Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						12 FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
SIGRÍÐUR Benediktsdóttir lauk
doktorsprófi í hagfræði frá Yale-
háskólanum í Bandaríkjunum hinn 23.
maí. Doktorsrit-
gerð hennar nefnist
?Informed Special-
ist Trading and
Price Setting Be-
havior? og voru
leiðbeinendur pró-
fessorarnir George
Hall, Robert J.
Shiller og Anthony
A. Smith.
Sigríður útskrifaðist frá hag-
fræðideild Yale með sérhæfingu í fjár-
málahagfræði, hagrannsóknum og
stærðfræðilegri hagfræði. Meðan á
doktorsnámi stóð kenndi hún þjóð-
hagsfræði og fjármálafræði við Yale.
Jafnframt aðstoðaði hún prófessor
George Hall við rannsóknarvinnu. Sig-
ríður lauk BS-prófi frá hagfræðideild
Háskóla Íslands 1995 og BS-prófi frá
tölvunarfræðideild Háskóla Íslands
1998.
Doktorsverkefni Sigríðar fjallar um
markaðsvaka í kauphöllinni í New
York. Sýnt er fram á með gögnum frá
kauphöllinni að markaðsvakar, sem
hafa einokunarstöðu, stunda viðskipti
sem gefa til kynna að þeir hafi upplýs-
ingar um verðþróun hlutabréfa. Þeir
hagnist því ekki einungis á muninum á
sölu- og kaupverði (gengisbil) heldur
einnig á upplýsingum um verðþróun
sem þeir hafa aðgang að sökum einok-
unarstöðu sinnar. Kvikt líkan (dyna-
mic model) er notað til að kanna áhrif
markaðsvaka með einokunarstöðu á
verðþróun hlutabréfa. Gert er ráð fyrir
að markaðsvakinn hámarki hagnað en
sé ekki einungis milliliður eins og fyrri
hagfræðilíkön hafa gengið út frá. Gert
er ráð fyrir að markaðsvakinn hafi
upplýsingar um skammtímaverðþróun
hlutabréfa, hann fylgi bæði reglum
kauphallarinnar og taki tillit til áhrifa
viðskipta sinna á framtíðarviðskipti.
Helstu niðurstöður líkansins eru að
markaðsvakarnir hagnast á upplýs-
ingum um verðþróun þegar hluta-
bréfamarkaðurinn er stöðugur en á
móti taka þeir á sig tap og minnka
óstöðugleikann þegar verðsveiflur
aukast. Loks eru helstu niðurstöður
líkansins bornar saman við gögn frá
kauphöllinni í New York. Gögn frá
NASDAQ eru notuð til samanburðar.
Hagrannsóknarniðurstöðurnar gefa til
kynna að viðskiptavakar með einok-
unarstöðu hafi áhrif á verðsveiflur.
Þessar niðurstöður eru sérstaklega at-
hyglisverðar þar sem einokunarvald
markaðsvakanna hefur verið minnkað
mikið síðustu ár. Þessi þróun hefur átt
sér stað án þess að miklar rannsóknir
hafi verið gerðar á áhrifum markaðs-
vakanna á verðþróun á stærsta og ein-
um traustasta hlutabréfamarkaði í
heimi. Foreldrar Sigríðar eru Bene-
dikt Guðbjartsson lögfræðingur og
Edda Hermannsdóttir hagfræðingur.
Eiginmaður hennar er Arnar Geirs-
son skurðlæknir. Synir þeirra eru
Benedikt Jens 5 ára, Kristján Geir 3
ára og Arnar Helgi 3 mánaða.
Sigríður hefur störf hjá bankastjórn
Seðlabanka Bandaríkjanna í Wash-
ington í september á þessu ári. Frek-
ari upplýsingar um Sigríði og verk-
efnið hennar má finna á
http://www.econ.yale.edu/graduate/
placement/2004-05/benedikts-
dottir.htm.
Doktorspróf í
hagfræði
ÚR því verður skorið fyrir 14. júní
hvort máli sem Auður Sveinsdóttir
Laxness höfðaði gegn Hannesi
Hólmsteini Gissurarsyni fyrir höf-
undalagabrot verði vísað frá Hér-
aðsdómi Reykjavíkur. Málflutning-
ur um frávísunarkröfu Hannesar
Hólmsteins fór fram í gær. 
Þetta mun vera í fyrsta skipti
sem mál af þessu tagi kemur fyrir
dómstóla hér á landi.
Verði málinu vísað frá dómi er
talið næsta víst að úrskurðurinn
yrði kærður til Hæstaréttar. Verði
úrslit þau að málinu verði vísað frá
er málið þó ekki þar með úr sögunni
því lögmaður Auðar hefur svigrúm
til þess að bæta úr hugsanlegum
göllum í stefnunni og stefna málinu
fyrir dóm á nýjan leik. Hafni hér-
aðsdómur frávísunarkröfunni verð-
ur málið tekið til efnislegrar með-
ferðar. Lögmaður Hannesar
Hólmsteins getur á hinn bóginn
krafist frávísunar fyrir Hæstarétti
eftir að dómur er fallinn í héraðs-
dómi.
Auður stefndi Hannesi Hólm-
steini undir lok síðasta árs fyrir 120
meint brot á höfundarlögum við rit-
un á fyrsta bindi ævisögu Halldórs
Laxness, sem þó var ekki sögð
tæmandi upptalning á brotum á
höfundarrétti Halldórs. Krafa var
gerð um að Hannes Hólmsteinn
yrði dæmdur til refsingar sam-
kvæmt heimild í höfundalögum og
var á því byggt að hann hefði fram-
ið brot sín af ásetningi eða a.m.k. af
stórfelldu gáleysi. Krafist var bóta
að upphæð 7,5 milljónir króna.
Af hálfu Hannesar Hólmsteins
var því hafnað að hann hefði brotið
höfundalög en um leið krafist frá-
vísunar á málinu vegna annmarka á
málatilbúnaði Auðar. Fyrir dómi í
gær hafnaði Halldór H. Backman
hdl., lögmaður Auðar, frávísunar-
kröfunni og vísaði gagnrýni á mála-
tilbúnað algjörlega á bug.
Segir upphæð bótakröfu
gripna úr lausu lofti 
Heimir Örn Herbertsson hdl.,
lögmaður Hannesar Hólmsteins,
sagði á hinn bóginn að málið væri
vanreifað og málatilbúnaður allur
svo óskýr að ekki yrði hjá því kom-
ist að vísa málinu frá dómi. Eins og
greint hefur verið frá í Morgun-
blaðinu byggir krafan m.a. á því að
hvergi sé að finna heildstæða lýs-
ingu á meintum brotum, að útgef-
anda bókarinnar hefði ekki verið
stefnt eins og nauðsynlegt hefði
verið og að upphæð bótakrafna sé
úr lausu lofti gripin. Að auki sagði
Heimir að í refsikröfu og kröfu um
miskabætur væri byggt á að brotin
hefðu verið framin af ásetningi eða
af stórfelldu gáleysi. Krafa um
skaðabætur væri á hinn bóginn
byggð á lagaákvæðum sem byggja á
því að verknaður sé unninn af
grandleysi. Þetta valdi því að óvissa
sé hvort því sé haldið fram að meint
brot hafi verið af ásetningi eða gá-
leysi eða hvort því sé haldið fram að
bókin hafi verið rituð í góðri trú en
engu að síður falið í sér höfunda-
réttarbrot. 
Málflutningur vegna frávísunarkröfu Hannesar Hólmsteins
Úrskurður felldur
innan tveggja vikna
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
?ÞAÐ er sama hvert litið er á Austurlandi, þar er
verið er að gæta þess í stóru og smáu að um-
hverfismál séu í góðu lagi og það gleður um-
hverfisráðherrann mjög að finna hvernig menn
eru meðvitaðir í þeim efnum,? sagði Sigríður
Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra í samtali
við Morgunblaðið í gær. Hún skoðaði ásamt
fylgdarliði Fjarðabyggð og framkvæmdir þar í
gærdag, en í fyrradag fór hún um virkjunar-
svæðið við Kárahnjúka. 
Ráðherra skoðaði bygginga- og umhverfis-
framkvæmdir í Fjarðabyggð, einnig álvers-
framkvæmdir í Reyðarfirði og fundaði með
bæjarráði og starfsmönnum Náttúrustofu
Austurlands.
?Mér þykir stórkostlegt að upplifa hversu
mikil bjartsýni og jákvæðni ríkir hjá fólki hér.
Ég hef hitt nokkuð marga í þessari ferð, bæði við
Kárahnjúka, á Egilsstöðum og í Fjarðabyggð og
áhrifa frá þessum umsvifum gætir í öllum
byggðarlögum á Austurlandi þó í mismiklum
mæli sé,? sagði Sigríður Anna. ?Það er engin
spurning í mínum huga að þetta eru stórkostleg-
ar framkvæmdir fyrir þennan landshluta og gott
að sjá, reyna og finna hversu mikil áhersla er
lögð á að umhverfismál séu í fullkomnu lagi og
þar að auki öryggismál fyrir starfsfólkið. Þegar
ég sé þær áætlanir sem verið er að vinna eftir
hef ég ekki áhyggjur af raski vegna virkjunar-
og stóriðjuframkvæmda hér í fjórðungnum,
enda umhverfis- og öryggismál þar efst á
baugi.?
Jón Björn Hákonarson upplýsingafulltrúi
Fjarðabyggðar sagðist telja að umfang fram-
kvæmda í Fjarðabyggð væri það sem gestum
kæmi helst á óvart. ?Sveitarfélagið er á árunum
2003 til 2007 að fjárfesta fyrir 3,5 milljarða fyrir
utan aðrar framkvæmdir sem eiga sér stað hér
og það vekur athygli. Einnig að hér er unnið
markvisst að umhverfismálum og mikilsvert að
geta kynnt þau verkefni fyrir ráðherra.?
Morgunblaðið/Helgi Garðasson.
Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra bragðar á harðfiski með
Jóni Birni Hákonarsyni upplýsingafulltrúa Fjarðabyggðar og Atla Berki
Egilssyni hjá harðfiskverkuninni Sporði hf. á Eskifrði.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir.
Andy Cameron, staðarstjóri Bechtel á Reyðarfirði, sýnir umhverfis-
ráðherra aðstæður. Á myndinni má einnig sjá Harald Jóhannesson
aðstoðarmann ráðherra og Smára Geirsson, forseta bæjarstjórnar.
Segir umhverfismálin í góðu lagi
Umhverfisráðherra skoðar framkvæmdir á Austurlandi
Eftir Steinunni Ásmundsdóttur
steinunn@mbl.is
LAUNANEFND sveitarfélaganna
og fulltrúar 40 stéttarfélaga skrifuðu
undir kjarasamning á miðnætti á
mánudagskvöld eftir 13 daga sam-
felldar kjaraviðræður hjá ríkissátta-
semjara. 
Fara samningarnir nú í kynningu
og atkvæðagreiðslu meðal fé-
lagsmanna og er búist við því að
henni ljúki 24. júní nk., skv. upplýs-
ingum frá Starfsgreinasambandinu. 
Samningsaðilar voru Samflot bæj-
arstarfsmannafélaga, Kjölur, Starfs-
greinasambandið og Efling ? stétt-
arfélag og voru þau í forsvari fyrir 40
stéttarfélög. Forsvarsmenn bæjar-
stéttarfélaga í Kópavogi, Hafnarfirði
og Akranesi tóku þá ákvörðun á síð-
ustu stigum viðræðnanna að slíta sig
frá þeim, en félögin höfðu verið undir
forystu Samflots bæjarstarfsmanna-
félaga. 
Alls taka samningarnir til 5.700
starfsmanna sveitarfélaga og gilda
til 30. nóvember 2008, verði þeir
samþykktir. Við lok samningstímans
nemur kostnaðarauki sveitarfélag-
anna rúmlega 20%. Fyrir utan bein-
ar launahækkanir er tekið upp allt að
2% mótframlag launagreiðanda
vegna séreignalífeyrissparnaðar
launþega auk þess sem lífeyrissjóðs-
framlög í almenna lífeyrissjóði eru
jöfnuð hjá öllum félögunum, að því er
fram kemur á vef Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga. 
Skrifað undir samninga
við 40 stéttarfélög
GUÐJÓN Arngrímsson, upplýsinga-
fulltrúi FL GROUP, segir að engar
ákvarðanir hafi verið teknar sem
byggist á fyrirhuguðum loftferða-
samningi Íslands við Indland. Samn-
ingur veiti hins vegar mikilvæg tæki-
færi, einkum í tengslum við
fraktflug. Tilkynnt var í gær að sam-
komulag hefði náðst við indversk
stjórnvöld um efni loftferðasamn-
ings milli Íslands og Indlands. Guð-
jón bendir á að Ísland hafi nú, auk
samningsins við Indland, loftferða-
samninga við Kína, Macao, Hong
Kong og Kóreu. Íslensk stjórnvöld
hafi staðið sig vel á þessu sviði og nú
eigi Íslendingar mikil réttindi til
flugstarfsemi í þessum löndum og
jafnvel meiri en ýmsar nágranna-
þjóðirnar. Guðjón segir ljóst að
flutningamarkaður á Indlandi í Asíu
sé gríðarlega stór og vaxandi og að
félagið stefni að þátttöku í honum.
Hið sama megi segja um farþega-
flugið þó engar ákvarðanir hafi verið
teknar. 
Engar ákvarðanir
um flug til Indlands 

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64