Morgunblaðið - 11.05.2005, Side 21

Morgunblaðið - 11.05.2005, Side 21
NEMENDUR Listaháskóla Íslands hafa lagt Kjarvalsstaði undir sig fram til mánaðamóta, með afar fjöl- breyttri sýningu á lokaverkefnum nemenda úr myndlistardeild og hönnunar- og arkitektúrdeild. Þær Helga Sif Guðmundsdóttir, Ragn- heiður Ösp Sigurðardóttir og Jóna Heiða Sigurlásdóttir úr myndlistar- og hönnunardeild, eru ánægðar með afrakstur vetrarins en hvaðan koma hugmyndirnar að jafn ólíkum verk- um og þær sýna? Sykur, límmiðar og filt Helga Sif sýnir innsetningu í rými unna úr sykri, límmiðum og lituðum filtdúkum. „Ég bræði sykur og helli í hringi á gólfið og ræð ég því litlu um það sjálf hvernig hann rennur til,“ segir hún. „Þannig að hver og einn hringur verður persónulegur. Svo er ég með límmiða, sem ég var búin að vinna í sexkantað form og litað filter eins og notað er á ljós- kastara í leikhúsum eða á rokk- tónleikum. Ég vann hvert efni mjög ítarlega út af fyrir sig áður en ég mætti með verkið á Kjarvalsstaði.“ Helga Sif segist hafa hugsað verkið sem innsetningu og tók viku að setja hana upp. „Ég læt efnin vinna saman og njóta sín sem allra mest í rýminu sem ég fékk út- hlutað,“ segir hún. „Ef ég setti verk- ið upp annars staðar í öðru rými yrði útkoman allt önnur. Þetta er verk án titils og ég er ekki að segja neitt sérstakt með því en mér finnst aðalatriðið að efnin fái að njóta sín og að þau vinni saman. Þau eru ólík en samt er einhver skyldleiki að vissu marki. Mér finnst að myndlist eigi að vera falleg. Það skiptir mig máli. Að það sé viss kyrrð sem myndist og myndi ákveðinn sam- hljóm.“ Helga Sif ætlar að vinna sjálf- stætt að myndlistinni í eitt ár en hvað tekur síðan við er óráðið. „Ég er líka með tónlistarmenntu„ og langar að líta aðeins til baka og velta upp hvað ég er búin að læra,“ segir hún. „Kannski er kominn tími til að skoða það í stað þess að vera alltaf í námi.“ Leysir vandamál Ragnheiður Ösp sýnir bangsa, sem leysir úr vandamálum eigand- ans. „Hugmyndin kom í framhaldi af BA-ritgerðinni minni um dúkku- söfn,“ segir Ragnheiður Ösp. „Ég hef alltaf haft áhuga á því af hverju fólk verður svona heltekið af söfnun á dauðum hlutum. Í framhaldi fór ég að hugsa um leikföng og þá út frá því af hverju fólk hendir gömlum leikföngum, sem það átti þegar það var lítið og hvort fólk sé í ákveðnum tengslum við hlut- ina. Mig langaði til að búa til hlut, sem fólk gæti tengst og myndi ekki henda. Þannig að hver hlutur sem ég geri er búinn til með ákveðna manneskju í huga.“ Ragnheiður Ösp segist vel geta hugsað sér að fara lengra með þessa hugmynd ef leitað er til hennar en næst á dagskrá er árs hlé frá mynd- listinni. „Ég ætla að fara í Háskól- ann og læra þar japönsku,“ segir hún. „Eitthvað sem mig hefur lengi langað til að gera en svo stefni ég á nám erlendis.“ Jóna Heiða Sigurlásdóttir sýnir verk sem hún nefnir „I’ve got a new dress“. „Hugmyndin á rætur í vangavelt- um mínum um hvaðan kynþroski er sprottinn,“ segir hún. „Ég hef haft áhuga á þessu augnabliki, þar sem maður breytist úr barni yfir í konu. Ég er reyndar ekki viss um að það sé endilega til þetta augnablik en ég er svona að velta upp þessari mót- sögn og tengi kjólinn við bæði barn og fullorðna konu.“ Þú lætur konuna horfa til veggjar? „Já, hún er eins og föst milli tveggja heima, heim barnsins og heim fullorðinna í einhverju limbói eins og mér hefur fundist ég sjálf vera,“ segir Jóna Heiða. Hún segir námið hafa verið lærdómsríkt en oft strembið og að óráðið sé með fram- tíðina. „Ég ætla að læra meira en hvenær og hvað er óráðið.“  LISTAHÁSKÓLINN | Fjölbreytt útskriftarsýning Bræddur sykur, tilfinn- ingatengsl og kynþroski „I’ve got a new dress“, eftir Jónu Heiðu Sigurlásdóttur. Bangsi sem leysir vanda- mál eftir Ragnheiði Ösp Sigurðardóttur. Unnið úr sykri, límmiðum og filti eftir Helgu Sif Guðmundsdóttur. Eftir Kristínu Gunnarsdóttur krgu@mbl.is Morgunblaðið/Golli Helga Sif Guðmundsdóttir, Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir og Jóna Heiða Sigurlásdóttir eru í hópi nýútskrifaðar nemenda Listaháskóla Íslands. Morgunblaðið/Eyþór Morgunblaðið/Eyþór Rokkar í gömlum frænkufötum „ÞAÐ ER í raun eitt dress frá hverju tímabili. Það elsta er hekl- aður bolur frá því um 1934, svo er æðislegur kjóll frá því um 1940 og prjónaður hippakjóll frá um 1970 og auðvitað er margt fleira frá sein- ustu sjötíu árum,“ segir Birta Ís- ólfsdóttir sem var svo heppin að fá gefins fullt af gömlum fötum frá aldraðri frænku sinni. Frænkan, Fanney Gísla- dóttir, er 91 árs og ólst upp í Miðkoti í Fljótshlíð. Hún var að fara á elliheimili og þurfti að losa sig við fötin. „Mamma fór til hennar um daginn og þá spurði Fanney hvort hún vissi um einhvern sem gæti passað í fötin sín og mamma sagði að hún ætti dóttur sem fíl- aði svona gömul notuð föt og þá mátti ég bara eiga þau. Ég er líka svo heppin að vera svipuð henni að stærð.“ Það er augljóst að Birta er ánægð með þessa nytsömu gjöf því hún ljómar öll þegar hún talar um hana. Fanney og systir hennar saumuðu, hekluðu og prjónuðu öll fötin sjálfar og því eru þau mjög vönduð og sérstök. „Það er engin hætta á að ég rekist á aðra manneskju í eins föt- um.“ Birta dáist að þessari handleiknu frænku sinni og segir að hún sé örugglega ennþá að prjóna eitthvað þrátt fyrir háan aldur. Þrátt fyrir að ganga í hálfrar ald- ar gömlum fötum þykir Birta ekki lummó. „Vinum mínum finnst þetta rosa- lega flott og margar vinkonur mín- ar öfunda mig af fjólubláa kjólnum sem er í mestu uppáhaldi hjá mér. Það er í tísku núna að vera í not- uðum fötum og því passa ég vel inn í. Ég versla mikið í Spútnik og álíka búðum en þar finnast ekki eins vönduð föt og þessi. Einnig eru not- uð föt hérna á Íslandi alltof dýr. Minn stíll er mjög fjölbreyttur, ég fíla allt svona gamalt og not- að sem ég blanda svo með nýju. En mér finnst þessi föt frá henni Fanney heldur fín til þess að fara í þeim í skól- ann.“ Í stelpnahljómsveit Birta er 16 ára og fædd og uppalin á Hvolsvelli en langaði að prófa eitthvað nýtt og fór til Reykjavíkur í framhaldsskóla. Hún er núna að klára sitt fyrsta ár á félagsfræðibraut í Menntaskólanum við Sund. Í haust ætlar hún að söðla um og fara í fatahönnun í Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti. Hún snýr þó brátt aftur til heimahag- anna því í sumar ætl- ar hún að vinna á Gall- ery pizza á Hvolsvelli. Birta á fleiri áhugamál en föt og tísku því hún spilar á mörg hljóðfæri og er í hljómsveit. „Ég spila á gítar og sem lög. Þetta er stelpna- band sem spilar súrt rokk, við byrj- uðum að spila saman í vetur en okkur vantar ennþá trommara og nafn. Ætli ég muni ekki rokka á sviði einn daginn í frænkuföt- unum.“  TÍSKA | Birta Ísólfsdóttir Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Morgunblaðið/Eyþór MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2005 21 DAGLEGT LÍF

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.