Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2005 33
UMRÆÐAN
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík L50098 Bréf til blaðsins | mbl.is
ÞESSI pistill er skrifaður á alþjóð-
legum umhverfisdegi, 5. júní. Þann
dag hjólaði fólk um Reykjavík undir
yfirskriftinni
?hjólavæn borg?. 
Reiðhjólið er
vistvænt og
heilsusamlegt
samgöngutæki.
Það sparar orku,
landrými og gefur
holla hreyfingu
og er miklu ódýr-
ara í rekstri en
bíll (sparar m.a.
útgjöld í líkams-
rækt og læknisþjónustu). Stundum
er maður fljótari á hjóli en á bíl inn-
anbæjar. Í Kaupmannahöfn er 35%
umferðarinnar reiðhjólaumferð og
stefnt er að því að auka hlutfallið í
40%. Ekki hef ég heyrt hvert hlut-
fallið er í Reykjavík, hæpið að það
nái einu prósenti. 
Hvers vegna ferðast svo fáir á
hjólum hér? Það er mikið selt af hjól-
um á viðráðanlegu verði svo reið-
hjólaflotinn hlýtur að vera stór.
Sumir kenna veðrinu um. Oft er níst-
ingskalt í Kaupmannahöfn á veturna
en fólk hjólar samt. Að jafnaði er
kaldara og vindasamara hér, en
hreyfing hjólreiðamannsins heldur á
honum hita og hús og tré gefa aukið
skjól. Svo þarf hver hjólreiðamaður
að kunna að klæða sig.
Í Kaupmannahöfn (sem áður var
höfuðborg Íslands) eru hvarvetna
sérmerktar hjólreiðabrautir á helstu
umferðarleiðum og skýrar reglur
gilda um hjólreiðar ekki síður en
bílaumferð og gangandi fólk. En
hvernig háttar þessu til hér á landi?
Frá árinu 1981 hafa hjólreiðar verið
heimilaðar á gangbrautum ef það
veldur gangandi vegfarendum ekki
hættu eða óþægindum og skal hjól-
reiðamaður víkja fyrir gangandi veg-
farendum. Meginreglan hér á landi
er að hjóla hægra megin á akbraut
(líka á gatnamótum). Þessar reglur
gilda líka um börn frá 8 ára aldri! 
Reykjavík og nokkur stór sveit-
arfélög hafa auk gangstétta lagt tals-
vert af göngu- og hjólreiðastígum
sem henta vel fyrir sunnudagshjóla-
túra en síður fyrir þá sem nota hjólið
sem daglegt samgöngutæki og þurfa
að komast leiðar sinnar hratt og
örugglega. Fjöldi erlendra ferða-
manna sem kýs að ferðast um landið
á hjóli er ofurseldur bílvegunum og
reyndar alls óvíst hvort leyfilegt
verður að hjóla milli Keflavík-
urflugvallar og höfuðborgarsvæð-
isins eftir að tvöföldun Reykjanes-
brautar lýkur.
Eitt brýnasta úrlausnarefni í um-
ferðarmálum Íslendinga er að end-
urskoða réttindi hjólreiðafólks og
skapa betri skilyrði til að reiðhjól séu
notuð sem samgöngutæki auk þess
að vera leik- og frístundatæki. Þar er
verk að vinna fyrir framsýna stjórn-
málamenn og yfirvöld umferðar-
mála.
ÞORVALDUR ÖRN ÁRNASON,
vinstrigrænn líffræðingur
og kennari.
Hjólreiðar njóti 
jafnréttis
Eftir Þorvald Örn Árnason
Þorvaldur Örn
Árnason
HUGMYNDIN um íslenskt sam-
félag sem eitthvað stöðugt og
óbreytanlegt hefur lengi verið
ríkjandi hér á landi. Það þarf þó
ekki að fara langt aftur til að sjá
hversu stórkostlegum breytingum
það hefur tekið á ótrúlega stuttum
tíma. Á síðustu öld breyttumst við
úr kotbændum yfir í
nútímasamfélag og
framundan eru áfram-
haldandi breytingar
yfir í alþjóðasamfélag
þar sem fólk frá öðr-
um löndum og heims-
álfum hefur áhuga á
að setjast að hér á
landi. Því er mik-
ilvægt að íslensk
stjórnvöld marki sem
fyrst einhverja heild-
arstefnu í málefnum
þeirra útlendinga sem
flytjast hingað áður
en í sama óefni er komið og í
mörgum nágrannalöndum okkar.
Nýlega var tekin sú ákvörðun að
koma á fót innflytjendaráði sem
ætlað er að vinna að aðlögun út-
lendinga hér á landi og er það
vissulega ákveðin viðleitni til að
takast á við aðstæður. Við mótun
nýs samfélags er mikilvægt að
sýna metnað sem byggist á góðum
undirbúningi frá grunni í stað þess
að taka gagnrýnislaust upp stefnur
annarra landa.
Í BA-ritgerð minni frá því í febr-
úar sl. fjallaði ég um stefnu Dana í
aðlögun innflytjenda og fram-
kvæmd hennar eins og hún birtist í
rannsóknum fræðimanna. Það vakti
athygli mína á málþingi í Norræna
húsinu í mars sl. þar sem kynntar
voru rannsóknir á málefnum inn-
flytjenda hér á landi, að sömu
þættir virtust vera áberandi í rann-
sóknum hér á landi og hafa vafist
fyrir Dönum í aðlögun innflytjenda.
Fram kemur í rannsóknum að
Danir líti almennt svo á að menn-
ingarlegt sérstæði sé meðfætt. Því
geti innflytjendur ekki aðlagast að
fullu eða orðið ?danskir?. Eins
virðist vera tilhneiging að líta á
innflytjendur frá þriðja heims lönd-
um sem ?meiri? innflytjendur. Í er-
indi sem flutt var í nóvember 2004
á ráðstefnu í Álaborg um innflytj-
endur á Norðurlöndum heldur
Lærke Holm því fram að hug-
myndinni um danska
einsleitni sé viðhaldið
og hún styrkt af fjöl-
miðlum og stjórn-
málamönnum með því
að tala um innflytj-
endur sem óeðlilegan
hluta af dönsku sam-
félagi. Ástæðuna telur
hún vera að Danmörk
sé ólík öðrum Evr-
ópulöndum vegna eðlis
danska velferðarkerf-
isins, einsleitni Dana
og lítillar reynslu af
ólíkum etnískum
minnihlutahópum fyrir 1960. Þetta
finnst mér hljóma nokkuð kunn-
uglega og alveg eins geta átt við
um íslenskar aðstæður sem segir
okkur að aðgát skal höfð í nærveru
sálar. Það getur verið varhugavert
að vandamálagera stöðugt um-
ræðuna um innflytjendur því ef
fólk hefur þá tilfinningu að ?til-
heyra? ekki, hvar er þá hvatinn til
að verða hluti af samfélaginu. 
Eins og fram hefur komið í
rannsóknum hér á landi eru inn-
flytjendur með margvíslega mennt-
un en í Danmörku eins og hér, er
sú menntun sjaldnast viðurkennd.
Því er valið nánast eingöngu um
láglaunastörf með litlum möguleika
á því að bæta efnahagslega og fé-
lagslega stöðu. Þessari hindrun
sneiða margir innflytjendur hjá
með því að stofna eigin fyrirtæki. Í
rannsókn á fyrirtækjum innflytj-
enda í Danmörku kemur fram að
árið 1990 stofnuðu þeir að með-
altali langtum fleiri fyrirtæki en
danski meirihlutinn. Jafnframt kom
í ljós að atvinnulausir innflytjendur
á félagslegum bótum sýndu mikinn
áhuga á að fara út í einkarekstur.
Mér finnst þessi þróun athygl-
isverð vegna þess að á málþinginu í
Norræna húsinu var kynnt rann-
sókn Fjölmenningarseturs og Fé-
lagsvísindadeildar Háskóla Íslands
(2005) á viðhorfum innflytjenda á
Vestfjörðum og Austurlandi. Þar
kom fram að 88% svarenda töldu
menntun sína ekki nýtast að fullu,
39% svarenda höfðu áhuga á því að
stofna eigin fyrirtæki og 12% höfðu
hafið undirbúning að því. Skortur á
íslenskukunnáttu var helsta ástæða
sem nefnd var fyrir því að mennt-
un nýttist ekki. 
Við fyrstu sýn virðist því rök-
réttast að leggja áherslu á aukna
íslenskukennslu fyrir útlendinga
svo þeir geti nýtt sér menntun
sína. En af hverju ætti menntun
ekki að nýtast fólki í starfi þó það
tali bjagaða íslensku? Eftir að hafa
kynnt mér stefnu og framkvæmd
Dana í aðlögun innflytjenda get ég
tekið undir þær vangaveltur sem
komu fram í fyrirlestri Guðrúnar
Margrétar Guðmundsdóttur mann-
fræðings 28. maí sl. á málþingi sem
haldið var í húsakynnum Reykja-
víkurAkademíunnar um reynslu
innflytjenda. Þar velti hún upp
þeirri spurningu hvort sú ofur-
áhersla sem lögð er á íslensku-
kunnáttu geti ekki verið ein af
þeim hindrunum sem koma í veg
fyrir að innflytjendur verði fullir
þátttakendur í samfélaginu. Mér
sýnist einmitt sú mikla áhersla sem
Danir hafa lagt á tungumálið í að-
lögun innflytjenda, ekki hafa skilað
þeim árangri sem til var ætlast,
þrátt fyrir ókeypis dönsku-
námskeið og lög sem skylda alla
innflytjendur sem ekki tala dönsku
til þess að sækja þessi námskeið.
Við mótun nýs samfélags þarf að-
lögun að verða í báðar áttir og
henni þarf að gefa tíma. Ég tel
óraunhæft að ætlast til þess að
fyrsta kynslóð innflytjenda nái full-
komnu valdi á íslensku, en það
geta afkomendur þeirra aftur á
móti. Mikið nær er að meta að
verðleikum hæfileika og menntun
þeirra einstaklinga sem hingað
flytjast og greiða þannig leið þeirra
inn í íslenskt samfélag.
Samfélag í mótun
Guðlaug Björnsdóttir fjallar
um breytingar á samfélaginu
?
Við fyrstu sýn virðist
því rökréttast að leggja
áherslu á aukna ís-
lenskukennslu fyrir út-
lendinga svo þeir geti
nýtt sér menntun sína.
?
Guðlaug Björnsdóttir
Höfundur er með BA í mannfræði 
frá Háskóla Íslands.
STARFSFÓLK Öskjuhlíðarskóla,
ásamt nemendum skólans og for-
eldrum þeirra, fagnar því um þessar
mundir að 30 ár eru lið-
in frá stofnun skólans.
Þó svo að Öskjuhlíð-
arskóli hafi byrjað
starfsemi haustið 1975 í
núverandi húsnæði
hafði mikið starf verið
unnið allt frá árinu
1961. Það ár setti
Reykjavíkurborg á
stofn Höfðaskóla undir
forystu Magnúsar
Magnússonar sérkenn-
ara, sem starfað hafði
við Miðbæjarskólann
og numið sér-
kennslufræði í Sviss og Þýskalandi.
Skólinn þjónaði nemendum úr
Reykjavík og allir áttu nemendur það
sameiginlegt að hinn almenni skóli
hafði ekki tök á mæta námslegum- og
eða félagslegum og tilfinningalegum
þörfum þeirra. Höfðaskóli var í leigu-
húsnæði við Sigtún. Þær aðstæður
sem unnið var við þar þættu bág-
bornar í dag, en Magnús hvatti sitt
fólk til góðra verka og var óþreytandi
að miðla af þekkingu sinni og reynslu.
Á þeim grunni sem lagður var með
starfinu í Höfðaskóla byggist starf-
semi Öskjuhlíðarskóla, en það voru
nemendur Höfðaskóla ásamt kenn-
urum sem fluttu í hið nýja húsnæði
haustið 1975 ásamt
nemendum Skóla fjöl-
fatlaðra og kennurum
þeirra. Reykjavíkur-
borg lét þá af rekstri
skólans og var Öskju-
hlíðarskóli rekinn af
ríkinu til ársins 1996, en
það ár tók Reykjavík-
urborg við rekstrinum á
nýjan leik. Magnús
Magnússon lét af starfi
skólastjóra árið 1977 er
hann varð sérkennslu-
fulltrúi ríkisins. Við
starfi skólastjóra tók
Jóhanna G. Kristjánsdóttir sérkenn-
ari og gegndi því til ársins 1987.
Fjöldi nemenda í skólanum í dag er
98 og eru þeir á aldrinum 6?16 ára, í
1.?10. bekk.
Til þess að mæta margvíslegum og
fjölþættum þörfum nemenda er
nauðsyn á víðtækri faglegri þekkingu
starfsfólksins. Kennarar Öskjuhlíð-
arskóla eru um 40 talsins og búa þeir
yfir mikilli reynslu og þekkingu og
margir þeirra hafa stundað fram-
haldsnám í sérkennslufræðum. Einn-
ig starfa þroskaþjálfar og leikskóla-
kennarar við skólann, sem margir
hverjir hafa sótt sér framhalds-
menntun, og fjöldi hæfra stuðnings-
fulltrúa. Sálfræðingur og fé-
lagsráðgjafi starfa við skólann og
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra sér
nemendum fyrir sjúkraþjálfun og
iðjuþjálfun í húsnæði skólans.
Öskjuhlíðarskóli hefur nú starfað í
30 ár en saga hans er mun lengri.
Þeim sem áhuga hafa á að kynna sér
starfsemi skólans frekar, er bent á
heimasíðu skólans http://www.oskju-
hlidarskoli.is en ný heimasíða skólans
verður opnuð í dag. 
Á þessum tímamótum er öllu því
starfsfólki sem komið hefur að starfi
skólans á þessum árum þökkuð störf
sín og nemendum skólans fyrr og nú
og foreldrum þeirra er þakkað sam-
starfið.
Öskjuhlíðarskóli 30 ára
Einar Hólm Ólafsson reifar
sögu Öskjuhlíðarskóla
?
Öskjuhlíðarskóli hefur
nú starfað í 30 ár en
saga hans er mun
lengri.
?
Einar Hólm Ólafsson 
Höfundur er skólastjóri.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56