Morgunblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 1. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR www.urvalutsyn.is Helios *Innifali›: Flug, flugvallarskattar, gisting í 7 nætur og íslensk fararstjórn. Barnaafsláttur er ekki veittur. Ver›i› er netver›. Bóka flarf og grei›a sta›festingargjald, e›a fullgrei›a fer› á netinu. Ef bóka› er símlei›is e›a á skrifstofu, grei›ist bókunar- og fljónustugjald, sem er 2.000 kr. á mann. 49.900kr.* á mann m.v. tvo í stúdíói eða 4 í íbúð m/1 svefnherbergi í eina viku. Sumartilboð í júní og júlí Fleiri eða færri? Finndu verð á þinni ferð á: Verðdæmi: ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 81 24 0 4/ 20 05 SAMEINING Lífeyrissjóðs sjó- manna og lífeyrissjóðsins Framsýn- ar var samþykkt á ársfundum sjóð- anna á miðvikudag og tekur sameiningin gildi frá og með 1. júní næstkomandi. Stofnfundur hins nýja sjóðs var haldinn í beinu framhaldi og hlaut hinn nýi sjóður þar nafnið Gildi líf- eyrissjóður. Hann verður væntan- lega þriðji stærsti lífeyrissjóður landsins. Samningur um samruna sjóðanna hafði áður verið undirritaður af stjórnum hvors sjóðs um sig, en unn- ið hefur verið að samrunanum frá því í apríl á síðasta ári. Gildi lífeyrissjóð- ur tekur við öllum eignum, réttind- um og skuldbindingum Lífeyris- sjóðsins Framsýnar og Lífeyrissjóðs sjómanna frá og með 1. júní nk. Frá þeim tíma munu sjóðfélagar ávinna sér réttindi samkvæmt nýju aldurs- tengdu réttindakerfi, sem staðfest var á stofnfundi Gildis lífeyrissjóðs í gær. Gildi lífeyrissjóður verður þriðji stærsti lífeyrissjóður landsins með um 22 þúsund virka sjóðfélaga. Áætluð eign sjóðsins 1. júní nk. er 155 milljarðar króna. Í stjórn Gildis lífeyrissjóðs voru kjörin Ari Edwald, formaður, Helgi Laxdal, varafor- maður, Friðrik J. Arngrímsson, Höskuldur H. Ólafsson, Konráð Al- freðsson, Sigurður Bessason, Sveinn Hannesson og Þórunn Sveinbjörns- dóttir. Árni Guðmundsson, sem verið hef- ur framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs sjómanna, verður framkvæmda- stjóri Gildis lífeyrissjóðs. Sjóðurinn verður til húsa í núverandi húsnæði Lífeyrissjóðsins Framsýnar í Sæ- túni 1 í Reykjavík. Lífeyrissjóður sjómanna og Framsýn sameinast AUÐUR Axelsdóttir iðþjuþjálfi hefur undanfarin tvö ár unnið að verkefninu Iðjuþjálfun-geðheilsa við Heilsugæsluna í Reykjavík sem miðar að því að auka eftir- fylgd iðjuþjálfa við geðsjúka utan stofnana. Sjálf kallar Auður þetta bata- hvetjandi þjónustu þar sem unnið er með einstaklinga sem eru komnir út úr svonefndum „bráða- fasa“ eða eru að missa tök á hlut- verkum sínum, t.d. á heimili, í skóla eða vinnu, og hafa tök á að leita til heilsugæslunnar. Auður er þeirrar skoðunar að fleira þurfi til en lyfja- og sam- talsmeðferðir þegar geð- sjúkdómar eru annars vegar. Hún leggur áherslu á að fjölga úrræð- um og vill sjá aukna fjölbreytni úrræða. „Stærsti vandinn að takast á við daglegt líf“ Hún segir enn fremur um sína þjónustu að hún leggi áherslu á að fólk geti leitað til hennar á eig- in forsendum og án hindrana. Eft- irfylgdin fer fram á heimili, í skóla eða vinnu og miðað sé við að taka á þeim hluta vanda geð- sjúkra sem stofnanir sinni ekki. Auður vill að þessi þáttur verði efldur innan heilsugæslunnar. Samstarfsaðilar eru meðal annars Landspítali – háskólasjúkrahús, Félagsþjónustan og aðrir sem starfa með geðsjúkum utan stofn- ana. Þá felst verkefni Auðar enn fremur í því að byggja upp tengslanet í kringum viðkomandi einstakling, virkja fjölskyldu og þá sem að honum standa og skil- greina hlutverk hvers og eins. Auður nefnir í þessu sambandi að fjölskyldan reynist oft dýrmætasti hlekkurinn í bataferlinu og því sé mikilvægt að vinna með henni. Einnig heldur Auður utan um hópastarf sem hún stofnaði með aðstandendum, auk þess að starfa með hópnum Hugarafli. „Aðaláhersla bráðageðdeilda er að minnka einkenni og er lyfja- meðferðin í forgrunni, innlagnir eru oft á tíðum stuttar og í sjálfu sér tekst ekki að vinna á vand- anum nema að hluta til,“ segir Auður. „Stærsti vandinn er að takast á við daglegt líf, takast á við að- stæður þegar heim er komið. Oft er fólk búið að missa tök á heim- ilishaldi, á fjársýslunni, innkaup- unum, tengslum við annað fólk, hlutverkum sínum og þeirri iðju sem við þurfum að takast á við á hverjum degi.“ Auður segir að einstaklingur sem útskrifaður er í sömu að- stæður og hann fór úr áður en til innlagnar kom sé í hættu að veikjast aftur. „Ég vinn á vettvangi þar sem vandamálið kemur fram. Íhlutun mín er alltaf út frá forsendum skjólstæðingsins og í samvinnu við hann.“ Auður segir að eitt af því sem fylgi fólki sem fær geðsjúkdóma sé að viðkomandi eigi oft á tíðum erfitt með að vinna hefðbundið. Stundum henti betur að vinna eft- ir hádegi, jafnvel nokkra tíma á dag eða sinna ákveðnum verk- efnum. Auður hefur fylgt ein- staklingum út á vinnumarkaðinn. Hún segir mikilvægt að geta farið með þeim á vinnustaðinn og fund- ið lausnir á vettvangi í samstarfi við þá sjálfa, yfirmenn og/eða samverkafólk. „Ég hef notað nálgun sem heit- ir valdefling og sumir hafa kallað sjálfseflingu (e. enpowerment) sem gengur út á að efla ein- staklinginn hverju sinni til að ráða við aðstæður sínar þannig að hann hafi áhrif á þær og ráði við það sem er að gerast í kringum hann. Að hann sé virkur í sam- félaginu, að unnið sé með styrk- leika og hann haldi sínum hlut- verkum og einangrist ekki.“ Tilraunaverkefni til tveggja ára Auður hóf störf hjá Heilsugæsl- unni í Reykjavík í september 2003 þegar undirritaður var samningur til tveggja ára við heilsugæsluna og Tryggingastofnun um verkefni Auðar. Hún segist hafa byggt upp hugmyndina út frá eigin reynslu af geðsviðinu enda hafi hún sjálf rekið sig á það á stofnunum sem hún hefur starfað á að erfitt var að leiðbeina fólki úti í samfélag- inu. Hún segir verkefni sitt vera í takt við það sem fram kom á Evr- ópuráðstefnu heilbrigðisráðherra í Finnlandi fyrir nokkru sem haldin var af Alþjóðaheilbrigðismála- stofnuninni. Þar hafi verið ályktað um að færa þjónustuna sem mest út í samfélagið og efla notendur og aðstandendur þeirra í að hafa áhrif á mótun hennar. Auður hef- ur sinnt um 150 einstaklingum síðustu tvö ár og fylgt þeim eftir út í samfélagið. Hún segir að svörun sem fengist hafi á þessum tveimur árum sé afar jákvæð og það sé nokkuð sem notendur og aðstandendur hafi kunnað að meta. Þjónustan hafi fengið góðan meðbyr og hún telji að ráðamenn vilji að verkefnið haldi áfram. Auður sér fyrir sér að í framtíð- inni verði boðið upp á sams konar þjónustu á fleiri heilsugæslu- stöðvum en í Drápuhlíð þar sem Auður starfar. Auður Axelsdóttir iðjuþjálfi aðstoðar fólk við að fóta sig eftir veikindi Morgunblaðið/RAXAuður Axelsdóttir Fylgir geðsjúkum út í samfélagið Eftir Kristján Geir Pétursson kristjan@mbl.is DAVÍÐ Oddsson utanríkisráðherra vísaði því á bug, á Alþingi á föstu- dag, að stjórnvöld væru að draga úr framlögum til Mannréttinda- skrifstofu Íslands vegna hefndar- aðgerða í garð skrifstofunnar. Kom þetta fram í svari hans við fyrir- spurn Ögmundar Jónassonar, þing- manns Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Eins og fram hefur komið fær skrifstofan 2,2 milljónir króna frá dómsmálaráðuneytinu til reksturs og annarra verkefna skrifstofunnar á þessu ári. Til samanburðar fékk skrifstofan samtals átta milljónir frá dómsmálaráðuneytinu og utanrík- isráðuneytinu á síðasta ári. Utanrík- isráðuneytið hefur synjað beiðni hennar um fjárframlög á þessu ári. Davíð benti á í umræðum um þetta mál á Alþingi í fyrradag að Ís- landsdeild Amnesty International, sem á aðild að Mannréttinda- skrifstofunni, teldi afar mikilvægt að stofnanir af þessu tagi nytu ekki ríkisstyrkja. Hann sagði ennfremur að það fjármagn sem utanríkisráðu- neytið hefði til ráðstöfunar ætti að nýta á alþjóðlegum vettvangi. Engin hefndar- aðgerð SÁTT hefur náðst í máli Ingi- bjargar Ingadóttur kennara gegn Menntaskólanum á Ísafirði fyrir Héraðsdómi Vestfjarða. Sáttin felst í því að Ólína Þorvarðar- dóttir, skólameistari Mennta- skólans á Ísafirði, tók aftur skrif- lega áminningu, sem hún veitti Ingibjörgu, sem kennir ensku við skólann, gegn því að Ingibjörg bæðist formlega afsökunar fyrir að hafa vanrækt prófayfirferð. Ingibjörg, sem hafði krafist þess að áminningin yrði ógilt, ítrekaði fyrir dómi afsök- unarbeiðni, sem hún lagði fram í haust og í kjölfar þess felldi skólameistari áminninguna úr gildi. Er málinu þar með lokið með sátt en dómari á eftir að ákveða málskostnað. Björn Jóhannesson, lögmaður Menntaskólans í málinu, segir að með þessari sátt sé þeim ágrein- ingi sem uppi var varðandi áminninguna að öllu leyti lokið. Sátt í máli ensku- kennara gegn MÍ SAMEINAÐ félag Mjólkursamsölunnar og Mjólkurbús Flóamanna fær nýtt nafn á næstunni, en þangað til mun það heita MS/MBF. Efnt verður til samkeppni milli starfsmanna og mjólkurframleiðenda um nýtt nafn fyrir- tækisins. Smiðshöggið var rekið á sameiningu félaganna á föstu- dag þegar haldinn var fyrsti fulltrúaráðsfundur samein- aðs félags. Stjórnarformaður nýja félagsins er Magnús H. Sigurðsson, og á fyrsta stjórnarfundi þess var Guð- brandur Sigurðsson ráðinn forstjóri, að því er fram kem- ur í tilkynningu frá félaginu. MS/MBF er samvinnufélag um 550 mjólkurframleið- enda, og nær framleiðslusvæði félagsins yfir Austurland, Suðurland, Vesturland, Breiðafjörð og Norðurland vestra. Starfsmenn hins nýja félags eru 374 og gert er ráð fyrir að velta þess verði um 7 milljarðar króna á yf- irstandandi ári. Samkeppni um sameinað félag MS og MBF Morgunblaðið/Sverrir Stjórnarformaður nýja félagsins, Magnús H. Sigurðs- son (t.h.), ásamt Guðbrandi Sigurðssyni forstjóra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.