Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 2005næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567

Morgunblaðið - 27.04.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.04.2005, Blaðsíða 4
 ARSENAL tryggði sér enska meistaratitilinn í knattspyrnu kvenna á sunnudaginn með því að sigra Charlton, 1:0, á útivelli í upp- gjöri efstu liðanna. Kelly Smith skoraði sigurmarkið. Arsenal náði þar með fjögurra stiga forystu og á einn leik eftir.  HARRY Redknapp hættir sem knattspyrnustjóri Southampton að þessu tímabili loknu, hvort sem fé- lagið heldur sæti sínu í ensku úrvals- deildinni eða ekki. Redknapp tók við liðinu í desember og samdi til 18 mánaða en enska dagblaðið Guard- ian skýrði frá því í gær að hann myndi hætta í vor, hvernig sem færi.  SOUTHAMPTON hefur kallað sóknarmanninn Brett Ormerod úr láni hjá 1. deildar liði Wigan. Hinn marksækni Peter Crouch meiddist í upphitun fyrir leik Southampton gegn Portsmouth um síðustu helgi og Harry Redknapp ákvað að nýta sér ákvæði í lánssamningnum um að hann gæti kallað aftur í Ormerod með 24 stunda fyrirvara.  REAL Madrid mun leika einn leik í Kína í sumar. Leikurinn verður við Peking Guaon 23. júlí. „Okkur er sagt að í Kína séu fjórir stuðnings- menn Real Madrid fyrir hvern einn sem heldur með öðrum stórliðum í Evrópu og því þykir okkur vænt um að fá tækifæri til að leika þar helst árlega,“ sagði Emilio Burtagueno, varaforseti Real í gær. Real lék þar í ágúst 2003 þegar David Beckham lék sinn fyrsta leik með félaginu.  MILAN Baros og Harry Kewell eru báðir í leikmannahópi Liverpool sem býr sig undir fyrri leikinn gegn Chelsea í undanúrslitum Meistara- deildar Evrópu í knattspyrnu á Stamford Bridge í London í kvöld. Það kemur nokkuð á óvart því leik- mennirnir hafa báðir verið meiddir.  BAROS fór meiddur af velli í leik Liverpool gegn Crystal Palace á laugardaginn. Sauma þurfi saman djúpan skurð á hné hans, sem Baros segir að hafi verið svo djúpur að sést hafi í beinið. Allt virðist þó benda til þess að hann verði leikfær í tæka tíð.  KEWELL hefur verið meiddur lengi og aðeins komið við sögu í tveimur leikjum frá því í desember. Hann hefur verið meiddur í baki og tognaður bæði í læri og nára. Kewell og Rafael Benítez, knattspyrnu- stjóri Liverpool, hafa eldað grátt silfur saman vegna meiðslanna og Benítez sagði á sínum tíma að hann efaðist um að þau væru eins alvarleg og Kewell vildi vera láta. FÓLK ANDY Rhodes, markvarða- þjálfari enska knattspyrnu- félagsins Ipswich, segist afar spenntur að vinna með nýja markverðinum hjá félaginu, hinum 16 ára gamla Grindvík- ingi, Óskari Péturssyni. Óskar gerði fyrir skömmu tveggja ára unglingasamning við Ipswich og fer til félagsins í sumar. Félagaskipti hans frá Grindavík eru þó ófrágengin enn sem komið er. „Ég er virkilega spenntur fyrir því að fá Óskar í okkar raðir. Hann er mikið efni, óslípaður markvörður með náttúrulega hæfileika,“ segir Rhodes á vef stuðningsmanna Ipswich. Beðið eftir Óskari hjá Ipswich HOUSTON Rockets er komið í góða stöðu í einvígi sínu við Dall- as Mavericks í fyrstu umferð úr- slitakeppninnar í NBA-deildinni í körfuknattleik. Houston vann Dallas öðru sinni í fyrrinótt, aft- ur á heimavelli Dallas, og fer því með 2:0 forystu yfir á heimavöll sinn þar sem tveir næstu leikir liðanna fara fram. Tracy McGrady og Yao Ming voru í að- alhlutverkum hjá Houston eins og oft áður. McGrady skoraði sig- urkörfuna, 113:111, eftir óvænta sóknarfléttu hjá honum og Yao þegar 10 sekúndur voru eftir en sá kínverski skoraði 33 stig í leiknum og McGrady 28. Þjóð- verjinn Dick Nowitzki skoraði 26 stig fyrir Dallas en náði sér þó ekki vel á strik. Indiana jafnaði metin gegn Boston á útivelli, 82:79. Staðan þar er 1:1 og tveir næstu leikir í Indianapolis. Reggie Miller sýndi gamalkunna takta og skoraði 28 stig fyrir Indiana en hann er orðinn 39 ára og ætlar að hætta eftir þetta tímabil. Paul Pierce skoraði 33 stig fyrir Boston. Houston stendur vel að vígi Grettisbeltið er merkasti ogsögufrægasti gripur í íþrótta- sögu Íslands og einnig sá elsti. Hef- ur það verið farandgripur allt frá upphafi og vinnst aldrei til eignar. Sama ólin fylgir beltinu og var á því upphaflega. Grettisbeltið var smíð- að í Reykjavík af Erlendi gullsmið Magnússyni. Það er úr silfri og er mynstur þess mjög skrautlegt. Að framan er á því kringlóttur skjöldur með andlitsmynd er á að tákna Gretti fornkappa Ásmundarson er var fangbragðakappi mikill eftir því sem saga hans segir. Umhverfis skjöldinn er letrað höfðaletri: „Glímuverðlaun Íslands, Grettir.“ Í hvert sinn sem keppt er um skjöldinn er gerður silfurskjöld- ur með dagsetningu keppninnar og nafni sigurvegarans og er skjöldurinn festur á beltið. Eru að jafnaði um 30 skildir á beltinu og er þá jafnan elsti skjöldurinn fjarlægð- ur af beltinu og settur í glerskáp til sýnis á skrifstofu Glímusam- bandsins.  19 ára Austfirð- ingur Ólafur Valdi- marsson, Ungmennafélagi Akur- eyrar, varð fyrsti glímukóngur Íslands, en hann fagnaði sigri í keppni í húsi góðtemplara á Akur- eyri 1906 og er hann yngsti hand- hafi Grettisbeltisins. Ólafur nefndi sig síðar Ólaf V Davíðsson og er þekktur undir því nafni. Síðan Ólaf- ur tók á móti beltinu góða á Ak- ureyri hafa 32 glímukappar tekið á móti því og skulum við nefna nokkra til sögunnar.  Sigurjón Pétursson, Ármanni, varð glímukóngur Íslands fjögur ár í röð 1910–1913. Hætti ósigraður  Það met bætti Sigurður Greipsson, Ungmennafélagi Bisk- upstungna Haukadal í Árnessýslu varð glímukóngur fimm ár í röð 1922–1926. Hann hætti síðan keppni – ósigraður.  Sigurður Thorarensen, Ár- manni, varð fyrstur til að verða glímukóngur sex sinnum, en hann var handhafi Grettisbeltisins þrjú ár í röð 1929–1931 og síðan aftur þrjú ár í röð 1934–1936.  Guðmundur Ágústsson, Ung- mennafélaginu Vöku í Árnessýslu varð glímukóngur fimm ár í röð 1943–1947, en hann keppti fyrir Ár- mann í Reykjavík fjögur síðustu sig- urárin árin.  Ármann J. Lárusson, Ung- mennafélagi Reykjavíkur og Breiðabliki, er sá glímukappi sem oftast hefur hampað Grettisbeltinu – alls 15 sinnum. Hann var fyrst glímukóngur 1952 og síðan tók hann á móti Grettisbeltinu fjórtán ár í röð 1954–1967. Þessi einstaki glímu- maður á því met, sem verður eflaust aldrei slegið. Yfirburðir Ármanns J. voru svo miklir að hann tapaði að- eins á einu móti allt tímabilið og að- eins örfáum viðureignum.  Faðir hans – Snæfellsnesingur- inn Lárus Salómonsson, Ármanni, varð glímukóngur þrisvar, 1932, 1933 og 1938.  Glímumenn úr Þingeyjarsýslu létu mikið að sér kveða upp úr 1975 og þá sérstaklega bræðurnir Pétur V. og Ingi Þór Yngvasynir frá Skútustöðum og Eyþór Pétursson frá Baldursheimi, Pétur V. varð fimm sinnum glímukóngur, Ingvi Þór fjórum sinnum og Eyþór tvisv- ar, sem svo skemmtilega vill til að hann er faðir núverandi glímukappa Íslands, Péturs.  Ólafur H. Ólafsson, KR, náði að stöðva þá Þingeyinga og varð hann handhafi Grettisbeltisins fimm sinnum á árunum 1885 til 1991.  Síðan fór Grettisbeltið austur fyrir fjall þrisvar er Jóhannes Sveinbjörnsson, HSK, frá Heið- arbæ í Þingvallasveit, fagnaði sigri 1992,1993 og 1995.  Eftir það kom að þætti Ingi- bergs Jóns Sigurðssonar, Ármanni og Víkverja, að bera beltið sjö ár í röð, 1996–2002.  Ólafur Oddur Sigurðsson, HSK, úr Grímsnesi varð glímukóng- ur 2003 og Pétur Eyþórsson hefur fagnað sigri tvö sl. ár. Freyjumenið Fyrst var keppt um Freyjumenið og sæmdarheitið glímudrottning Ís- lands 2000. Þá fagnaði Inga Gerða Pétursdóttir, HSÞ, sigri, en hún er dóttir Péturs V. frá Skútustöðum, sem varð glímukóngur Íslands fimm. Inga Gerða varð aftur sigur- vegari 2002. Hildigunnur Káradóttir, HSÞ, varð glímudrottning 2001 og Svana Hrönn Jóhannsdóttir, GFD, 2003, en hún er systir Sólveigar Rósar Jó- hannsdóttur sem hefur verið glímu- drottning tvö sl. ár. Fyrst keppt um Grettis- beltið 1906 á Akureyri PÉTUR Eyþórsson, glímukappi úr KR, varð glímukóngur Íslands um sl. helgi og tryggði sér þar með Grettisbeltið fræga annað árið í röð. Íslandsglíman er elsta og sögufrægasta íþróttamót á Íslandi og hefur verið haldið ár- lega frá árinu 1906 að fimm ár- um undanskildum á árum fyrri heimsstyrjaldar. Sigurvegari Ís- landsglímunnar – glímukóngur Íslands – stendur fremstur með- al jafningja í þjóðaríþrótt Íslend- inga og hefur jafnan þótt mikið til þess koma að bera þann titil. Eftir Sigmund Ó. Steinarsson sos@mbl.is Morgunblaðið/Sverrir Pétur og Sólveig Rós vörðu titla sína um sl. helgi og eru glímukóngur og glímudrottning. Grettisbeltið er merkasti og sögufrægasti gripurinn í íþróttasögu Íslands.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55740
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.09.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið C (27.04.2005)
https://timarit.is/issue/261225

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið C (27.04.2005)

Aðgerðir: