Morgunblaðið - 10.06.2005, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.06.2005, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ingibjörg Andr-ésdóttir fæddist í Síðumúla í Hvítár- síðu í Mýrasýslu 17. apríl 1923. Hún lést á líknardeild Landa- kotsspítala 30. maí síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Andr- és Eyjólfsson, f. 27. maí 1886, d. 9. apríl 1986, og Ingibjörg Guðmundsdóttir, f. 15. maí 1887, d. 18. júní 1974. Systkini Ingibjargar eru Þor- björg, f. 8. janúar 1922, d. 23. maí 1994, Eyjólfur, f. 29. mars 1925, Magnús, f. 16. jan- úar 1927, d. 7. júlí 1986, og Guð- rún 23. maí 1930. Dóttir Ingibjargar er Ingibjörg Eggertsdóttir, f. 15. maí 1955, börn hennar og Kristjáns Júlíusar Kristjánssonar eru: Hjalti Stefán, f. 27 desember 1981, Emma, f. 23. október 1987, d. 22. desember 1987, Andrea, f. 4. júní 1989. Ingibjörg ólst upp í Síðumúla, fluttist til Reykjavíkur árið 1940 og starfaði við skrifstofustörf hjá Mjólkursamsölunni og Tryggingastofn- un ríkisins til 1954. Þá flutti hún aftur í Síðumúla þar sem hún starfaði við bú- störf og síðar sá hún um veðurathuganir fyrir Veðurstofu Ís- lands ásamt því að vera símstöðvar- stjóri þar til símstöð- in var lögð niður árið 1986. Þá flutti hún í Mosfellsbæ þar sem hún bjó æ síðan í sama húsi og dóttir hennar. Í Mosfellsbæ starf- aði hún í samkomuhúsinu Þrúð- vangi sem starfsmannafélag Ála- foss rak. Síðar við ræstingar í Varmárskóla til 75 ára aldurs. Útför Ingibjargar verður gerð frá Lágafellskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Stundin líður ei. Það erum við, sem hverfum. Þó okkar haust sé fjarri í dag, það kemur. Þú veizt það, hversu dapran dóm við erfum, að dauðinn eitt sinn hurðir okkar lemur. Sú stund er lík og ef að aftur gránar af ís og snjó, sem leggst að þúfum grónum. En ég veit ekkert um, hvort síðar hlánar, og ekki, hvort við komum græn úr snjónum. (Einar Ásmundsson.) Fyrir u.þ.b. 3 árum tók að hausta að í lífi móðursystur minnar er hún greindist með lungnakrabbamein, við tóku strangar lyfjameðferðir. Lífsvilji hennar var sterkur og fleytti henni yf- ir erfiðustu stundirnar. Meðferðin skilaði nokkuð góðum árangri en þá tók bakið upp á því að gefa sig og varð hún að leggjast á Landspítalann í nóvember sl. og var þaðan flutt á Landakot þar sem hún dvaldi í góðu yfirlæti til hinstu stundar. Didda fæddist í Síðumúla í Borgar- firði og ólst upp þar upp við leik og störf sem tíðkuðust til sveita í þann tíð. Mín fyrsta minning um hana er af konu sem sveif um í bláu skýi, nánar tiltekið reykskýi, en 15 ára byrjaði Didda að reykja því það þótti „smart“ í þann tíð og ekki mátti til þess hugsa að fylgja ekki tískunni vel og vendi- lega. Árið 1937 hleypti Didda heimdrag- anum og fór að Gili í Svartárdal til El- ísabetar móðursystur sinnar til að læra á orgel hjá Steina tengdasyni Betu. Dvaldi hún þar í eitt ár við gott atlæti, minntist hún þeirrar dvalar ævinlega með mikilli gleði og tengdist Húnavatnssýslunni órjúfandi bönd- um. Höfum við ættingjar hennar m.a. farið nokkrum sinnum á þessar slóðir í fararstjórn Diddu og er enn talað um „kirkjugarðsferðirnar“ norður því fá- ir lifandi voru heimsóttir en því fleiri í kirkjugörðum víðs vegar um Húna- vatnssýslurnar. Tónlist stóð Diddu sem og fleiri listgreinar alla tíð nærri. Árið 1943 fór hún til Reykjavíkur og hóf nám í gítarleik hjá Sigurði Briem, náði hún góðum tökum á því hljóðfæri og spilaði með Mandólínhljómsveit Reykjavíkur og lék sú hljómsveit m.a. með Sinfóníuhljómsveit Íslands í hennar tíð. Í forföllum organista í Síðumúlakirkju hljóp Didda í skarðið og átti séra Einar þá til að segja að rétt væri að taka „Náðina“ (Ó þá náð að eiga Jesúm) og tvískipta henni. Var þá fyrri hlutinn tekinn fyrir ræðu og sá seinni á eftir, því sjaldnast hafði gefist mikill tími til æfinga fyrir íhlaupaorganistann. Á Reykjavíkurárum sínum starfaði Didda m.a. hjá Mjólkursamsölunni og frá 1946–1953 starfaði hún hjá Trygg- ingastofnun ríkisins. Meðfram starfi stundaði hún nám í Námsflokkum Reykjavíkur um 7 ára skeið, í ensku, reikningi, dönsku, íslensku, sænsku og esperantó. Didda veiktist af Akureyrarveik- inni og fluttist upp úr því aftur í Síðu- múla til að ná heilsu en hún átti lengi í þeim veikindum. Hún starfaði þar við bústörf og tók síðar við starfi veðurat- hugunarmanns og símstöðvarstjóra og sinnti hún þeim störfum af alúð þar til símstöðin var lögð niður árið 1986. Síðasta tilkynningin sem Didda skrif- aði fyrir símstöðina var: „Boð á sæð- ingastöðina á Hvanneyri fyrir kú á Haukagili“. Á afrit skrifar Didda at- hugasemd neðanmáls sem ekki hefur verið send með frumritinu: „Þetta er síðasta afgreiðsla kennd við þessa símstöð hér. Blessist svo kálfur og kú og hana nú“. Kímnigáfa Diddu var rík og sá hún alla tíð hinar spaugilegu hliðar lífsins en þó mátti helst ekki gera grín að neinu því sem að sósíal- ismanum sneri en Didda var ung gef- in þeirri stefnu og var henni trygg alla tíð og var hún félagi í Æskulýðsfylk- ingunni. Þrjár utanlandsferðir fór Didda. Ekki þótti henni taka því að fara fleiri þar sem þessar höfðu tekist sem best var á kosið og óþarfi að spilla þeim góðu minningum. Fyrst fór hún árið 1950 til London og Parísar, þá fór hún í ferð ferðaskrifstofunnar Sunnu til Rússlands árið 1975 og að síðustu fór hún til Berlínar árið 1983 að heim- sækja systurson sinn, Ólaf Axelsson, og konu hans Svönu Víkingsdóttur, í þeirri ferð kom hún síðan við í Kaup- mannahöfn og heimsótti þar bróður Svönu, Gísla og konu hans Guðrúnu Ögmundsdóttur og var henni þessi ferð ógleymanleg. Þó ekki væru utanlandsferðirnar tíðar þá voru innanlandsreisurnar fleiri og þá oftast ekki farið langt yfir skammt, flesta laugardaga tók hún sér ferð á hendur til höfuðborgarinn- ar úr Mosfellsbæ og heimsótti sína kæru vinkonu Boggu „kennara“. Öll rit Ferðafélagsins átti hún og má segja að hún hafi ferðast vítt um land- ið með lestri þeirra bóka. Ýmsum fróðleik um menn og mál- efni hefur Didda safnað í gegnum tíð- ina, til eru margar möppur með grein- um sem hún hefur safnað og flokkað, ber þar mest á greinum um bók- menntir og tónlist, má þar margan fróðleikinn finna. Árið 1955 eignaðist hún einkadótt- ur sína Ingibjörgu Eggertsdóttur sem var hennar stoð og stytta. Þegar Didda lauk störfum í Síðumúla árið 1986 og fluttist þaðan, keypti hún sér íbúð í sama húsi og Imma og Kiddi festu sér í Mosfellsbæ. Naut Didda þess að líta til með barnabörnum sín- um, kynna þau fyrir undraheimi tón- listarinnar, sjá til þess að þau æfðu sig og hjálpa þeim á alla lund. Stofn- aði þríeykið Didda, Hjalti og Andrea bókaútgáfu er nefnt var „Múlaforlag- ið“ og gaf það út 4 hefti með grínvís- um og klippimyndum, upplagið var 1 eintak af hverju verki. Ég og fjölskylda mín þökkum að leiðarlokum ánægjulega samfylgd. Anna Þ. Nú eru ár og dagar síðan sumar- heimsóknir fjölskyldunnar á bernsku- stöðvar mömmu í Hvítársíðu voru mest tilhlökkunarefni á vorin. Gamli bærinn í Síðumúla er yfirgefinn og lokaður og ekki óhætt að fara um hann nema í huganum. Í minningunni er þetta stórt hús, oft dundaði ég mér við að telja herbergin en komst aldrei að sömu niðurstöðu. Síðumúli var kirkjustaður og þarna var endastöð áætlunarbíla úr Reykjavík. Á stund- um var eins og þarna væri saman komið miklu fleira fólk en í Hlíðunum og allar leiðir virtust liggja um borð- stofuna sem gengið var niður í af ganginum. Við gluggann sem veit út að hlaðinu hangir símstöðin uppi á panelklædd- um vegg, þetta tækniundur með ótal hnöppum sínum og tökkum. Bæjar- stéttin er í augnhæð fyrir utan, stráin vagga í golunni og aðeins fjær standa símastaurarnir og flytja tíðindin landshorna á milli í undarlega hávær- um söng. Öllu þessu stjórnar svo Didda móðursystir mín, grönn og fín- leg með sígarettuna í annarri og sím- tólið í hinni og svo gáfuleg og forfröm- uð á svip að undrum sætir. Fasið ögn angurvært og maður skilur það strax barnungur að á þessum stað er það hún sem veit það sem máli skiptir. Ekki minnkar lotningin við það að hún spilar á orgel, hefur lært heil ósköp á gítar hjá Sigurði H. Briem, verið í Mandólínhljómsveit Reykja- víkur og lært esperanto í námsflokk- unum. En þó er ótalið undrið mesta, Grundig-segulbandstækið, sem hún hefur nýverið eignast og gestir og gangandi syngja inn á og fara með ættjarðarljóð. „Tala ég í alvörunni svona, Didda?“ spyr sá sem ekki veit. Og þegar Örlygur frændi minn tekur munnhörpusóló aldarinnar er tækið í gangi. Á laugardagseftirmiðdögum setur hún kannski Carmen á fóninn í fínu stofunni og þau Bizet og Callas opna manni áður óþekkta heima. Seg- ir síðan með rettuna í munnvikinu „Hún syngur svo ansvíti vel hún Leontyne Price, á ég að spila hana fyrir þig?“ Á unglingsárunum rennur upp fyr- ir mér að hún er eina manneskjan með pólitískt réttu ráði á þessum stað. Við myndum okkar alþýðu- bandalag þarna á stórbýlinu og fólk hristir hausinn. Eftir dvölina í Reykjavík á árunum upp úr 1940 er hún sannfærður sósíalisti og öreigar allra landa eiga samúð hennar óskipta. Á áttunda áratugnum heim- sækir hún fyrirheitna landið. Bíður ekki boðanna, tekur fyrsta beina flug- ið frá Íslandi til Moskvu með Guðna í Sunnu og sér Svanavatnið í Bolshoj- leikhúsinu. Hér þarf ekki frekar vitn- anna við auk þess sem fólkið á göt- unum er allt vel til fara með glaðlegu yfirbragði. Þegar ég einhverjum ár- um síðar læt í ljós efasemdir um að kannski hafi ekki allt verið sem sýnd- ist þarna austur frá segir hún: „Þú skilur þetta ekki, Óli minn, þú hefur ekki komið þarna.“ Sem var laukrétt. Og Diddu varð ekki haggað ef hún beit eitthvað í sig. Mótsagnirnar í fari hennar voru heillandi, hún var tilfinn- ingarík og ofurnæm á umhverfi sitt svo að mörgum þótti nóg um en um leið hafði hún ekki sérstakar mætur á veröldinni eins og hún birtist okkur hinum, hafði hana frekar eftir eigin höfði. Þrátt fyrir það eða kannski þess vegna var hún einhver raunbesta manneskja sem ég hef fyrirhitt um dagana. Ætti einhver henni kunnugur undir högg að sækja stóðu honum all- ar dyr opnar eins lengi og þurfa þótti, löngu áður en athvörf og sambýli fóru að skjóta upp kollinum. Stundum virt- ust tilfinningarnar bera skynsemina ofurliði þegar hún stóð í þessum „björgunarstörfum“ en auðvitað hafði hún rétt fyrir sér, hjartað réð för. Frænka var ástríðufullur safnari, merkilegast var að hún klippti jafn- óðum út úr blöðunum allt það sem henni fannst markvert, sérstaklega af menningarsíðunum, og hélt því til haga á kerfisbundinn hátt. Núið varð þannig jafnóðum að ómetanlegri for- tíð og mér fannst þessi iðja stundum líkust því að hún stæði á skipsfjöl og horfði stöðugt til baka. Til lands. Ég skil það núna að með þessu móti átti hún aðgang að veröld sem hún stóð að nokkru utan við, miklu lengur en við mörg sem hrærumst í henni. Samt kunnu fáir betur á núið. Hún var ófor- betranlegur nautnaseggur þegar svo bar við, hún heimsótti okkur Svönu til Berlínar á sínum tíma og var vart INGIBJÖRG ANDRÉSDÓTTIR Hjartans þakkir sendum við öllum þeim er vottuðu okkur samúð og vináttu vegna andláts ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, HALLDÓRU ÁRNADÓTTUR, Kvistagerði 2, Akureyri. Snorri Guðmundsson, Sigurður Árni Snorrason, Kristín Linda Jónsdóttir, Jón Már Snorrason, Kolbrún Sigurðardóttir, Snorri Snorrason, Þóra Víkingsdóttir, Rúnar Þór Snorrason, Guðlaug Marín Guðnadóttir og barnabörn. Þökkum þeim fjölmörgu sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar SIGURÐAR MATTHÍASAR BENEDIKTSSONAR frá Kirkjubóli, Lækjartúni 21, Hólmavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks A7-deildar Landspítalans í Fossvogi fyrir góða umönnun og hlýhug. Guð blessi ykkur öll. Sigrún Kristín Valdimarsdóttir, Kristinn Guðbjörn Sigurðsson, Bryndís Sveinsdóttir, Valdís Eyrún Sigurðardóttir, Benedikt Heiðar Sigurðsson, Erna Geirlaug Árnadóttir og barnabörn. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu samúð vináttu og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KRISTINS INGVARS ÁSMUNDSSONAR (Ninna) pípulagningamanns, Heiðarbæ 7, Reykjavík. Þórdís Kristinsdóttir, Björn Björnsson, Magnús Smári Kristinsson, Ósk Jónsdóttir, Jack Unnar, Þórdís Þorbergsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndi okkur samúð, hlýhug og hjálp við andlát og útför okkar, ástkæra unnusta, föður, sonar, tengda- sonar og bróður, ÁGÚSTS ÞÓRÐAR STEFÁNSSONAR, Öldugötu 31, áður til heimilis í Teigaseli 5, Reykjavík, sem lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi sunnudaginn 22. maí. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Maríam Siv Vahabzadeh, Nadía Líf Ágústsdóttir, María Alexandersdóttir, Jón Björnsson, Lilja Ingvarsdóttir, Smári Brynjarsson og systkini. Frændi okkar, DALLAS HARMS STEINTHORSSON, lést laugardaginn 4. júní. Hann verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 14. júní kl. 15.00. Pétur Steinþórsson og fjölskylda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.