á næsta keppnistímabili.
ENGLENDINGURINN Paul Casey,
sænska tvíeykið Fredrik And-
ersson Hed og Johan Edfors, og
Taílendingurinn Chawalit Plaphol
eru jafnir í efsta sæti á TCL-
mótinu í golfi að loknum fyrsta
keppnisdegi af fjórum. Mótið fer
fram á Yalong-vellinum í Kína og
er hluti af Evrópu- og Asíu-
mótaröðinni. Þeir eru allir á átta
höggum undir pari, 64 höggum, en
skor keppenda í dag var gríð-
arlega gott enda léku 125 kylf-
ingar undir pari vallar en alls eru
168 keppendur skráðir til leiks.
Níu kylfingar eru einu höggi á eft-
ir fjórum efstu og tíu til viðbótar
eru á sex undir pari.
Casey fékk tvo fugla á fyrstu
holum vallarins og fékk fjóra fugla
á fyrri níu holunum og fjóra fugla í
röð á 12.?15. braut á síðari níu hol-
um dagsins.
Andersson Hed byrjaði hins veg-
ar rólega og fékk sjö pör í röð en
hinn 35 ára gamli Svíi hrökk í gang
eftir það og fékk fjóra fugla og tvo
erni á næstu 12 holum.
Englendingurinn Paul Broad-
hurst og Írinn Paul McGinley eru á
sjö höggum undir pari, Daninn
Thomas Björn er sex undir og
Skotinn Colin Montgomerie er
fimm undir pari. Montgomerie þarf
að vera ofarlega á þessu móti ætli
hann sér að fá boð um að leika á
fyrsta stórmóti ársins á Masters-
mótinu á Augusta-vellinum. 
ÚRSLIT á Íslandsmóti
karla og kvenna í blaki
réðust í vikunni en á
mánudagskvöld tryggði
Þróttur úr Reykjavík sér sigur í
kvennaflokki með sigri gegn KA í
tveimur leikjum en Þróttur átti titil
að verja í 1. deild kvenna. Á mið-
vikudagskvöld áttust HK og Stjarn-
an öðru sinni við í úrslitum í karla-
flokki, 1. deild. Og þar hafði
Kópavogsliðið betur í
tveimur úrslitaleikjum í
grannaslagnum gegn
Garðbæingum en liðin áttust einnig
við í úrslitum í fyrra þar sem
Stjarnan hafði þá betur. 
Morgunblaðið/Þorkell
Íslandsmeistaralið Þróttar úr Reykjavík í blaki kvenna árið 2005. Efri röð frá vinstri: Sunna Þrast-
ardóttir, Oddný Erlendsdóttir, Anna Pevliuk, Hulda Elma Eysteinsdóttir, Þórdís Sigurðardóttir og
Natlia Ravva. Neðri röð frá vinstri: Subaru aðstoðarþjálfari, Katrín Guðlaugsdóttir, Petrún Jóns-
dóttir þjálfari og Lilja Jónsdóttir fyrirliði. 
Morgunblaðið/Þorkell
Íslandsmeistaralið HK í blaki karla árið 2005. Efri röð frá vinstri: Eiríkur Eiríksson, Ólafur Heimir Guðmundsson, Einar Ásgeirsson,
Ólafur Viggósson og Vilborg Guðmundsdóttir, formaður deildarinnar. Neðri röð frá vinstri: Marteinn Guðgeirsson, Brynjar Pét-
ursson, Einar Sigurðsson þjálfari, Jón Árnason og Páll Sigvaldason. 
Íslandsmeistarar 
Frábært
skor 
í Kína

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4